Fréttablaðið - 30.03.2015, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGPáskar MÁNUDAGUR 30. MARS 20156
Við finnum oft einhverja aukningu á útlánum fyrir frí, þá kemur fólk við á
bókasafninu og tekur með sér les-
efni,“ segir Ingvi Þór Kormáksson
verkefnastjóri hjá Borgarbóka-
safni Reykjavíkur, Grófarsafni.
Þetta eigi sérstaklega við á sumrin
þegar fólk fái lánaðar bæði skáld-
sögur en þó ekki síður ferðabæk-
ur. „Minna fer af ferðabókum fyrir
páskafríið enda viðrar ekki alltaf
til útiveru á þeim tíma en í stað-
inn er líklegra að fólk grípi með
sér þægilega bók að lesa í páska-
hretinu.“
Ingvi segir talsvert af nýjum
bókum koma út nú rétt fyrir páska.
„Flestar eru þetta kiljur og líklega
telja bókaútgefendur að þetta sé
góður tími fyrir slíkar bækur,“
segir Ingvi og bætir við að lán-
þegar á bókasöfnum taki nýjum
bókum alltaf fagnandi. „Þær lán-
ast strax út flestar hverjar þó þær
verði misjafnlega vinsælar til
lengdar.“
Fjölbreytt glæpasagnaflóra
„Áður en norræna glæpasagna-
bylgjan fór í gang, sem Íslending-
ar tóku síðar þátt í með Arnaldi og
f leirum, var úrval krimma sem
gefnir voru út á Íslandi afar fátæk-
legt,“ segir Ingvi og að sama skapi
var úrval glæpasagna á bóka-
söfnum ekki upp á marga fiska.
„Þetta hefur verið mjög jákvæð
þróun, bæði þessi norræna bylgja
en einnig hefur úrvalið af bókum
eftir breska höfunda aukist mjög.
Evrópumennirnir hafa þannig
alveg tekið yfir á þessu sviði og eru
mun vinsælli en bandarísku höf-
undarnir. Líklega finnst okkur Ís-
lendingum bækur Bandaríkja-
mannanna dálítið fjarlægar, öfga-
kenndar og ótrúverðugar.“
Konur í meirihluta safngesta
Útlánafjöldi bóka hefur haldist
svipaður hin síðustu ár að sögn
Ingva, þó megi greina einhvern
mun á milli ára. „Það eru vissir
toppar og lægðir. Eftir hrunið árið
2009 kom toppur þó aukningin
hafi ekki verið mjög mikil. Síðan
hefur verið aðeins minna um
útlán upp á síðkastið,“ segir Ingvi.
Vissa mánuði ársins er meira að
gera á bókasafninu. „Til dæmis
er mikið lánað út af bókum í júlí,“
segir Ingvi og telur líklegt að fólk
sé þá að fá sér bók fyrir fríið. „Á
vissum árstímum er lítið í sumum
hillunum. Þannig eru ferðabækur
mjög vinsælar á sumrin en skóla-
bækur á veturna.“
Inntur eftir kynjahlutfalli svar-
ar Ingi að konur séu í meirihluta
þeirra sem fái lánaðar bækur á
safninu. „Konur eru tveir þriðju
hlutar þeirra sem fá lánað á safn-
inu og þannig hefur það alltaf
verið. Hins vegar taka þær kannski
bækur fyrir alla fjölskylduna,
börnin og jafnvel eiginmanninn,“
segir Ingvi og getur þess að vissa
aldurshópa vanti á bókasöfnin.
„Karlmenn á vissum aldursskeið-
um, á unglingsaldri og milli þrí-
tugs og fertugs, virðast detta út.“
Gestafjöldi eykst
Þó útlánin hafi haldist svipuð
hefur gestafjöldi safnanna, sér
í lagi Grófarsafns, aukist veru-
lega. „Það er svo margt annað um
að vera á bókasöfnunum. Börn-
in koma til okkar skríðandi á for-
eldramorgnum, haldnir eru fyrir-
lestrar, bingó, leikhúskaffi og Cafe
Lingua og allt þar á milli,“ segir
Ingvi og bætir við að oft sé mikið
líf og fjör á bókasafninu.
Vinsælt að grípa bók með í fríið
Fáir staðir bjóða jafn mikið úrval lesefnis og bókasöfnin enda má þar fá allt frá glæpasögum upp í þungar fræðibækur. Nokkuð er
um að fólk fái lánaðar bækur fyrir frí enda fátt notalegra en að kúra sig niður með góða bók þegar páskahretið bylur á gluggum.
Ingvi Þór í sínu náttúrulega umhverfi, umkringdur bókum. MYND/VILHELM
Í 30 ár hefur Ásútgáfan fært Íslend-ingum eldheitar ástar- og örlaga-sögur úr Rauðu seríunni við góðar
viðtökur landsmanna. Rauða serí-
an samanstóð fyrst af ástarsögun
en seinna meir bættust sjúkrasög-
ur og örlagasögur í hópinn að sögn
Rósu Guðmundsdóttir, eiganda Ás-
útgáfunnar. „Strax fyrsta árið kom
þó út fyrsta spennusagan, Ást og af-
brot. Viðtökurnar voru strax góðar
og landsmenn tóku Rauðu seríunni
fagnandi. Undanfarin ár höfum við
svo boðið landsmönnum upp á enn
meiri spennu en þá höfum við gefið út
sögur um ástir og afbrot, ástir og und-
irferli og ástir og óvissu. Þessar bækur
hafa ekki síður notið mikilla vinsælda
en hreinræktaðu ástarsögurnar.“
Á síðasta ári bættust við tveir nýir
flokkar í Rauðu seríuna en Tímarit
mánaðarins datt út. „Fyrir páskana í
fyrra kom svarta blaðið fyrst út, Ást og
undirferli, en það er hörkukrimmi og
geysilega vinsælt. Það fjallar um und-
irheimana en þar koma eiturlyf, glæp-
ir og auðvitað ástin við sögu. Á eftir
því kom svo hvíta blaðið, Ást og óvissa
en það eru kúrekakrimmar og gerast í
villta vestrinu. Svo er klassíski flokk-
urinn Ást og afbrot sem fjallar alltaf
um morðgátur og ráðningu þeirra.
Örlagasögurnar fjalla svo mikið um
lögreglurannsóknir, eins og manns-
hvörf eða barnsrán.“ Í dag koma út
tvær ástar sögur og fjórar spennusög-
ur á mánuði og einnig sex rafbækur.
Rósa gerði á sínum tíma útgáfu-
samning við kanadísku alheimsút-
gáfuna Harlequin Enterprises sem
sendir til hennar sextíu bókar titla í
hverjum mánuði. „Ég les allar bæk-
urnar og vel úr aðeins þær bestu.
Stundum þarf að geyma bókartitla
í eitt til tvö ár svo hægt sé að ná úr
þeim góðri seríu enda vilja Íslending-
ar fylgjast með afkomendum og af-
drifum söguhetjanna.“
Rósa setti á fót rafbókabúðina as-
utgafan.is árið 2010 en þar er hægt að
kaupa rafbækur sama dag og þeim er
dreift í verslanir. „Í rafbókabúðinni
er hægt að kaupa ódýra netpakkann
með 10% afslætti, þ.e. allar 6 rafbæk-
urnar, en þær hafa slegið í gegn enda
ódýrari kostur en bækurnar út úr búð.
Í dag eru rúmlega 300 rafbækur í raf-
bókabúðinni og hægt er að eignast
eldri og nú fágætari bækur seríunn-
ar. Einnig er þar 21 hljóðbók.“
Í hverjum mánuði gefur Ásútgáf-
an út sex prentaðar bækur og sex raf-
bækur í Rauðu seríunni. „Markmiðið
er að gefa út ódýrar og góðar bækur
sem koma alltaf út fyrsta dag mánað-
arins. Lesendur geta þá treyst því að
fá vel þýdda og góða lesningu í hendur
því góð þýðing er gulls ígildi.“
Lesendur Rauðu seríunnar eru
á öllum aldri. „Unglingarnir byrja í
bókahillunum hjá ömmu og lesa svo
áfram í rafbókaformi. Þá sendum við
rafbækur í tölvupósti til eldri borgara
sem ekki kunna að hlaða niður raf-
bókum en geta bjargað sér með tölvu-
póst og Íslendingar í útlöndum kaupa
sér frekar rafbækur því það er dýrt að
senda innbundnar bækur.“
Nánari upplýsingar má finna á
www.asutgafan.is.
Ástir og glæpir
Íslendingar þekkja Rauðu seríuna vel enda verið gefin út í 30 ár. Fjölmargar bækur
seríunnar innihalda einnig hörku spennu, glæpi og undirferli í bland við sanna ást.
„Lesendur geta þá treyst því að fá vel þýdda og góða lesningu í hendur því góð þýðing
er gulls ígildi,“ segir Rósa Guðmundsdóttir hjá Ásútgáfunni. MYND/PJETUR
Vinsælustu skáldsögurnar
á Grófarsafni 2014*
(4) Skuggasund / Arnaldur Indriðason. (2013)
(7) Marco-áhrifin / Jussi Adler-Olsen (2014)
(8) Maður sem heitir Ove / Fredrik Backman (2013)
(9) Leðurblakan / Jo Nesbø (2013)
(10) Fórnargjöf Móloks / Åsa Larsson (2013)
(11) Ólæsinginn sem kunni að reikna / Jonas Jonasson (2013)
(12) Sandmaðurinn: sakamálasaga / Lars Kepler (2013)
(16) Veiðihundarnir / Jørn Lier Horst (2013)
(18) Ég skal gera þig svo hamingjusaman / Anne Birkefeldt Ragde (2013)
(19) Höndin / Henning Mankell (2013)
(24) Fiskarnir hafa enga fætur: ættarsaga / [Jón Kalman Stefánsson]. (2013)
(26) Hljóðin í nóttinni: minningasaga / Björg Guðrún Gísladóttir. (2014)
(28) Lygi / Yrsa Sigurðardóttir. (2013)
(29) Sæmd / Guðmundur Andri Thorsson. (2013)
(30) Dísusaga: konan með gulu töskuna / Vigdís Grímsdóttir. (2013)
(*Bækur sem vantar á listann eru Mangateiknimyndasögur og barnabækur)
2
9
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
5
0
-7
F
C
0
1
4
5
0
-7
E
8
4
1
4
5
0
-7
D
4
8
1
4
5
0
-7
C
0
C
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K