Fréttablaðið - 30.03.2015, Blaðsíða 26
Páskakrimmi MÁNUDAGUR 30. MARS 20154
Oddný G. Harðardóttir þingkona
„Ég hef því miður ekki haft mikinn tíma
til að sökkva mér í góðan krimma nýlega
en ég hef alltaf verið frekar höll undir
norrænu krimmahefðina. Ég er hrifin
af sænskum krimmum, fyrst Sjöwall og
Wahlöö og svo Henning Mankell, Cam-
illu Läckberg og Lisu Marklund. Arnald-
ur okkar Indriðason er einnig góður og
ég á eftir að lesa Kamp Knox eftir hann
sem ég fékk um jólin. Þótt Náðarstund
eftir Hönnu Kent sé ekki dæmigerður
krimmi þá myndi ég vilja taka hana með
um páskana. Sagan af Agnesi hefur alltaf
heillað mig. Svo væri ég til í að lesa Dans-
að við björninn eftir Roslund og Thun-
berg, aðallega vegna þess að ég heyrði
viðtal við höfundana í Kiljunni og bókin
virðist áhugaverð og ógnvekjandi. Ætli
fjórða bókin yrði ekki eitthvað eftir Ian
Rankin. Maðurinn minn er mikill Skot-
landsvinur og talar stundum eins og
hann þekki Rebus lögreglumann pers-
ónulega. Ég reyni að gera honum til geðs
og kynnast þeim sem honum líkar við.“
Egill Helgason fjölmiðlamaður
„Áhugi minn á spennusögum er mjög þröngur
og nánast eingöngu bundinn við sögur sem fjalla
um njósnir og launráð á tímum nasista og komm-
únista í Evrópu. Það er til nokkur hópur höfunda
sem skrifar um þennan heim, þeirra frægastur
er John Le Carré, en ég nefni líka höfunda eins
og Alan Furst og Philip Kerr. Ég er einmitt að bíða
eftir nýjustu bók Kerrs sem nefnist The Lady from
Zagreb. Hún er í flokki bóka sem hann skrifar um
Bernie Gunther, þýskan lögreglumann, sem er
fyrst kynntur til sögunnar á tíma Weimarlýð-
veldisins en fer víða í heimsstyrjöldinni og á tíma
kalda stríðsins. Spennubækur sem gerast í Rúss-
landi, helst í Sovétríkjunum, les ég líka, eins og
bækur Martins Cruz Smith um lögreglumann-
inn Arkady Renko. William Ryan er annar sem
skrifar um þennan tíma og er ansi góður. Ekki
má gleyma bókum Boris Akunins um Erast Fan-
dorin, rússneskan leyniþjónustumann á tíma
keisaranna sem líkist James Bond ansi mikið.
Við skandinavísku spennusöguna hef ég aldrei
náð að tengja, nema við frumkvöðlana Sjövall og
Wahlöö. Þá vil ég frekar hinn franska Simenon, en
ein aðferðin sem ég notaði til að læra frönsku var
að lesa nær allar bækur hans um Maigret.
Guðfinnur Sigurvinsson upplýsinga-
fulltrúi og teymisstjóri hjá
Umhverfisstofnun.
„Ef ég ætti að velja mér krimma til að
lesa í páskafríinu þá veldi ég DNA eftir
Yrsu Sigurðardóttur. Ég hef heyrt margt
lofsamlegt um þá bók og söguþráðurinn
á kápu lofar vægast sagt góðu. Annars er
ég að lesa Náðarstund eftir Hönnuh Kent
í framúrskarandi þýðingu Jóns St. Krist-
jánssonar og ég er alveg límdur við þá
bók. Kannski ég klári hana um páskana?
Þótt hún sé ekki eiginlegur krimmi þá
er þarna auðvitað fjallað um morð og
aftöku en undirtónninn er þó frekar
harmrænn en drungalegur eins og ein-
kennandi er fyrir dæmigerða glæpa-
sögu. Svo er bara að sjá hvað páskafrí-
ið gefur. Sennilega fer mestur tími, eins
og svo oft áður, í að þeytast á milli staða
til að hitta fólk og gera eitthvað markvert
til að sýna öðrum á Facebook, maður er
jú alltaf að drífa sig í frí.“
Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur og matarbloggari
„Ég veit fátt betra en að eiga rólegar
stundir með góðri bók. Ég hef reynd-
ar ekki lesið mikið af glæpasögum en
það eru þó nokkrar í þessum f lokki sem
virkilega kalla á mig. Þar má nefna nýút-
komna bók Sólveigar Pálsdóttur, Flekk-
laus, en hún er að fá góða dóma enda
f lottur höfundur hér á ferð. Ég er mjög
spennt fyrir Dansað við björninn eftir
Roslund og Thunberg sem er byggð á
sönnum atburðum. Hér er víst á ferðinni
bók sem enginn áhugamaður glæpa-
sagna eða góðra bóka má láta fram hjá
sér fara og ég mun klárlega ekki gera það.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki enn
lesið bók eftir Jo Nesbo en mig hefur
lengi langað til að lesa fyrstu bók hans,
Rauðbrysting. Hún er víst nokkuð þung
í byrjun þar sem margar sögupersónur
eru kynntar til leiks en ef maður kemst í
gegnum fyrstu 30 blaðsíðurnar er fram-
haldið víst alveg magnað.“
Góðir krimmar í páskafríinu
Páskarnir eru frábær tími til að líta í góðan krimma enda flestir landsmenn í nokkurra daga fríi og eiga góðan tíma aflögu fyrir
lestur bóka. Fréttablaðið spurði fjóra einstaklinga hvaða krimma þeir væru til í að lesa í páskafríinu og voru svörin af ólíkum toga.
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
#BYLGJANBYLGJAN989
ÍVAR GUÐMUNDS
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 10:00 - 13:00ALLA VIRKA DAGA
2
9
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
5
0
-7
A
D
0
1
4
5
0
-7
9
9
4
1
4
5
0
-7
8
5
8
1
4
5
0
-7
7
1
C
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K