Skessuhorn


Skessuhorn - 28.11.2007, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 28.11.2007, Blaðsíða 45
37 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER Cheyenne – Ný verslun, fullt af frábærum fatnaði fyrir unga og hressa fólkið Frábær tilboð alla vikuna Gallabuxur frá kr. 3.590 Bolir frá kr. 1.000 Peysur frá kr. 2.500 Jakkar frá kr. 4.990 Akranes – Dalbraut 1 s: 561-4200 Reykjavík – Laugavegur 86 s: 561-4100 Opið virka daga 11-18 Laugardaga 11-17 Við minnum á jólamarkaðinn okkar í Gallerí Álfhóli á Bjarteyjarsandi um helgina. Opið verður laugardag og sunnudag milli klukkan 13.00 og 18.00. Til sýnis og sölu eru fjölbreyttir munir og einnig er boðið upp á ekta heitt súkkulaði, kaffi og nýbakað góðgæti. Þá munu þverflautunemendur úr Tónlistarskóla Akraness leika hugljúf jólalög fyrir gesti. Njótum aðventunnar á yfirvegaðan og þægilegan hátt. Vonumst til að sjá sem flesta! Jólakveðja frá aðstandendum Álfhóls www.bjarteyjarsandur.is Utan við sig Það gerðist enn og aftur fyrir nokkru síðan að maður nokkur af Skaganum settist inn á bar til að fá sér nokkra létta. Þegar hann var búinn að fá nóg og ætlaði að standa upp af barstólnum, datt hann beint á andlitið. Hann reyndi að standa upp, en datt aftur. Þá skreið hann út að hurðinni. Þar hóf hann sömu tilraun sem mistókst. Maðurinn skreið út og ákvað að fara bara á fjórum fótum þessa 600 metra sem voru heim til hans. Við útidyrnar heima hjá sér reyndi hann eina ferðina enn að standa upp með sama árangri og fyrr, hann datt. Því skreið hann bara upp stigana, upp í svefnherbergið. Datt beint á andlitið ofan á hjónarúmið og steinsofnaði. Morguninn eftir vaknaði hann við að konan hans öskraði: „Ómar varstu á fylliríi eina ferðina enn?“ „Já,“ heyrðist umlað undir sænginni. „Þeir voru að hringja frá barnum, þú gleymdir hjólastólnum aftur.“ Hvað ungur nemur, gamall temur Ungur maður sem réði sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla úti á landi var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sýna vægast sagt takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að gerast, eruð þið öll orðnir vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ „Ne­ei,“ svaraði drengurinn. „Ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“ Hefndin er sæt Forstjórafrú lenti í eldsvoða og brenndist. Andlit frúarinnar fór verst og þurfti að græða nýtt skinn á hana. Hún var ekki með nóg skinn sjálf til ígræðslunnar svo bróðir hennar sem jafnframt er bílstjóri (sendisveinn) forstjórans, eiginmanns hennar, bauðst til að gefa skinn. Það gekk upp og var tekið skinn af rasskinn bróðursins og grætt á kinnar forstjórafrúarinnar. Þegar kinnarnar voru grónar kom forstjórafrúin til bróður síns og vildi launa honum greiðann en hann sagði: „Þú ert sko margbúin að launa mér. Mér er það sérstök ánægja að sjá manninn þinn kissa þig á kinnarnar. Ég þarf ekki meira.“ Tvær gjafir Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: „Nú á ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og..“ „Hana vil ég fá!“ hrópaði Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður, þaut niður á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn... Guð og Eva fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði „hver er hin gjöfin?“ Guð svaraði: „Heilinn, Eva... heilinn..“ Ekki fleira úr sveitinni að sinni. Kveðja, Birna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.