Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 38
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 22
Fimmtudaginn 12. mars kl. 14-17 verður opin kynning á
Rannsóknasjóði og fjölbreyttum verkefnum sem sjóðurinn
styrkir. Kynningin verður haldin á Hótel Sögu, 2. hæð.
Markmið kynningarfundarins er að kynna starfsemi sjóðsins og það fjölbreytta vísindastarf sem
hann fjármagnar. Á dagskránni verða áhugaverð erindi og veggspjaldakynningar þar sem vísindafólk
kynnir rannsóknir sínar á öllum sviðum vísinda.
Fundarstjóri verður Brynja Þorgeirsdóttir, fjölmiðlakona. Allir velkomnir!
Dagskrá:
14:00-15:30 Opnun og kynningar verkefna
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar fundinn.
Guðrún Nordal, formaður stjórnar Rannsóknasjóðs, flytur ávarp.
Verkefnakynningar (í stafrófsröð):
Forspárþættir heilsu og hegðunar meðal ungs fólks.
Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Meðfædd bakteríudrepandi peptíð gegn sýkingum og ónæmum bakteríustofnum.
Guðmundur H. Guðmundsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn á einhleypum konum í hópi vesturfara, 1870-1914.
Sigríður Matthíasdóttir, fræðimaður við Reykjavíkurakademíuna.
Vöktun virkra jarðskjálftasprungna og kortlagning jarðskjálftaáhættu í þéttbýli.
Benedikt Halldórsson, vísindamaður við Háskóla Íslands.
Þróun rafefnahvata fyrir vistvæna og sjálfbæra eldsneytis- og áburðarframleiðslu.
Egill Skúlason, dósent við Háskóla Íslands.
15:30-17:00 Veggspjaldasýning
Kynnt verða 40 verkefni sem hlutu nýja styrki
á árunum 2013 og 2014.
Í lok kynningar verður boðið upp
á léttar veitingar.
Hvað er vísindafólk
að rannsaka?
„Okkur langar að fá fólk til að
taka þátt í samtali, sem alla-
jafna á sér aðeins stað á netinu,“
segir Guðmundur Úlfarsson sem
stendur fyrir öðruvísi gjörningi
í verslun Geysis við Skólavörðu-
stíg á morgun.
„Hugmyndin er í grunninn sú
að tengja saman það sem gerist
á bak við skjáinn við það sem er
að gerast í kjötheimum, og skapa
þar vettvang fyrir ákveðið sam-
tal sem annars getur verið erfitt
að koma á,“ útskýrir Guðmund-
ur.
Guðmundur á Or Type, fyrstu
og einu leturútgáfu á Íslandi,
ásamt hinum danska Mads
Freund Brunse. Þeir hanna
leturgerðir og selja en leggja
áherslu á að skapa lifandi letur
sem ögrar fyrirfram gefnum
hugmyndum um hvernig letur
skuli vera.
Hingað til hafa grafískir hönn-
uðir verið langstærsti kúnna-
hópur þeirra. „Þetta er kannski
eina fyrirtæki sinnar tegund-
ar hér á landi, en samkeppnin
er engu að síður mikil þar sem
engin landamæri eru til staðar í
þessum geira,“ bætir Guðmund-
ur við.
Gestum og gangandi verður
boðið að taka þátt í gjörningnum
upp úr klukkan hálf átta annað
kvöld í verslun Geysis við Skóla-
vörðustíg. - ga
Munu bjóða fólki að eiga í samtali við letur
Fyrsta og eina leturútgáfan á landinu stendur fyrir óvenjulegum og öðruvísi gjörningi í versluninni Geysi.
LETURHÖNNUÐUR Guðmundur Úlfars-
son á einu leturútgáfu landsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
„Ég fékk hreina sokka,
kannski fengu einhverjir
aðrir skítuga. Það var alveg
gert grín að því, að gefa ein-
hverja skítuga táfýlusokka,“
segir Iona Sjöfn Huntingdon-
Williams, nemi á öðru ári í
grafískri hönnun í Listahá-
skóla Íslands.
Iona og bekkjarfélagar
hennar taka þátt í Hönnunar-
Mars og verða með sýningu
sem nefnist Þetta sokkar.
Verkin á sýningunni eru
unnin úr sokkum bekkj-
arfélaganna. „Allir fá
frjálsar hendur með
það sem þeir vilja
gera ,“ segir
Iona og sjálf
er hún að gera
bol og plakat
en sokkarnir
voru ætlaðir
til innblásturs
en ekki til þess að taka of bók-
staflega.
„Fer bara eftir sokkatýpunum,
hvaða lit maður fær. Hvort maður
fær litríka sokka eða bara gráa
eða svarta sokka.“
Bekkinn langaði til þess að
taka eitthvað hversdagslegt og
gera það skemmtilegt.
„Það er bara eitthvað
við það að setja sig í
spor annarra, kannski
eru hönnuðir líka þekktir
fyrir að vera í svolítið litrík-
um og skemmtilegum sokkum,“
segir Iona og bætir hlæjandi við:
„Svo fannst okkur Þetta sokkar
svo skemmtilegt nafn.“
Gestum sýningarinnar gefst
kostur á að sjá bæði verkin og
sokkapörin á sýningunni. „Parið
sem er innblásturinn verður við
hliðina á verkinu svo fólk geti séð
tengingarnar.“
Sýningin verður opnuð í Horn-
sílinu, Sjóminjasafni Íslands,
þann 13. mars klukkan 17.00. - gló
Sokkar bekkjarfélaga
eru innblásturinn
Nemendur í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands
vinna verk úr bæði hreinum og óhreinum sokkum.
ÞETTA SOKKAR Hluti hópsins sem tekur þátt í sýningunni Þetta sokkar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hugmyndin er í
grunninn sú að tengja
saman það sem gerist á
bak við skjáinn við það
sem er að gerast í kjöt-
heimum.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
GEFÐU
HÆNU
gjofsemgefur.is
9O7 2OO3
Fer bara eftir
sokkatýpunum,
hvaða lit maður
fær. Hvort maður
fær litríka sokka
eða bara gráa eða
svarta sokka.
LÍFIÐ
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
7
-0
3
8
8
1
4
1
7
-0
2
4
C
1
4
1
7
-0
1
1
0
1
4
1
6
-F
F
D
4
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K