Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2008, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.11.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER „Ég byði ekki í það í dag að byggja upp nýtt bak arí. Það eru allt aðr ar að stæð ur núna en þeg ar ég var að byrja. Í dag er þetta svo mik il sam keppni við verk smiðj­ ur og inn flutn ing. Ég held að ný bak arí á lands byggð inni ættu erfitt með að standa und ir stofn kostn­ aði eft ir að þessi „mark aðskreppa“ kom til,“ seg ir Lúð vík Þór ar ins son gamli bak ara meist ar inn í Ó lafs vík. Þeg ar blaða mað ur Skessu horns var á ferð þar vestra á dög un um hitti hann Lúð vík að máli. Lúð vík hef ur frá ýmsu að segja enda hef ur hans starf í Ó lafs vík ekki ver ið svo lít­ ill þátt ur í bæj arsál inni og at vinnu­ sögu bæj ar ins. Upp úr miðri síð­ ustu öld byggði Lúð vík Brauð gerð­ ina í Ó lafs vík upp úr engu í sam­ vinnu við Kaup fé lag ið Dags brún og Al ex and er Stef áns son þá ver andi kaup fé lags stjóra. Leik list in ör laga vald ur inn Lúð vík og kona hans, Sig ríð ur Jóns dótt ir, eru með al inn flytj enda í Ó lafs vík. Lúð vík er fædd ur Mýra­ mað ur frá Ána stöð um í Hraun­ hreppi, en Sig ríð ur er úr Borg ar­ nesi. „Þeg ar ég var átta ára fluttu for eldr ar mín ir í Borg ar nes. Það var árið 1938. Ég átti síð an mína skóla göngu í Borg ar nesi utan þess að gagn fræða­ og iðn skól ann sótti ég til Akra ness. Bak ara iðn ina nam ég í Brauð gerð Kaup fé lags Borg­ firð inga í Borg ar nesi. Það var í raun til vilj un sem réði því að ég á kvað að flytja mig um set til Ó lafs vík ur. Á stæð an fyr ir því má segja að hafi ver ið sú að ég fékk snemma tal sverð an á huga á leik­ list. Í tóm stund um hafði ég far ið með örfá hlut verk í upp færsl um hjá ung menna fé lag inu og í skemmti­ dag skrám starfs manna fé lags kaup­ fé lags ins. Haust ið 1950 þeg ar ég var langt kom inn í bak ara nám­ inu bauðst ung menna fé lag inu að senda mann á leik stjórn ar nám skeið hjá Banda lagi ís lenskra leik fé laga. Eng inn hafði tíma til að nýta þetta boð, þar til ég sá mér leik á borði og bauðst til að fara. Um leið fékk ég nokk urra daga hvíld frá bakstr­ in um. Á þessu nám skeiði kynnt­ ist ég Þor gils Stef áns syni kenn ara frá Ó lafs vík sem sagði mér þau tíð­ indi að Al ex and er bróð ir sinn, þá kaup fé lags stjóri hjá Kaup fé lag inu Dags brún, væri að svip ast um eft­ ir bak ara, sem væri fá an leg ur í sam­ starf til að koma upp og reka brauð­ gerð í Ó lafs vík. Við mælt um okk­ ur mót í leik hléi í Þjóð leik hús inu til að skoða hvorn ann an og spá í spil­ in eft ir því sem hægt væri við slík­ ar að stæð ur. Fljót lega eft ir heim kom una hafði Al ex and er sam band og í fram haldi af því var á kveð ið að vinna á fram að hug mynd inni og gera ráð fyr ir því að Dags brún sæi um fjár mögn un og út veg aði hús næði. Ég legði til fag þekk ing una í byrj un en gæti svo eign ast allt að helm ing fyr ir tæk is ins eft ir því sem fjár hag ur minn styrkt­ ist og ég gæti greitt fyr ir minn hlut. Þetta voru góð ir kost ir, sem mér fannst auð velt að ganga að. Hús­ næði und ir rekst ur inn lá ekki á lausu í Ó lafs vík og nán ast hvert skot nýtt fyr ir, því at vinnu líf ið var nú kom­ ið á áður ó þekkt skrið og ekki hafð­ ist und an að byggja yfir nýja Óls­ ara og bæta að stöðu fisk verk enda og fleiri. Að lok um var fest hús næði að Ó lafs braut 32, sem þá var í eigu Guð mund ar Helga son ar.“ Með bund ið fyr ir augu Lúð vík lýs ir því eins og að vera með bund ið fyr ir augu að fara til Ó lafs vík ur í fyrsta skipt ið, en þang­ að hafði hann aldrei kom ið áður. Sveins próf ið tók Lúð vík 26. jan ú­ ar 1951 og það kvöld seg ist hann hafa kjag að með sveins stykk ið, á lit­ lega tertu, til konu efn is ins og af­ hent henni sem af mæl is gjöf í til­ efni 18 ára af mæl is ins dag inn eft ir. Þann dag fór Lúð vík til Ó lafs vík ur í fyrsta skipt ið og var það ferða lag all sögu legt. „Ekki var jafn auð velt og nú að kom ast á Nes ið og allra síst að vetri til. Á ætl un ar ferð ir strjálli og Fróð­ ár heið in lok uð lang tím um sam an vegna snjóa. Nú var heið in harð­ lok uð og kunn ingi minn fékk lán­ að an jeppa til að koma mér vest­ ur að heiði og sam ferða mann úr Ó lafs vík, Jó hann es Ög munds son, var ég svo hepp inn að hafa. Birtu var tek ið að bregða er við nálg uð­ umst heið ina og við Jó hann es stig­ um á skíði og fet uð um okk ur yfir. Norð an í heið inni beið Arn grím­ ur Björns son lækn ir, sem hafði ver­ ið feng inn til að skjót ast eft ir okk ur og flutti á leið ar enda. Við dvöld um í Ó lafs vík yfir helg ina, Jó hann es hjá fjöl skyldu sinni en ég hjá Þor gils og konu hans Ingi björgu Hjart ar á heim ili þeirra í Dags brún. Einmitt í þess ari íbúð átti ég eft ir að hefja minn bú skap með Sig ríði lið lega ári síð ar. Við Al ex and er not uð um tím­ ann til að velta fyr ir okk ur fram­ hald inu, skoða hús næð ið og reyna að meta rekstr ar grund völl inn, sem varla var ger legt að sjá fyr ir. Það eina sem var hægt, var að vona hið besta og treysta því að hratt vax andi út gerð og at vinnu líf hefði þörf fyr­ ir þjón ustu af þessu tagi. Ó hag stæð veð ur spá réði því að ó ráð legt þótti að brölta yfir heiði til baka. Skjald breið, strand ferða­ skip Skipa út gerð ar rík is ins kom á leg una út af Ó lafs vík og lestaði vör­ ur á suð ur leið. Við tók um okk ur far með bát út í skip ið og héld um suð­ ur með því.“ Í fóstri á tveim ur stöð um Lúð vík seg ir að fyrstu mán uð irn­ ir í Ó lafs vík hafi ver ið mjög eft ir­ minni leg ir en þang að fór hann einn síns liðs til að koma fyr ir tækj um og annarri að stöðu á nýj um vinnu stað. Þetta var í annarri viku júní mán að­ ar 1951. „Mér hafði ver ið kom ið í „fóst­ ur“ á tveim ur önd veg is heim il um. Önn ur stof an hjá Jó hönnu Krist­ jáns dótt ur og Guð mundi Jens syni skip stjóra og út gerð ar manni var heim ili mitt til að byrja með. Sig­ ríð ur Hans dótt ir og Jón Skúla son tóku mig í fæði, með stór um staf, og drógu ekki af sér við að koma mér í hold. Fyrstu dag arn ir fóru í að ljúka frá gangi á vænt an leg um vinnu stað. Fyrstu brauð in voru bök uð 23. júní og þóttu tíð indi. Nú feng ust dag­ lega ný brauð og ann að bakk elsi fyr ir heim ili og skips hafn ir. Vinnu að stað an var ekki til að hrópa húrra fyr ir. Gólf flöt ur inn um 30 fer metr ar og loft hæð ekki meiri en svo að auð veld lega var hægt að snerta loft ið með fing ur­ góm um með því að tylla sér á tær. Það var ljóst að þessi að staða yrði að eins til bráða birgða, þar til ann­ að betra feng ist. Sú bið stóð þó í 24 ár og ein um mán uði bet ur. Eng­ in versl un ar að staða var í bak arí­ inu og allt flutt til sölu í Kaup fé lag­ ið Dags brún. Eng inn bíll var í eigu Brauð gerð ar inn ar til að byrja með en kaup fé lags stjór inn, Al ex and er Stef áns son, lán aði jepp ann sinn til flutn ing anna þeg ar hann var til tæk­ ur frá öðr um verk efn um. Því þurfti allt of oft að bera fram leiðsl una í kaup fé lag ið.“ Slökkt á ofn in um í raf magns leys inu Það var ekki að eins þessi þrönga að staða og tak mark aði véla kost­ ur sem Lúð vík þurfti að glíma við á þess um fyrstu árum. „Raf magn­ ið var vanda mál, svo ekki sé fast­ ar að orði kveð ið. Það var fram leitt með dísel vél um hjá Hrað frysti húsi Ó lafs vík ur og fram leiðslu get an var langt und ir því, sem þörf in kall aði á. Það var tek ið af á mið nætti og sett á aft ur snemma að morgni. Þeg ar á lag ið var sem mest er líða tók að há degi var ekki óal gengt að Þórð ur Þórð ar son, vél stjóri og um sjón ar­ mað ur orku véla hrepps ins hringdi í bak arí ið og spurði hvort mögu­ legt væri að slökkva á ofn in um. Þá var spennu fall ið slíkt að ljósa per­ ur báru að eins hálfa birtu og það­ an af minni. Þetta kom sér illa og olli því að brauð in komu seint í sölu og vinn an teygð ist oft fram und­ ir kvöld verð og jafn vel leng ur. Eins og gef ur að skilja var af kasta get an í sam ræmi við að stæð ur. Ekki var hægt að kvarta yfir mót tök un um, hvorki fyr ir mig né hið nýja fyr ir tæki. Ég man að sal­ an kom mér á ó vart. Ekki magn­ ið, held ur hvað seld ist best. Vín ar­ brauð og snúð ar voru hvað drýgst­ ir til að byrja með, en brauð in voru nokkurn tíma að vinna sér sess sem aðal fram leiðslu var an. Hús freyj um í Ó lafs vík, sem höfðu van ist því að baka brauð til heim il anna alla sína bú skap ar tíð, hef ur ef laust þótt það lít il bú mennska að eyða fjár mun um í brauða kaup úr búð. En þetta átti eft ir að breyt ast.“ Verð lags á kvæð in erf ið Lúð vík seg ir að rekstr ar grund­ völl ur inn sem þeir Al ex and er Stef­ áns son mátu í byrj un hafi reynst veik ari en þeir ætl uðu. Þar hafi sér stak lega sett strik í reikn ing inn ströng verð lags á kvæði sem voru í gildi á þess um tíma. Verð lags stofn­ un sendi út há marks verð á brauð­ um og kök um sem þá vógu þungt „Vín ar brauð og snúð ar voru drýgst ir til að byrja með“ Spjall að við Lúð vík Þór ar ins son bak ara meist ari um við burða rík ár í Ó lafs vík Lúð vík bak ara meist ari á samt konu sinni Sig ríði Jóns dótt ur. Lúð vík flutti úr Borg ar nesi um miðja síð ustu öld til að byggja upp nýtt bak arí í Ó lafs vík. Hann hætti form lega störf um á ár inu 2002 en hleyp ur enn þá und ir bagga ef á þarf að halda. Bak ar inn fær oft það hlut verk að út vega veislu föng við ýmis há tíð leg tæki færi. Lúð vík bak aði þessa ó venju legu kran sa köku í til efni fagn að ar hjá ung um gít ar­ leik ara. Úr versl un Brauð gerð ar Ó lafs vík ur í dag. Bjarn ey Jørgensen, tengda dótt ir Lúð víks og kona Jóns Þórs nú ver andi að al eig anda, við af greiðslu. Raf magn ið var vanda mál, svo ekki sé fast ar að orði kveð ið. Það var fram leitt með dísel vél um hjá Hrað frysti húsi Ó lafs vík ur og fram leiðslu get an var langt und ir þörf um. Þeg ar á lag ið var sem mest er líða tók að há degi var ekki óal gengt að Þórð ur Þórð ar son um sjón ar mað ur orku véla hrepps ins hringdi í bak arí ið og spurði hvort mögu legt væri að slökkva á ofn in um.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.