Fréttablaðið - 30.03.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 30.03.2015, Blaðsíða 58
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 24.900 kr. DÚNMJÚKUR DRAUMUR QOD dúnsæng · 90% dúnn · 10% smáfiður Fullt verð: 25.900 kr. QOD dúnkoddi · 15% dúnn · 85% smáfiður Fullt verð: 4.900 kr. Aðeins 69.900 kr. NATURE’S REST heilsurúmFERMINGAR TILBOÐ Shape Comfort koddi fylgir með að verðmæti 5.900 kr. SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Fáanlegt í svörtu og hvítu. Stærð: 120x200 cm. Fullt verð: 79.900 kr. FERMINGAR TVENNA Fyrir þínarbestu stundir Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is Dormabæklinginn finnur þú á dorma.is Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Fyrir fólk sem stækkar og stækkar ÚRSLIT UNDANKEPPNI EM 2016 A-RIÐILL KASAKSTAN - ÍSLAND 0-3 0-1 Eiður Smári Guðjohnsen (20.), 0-2 Birkir Bjarnason (32.), 0-3 Birkir Bjarnason (90.+1). HOLLAND - TYRKLAND 1-1 0-1 Burak Yilmaz (37.), 1-1 Klaas-Jan Huntelaar (90.+2). TÉKKLAND - LETTLAND 1-1 0-1 Aleksejs Vibsjakovs (30.), 1-1 Vaclav Pilar (90.). Staðan: Tékkland 13 stig, Ísland 12, Holland 7, Tyrkland 5, Lettland 3, Kasakstan 1. B-RIÐILL ÍSRAEL - WALES 0-3 0-1 Aaron Ramsey (45.), 0-2 Gareth Bale (50.), 0-3 Gareth Bale (77.). ANDORRA - BOSNÍA 0-3 BELGÍA - KÝPUR 5-0 Staðan: Wales 11 stig, Ísrael 9, Belgía 8, Kýpur 6, Bosnía 5, Andorra 0. H-RIÐILL ASERBAIJAN - MALTA 2-0 KRÓATÍA - NOREGUR 5-1 BÚLGARÍA - ÍTALÍA 2-2 Staðan: Króatía 13 stig, Ítalía 11, Noregur 9, Búlgaría 5, Aserbaijan 3, Malta 1. D-RIÐILL GEORGÍA - ÞÝSKALAND 0-2 0-1 Marco Reus (39.), 0-2 Thomas Müller (44.). SKOTLAND - GÍBRALTAR 6-1 ÍRLAND - PÓLLAND 1-1 Staðan: Pólland 11 stig, Þýskaland 10, Skotland 10, Írland 8, Georgía 3, Gíbraltar 0. F-RIÐILL NORÐUR-ÍRLAND - FINNLAND 2-1 RÚMENÍA - FÆREYJAR 1-0 UNGVERJALAND - GRIKKLAND 0-0 Staðan: Rúmenía 13 stig, Norður-Írland 12, Ung- verjaland 8, Finnland 4, Færeyjar 3, Grikkland 2. I-RIÐILL ALBANÍA - ARMENÍA 2-1 PORTÚGAL - SERBÍA 2-1 1-0 Ricardo Carvalho (10.), 1-1 Nemanja Matic (61.), 2-1 Fabio Coentrao (63.). Staðan: Portúgal 9 stig, Danmörk 7, Albanía 7, Armenía 1, Serbía -2. Óskar Ó. Jónsson ooj@frettabladid.is Friðrik Þ. Halldórsson Frá Astana UTAN VALLAR Óskar Ófeigur Jónsson segir sína skoðun FORMÚLA 1 Kappaksturinn í Malasíu í gær var æsispennandi og stórskemmtilegur. Svo fór að lokum að Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark. Úrslitin komu mörgum á óvart. Mercedes-strákarnir Lewis Hamilton og Nico Rosberg fylgdu í kjölfarið og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði. Ferrari virðist ætla að berjast af krafti á tímabilinu miðað við þessi úrslit en yfirburðir Mercedes voru yfirvofandi. Hamilton hefur enn forystu í stigakeppninni en hann er með 43 stig. Vettel er með 40 og Rosberg með 33. Massa er svo með 20. - hbg Vettel hraðastur allra í Malasíu FÓTBOLTI Hver vill ekki fá annað tækifæri þegar mikilvægt mark- mið klikkar? Karlalandsliðinu í fótbolta varð að ósk sinni með frammistöðunni í Astana um helgina. Eftir sigra í þrem fyrstu leikjunum ætluðu íslensku strák- arnir sér mikið í toppslagnum við Tékka í nóvember. Tapið í Plzen var því vonbrigði en strákarnir sáu til þess með sigrinum á Kasök- um í Astana um helgina að EM- brautin er enn greiðfær. Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska liðinu í 1-0 og Birkir Bjarnason bætti síðan við tveim- ur mörkum og íslenska liðið vann sinn þriðja 3-0 sigur í fyrstu fimm umferðunum. „ Þ et ta var fagma nnleg afgreiðsla skulum við segja. Þetta var engin flugeldasýning en við gerðum það sem þurfti að gera og það er kúnst að kunna það líka,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska liðsins. Heimir og Lars settu Eið Smára Guðjohnsen beint inn í byrjunar- liðið eftir sextán mánaða fjarveru og hann hoppaði strax inn í hetju- hlutverkið með því að skora mjög mikilvægt mark. „Markið hans Eiðs Smára breytti svolítið leiknum því leikur- inn var allur þægilegri eftir það. Fram að því fannst mér þeir vera betri ef eitthvað var og stjórna svolítið leiknum,“ sagði Heimir. Íslenska liðið hefur nú hald- ið hreinu fjórum sinnum í fyrstu fimm leikjum sínum í riðlinum og íslenskt landslið hefur aðeins einu sinni haldið oftar hreinu í heilli undankeppni. Miðverðirnir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson hafa spilað saman alla keppnina og þar er komið draumamið varðapar fyrir landsliðið. „Það er ávísun á gott gengi ef þú getur haldið hreinu. Við erum með markatöluna 12-2 sem er óvanalegt fyrir Ísland. Við megum ekki fara fram úr okkur og næst er mikil- vægur leikur við Tékka,“ sagði Heimir og íslenskt knattspyrnu- áhugafólk getur strax farið að undir búa föstudaginn 12. júní. „Við vorum ekki ánægðir með frammistöðu okkar í Tékklandi og viljum bæta fyrir hana heima. Við viljum koma okkur í efsta sætið því það er okkar markmið að vera í öðru af tveimur efstu sætunum. Þá þurfum við að vinna Tékka til að tryggja okkur það,“ sagði Heimir. Reyndar voru úrslitin ekki eftir bókinni í leikjum laugardagsins því íslenska liðið var það eina sem fagnaði sigri. Holland er nú fimm stigum á eftir því íslenska þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Aron Einar Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen settu báðir íslenska landsliðið í for- gang fyrir þennan mikilvæga leik. Aron Einar varð faðir í fyrsta sinn skömmu eftir að hann kom út og Eiður Smári er að verða faðir í fjórða sinn. „Fyrst við unnum leikinn 3-0 þá förum við ekki að halda nýjum feðrum eða tilvon- andi. Sennilega leyfum við þeim bara að fara ef þeir vilja,“ sagði Heimir en liðið spilar æfingaleik í Eistlandi á morgun. „Þeir fara brosandi heim. Annars hefðum við aldrei leyft þeim að fara,“ sagði Heimir brosandi. Taka tvö gegn Tékkum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fær annan leik við Tékkland um efsta sætið í A-riðli undankeppni EM 2016 eft ir fagmannlegan 3-0 sigur á Kasakstan. FRÁBÆR ENDURKOMA Strákarnir fagna hér marki Eiðs Smára en hann braut ísinn í leiknum og eftir það varð allt auðveldara. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knatt- spyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sig- urðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frá- bær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í lands- liðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnu- menn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á ein- hverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opn- ast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með lands- liðinu en það er ómetan legt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögu- lega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugg- lega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfing- ar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auð- velt að spila með góðum leikmönn- um,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðar- fullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkall- aðan EM-gír. Vinnusemin, sam- vinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guð- johnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óska- lista nær allra íslenskra knatt- spyrnuáhuga- manna að sjá mikið meira af Gylfa og Guð- johnsen. Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir SPORT 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 0 -7 0 F 0 1 4 5 0 -6 F B 4 1 4 5 0 -6 E 7 8 1 4 5 0 -6 D 3 C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.