Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 2
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 BÓKMENNTIR Rauða hrafnsfjöðr- in, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum, féll í skaut Soff- íu Bjarnadótt- ur fyrir bókina Segul skekkja. Verðlaun- in voru veitt í níunda sinn á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma á laugardagskvöld. Alls voru tilnefningarnar sex talsins, í fyrra hlaut Sjón verðlaun- in fyrir bókina Mánastein. - gló Rauða hrafnsfjöðrin veitt: Forvitnilegasta kynlífslýsingin SOFFÍA BJARNADÓTTIR MENNING Tæplega fimm metra hár ljósastaur skreytir nú svalir íbúðar á sautjándu hæð við Vatnsstíg 18. Ljósastaurinn er hluti af listaverki eftir Kristin E. Hrafnsson og er leyfi borgarinnar fyrir því tímabund- ið fram til 15. september. Leyfi frá húsfélaginu til bráðabirgða í eitt ár fylgdi umsókn eig- anda íbúðarinnar, Sigurðar Gísla Pálmasonar. Að ári liðnu á að skoða „hvort einhver óæskileg áhrif hafi komið í ljós“. - ibs Nýtt listaverk gleður eiganda þakíbúðar við Vatnsstíg: Ljósastaur á svölunum á 17. hæð LIST Stjórn húsfélagsins gaf leyfi fyrir listaverkinu til eins árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRETLAND Læknum í London tókst með kjarnsýrugreiningu að einangra litninga sem valda vöðvavisnun. DNA-strok var tekið af tilvonandi móður með erfðasjúkdóm og gallinn í erfðalyklinum fundinn Þá var farið í hefðbundna glasafrjóvgunarmeðferð, þar sem tekið var lífsýni af fóstur- vísunum til að komast að því hverjir þeirra væru laus við sjúkdóminn. Sonur konunnar er nú orðinn þriggja mánaða og hraustur, laus við vöðvavisnun. - ie Bylting í barneignum: Losa fóstur við erfðasjúkdóma SPURNING DAGSINS Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Frábært verð! Guðbjörg, gengur illa að berja þetta í fólk? „Já, það gengur illa að berja fólk, það virðist ekki gera sér grein fyrir afleiðingunum.“ Guðbjörg Ludvigsdóttir, læknir á endur- hæfingardeild Grensási, er andvíg því að rýmka heimildir til að stunda bardagaíþróttir hér á landi. STJÓRNMÁL Silja Dögg Gunnars- dóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, hefur ásamt fleiri þingmönnum lagt fram frumvarp til breytinga á atvinnu leysis- tryggingum. Lagt er til að ef fangi hefur stundað nám, vinnu eða starfsþjálfun til samræmis við lög um fullnustu refsinga, þá teljist hann tryggður samkvæmt atvinnuleysistryggingalögum. „Við erum sannfærð um að þessi lagabreyting myndi fækka endurkomum í fangelsi landsins og það hlýtur að vera samfélags- legt markmið í sjálfu sér,“ segir Silja Dögg. - kbg Frumvarp í þágu fanga: Fangar vinni sér inn bótarétt REYKJAVÍK Minningarathöfn um Farkhundu, 27 ára gamlan kennaranema, sem var myrt á hrottalegan hátt af stórum hópi manna í Kabúl 19. mars síðastlið- inn, var haldin í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur. Farkhunda var myrt af trúarofstækismönnum fyrir rangar sakir. Hefur morðið vakið sterk viðbrögð í Afganistan og um allan heim. Í Kabúl brugðu konur á það ráð að bera kistu Farkh- undu til grafar og neita karlmönnum um að snerta hana þvert á hefðir Afgana sem leyfa konum að jafn- aði ekki að taka þátt í jarðarförum. Á þriðjudaginn var gengu þúsundir saman í Kabúl til þess að krefjast réttlætis fyrir Farkhundu. Í Ráðhúsi Reykjavíkur mættu gestir með útprentað- ar myndir af Farkhundu. Fatima Hussaini las ljóð til minningar um Farkhundu og Þórhildur Sunna Ævars- dóttir hélt stutta tölu. Gestir rituðu nöfn sín á undir- skriftarlista til þess að hvetja afgönsk stjórnvöld til þess að taka harðar á ofbeldi gegn konum í Afganistan og tryggja réttlæti fyrir Farkhundu. Í lok athafnar- innar var kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn í minn- ingu Farkhundu. Minningarathafnir og kröfugöngur hafa verið farnar víða annars staðar í heiminum undir yfir- skriftinni Réttlæti fyrir Farkhundu. Þá hafa notend- ur Facebook og Twitter birt greinar og myndir og skipulagt viðburði henni til heiðurs undir kassamerk- inu #JusticeForFarkhunda. - kbg Ljóðaupplestur og kertafleyting á minningarathöfn um afganska konu: Krafan réttlæti fyrir Farkhundu MINNINGARATHÖFN Víða um heim hafa verið haldnar minn- ingarathafnir um Farkhundu og nú í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VESTMANNAEYJAR Elliði Vignisson gagnrýnir framgöngu Fjármála- eftirlitsins en í gær yfirtók Lands- bankinn allar eignir og skuldbind- ingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán við- skiptavina. Sjóðurinn hafði óskað eftir fresti til að skila Fjármálaeftir- litinu endurskoðuðum ársreikn- ingi fyrir 2014 og upplýsti þá um fyrirsjáanlega mikla verðrýrnun á útlánasafni sparisjóðsins sem gæti leitt til þess að eigið fé hans yrði uppurið. Fjármálaeftirlitið sendi sjóðn- um bréf 22. mars og veitti fjögurra daga frest til að skila stofnuninni endurskoðuðum ársreikningi fyrir 2014 og einum degi lengur til að skila inn ítarlegri greinargerð þar sem fram kæmi til hvaða ráðstaf- ana stjórn sparisjóðsins hygðist grípa til að koma eiginfjárgrunni sjóðsins í lögbundið horf. „Það voru engir þjóðhagslegir hagsmunir í húfi. Mér þykir mjög margt skrýtið í framgöngu Fjár- málaeftirlitsins, aðeins örfáir dagar voru gefnir í frest en það er kveðið á um það í lögum að frest- urinn geti verið allt að sex mán- uðir. Þar sem ríkið er einn aðaleig- andi að sjóðnum hefði átt að gæta meðalhófs,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn segir málefni Sparisjóðsins verða rædd á næsta bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Vestmannaeyjabær á tíu prósenta hlut í Sparisjóði Vestmannaeyja og Elliði segir fulla ástæðu til þess að hann skoði lagalega stöðu sína gagnvart gjörningi Fjármálaeftir- litsins. „Ólíkt öðrum eigendum spari- sjóðsins erum við stjórnvald. Okkur ber samkvæmt rannsóknar- reglu að kynna okkur málið til hlít- ar og hljótum því að kanna lagalega stöðu okkar.“ Í ársreikningi sjóðsins sem var skilað til Fjármálaeftirlitsins þann 26. mars 2015 kom fram að eigin- fjárgrunnur sjóðsins væri nei- kvæður um 87 milljónir króna og eiginfjárhlutfall hans neikvætt um 1,1 prósent. Fram kom í yfirlýsingu stjórnar sparisjóðsins og sparisjóðsstjóra og áritun endurskoðenda án álits að enn væri óvissa um endanlegt virði eignasafns sparisjóðsins og veru- legur vafi um rekstrarhæfi hans. Síðustu daga hafa innstæðu- eigendur í auknum mæli tekið út í reiðufé eða fært innlán sín í spari- sjóðnum til annarra innlánsstofn- ana. Þannig hefur hreint útflæði inn- stæðna sjóðsins rýrt laust fé hans um helming á tímabilinu og sjóðn- um ekki tekist að tryggja aðgang að nægu lausu fé til að mæta áframhaldandi útflæði í sama mæli. kristjanabjorg@frettabladid.is Bæjarstjóri ósáttur með framgöngu FME Sparisjóður Vestmannaeyja fékk aðeins fjögurra daga frest til þess að skila endur- skoðuðum ársreikningi. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, furðar sig á flýtinum og segir að meðalhófs hafi ekki verið gætt hjá Fjármálaeftirlitinu. Í EYJUM Sparisjóður Vestmannaeyja var stofnaður árið 1942. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Mér þykir mjög margt skrýtið í framgöngu Fjármálaeftir- litsins, aðeins örfáir dagar voru gefnir í frest en það er kveðið á um það í lögum að fresturinn geti verið allt að sex mánuðir. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. LANDBÚNAÐUR Í reglubundnu eftir- liti með salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs. Umræddur kjúklingahópur var rannsakaður áður en honum var slátrað án þess að salmonella hafi fundist. Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verða send til staðfestingar á sýkladeild Land- spítalans. Endanleg staðfesting mun væntanlega liggja fyrir í næstu viku. Reykjagarður hefur nú þegar hafið innköllun afurða með rekjan- leikanúmerið 001-15-08-1-01. Neyt- endur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila vörunni þangað sem hún var keypt eða til Reykjagarðs á Fosshálsi 1, 110 Reykjavík. Tekið skal fram að ef áprentuð- um leiðbeiningum á umbúðum um eldun er fylgt, er ekki talin hætta á að fólki smitist af salmonellu ef kjarnhiti nær 72°C. - kbg Reykjagarður kallar inn kjúklinga úr nýlegri slátrun vegna gruns um smit: Grunur um salmonellusmit SÝNIN ENN Í GREININGU Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 5 0 -3 A A 0 1 4 5 0 -3 9 6 4 1 4 5 0 -3 8 2 8 1 4 5 0 -3 6 E C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.