Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 22.08.2007, Blaðsíða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST SPM | Digranesgötu 2, 310 Borgarnes, sími 430 7500 | Stillholti 18. 300 Akranes | www.spm.is Námsmannaþjónusta Sparisjóðsins Við hjá Sparisjóðnum viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar. Félagar í Námsmannaþjónustunni njóta persónulegrar þjónustu sem er sniðin af þörfum hvers og eins, auk góðra kjara og spennandi sértilboða. Við erum alltaf til í að ræða málin – ef sambandið er gott, gengur allt annað betur líka. Fann loksins þann eina rét ta SAMBANDIÐ BLÓMSTRAR! www.skessuhorn.is Gísli Guðmundsson hárskeri. Einungis stoltið beið hnekki Skúta strandaði fyrir utan Búðardal um liðna helgi. Það eina sem beið hnekki var stoltið, að sögn skipstjórans Birgis Óskarssonar. Málatvik voru þau að Birgir hafði brugðið sér í siglingu og var á heimleið og ætlaði að fara inn í skerjagarðinn. „En það fjaraði hraðar út en ég átti von á og því endaði ég í sandinum þarna. Sem betur fer var blankalogn svo það var aldrei nein hætta á ferðum. Það eina sem skemmdist eitthvað var stoltið og búið er að fara í siglingu síðan þetta gerðist. Gárungarnir spurðu auðvitað hvort ég hefði ekki verið látinn blása í blöðru, en á því var sannarlega ekki nein þörf. Þetta var bara einskær klaufaskapur. Við eigum þessa skútu bræðurnir ásamt börnum okkar og erum öll réttindafólk. Bátinn höfum við átt í ein sex ár og oft búið að skreppa á honum hérna út okkur til ánægju.“ Aðpurður sagði Birgir engan fisk vera í firðinum og því væri fátt um fína drætti hvað það varðaði, en gaman væri engu að síður að virða landið fyrir sér af sjó. bgk Skútan á strandstað rétt fyrir utan Búðardal. Ljósm. Björn A Einarsson. Ný rakarastofa á Akranesi Ný rakarastofa verður opnuð á Akranesi við Kirkju- braut 6a þann 1. september næst- komandi. Gísli Guð- mundsson hárskeri, stefnir að því að opna þessa stofu og verður hún kölluð Rakarastofa Gísla. Gísli hefur starfað í Reykjavík síðastliðin 17 ár, á H á r g r e i ð s l u s t o f u Dóra og Klippistofu Jörgens. Hann er Skagamaður og flutti aftur heim af mölinni árið 1999, en síðan þá hefur hann ekið á milli til Reykjavíkur. Gísli segist hafa verið orðinn þreyttur á akstrinum eftir átta ár og fundist þetta vera tilvalinn tími til þess að hefja eigin rekstur á Akranesi. Gísli mun hafa númerakerfi á stofunni þannig að ef menn nenna ekki að bíða þegar mikið er að gera, geta þeir tekið númer og fengið áætlaðan tíma til þess að koma aftur. Í millitíðinni geta þeir síðan sinnt öðrum erindum. Að sögn Gísla hefur hann sérhæft sig í barna- og herraklippingum undanfarin tíu ár og mun hann einbeita sér að því á nýju stofunni. Þar muni t.d. verða dvd spilari og skjár fyrir börnin. Hann segist þó ekki getað neitað konum um klippingu óski þær þess. hög

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.