Fréttablaðið - 30.03.2015, Qupperneq 4
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Það er
ljóst í mínum
huga að ef
gestum fjölgar
áfram eins og
spár segja til
um, sem allt
bendir til, þá þarf að fara
að flytja inn töluvert af
vinnuafli til að mæta
þessu.
Edward H. Huijbens, prófessor
við Háskólann á Akureyri.
FERÐAÞJÓNUSTA Fyrirsjáanlegri
þörf á fjölgun starfsmanna innan
íslenskrar ferðaþjónustu verður
ekki mætt öðruvísi en með því að
flytja inn erlent vinnuafl. Fjöldi
sérhæfðs starfsfólks er í engu
samræmi við ferðamannastraum-
inn til landsins, hvað þá að hann
uppfylli kröfur ef spár um fjölgun
ganga eftir.
„Það er ljóst í mínum huga að ef
gestum fjölgar áfram eins og spár
segja til um, sem allt bendir til,
þá þarf að fara að flytja inn tölu-
vert af vinnuafli til að mæta þessu.
Eins og staðan er í dag búum við
ekki yfir nægjanlegum fjölda með
færni til að mæta fjölda gesta
og tryggja gæði þjónustu,“ segir
Edward H. Huijbens, prófessor
við Háskólann á Akureyri og sér-
fræðingur við Rannsóknamiðstöð
ferðamála.
Ný greining Landsbankans
sýnir þróunina svart á hvítu. Þar
er vitnað til talna Hagstofunn-
ar en samtals fjölgaði starfandi
hjá gististöðum, veitingastöðum,
flutningum með flugi, ferðaskrif-
stofum, ferðaskipuleggjendum og
annarri bókunarþjónustu úr 9.200
manns árið 2008 upp í 11.000 árið
2012 og 14.600 árið 2014.
Í greiningu Ólafs Más Sigurðs-
sonar, sérfræðings hjá Hagstofu
Íslands, sem unnin var að beiðni
Morgunblaðsins nýlega, kemur
fram að fólki sem starfar við
ferðaþjónustu og tengdar greinar
fjölgaði um 2.700 árið 2014. Í heild
sinni fjölgaði starfandi fólki um
2.800 á tímabilinu. Þannig eru vís-
bendingar um að vöxtur ferðaþjón-
ustunnar sé að baki nær allri fjölg-
un starfandi fólks á síðasta ári.
Nánar spurður um sérhæft
starfsfólk innan ferðaþjónust-
unnar segir Edward enga stefnu
fyrir liggjandi er varðar menntun
og stjórnun þjónustugæða í grein-
inni, og úr því þurfi að bæta með
hraði. Til að mæta ferðamanna-
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein-
grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402:
Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson
jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
P Á S K A E G G
NÝTT
Sækja þarf vinnuafl að utan
Íslenskt vinnuafl hrekkur ekki til að manna öll þau störf sem skapast með fyrirsjáanlegri fjölgun ferðamanna.
Störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 58,7% milli 2008 og 2014. Fjölga þarf sérmenntuðu fólki í greininni.
Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, gerði
grein fyrir nýrri greiningu um ferðaþjónustuna í landinu á ráðstefnu
bankans um ferðaþjónustuna í vikunni. Með gestum af farþegaskipum
losaði fjöldi ferðamanna milljónina árið 2014, en Landsbankinn spáir að
þeir verði 1.170 þúsund á þessu ári, 1.340 þúsund árið 2016 og 1.450
þúsund árið 2017.
Forsendur bankans um þróun áranna á eftir gera ráð fyrir að innan sjö
ára losi ferðamenn hérlendis tvær milljónir.
Helmingi fleiri ferðamenn árið 2021HAFNARFJÖRÐUR Formanni hafnar stjórnar Hafnarfjarðar-
kaupstaðar var heimilt að áminna
starfsmann Hafnarfjarðarhafn-
ar vegna brots í starfi. Yfirmað-
ur starfsmannsins, hafnarstjóri,
hafði neitað að framkvæma þá
ákvörðun stjórnar að áminna
starfsmanninn.
Þetta er mat lögmanns Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga,
Sólveigar Gunnarsdóttur, sem
kemur fram í minnisblaði hennar
um heimildir stjórnarformanns
til athafna í starfsmannamálum
hafnarinnar.
Var uppi ágreiningur um hvort
áminningarferli bæjarins væri í
anda laga um vinnurétt. - sa
Valdsvið í hafnarstjórn: :
Mátti áminna
starfsmanninn
SAMFÉLAG 79 þúsund gestir sóttu
tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Íslands og Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands á síðasta ári.
Það jafngildir því að um fjórð-
ungur landsmanna hafi sótt sin-
fóníutónleika í fyrra. Þar af voru
gestir á tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands um 76.500 manns
á móti ríflega 2.600 gestum á tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Norð-
urlands. Hagstofa Íslands telur
fjölda áheyrenda á innlenda tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands
vafalaust skýrast að miklu leyti
af tilkomu tónlistar- og ráðstefnu-
hússins Hörpu. - kbg
79 þúsund gestir árið 2014:
Fjórðungur á
sinfóníutónleika
4 gráða hækkun gæti orðið á hitastigi á jörðinni á
hundrað árum
gangi ýtrasta spá Vísindanefndar
um loftslagsbreytingar eftir.
Nefndin spáir að hækkunin verði bilinu
1,8 til 4,0°C.
Heimild: Umhverfisstofnun.
MIKIL FJÖLGUN Tilkoma Hörpu skilar
sér í meiri ásókn í tónleika.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR
GESTIR Hugsa þarf fyrir því hvernig á að manna þúsundir starfa sem fylgja sífelldri fjölgun ferðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
straumnum með innlendu vinnu-
afli þurfi tilfærslur milli greina,
og að beina ungu fólki í ferðamála-
skóla – bæði í starfstengt nám og
ferðamálafræði.
Þegar eru erlendir starfsmenn
algengir innan raða starfsmanna
íslenskrar ferðaþjónustu. Strax
árið 2008 sýndi rannsókn sem var
unnin innan félagsvísindasviðs
Háskóla Íslands fyrir Vinnumála-
stofnun að tæplega tvö af hverjum
þremur fyrirtækjum í ferðaþjón-
ustu höfðu þá erlent starfsfólk í
vinnu.
svavar@frettabladid.is
ERLENT Arababandalagið samþykkti
í gær að Sádi-Arabía skyldi halda
áfram loftárásum sínum í Jemen.
Sádar og bandamenn þeirra hafa
undanfarna daga varpað sprengj-
um á höfuðborgina Sanaa, með það
að markmiði að lama varnir upp-
reisnarhreyfingar Húta.
Hútar, sem eru sjía-músl-
imar, hafa farið með stjórn í
Jemen síðan forseti landsins,
Abd Rabbuh Mansour Hadi,
hrökklaðist frá völdum í janúar.
Hadi hefur í framhaldinu sakað
Íran um að standa á bak við upp-
reisnina.
Fjölmörg lönd hafa lokað sendi-
ráðum í Jemen og kallað sendiherra
sína heim eftir valdarán Húta.
Þá var bandarískt herlið sem hefur
barist árum saman við Al Kaída í
landinu kallað heim í þessum mán-
uði. - ie
Arababandalagið samþykkir framhald lofthernaðar Sádi-Arabíu í Jemen:
Sádar herða sókn gegn Hútum
HAFNARFJÖRÐUR FH skuldar
Hafnarfjarðarbæ 18 milljónir
króna í gatnagerðargjöld frá því
Risinn, knattspyrnuhús félagsins,
var byggt.
Félagið vill að að skuldin verði
afskrifuð. Þetta kemur fram í
bréfi Viðars Halldórssonar, for-
manns FH, til Hafnarfjarðar.
Bréfið var rætt í bæjarráði sem
vill frekari upplýsingar um
málið. Forsvarsmenn FH segjast
hafa fengið loforð um að félagið
þyrfti ekki að greiða skuldina. - sa
Íþróttafélag vill afskrifa:
Skulda bænum
átján milljónir
STRENGJABRÚÐUR Abd Rabbuh
Mansour Hadi kallaði Húta strengja-
brúður Írans um helgina.
MYND/AP
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
DYMBILVIKAN Norðanátt á landinu fram á skírdag með éljum fyrir norðan og
bjartviðri syðra. Því næst tekur við austlæg átt með úrkomu um sunnanvert landið en
sú gula verður líklega mest áberandi fyrir norðan um páskahelgina.
-3°
7
m/s
-2°
7
m/s
-1°
5
m/s
0°
13
m/s
5-10 m/s.
10-18 m/s
N- og A-til,
annars
hægari.
Gildistími korta er um hádegi
12°
24°
6°
13°
18°
7°
10°
8°
8°
22°
13°
27°
27°
27°
21°
9°
8°
9°
-2°
10
m/s
0°
7
m/s
-1°
8
m/s
-2°
15
m/s
-2°
12
m/s
-1°
11
m/s
-7°
12
m/s
-2°
-2°
-4°
-3°
-2°
-3°
-2°
-3°
-3°
-4°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
MIÐVIKUDAGUR
Á MORGUN
2
9
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
5
0
-4
E
6
0
1
4
5
0
-4
D
2
4
1
4
5
0
-4
B
E
8
1
4
5
0
-4
A
A
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K