Fréttablaðið - 30.03.2015, Page 14
30. mars 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Nýr tími er runninn upp í samgöngum á
höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður
ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir
myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt
er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar.
Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt
þeirra er að innleiða nýja tækni. Inter-
netið og farsími eru ekki gömul fyrir-
bæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá
tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú
er internetið og farsíminn hluti af grunn-
þörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt
af mikilvægustu verkefnum samtímans.
Þessa tækni er verið að setja í bíla og
gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur
eins og Mercedes Benz, General Motors,
Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem
keyra mannlausir í lifandi borgum. Bíl-
arnir skynja götuna, aðra í umferðinni,
umferðar ljós, gangstéttir og fleira.
Færri slys
Nær öll slys sem verða í umferðinni eru
vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálf-
keyrandi bílar aukið umferðaröryggi og
lækkað slysatíðni? Með interneti og far-
símatækni geta bílarnir talað saman. Til
dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bíla-
röðin af því. Það getur skipt sköpum því,
fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími
ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/
klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en
stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef
viðbragðstíminn er færður niður í nánast
núll með háhraðatækni, mun það auka
öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka
til muna algengustu slys í umferðinni,
aftaná keyrslur.
Færri umferðarteppur
Bílar framtíðarinnar verða rafmagns-
knúnir og tala saman. Verði nógu marg-
ir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar
að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveld-
lega gerst á fjölmennustu stöðum lands-
ins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl
með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra
þarf lítið að bíða og auðvelt verður að
sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera
ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld
einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun
kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með
því að nota reikniaðferðina „bestun“ til
að finna fljótlegustu leiðina því áfanga-
staður allra bíla er þekktur. Þannig ættu
umferðarteppur að heyra sögunni til.
Við Íslendingar eigum að gera það sem í
okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofan-
greindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld
lagt hönd á plóg.
Snjallsími á hjólum
Til hvers að flækja hlutina?
365.is
Sími 1817
SJÁLFKRAFA
í BESTA ÞREP!
Í upphafi mánaðar byrja allir viðskiptavinir í 0 mínútum
og 0 SMS-um. Það fer síðan eftir notkun í hvaða þrepi
hann endar þann mánuðinn.
0 kr. 2.990 kr. 4.990 kr.
60–365 mín. og SMS Endalaust
60 mínútur og 60 SMS í GSM
og heimasíma á Íslandi.
365 mínútur og 365 SMS
í GSM og heimasíma á
Íslandi.
Endalausar mínútur og
SMS í GSM og heimasíma
á Íslandi.
0–60mín. og SMS
UMFERÐ
Haraldur
Einarsson
þingmaður Fram-
sóknarfl okksins
E
ygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur boðað
komu frumvarpa inn í þingið sem snúa að húsnæðis-
markaðnum. Um er að ræða fjögur frumvörp; um stofn-
styrki, breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög,
húsnæðisbætur og breytingu á húsaleigulögum. Frum-
varpanna er beðið með eftirvæntingu á ýmsum vígstöðvum. Þau
munu að einhverju leyti vera innlegg í kjaraviðræður sem nú
standa yfir og er þannig að sögn
ráðherra ætlað að ná sérstaklega
til ungs fólks og þeirra tekju-
lægri. Þau eru að sögn Eyglóar
unnin í nánu samstarfi við fjár-
mála- og efnahagsráðherra enda
nokkuð líklegt að umtalsverðar
breytingar á þessum málaflokki
kalli á töluverð fjárútlát.
Reyndar er með ólíkindum hversu lengi hefur staðið á fram-
lagningu þessara frumvarpa en ráðherrann hefur nú eftir að
hafa setið rúm tvö ár í embætti tvo daga til að ná málunum
inn fyrir lok þessa þings. Eygló leggur gríðarlega áherslu á að
frumvörpin verði kláruð á yfirstandandi þingi og í samtali við
Fréttablaðið á föstudag sagði hún að næðist það ekki yrði að
halda sumarþing. Hún hefur áður lýst yfir áhyggjum af hækk-
andi húsnæðisverði en verð á íbúðum í fjölbýli hækkaði um 9
prósent að raunvirði í fyrra og sérbýli um 3,7 prósent og eitthvað
verði að gera fyrir þann stóra hóp sem ekki nær að tryggja sér
þak yfir höfuðið í þessu árferði. Þörfin fyrir húsnæði er mikil
en að einhverju leyti fyrirsjáanleg. Frá miðju ári 2007 til loka
ársins 2012 var sama og ekkert byggt sem er lengsta stopp í
byggingum á íbúðarhúsnæði á Íslandi síðustu áratugi. Á sama
tíma er stór hópur ungs fólks að koma inn á markaðinn. Þessu
verður að mæta.
Nákvæmar útfærslur frumvarpanna eru enn óljósar. Heyrst
hefur að til standi að samræma húsaleigu- og vaxtabætur, en
eins og staðan er í dag hefst tekjuskerðing bóta mun fyrr í til-
viki húsaleigubóta. Það er hið besta mál enda vandséð hvernig
það er réttlætanlegt að bótakerfið geri upp á milli fólks eftir
því hvernig það fjármagnar húsnæði sitt. Að sama skapi er af
sömu ástæðu fyrirkvíðanlegt ef breyta á skattkerfinu mikið til
að skapa hvata til útleigu, það er að gera upp á milli sparifjár-
eigenda eftir því hvort þeir festa peninga sína í húsnæði eða
einhverju öðru. Það er ósanngjarnt og flækir kerfið.
Húsnæðiskerfið, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi, er flókið
og regluverkið umfangsmikið. Byggingarreglugerðir þarf að
einfalda og leiðrétta þannig að ódýrara sé að byggja húsnæði.
Kröfur um lágmarksstærðir og -útbúnað eru oft og tíðum óhag-
stæðar auk þess sem þeim fylgir kostnaður. Það verður að borga
sig að byggja smáar einingar til að það sé gert.
Ástandið á húsnæðismarkaði er einfaldlega óþolandi. Ungt
fólk og þeir tekjulægri eiga í erfiðleikum með að koma sér upp
þaki yfir höfuðið svo vel sé sem er grundvallaratriði til að það
geti komið undir sig fótum og tryggt sér og fjölskyldum sínum
almennileg lífsskilyrði.
Frumvörp Eyglóar geta þannig orðið til mikilla bóta. Það besta
sem hið opinbera gerir á húsnæðismarkaði er hins vegar að skapa
einfalt og sanngjarnt regluverk. Regluverk sem gerir mönnum
kleift að byggja alls konar húsnæði, nú sérstaklega ódýrt, og
skipuleggja byggingarmagn þar sem fólk vill raunverulega búa.
Ástand á húsnæðismarkaði er óþolandi:
Þak yfir höfuðið
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Fleiri slys, meira glys
Vinnueftirlitið hefur gefið út skýrslu
um slys í fiskvinnslunni og er óhætt
að segja að um svarta skýrslu sé að
ræða. Eftirlitið kannaði slysatíðni í
fiskvinnslunni fyrir tveimur árum
og í eftirfylgniathugun núna kom í
ljós að staðan hafði ekkert batnað.,
slysatíðni hefur þvert á móti aukist.
Í fréttum RÚV á laugardag kom í ljós
að fiskvinnslan skilaði 32,6 millj-
örðum króna í arð árið 2013, árið
sem skýrsla Vinnueftirlitsins var
gerð. Það eru margir peningar
og hægt að kaupa mikið glys
fyrir þá. Bling jafnvel. Það er
líka hægt að eyða þeim í að
auka öryggi starfsmanna í
fiskvinnslunni. Auðvitað
eiga athugasemdirnar
ekki við öll fyrirtækin, en
fyrsta boðorð allra atvinnurekenda á
að vera að huga að öryggi starfs-
manna sinna, jafnvel þó það skili
færri krónum í vasa eigenda.
Sumarþing ef með þarf
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra
lýsti því yfir í Fréttablaðinu á
föstudag að afgreiða þyrfti hús-
næðisfrumvörp hennar á yfirstand-
andi þingi. Það þýddi ekkert
elsku mamma, ef ekki næðist
að klára það fyrir sumarfrí
þyrfti einfaldlega að halda
sumarþing. Gott og vel,
með þessu undirstrikar
Eygló mikilvægi frum-
varpanna, sem eng-
inn þarf að velkjast í
vafa um.
Innanstjórnarpólitík
Ummæli ráðherra vekja hins vegar
þá eðlilegu spurningu hvers vegna
frumvörpin eru ekki löngu komin
fram. Ef þau eru svo mikilvæg að það
er nauðsynlegt að ljúka þeim fyrir
sumarfrí, hefði þá ekki verið ráð að
leggja þau fyrr fram og tryggja þannig
að nægur tími væri til að ræða þau og
afgreiða? Mögulega er skýringarinnar
að leita innan ríkisstjórnarinnar,
en þar er fráleitt samstaða um
jafn kostnaðarsamar aðgerðir
og frumvörpin gera ráð fyrir.
Yfirlýsingar Eyglóar má því skilja
sem áréttingu hennar gagnvart
samráðherrum sínum á því hve
mikla áherslu hún leggur á
málin.
kolbeinn@frettabladid
2
9
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
5
0
-4
9
7
0
1
4
5
0
-4
8
3
4
1
4
5
0
-4
6
F
8
1
4
5
0
-4
5
B
C
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K