Skessuhorn


Skessuhorn - 22.08.2007, Qupperneq 18

Skessuhorn - 22.08.2007, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. ÁGÚST Háskólinn á Bifröst verður settur þann 3. september. Skráðir nemendur í ár eru um 1000 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Um 250 manns stunda meistaranám og um 600 stunda annað háskólanám, þar af 100 í fjarnámi. Í frumgreinanámi verða svo 150 manns. Ágúst Einarsson, rektor skólans segir nýjungar á námi við Bifröst m.a. vera fjarnám við frumgreinadeild skólans sem hafi mælst afar vel fyrir og þurft hafi að vísa mörgum frá. Að auki er rekstur smárra fyrirtækja ný lína innan skólans sem mikill áhugi er fyrir. Þar fyrir utan eru fjölmargar lengri og skemmri námsbrautir, eins og verslunarstjóranám, Máttur kvenna og Rekstur smærri fyrirtækja auk hinna hefðbundnu námsleiða í Félagsvísindadeild, Lögfræðideild og Viðskiptadeild. Bifröst hefur einnig opnað tvö ný útibú á árinu. Annars vegar á Egilsstöðum og hins vegar á Ísafirði. Þessi útibú eru fyrstu skrefin í átt að því að færa starfsemi skólans víðar um land og auðvelda íbúum á þessum svæðum að nálgast upplýsingar um nám við skólann auk þess að veita upplýsingar fyrir þá sem þegar stunda fjarnám á þessum stöðum. Unnið er að opnun fleiri útibúa af þessu tagi. Að sögn Ágústar eru a l l t a f nokkrar hreyfingar í kennarmálum á Bifröst, mikið er af erlendum kennurum sem starfi með meistaranemum og svo sé nokkur hrókun á meðal annarra kennara. Ágúst segir skólann búa að góðum kennurum og sé vel undirbúinn fyrir haustið. Aðal markmið vetrarins hjá starfsfólki Háskólans á Bifröst er að þétta námið og straumlínulaga það og koma þannig til móts við auknar kröfur í þjóðfélaginu. Reglugerð skólans verður einnig endurskoðuð og færð til betra horfs. Ágúst segir að einnig sé verið að klára íbúðablokkir fyrir nemendur sem munu bæta húsnæðismál Bifrestinga til mikilla muna og verið sé að leggja lokahönd á sparkvöll á lóð skólans. Hann segir sérstöðu Bifrastar vera hið stóra háskólaþorp sem risið er á Bifröst, en þar búa nú um 700 manns og ekki eru fordæmi fyrir slíku á öðrum stöðum hér á landi. Hann segir einnig að mjög öflug nemendaskipti séu í skólanum og tæplega helmingur nemenda fari erlendis einhvern hluta úr námstímanum, m.a. fari margir til Kína. Ágúst segir umhverfi Bifrastar fjölskylduvænt, auk þess sem nú sé lögð mikil áhersla á menningarmál, t.d. tónleikahald og listviðburði. „Við viljum eflast og bæta okkur,“ segir Ágúst en tekur þó fram að stækkun skólans muni ekki halda áfram á sama hraða og verið hefur, heldur muni stjórn skólans stefna að því að halda betur utan um það sem þegar er komið. hög Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri hefur nú þegar hafið starfsemi sína þetta árið en tekið var á móti fyrsta hópi nýnema þann 20. ágúst. Þar er að vísu ekki um að ræða alla nemendur því nýnemar munu koma til náms í n o k k r u m hollum á næstu vikum, að sögn Ágústs Sigurðssonar, rektors LbhÍ. Eftir á að koma í ljós hve mikill fjöldi skilar sér en útlit er fyrir að nemendur verði vel á fjórða hundraðið, þar af 130 nýnemar. Ágúst segir fólk vera að koma sér fyrir í íbúðum á svæðinu og mikið líf sé að færast í háskólaþorpið á Hvanneyri. Hann segir nema vera nokkuð hugmyndasama með farartæki til flutninga og sé gaman að fylgjast með því. Auk þeirra nema sem búa á svæðinu munu um 15% verða í fjarnámi. Helsta nýjungin hjá LbhÍ að þessu sinni er ný deild í hestafræðum en það er samstarfsverkefni Hólaskóla og Landbúnaðarháskólans. Hestafræði er BS nám og er hún unnin og rekin með samvinnu beggja skóla þar sem reynt sé að nýta styrk hvers skóla fyrir sig. Ásókn í hina nýju deild var umtalsverð og fylltist hún hratt, en 18 nemendur hefja nám við deildina að þessu sinni. Umhverfisskiplagsbrautin er þó vinsælasta deild skólans enda hefur komið í ljós að mikil eftirspurn er eftir fólki til vinnu á sviði landslagsarkitektúrs og skipulagsmála og allir brautskráðir nemendur starfa eða stunda framhaldsnám í sínu fagsviði að sögn Ágústar. Almennt hefur mikill áhugi verið fyrir námi í LbhÍ í vetur en umsóknir um skólavist í ár voru helmingi fleiri í ár en í fyrra. Ágúst segir upphafið lofa góðu með nýjar námsbrautir á sviði náttúru- og umhverfisfræða, skógfræði og landgræðslu. En fyrstu skógfræðingarnir útskrifuðust í vor. Mikill vöxtur hefur einnig verið í rannsóknartengdu námi og er kröftugt rannsóknastarf skólans undirstaða þess. Útlit er fyrir að meistaranemar verði á fjórða tug á næsta ári auk fjögurra doktorsnema. Hann sér einnig fyrir sér að endurmenntunardeild skólans eigi eftir að eflast til muna því eftirspurn eftir margs konar fagtengdum námskeiðum sé mikil. Hann segir einnig að reynt hafi verið að taka við eins mörgum n e m u m í skólann og hægt væri en því miður hefði þurft að vísa einhverjum frá. Umhverfismál og samningur við Ohio - háskóla Ágúst segir að í ljósi aukinna áherslna á umhverfismál, geti LbhÍ haft mikilvægu hlutverki að gegna til að mynda með formlegri menntun á þeim sviðum sem snerta málaflokkinn, auk rannsókna á þessu sviði. Fimm verkefni frá LbhÍ á sviði vistvænna orkugjafa, landgræðslu og skógfræði fengu nýverið úthlutun úr Orku- og umhverfissjóði Orkuveitu Reykjavíkur. „Reyndar hefur vísindafólki LbhÍ almennt gengið vel í öflun rannsóknastyrkja nú á síðustu misserum, sem er til marks um hugmyndaauðgi og faglegan slagkraft okkar fólks. Hitt er annað að samkeppnin er gríðarleg um mjög takmarkað fjármagn og nauðsyn að efla rannsóknasjóði og framlög til rannsókna hérlendis - það mun skila sér margfalt til baka,“ segir Ágúst. Ágúst segir að vaxandi samstarf sé við innlenda og erlenda háskóla og rannsóknastofnanir en hæst beri þó nýr samningur LbhÍ við Ohio- háskóla um margvísleg verkefni á sviði kolefnisbindingar og jarðvegsfræða auk nemendaskipta. Þegar er hafin vinna við þetta verkefni og komu kennarar og nemar m.a. til Hvanneyrar í byrjun júní til þess að huga að sameiginlegum rannsóknaverkefnum auk annarra verkefna í tengslum við þetta samstarf. hög Inga Dóra Halldórsdóttir tók formlega við starfi framkvæmda- stjóra Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands 1. ágúst síðastliðinn af Ingu Sigurðardóttur á Akranesi. Inga Dóra hóf störf hjá SMV sumarið 2004 og þá sem ráðgjafi, en síðasta ár gegndi hún stöðu framkvæmdastjóra í ársleyfi Ingu Sigurðardóttur. Hjá Símenntunarmiðstöðinni starfa auk Ingu Dóru þær Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi og Svava Svavarsdóttir, skrifstofustjóri. Inga Dóra segir vinnu við námsvísi vera í fullum gangi og sé hann óðum að taka á sig mynd. Að venju verður í námsframboði miðstöðvarinnar af nógu að taka. „Við leggjum nú aukna áherslu á lengri námsleiðir, en einnig bjóðum við upp á tungumálanámskeið, tölvunámskeið, tómstunda- námskeið, starfstengd námskeið og síðan eru námskeið varðandi mataræði og ýmis sjálfsræktarnámskeið alltaf vinsæl,“ segir Inga Dóra. Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi hefur nú þegar haft Landnemaskólann í þrjú skipti, grunnnám skólaliða í þrjú skipti, grunnnám fyrir byggingaliða í eitt skipti og námskeiðið Aftur í nám var sl. haust. Alls hafa 107 einstaklingar lokið þessum námsleiðum. „Þetta er í það minnsta góð byrjun og þörfin er svo sannarlega fyrir hendi,“ segir Inga Dóra, og bætir við: „Þessar tölur sýna að svo sé og auðvitað hvetur þetta okkur hjá Símenntun að gera enn betur og verða við óskum íbúa á Vesturlandi um fjölbreytt námstækifæri sem henta þeim. Við munum einnig bæta við tveimur námsleiðum til viðbótar við þær sem eru taldar hér að ofan. Annars vegar verður boðið upp á Grunnmenntaskóla á Snæfellsnesi sem er 300 kennslustunda n á m og er stærsta námsleiðin sem við bjóðum upp á nú á haustönn. Einnig bjóðum við upp á námsleið sem nefnist Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun og er markmiðið að styrkja lestrar- og ritunarhæfni og auka þar með hæfni til starfs og áframhaldandi náms. Við leggjum mikla áherslu á að ná til fólks með lesblindu eða einhvers konar lestrar- og riterfiðleika. Lesblinda er mun algengari en við gerum okkur grein fyrir og það eru til ýmsar leiðir til að leiðbeina fólki til sjálfshjálpar.“ Inga Dóra segist vilja bæta við að Símenntunarmiðstöðin sé í samstarfi við Háskólann á Bifröst og bjóði upp á námskeið sem nefnist Upplýsingatækni og bókhald. Það er 60 kennslustundanám og kennt í gegnum svokallaðan námsskjá. Þetta námskeið var í boði á síðustu vorönn og gaf það góða raun. Líkt og áður verður boðið upp á íslensku fyrir útlendinga sem hafa verið duglegir að sækja þau námskeið. Á síðustu önn voru námskeiðin niðurgreidd að stórum hluta af ríkinu og það sama á við nú. Að meðaltali hafa 100 manns sótt þessi námskeið á Vesturlandi, síðustu sex ár. Útlendingum hefur fjölgað ört á Vesturlandi og þar af leiðandi hefur þörfin aukist verulega á fræðslu um málefni i n n f l y t j e n d a og þá sérstaklega fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana. Því ákváðu stjórnendur Símenntunarstöðvarinnar að fara í samstarf við Alþjóðahúsið og bjóða upp á þrenns konar námskeið er varða málefni innflytjenda. „Ég hvet Vestlendinga til að afla sér upplýsinga um það sem Símenntunarmiðstöðin býður upp á í haust og skrá sig til þátttöku sem fyrst. Námsvísirinn fer í dreifingu þriðjudaginn 4. september, en við setjum námskeiðin einnig á vefinn: www.simenntun.is,“ sagði Inga Dóra að lokum. bgk Háskólarnir og símenntun á Vesturlandi Háskólinn á Bifröst: Nýjar námsleiðir og útibú meðal nýjunga í þúsund manna skóla Starfsmenn S ímenntunarst öðvar Vesturla nds Símenntunarstöðin á Vesturlandi: Lengri námsleiðir en áður verða í boði í haust Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri: Fjölbreytt nám í boði ­ ný braut í hestafræðum hefst í haust

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.