Skessuhorn


Skessuhorn - 05.11.2008, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 05.11.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER Ætl ar þú að versla heima fyr ir jól in? (Spurt í Stykk is hólmi) Jón Sindri Em ils son: Ég er bara ekk ert far inn að spá í það. Guð finna Arn órs dótt ir: Ég geri það alltaf. Ragn hild ur Valdi mars dótt ir: Ekki spurn ing og ég er þeg ar byrj uð að gera það. Daði Sig ur þórs son: Já, klár lega geri ég það til að styrkja mína heima byggð. Anna Ingva dótt ir: Já, ég býst við því. Fyrst og fremst vel ég ís lenskt. Spurning vikunnar Á Fjöln is mót inu í sundi sem fram fór í Laug ar dals laug inni um helg ina bætti Jón Ingi Sig urð ar son (13 ára) alls 7 Borg ar fjarð ar met í ald urs­ flokki 13­14 ára og kom heim með 5 gull verð laun og 2 brons. Hann er tví mæla laust einn efni leg asti og fjöl hæf asti sund mað ur sem keppt hef ur und ir merkj um UMSB. Jón Ingi bætti 23 ára gam alt met Jóns Vals Jóns son ar frá 1985 um 3 sek. í 100 m. fjór sundi og synti á 1:13,40. Jafn framt bætti Jón Ingi 21 árs gam alt met Jóns Bjarna Björns­ son ar frá 1987 í 50 m bringu sundi en Jón Ingi synti á 37,98 og bætti gamla met ið um tæp ar tvær sek­ únd ur. Einnig féllu tvö 14 ára göm­ ul met Ragn ars Freys Þor steins­ son ar í 50 m og 100 m baksundi en Jón Ingi synti 50 m bak á 31,1 og 100 m bak á 1:09,88. Í 400 m skrið­ sundi bætti Jón Ingi 11 ára gam alt met Hall dórs Atla Þor steins son­ ar um tæp ar 3 sek., synti á 4,57,79. Hann bætti einnig eig ið met í 200 m baksundi frá því 8. októ ber um rúm ar 4 sek únd ur og setti Borg ar­ fjarð ar met í 400 m fjór sundi sem hann synti á 5:31,62. Alls hef ur Jón Ingi bætt 10 Borg ar fjarð ar met í októ ber mán uði. ám Gunn laug ur þjálf ar Sel foss Gunn laug ur Jóns son knatt­ spyrnu mað ur frá Akra nesi sem hef ur leik ið með KR und an far­ ið, var í vik unni ráð inn þjálf­ ari 1. deild ar liðs Sel fyss inga. Gunn laug ur, sem er 34 ára, leik­ ur jafn framt með lið inu á næsta keppn is tíma bili. Sel foss lið ið hafn aði í 3. sæti deild ar inn ar á liðnu sumri, átti lengi vel góða mögu leika á að vinna sér sæti í efstu deild en missti Stjörn una upp fyr ir sig í næst síð ustu um­ ferð. Gunn laug ur hef ur leik ið með KR síð ustu þrjú ár og lengst af ver ið fyr ir liði liðs ins en missti mik ið úr vegna meiðsla síð asta sum ar. Hann á sam tals 193 leiki að baki í efstu deild, þar af 148 með Skaga mönn um sem verða einmitt keppi naut ar Sel fyss­ inga í 1. deild inni næsta sum­ ar. Gunn laug ur lék um nokk­ urt skeið er lend is með lið um í Þýska landi, Nor egi, Sví þjóð og Skotlandi. Hann tek ur við þjálf­ un Sel foss liðs ins af Zor an Milj­ kovic sem stjórn aði Sel fyss ing­ um í hálft ann að ár og á þeim tíma vann lið ið sig milli deilda, úr annarri í fyrstu deild. þá Val dís Þóra Jóns dótt ir kylfing ur­ inn efni legi í Golf klúbbn um Leyni á Akra nesi setti glæsi leg an enda­ punkt við keppn is tíma bil ið með því að vinna sér inn þátt töku rétt á einu móti á Evr ópu móta röð kvenna á næsta ári. Það gerði hún með því að vera á besta skori stúlkna á Faldo Series Final mót inu í Bras il íu í síð­ ustu viku. Val dís Þóra, sem verð­ ur 19 ára í næsta mán uði, keppti í flokki 19­21 árs, þar sem bæði léku stúlk ur og dreng ir. Þessi ár ang­ ur Val dís ar kom í beinu fram haldi af sigri henn ar á síð asta mót inu í Kaup þings móta röð inni í haust. Val dís seg ist í heild vera á nægð með ár ang ur inn á þessu keppn is­ tíma bili, vor ið og haust ið hafi ver­ ið gott, en sum ar ið ekki nógu gott. Hún seg ist ekki enn hafa feng­ ið að vita hvaða mót í Evr ópu röð­ inni henni verði boð ið á næsta sum­ ar. Hvort þessi ár ang ur í Bras il íu sé það besta sem hún hafi sýnt á móti til þessa, seg ist hún ekki vera viss um því fyrsti hring ur inn hafi ekki ver ið sér stak ur. Hina tvo hring ina spil aði hún vel, sér stak lega þann síð asta sem hún lék á 73 högg um, eða einu höggi yfir pari. Samt var heppn in ekki að fylgja henni þar, því átta pútt fyr ir fugli stöðv uð ust á brún inni. „Ég lét það samt ekki á mig fá og var bara stað ráð in í að koma mér í „bör dí stöðu“ á þeirri næstu,“ seg ir Val dís en mik ill hiti var á mót inu í Bras il íu, allt upp í 38 gráð ur. „Starfs menn vall ar ins voru dug leg ir að bera vatn í okk ur, enda hefð um við hrein lega þorn að upp ef við hefð um ekki drukk ið nokkra lítra á hverj um hring.“ Val dís Þóra, sem verð ur stúd ent frá Fjöl brauta skóla Vest ur lands fyr­ ir jól in, seg ir að nú taki við frí frá golf inu eitt hvað fram í des em ber, sem nýtt verði með nám inu í lík­ ams rækt og fót bolta. Að spurð um æf inga að stöðu að vetr in um nefn­ ir hún í þrótta hús ið við Vest ur götu og Akra nes höll ina. Síð an geti orð ið um æf ing ar að ræða með lands lið­ inu í Reykja vík og Hafn ar firði. Að­ spurð hvort stefnt sé á æf inga ferð næsta vor seg ist hún ekki vita hvað sé framund an hjá lands lið inu. „Það væri gam an að fara í æf inga ferð en ég verð að skoða hvort að ein hverj­ ir pen ing ar séu til þess,“ seg ir Val­ dís Þóra Jóns dótt ir. þá Snæ fell fær erf ið an and stæð ing Lok ið er drætti í for keppni og 32 liða úr slit Bik ar keppni KKÍ, sem þetta árið er kennd við Subway, nýj an styrkt ar að­ ila körfuknatt leiks sam bands ins. Snæ fell fær mjög erf ið an and­ stæð ing í 32­liða úr slit un um sem fram fara 20. eða 21. nóv em ber næst kom andi. Snæ fell ing ar fá KR­inga, að vísu í Stykk is hólm, þannig að vissu lega má bú ast við hörku leik. Vænt an lega hefðu þó heima menn kos ið aðra mótherja svo snemma í keppn inni. Skalla gríms menn þurfa að sækja Laug dæli heim í 32­liða úr slit un um og gæti það reynst Borg nes ing um erfitt sér stak­ lega ef þeir verða ekki bún ir að styrkja lið sitt fyr ir þann tíma. Þá má geta þess að brott flutt ir Hólmar ar og fyrr um leik menn Snæ fells í Mostra fá heima leik gegn úr vals deild ar liði Stjörn­ unn ar í 32­liða úr slit un um. þá Vest ur lands lið in í körfu bolt an­ um hafa ekki rið ið feit um hesti úr tveim ur síð ustu viður eign um sín­ um í Iceland Ex press deild inni sem fram fóru í vik unni. Snæ fell kastaði frá sér unn um leik í Hólm in um á mánu dags kvöld þeg ar Ís lands meist­ ar ar Kefla vík ur komu í heim sókn. Snæ fell tap aði einnig í Vest ur bæn­ um á föstu dags kvöld. Þá náði lið ið reynd ar á gæt um leik en mátti þola 80:91 tap gegn feikna sterk um KR­ ing um. Á sama tíma tap aði Skalla­ grím ur stórt 59:126 fyr ir Grind vík­ ing um á heima velli og síð an aft ur í Garða bæn um á sunnu dags kvöld ið, 82:45 fyr ir Stjörn unni. Ís lands meist ar ar Kefla vík ur voru í sár um þeg ar þeir komu í Hólm­ inn eft ir ó vænt tap gegn ný lið um Breiða bliks í um ferð inni á und an. Körfu bolt inn sem boð ið var upp á var með slak ara móti og engu lík­ ara en ein beit ing leik manna væri í lág marki. Kefl vík ing ar voru með frum kvæð ið í leikn um vel framund­ ir leik hlé en þá kom mjög góð ur kafli hjá Snæ felli sem tryggði eins stigs for ystu í leik hléi 28:27. Snæ­ fell hélt á fram að spila vel í byrj­ un seinni hálf leiks og eft ir þriðja leik hluta virt ist sem sig ur inn væri inn an seil ing ar og nán ast forms at­ riði að klára leik inn, enda Hólmar­ ar komn ir með 12 stiga for skot. En Snæ fell ing ar höfðu ekki sop ið kál­ ið þó í aus una væri kom ið og í stað þess að spila af ör yggi það sem eft­ ir var, fór allt í handa skol um hjá þeim á lokakafl an um á með an Kefl­ vík ing ar léku list ir sín ar, spil uðu sig hvað eft ir ann að fría og skil uðu þrist un um nið ur í röð um. Loka töl­ ur urðu 62:67 fyr ir Kefla vík og er Snæ fell nú í 6.­10. sæti deild ar inn­ ar. Hjá Snæ felli var Atli Rafn Hreins son stiga hæst ur með 15 stig. Næst ur kom Hlyn ur Bær ings son með 13, Sig urð ur Þor valds son 11, Jón Ó laf ur Jóns son 11, Magni Haf­ steins son 9 og Gunn laug ur Smára­ son 3. Hjá Kefl vík ing um var Hörð­ ur Axel Vil hjálms son lang at kvæða­ mest ur með 29 stig og Sig urð ur G. Þor steins son kom næst ur með 14 stig. þá Jón Ingi Sig urðs son, sund kappi í UMSB. Jón Ingi marg bæt ir met í sundi Slakt gengi Vest ur lands lið anna Gunn laug ur Smára son byrj aði vel í leikn um í fyrra kvöld en náði ekki að halda út frek ar en fé lag ar hans í Snæ­ fellslið inu. Val dís Þóra í fal legu um hverfi golf vall ar ins í Bras il íu þar sem hún vann sér inn þátt töku á móti í Evr ópu móta röð inni á næsta ári. Val dís Þóra lék best stúlkna á móti í Bras il íu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.