Fréttablaðið - 30.03.2015, Page 62

Fréttablaðið - 30.03.2015, Page 62
30. mars 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Lengri brennsla þýðir að baunirnar verða dekkri og bragð- einkenni kaffisins fá tíma til að losna úr læðingi. Dökk- brennda kaffið hefur mikla fyllingu og snert af beiskju. Dökkbrennt Merrild kaffi hentar sérstaklega vel ef þú vilt mjólk í kaffið. Fyrir klassíska uppáhellingu notast sléttfull matskeið, eða 6 til 7 g af kaffi í hvern bolla (1,5 dl). Merrild 304 Dökkbrennt malað kaffi Hentar sérstaklega vel ef þú vilt mjólk í kaffið E N N E M M / S IA • N M 6 72 54 Ég er svo gríðarlega nýjungagjörn að það er sjaldnast það sama, en það sem verður oftast fyrir valinu er Wasa-hrökkbrauð með osti og kirsu- berjatómötum og gamaldags tebolli. Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur. MÁNUDAGSLAGIÐ Eftir að hafa farið í flugnám, flug- umferðarstjórn og verið á sjó stóð Tryggvi Sigurbjörnsson á kross- götum en fyrir tilviljun endaði hann í úrsmíði í Sviss. „Ég var í Michelsen á Laugaveginum að kaupa mér úr og var að spjalla við Frank Michelsen úrsmið, sem eiginlega seldi mér hugmynd- ina um úrsmíði. Frank sagði mér að sonur sinn, Róbert, væri að kenna úrsmíði í Sviss og kom mér í samband við hann,“ segir hann. Eftir að hafa spjallað við Róbert á Facebook um úrsmíði og tengda hluti, lagði hann fyrir Tryggva próf. „Það gekk vel og ég ákvað að skella mér til Sviss í alvöru inntökupróf, sem gekk vel og ég komst inn í skólann,“ segir hann, en skólinn, Korpela & Hofs Watch- making Competence Centre, tekur ekki marga nemendur inn og voru þeir aðeins þrír í hverjum bekk, en Tryggvi var einn af þremur nem- endum Róberts. Að smíða úrverk er ekkert grín og segir Tryggvi að flestöll úra- fyrirtæki noti tölvustýrðar fræsi- vélar og rennibekki til þess að smíða partana. „Úrsmiðirnir fá svo partana úr vélunum og pússa þá til, skreyta og raða saman verk- inu. Einfalt úr getur verið samsett úr um 100 pörtum. Flóknustu úrin geta verið samsett úr yfir 1.000 pörtum. Þetta er gríðarlega mikil nákvæmnisvinna og það munar oft bara einum hundraðasta úr milli- metra hvort hluturinn passar. Í skólanum notumst við ekki við tölvustýrðar CNC-vélar, eingöngu handstýrðar klassískar vélar. Maður var bara með stækkunar- glerið á sér allan daginn,“ segir hann og hlær. Tryggvi segist alltaf hafa verið mikill áhugamaður um úr. „Ég hef alltaf verið mikill úraperri. Þegar ég var yngri þá var ég allt- af að rífa allt í sundur. Svo var ég í málmsmíði í VMA og þar kynnt- ist ég því að pússa og nota renni- bekk, þó sú vinna hafi vissulega ekki verið eins fíngerð.“ Það er mikið þolinmæðisverk að smíða úr og ef það er gert alveg frá grunni getur það tekið allt að tvö til þrjú ár fyrir einn einstakling. „Ég var einu sinni búinn að vera mánuð að smíða einn hlut í skóla- úrið mitt. Svo rak ég mig í hann og hann beyglaðist og eyðilagð- ist,“ segir Tryggvi. Hann segist hafa blótað því aðeins, en haf- ist svo handa við að gera annan. „Þannig lærði ég bara og varð þar af leiðandi betri í að gera þetta í annað sinn.“ Tryggvi hannaði og lét framleiða nokkur úr fyrir sig, sem eru undir íslenskum áhrifum. „Vísarnir eru eins og sverð, skíf- urnar eru gerðar úr hvalskíðum og ólarnar úr hlýraroði. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi notað hval í úrsmíði áður,“ segir hann stoltur af hönnun sinni. adda@frettabladid.is Hefur verið mikill úraperri alla sína tíð Akureyringurinn Tryggvi Sigurbjörnsson skellti sér óvænt í úrsmíðanám til Sviss, eft ir að hafa bæði lært einkafl ug, fl ugumferðarstjórn og verið á sjó. FJÖLHÆFUR Tryggvi prófaði margt áður en hann heillaðist af úrsmíðinni og fann sig þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDGERT Úrvirki sem hann smíðaði frá grunni. MYND/BALDVIN ÞEYR PÉTURSSON Frank Michelsen úrsmiður segir aðeins fimm íslenska úrsmiði hafa út- skrifast frá aldamótum. „Það versta við það er að enginn af þeim kemur hingað heim að vinna. Það verður skortur á úrsmiðum eftir tíu ár,“ segir hann. „Ég er með þeim yngstu, en við erum þrír hérna á Íslandi, allir um fimmtugt.“ SKORTUR VERÐUR Á ÚRSMIÐUM Á ÍSLANDI Söngkonan Bríet Ísis Elfar og dúettinn Ívar Þórir Daníelsson og Magnús Hafdal komust áfram í þriðja og síðasta undanúrslitaþætti Ísland Got Talent sem fór fram í gærkvöldi. Það voru alls sex atriði sem kepptu um hylli dómaranna en samkvæmt reglum komast aðeins tvö atriði áfram í úrslitaþáttinn. Spennan var rafmögnuð er kepp- endur biðu niðurstöðunnar. Það er því ljóst hvaða atriði það verða sem munu keppa til úrslita í sjónvarpsþættinum vinsæla en í fyrsta þætti undanúrslitanna voru það söngkonan Alda Dís Arnardóttir og dansarinn Marc- in Wisniewski sem komust áfram og í öðrum þætti undanúrslitanna voru það söngkonan Agla Bríet og strákarnir í BMX Bros sem fylgdu í fótspor þeirra. Atriði Bríetar Ísisar og Ívars og Magnúsar sem komust áfram í gærkvöldi munu því etja kappi við þessi fyrrnefndu atriði í úrslita- þættinum sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 þann 12. apríl næstkomandi en óhætt er að segja að spennandi keppni sé í vændum. Það var mikið um dýrðir í Tal- ent-höllinni í gær en auk sex glæsi- legra keppnisatriða sýndi Sirkus Íslands ótrúlegt jafnvægisatriði. Kynnir Ísland Got Talent er sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blön- dal. Dómarar í þáttunum eru þau Bubbi Morthens, Selma Björns- dóttir, Jón Jónsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. - gló Bríet Ísis og Ívar og Magnús í úrslitin í ÍGT Þriðji undanúrslitaþáttur Ísland Got Talent var í gær. Tvö atriði komust áfram, sex atriði keppa til úrslita. ÁNÆGÐ Komin í úrslit Ísland Got Talent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRIMARINÓ Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 2 9 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 5 0 -4 9 7 0 1 4 5 0 -4 8 3 4 1 4 5 0 -4 6 F 8 1 4 5 0 -4 5 B C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.