Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2007, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 28.11.2007, Blaðsíða 52
44 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER Í Skessuhorni fyrir skömmu lét Ragnheiður Runólfsdóttir fyrrum sunddrottning Skagamanna, þá skoðun í ljósi að það ætti að nýta afreksfólk í íþróttum mun betur en gert hefur verið fram að þessu, nýta afreksfólkið í þágu menntakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, til að miðla heilbrigðum lífsstíl. Þetta væri ein vænlegasta forvörnin, þar sem að við værum að missa unglingana alltof mikið inn á óæskilegar brautir. Sjálf er Ragnheiður ennþá mikil fyrirmynd og lætur ekki deigan síga. Hún æfir sund með börnum og leggur stund á heilbrigðan lífsstíl. Ragnheiður tók þátt í Norðurlandamóti öldunga, 25 ára og eldri, í Svíþóð í síðasta mánuði. Þar keppti hún í fimm greinum og setti Norðurlandamet í tveimur þeirra, 50 og 100 metra bringusundi. Ragnheiður fékk silfurverðlaun í hinum þremur og á nú Íslandsmet í öllum fimm greinunum. „Það skemmtilegasta á þessu móti, var að þarna var ég að keppa á móti stelpum sem ég keppti við á Olympíuleikunum á sínum tíma,“ segir Ragnheiður. „Ég er eins og fólk veit fædd og uppalin hérna á Skaganum. Er yngst fimm systkina og af sjómannsfólki komin. Faðir minn, Runólfur Óttar Hallfreðsson „Bóbó“ útgerðarmaður, lést fyrir fjórum árum. Móðir mín, Ragnheiður Gísladóttir, gerir ennþá út eitt skip, Bjarna Ólafsson.” Á bakinu á mömmu í lauginni “Við bjuggum nálægt Bjarnalaug og aðalleiksvæðið mitt var þar, Langisandurinn og Krókalónið. Ég synti í sjónum sem krakki og mamma tók mig með sér í sund. Synti með mig á bakinu, svo ég var fljót að læra að synda. Annars var ég í öllum íþróttum. Helgi Hannesson íþróttakennarinn minn gamli fékk mig til að æfa sund, þegar ég var svona átta­níu ára. Hann og Ævar Sigurðsson, sem er nýhættur að kenna, voru aðalkennararnir í sundinu. Ég var nánast í öllum frístundum í íþróttum sem krakki; fótbolta, handbolta, frjálsum íþróttum og badminton. Ég var að spila á fullu í þessu öllu og keppa, af því maður gat eitthvað. Svo kom að því að ég þufti að velja. Ég man þegar það var. Þá var ég búin að vera á mörgum æfingum sama daginn og kom seint heim. Mamma sagði að nú yrði ég að fara að velja. Þetta var í kringum fermingaraldurinn og mikið að gera. Ég valdi sundið af því ég var nýlega búin að setja Íslandsmet í baksundi. Ég var í baksundinu á þessum tíma vegna þess að það var svo mikið af bringusundsfólki. Svo skipti ég aftur yfir í bringusundið þegar ég var 16 ára, enda voru framfarirnar ekki búnar að vera miklar í baksundinu. Reyndar var ég í fjórsundinu líka. Mér gekk fljótlega vel í bringusundinu, sló nokkur Íslandsmet og einbeitti mér að „bringunni“ og fjórsundinu eftir það.“ Æfði upp í sex tíma á dag Og varstu þá farin að æfa mikið á þessum tíma? „Já þegar ég var 15 ára fór ég í æfingabúðir til Luliå í Svíþjóð og ílengdist þar eitt ár í menntaskóla. Svo var ég tvö ár í Kanada, en kom svo heim og æfði fyrir Olympíuleikana 1988. Flutti þá til Njarðvíkur og æfði með Eðvarði Þór Eðvarðssyni. Eftir Olympíuleikana fór ég til Bandaríkjanna, Alabama, fékk fullan skólastyrk, og æfði upp í sex tíma á dag með fullu námi. Þetta var nokkuð stíft en það var boðið upp á alla hjálp, svo sem sjúkraþjálfun, heilbrigðisþjónustu og fleira. En það þurfti líka að standa sig í skólanum. Ég þurfti að ná átta í meðaleinkunn til að halda styrknum og vera inni í skólaliðinu. Við kepptum mikið, algengar keppnir á milli skólanna, þannig að það var mikið um ferðalög. Ég lagði stund á nám í lífeðlisfræði og tók BS gráðuna. Ákvað svo að lengja námið um eitt ár og fór í masterinn í íþróttalífeðlisfræði. Á þessum tíma var ég sjálfsagt á hátindinum í sundinu. Gekk mjög vel á Smáþjóðaleikunum 1991 og setti rúm 20 Íslandsmet þetta ár og Norðurlandamet í 100 metra bringusundi. Það var þessi árangur sem varð til þess að ég var tilnefnd Íþróttamaður ársins þetta ár. Framundan voru svo Ólympíuleikarnir í Barcelona 1992, þar sem mér gekk líka mjög vel. Á þessum tímapunkti var ég búin með námið og tími til kominn að fara að vinna fyrir sér. Þannig að ég ákvað að ljúka keppnisferlinum og snúa mér að öðru.“ Umhverfið hérna frábært Varstu kannski orðin þreytt á þessum ströngu æfingum? „Nei ég fann aldrei fyrir því, fannst mjög skemmtilegt að æfa og vera með hópnum, fékk mikla lífsfyllingu út úr því. Við æfðum alltaf á morgnana, vorum komin í laugina korter yfir fimm og æfðum framundir átta. Ég hef aldrei þurft mikinn svefn og eftir að ég fór að þjálfa þá hefur það komið mér til góða að vera vön þessum æfingatíma frá Bandaríkjunum. Við æfum svona snemma með krökkunum í dag.“ Þegar þú hugsar til baka, finnst þér að þú hafir verið heppin að fá þessi tækifæri í íþróttunum? „Jú ég er alveg alsæl með það. Ég var óskaplega heppin að hafa þetta fólk í kringum mig hérna á Skaganum. Líka heppin að alast upp í þessum systkinahópi og þurfa að hafa fyrir hlutunum. Og ég fékk góðan stuðning frá foreldrunum, bæði íþróttalegan og fjárhagslegan. Mamma var mjög góð sundkona og svo var þetta stjörnulið hérna á Skaganum, sem virkaði rosaleg hvatning fyrir mig. Mér fannst umhverfið hérna frábært og utan um þetta héldu svo þeir Helgi Hannesar og Ævar, sem eru eiginlega algjörir demantar og dýrlingar í mínum huga. Það var svo mikilvægt að eiga að svona forkólfa. Það er löng og árangursrík saga í sundinu hérna á Akranesi. Skagadúettinn frægi, Ingi Þór Jónsson og Ingólfur Gissurarson, sem slóu Íslandsmetin vinstri – hægri, Guðjón Guðmundsson, Finnur Garðarsson og fleiri. Og það má ekki gleyma Guðrúnu Margréti Halldórsdóttur sem var fyrsta landsliðskonan okkar.“ Samkeppnin við fótboltann Og svo snérir þú þér að þjálfun þegar þú varst hætt að keppa. Er ennþá mikill áhugi fyrir sundinu hérna á Skaganum? „Já hann er talsverður, þó við eigum mikið undir högg að sækja gagnvart fótboltanum. Ég er búin að vera yfirþjálfari hérna síðan 2003. Þetta eru um 150 krakkar sem æfa sund. Ég og Katrín Harðardóttir og Bjarney Guðbjörnsdóttir þjálfum yngstu krakkana. Sundskólinn er rekinn undir nafni Sundfélags Akraness. Þar erum við með krakka frá 3ja mánaða upp í fimm ára. Að meðaltali eru 100 börn á námskeiði hjá okkur. Katrín er með 1. bekk og ég hef verið með 2. bekk, Bjarney með 3.­4. bekk ásamt mér. Ég er að þjálfa næst elsta hópinn sem eru krakkar á fermingaraldri og einu ári yngri. Síðan er pólskur þjálfari, Marcin Marlinski, sem var einn af fjórum bestu fjórsundsmönnum í heimi, með elsta hópinn og einnig krakka á aldrinum 10­12 ára. Svo er ég aðstoðarkennari inni í bekk í Brekkubæjarskóla, sjöunda bekknum. Ég fæ mikla lífsfyllingu út úr því að kenna. Eins og sést á þessu þá nýt ég þess að vinna með krökkum. Þau gefa lífinu gildi og sýna fram á bjarta framtíð fyrir land og þjóð. Ég hef verið svo heppin að fá að vinna með frábærum einstaklingum og þeir hafa svo sannarlega unnið merka sigra. Nú að nýloknu Meistaramóti fengum við svo sannarlega að vita hversu bjarta framtíð við eigum hér á Skaganum í sundinu. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega og ég er afar stolt að vera hluti að þessu samstarfi með þessu frábæra afreksfólki,“ sagði Ragga Run að lokum. þá Fær mikla lífsfyllingu út úr því að kenna Ragnheiður Runólfsdóttir segir frá æskuárunum, íþróttaferlinum og sundinu á Skaganum Ragnheiður á sundlaugarbakkanum þangað sem hún mætir ásamt sundkrökkum fyrir dagrenningu marga daga vikunnar. Ragnheiður Runólfsdóttir, sunddrottning á Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.