Fréttablaðið - 30.03.2015, Side 42

Fréttablaðið - 30.03.2015, Side 42
Páskakrimmi MÁNUDAGUR 30. MARS 20158 BÓKAORMUR Í STOFUNA Það væri ekki amalegt að vera umvafinn þessum fallega bóka- ormi um páskana með fullt af reyfurum að grípa í. Þessi óvenju- lega og fallega bókahilla er þýsk hönnun frá Atelier 010 og heitir Bókaormur. Í honum miðjum er sæti fyrir lestrarhestinn. Sætið er sagt þægilegt og óvenjuleg hillan setur skemmtilegan svip á stofuna. Hægt er að bæta við púðum í sætið og gera virkilega kósí í kringum sig. Bókaormurinn þykir vel hannað listaverk. Maður setur bara góðar bækur í svona fallega hillu. HVERNIG SKRIFA Á GLÆPASÖGU Myrðið einhvern strax. Sagan segir að allar bestu glæpasögurnar byrji á glæpnum og að lesendur verði fyrir vonbrigðum ef blóði drifið lík birtist ekki á fyrstu síðum. Djúsí persónusköpun: Glæpurinn húkkar lesandann en áhugaverðar sögupers- ónur eru það sem heldur honum við lesturinn og leit þeirra að sannleikanum. Staðsetning: Morð sem stingur í stúf við umhverfi sitt vekur frekar áhuga en ef líkið finnst í skuggalegu sundi, það fara allir á taugum ef vinalegur bæjarstóri finnst myrtur en kippa sér síður upp við að foringi glæpagengis falli í valinn. Ekki stóla um of á óvæntan viðsnúning í sögunni. Góð glæpasaga gengur frekar út að að vefa áhugaverðar persónur inn í spennu upp á líf og dauða en að koma lesandanum stöðugt á óvart. Rannsóknarvinna: Þú þarft ekki að vera sérfræðingur í glæpum eða starfsreglum lögreglunnar en þarft þó að vita nóg til að geta „feikað“ þig skammlaust í gegn. GLÆPASÖGUR EKKI MINNA MERKILEGAR Innan bókmenntaheimsins hefur oft og tíðum ekki verið litið jafn stórt á glæpasagnaskrif og önnur verk. Til dæmis hefur eng- inn glæpasagnahöfundur unnið Man Booker-verðlaunin þekktu. Þrátt fyrir það eru glæpasögur á meðal verka merkustu rithöfunda heims,The Heart of Midlothian sem Sir Walter Scott skrifaði er glæpasaga. Sömuleiðis Oliver Twist eftir Charles Dickens. Dickens var heillaður af glæpum og huga glæpamanna eins og bæði Balzac og Dostojevskí. Í dag eru sumir á þeirri skoðun að glæpasagnahöfundar hafi þann kost fram yfir aðra höfunda að geta fjallað um samfélagið frá öllum hliðum enda brjóta glæpir niður skil á milli stétta. Þessi skil setja öðrum höfundum mörk þannig að þeir takmarka umfjöllunarefni sitt við efri stéttir samfélagsins þar sem fólk lifir einsleitu lífi. Glæpir síast inn alls staðar í þjóðfélaginu og tengja alls kyns fólk saman. Sagan um Oliver Twist er glæpasaga. 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 0 -7 A D 0 1 4 5 0 -7 9 9 4 1 4 5 0 -7 8 5 8 1 4 5 0 -7 7 1 C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.