Fréttablaðið - 30.03.2015, Page 46
Páskar MÁNUDAGUR 30. MARS 20158
ÖLMUSA FRÁ
DROTTNINGU
Á breskri tungu kallast
skírdagur Maundy Thursday.
Á þeim degi er þar haldin í
heiðri trúarhefð sem kallast
Royal Maundy. Í guðsþjón-
ustu er sérstök athöfn þar sem
konungborinn embættismaður
dreifir litlum silfurpeningum til
eldri safnaðarmeðlima sem tákn
um ölmusu. Athöfnin var haldin
í eða nærri London og síðustu
öld hefur hún yfirleitt alltaf verið
haldin í Westminster Abbey.
Athöfnin sjálf og orðið Maundy
draga nafn sitt af þeim til-
mælum (mandatum) Jesú til
lærisveina sinna við síðustu
kvöldmáltíðina að allir menn
ættu að elska hver annan. Á
miðöldum fylgdu konungbornir
Englendingar í fótspor Jesú og
þvoðu fætur betlara og gáfu
fátækum peninga. Elísabet II
Englandsdrottning hefur nánast
alla sína drottningartíð verið
viðstödd þessa athöfn og gefið
silfurpeninga.
Reyktur lax, kavíar og egg
fara vel saman á páskum. Hægt
er að bera þessi egg fram í
hádeginu með öðrum léttum
réttum. Bragðgóður og fallegur
réttur. Hægt er að nota grafinn
lax vilji fólk það frekar.
Til að gera 10 bita þarf:
● 10 þunnar sneiðar reyktur lax
● 5 harðsoðin egg
● dill og kavíar ef vill
Skerið eggin til helminga.
Takið hverja laxasneið og leggið
fallega á eggið. Skreytið með
kavíar og dilli.
Hægt er að taka guluna úr egg-
inu og hræra hana saman við
túnfisksalat. Síðan er salatið sett
ofan í holuna þar sem gulan var.
Hægt er að útbúa fleiri tegundir
af salötum, allt eftir smekk.
Það má líka hræra eggjarauðuna
með sýrðum rjóma, majónesi,
sítrónusafa, graslauk, salti og
pipar. Blandan er sett í sprautu-
poka og sett fallega ofan í
eggið. Laxinn er settur fallega
ofan á blönduna.
PÁSKAEGG MEÐ
REYKTUM LAXI
PÁSKAR Í KRISTNI OG GYÐINGDÓMI
Einhverjar mikilvægustu hátíðir í bæði kristni og gyðingdómi eru páskarnir. Hvor
tveggja trúarbrögðin fagna páskum en þó er verið að fagna ólíkum atburðum þar.
Í kristni er verið að fagna upprisu Jesú Krists frá dauðum og því eru páskarnir sann-
arlega gleði- og sigurhátíð en reyndar eru þeir elsta hátíð kristninnar. Kirkjufeðurnir
kölluðu páskana hátíð hátíðanna og er því hver sunnudagur í raun endurómur af
gleðisöng páskanna.
Túlkun Gyðinga á upphafi páskahátíðarinnar má hins vegar lesa í Mósebók en þar
tengist hún brottförinni af Egyptalandi þegar Móse leiddi Ísraelsmenn úr ánauðinni
gegnum Rauðahafið og eyðimörkina í átt til hins fyrirheitna lands. Sjálfsmynd Ísraels-
þjóðar og síðar gyðinga byggist talsvert á þessum frásögnum og þær hafa raunar svip-
aða stöðu og sagnir íslenskra fornrita af landnámi, stofnun alþingis og kristnitökunni.
Sögu páskanna má rekja langt aftur fyrir daga Krists og í raun aftur fyrir gyðingdóminn
sem sjálfstæð þróuð trúarbrögð eða aftur til daga hinna fornu Hebrea eða Ísraels-
manna. Heimild: Vísindavefurinn
365.is Sími 1817
BÚÐU ÞIG UNDIR
STÓRSKEMMTILEGA
PÁSKA Á STÖÐ 2
Frábærar bíómyndir, erlendir spennu-
og grínþættir, vönduð íslensk dagskrá
og fyrsta flokks talsett barnaefni.
ÞAÐ ER
ALLT SVO FRÁBÆRT
UM PÁSKANA!
GLEÐILEGA PÁSKA
2
9
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
5
0
-5
3
5
0
1
4
5
0
-5
2
1
4
1
4
5
0
-5
0
D
8
1
4
5
0
-4
F
9
C
2
8
0
X
4
0
0
4
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K