Skessuhorn


Skessuhorn - 24.06.2009, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.06.2009, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ Gæt um aldrei átt svona mörg börn sjálf ar Spjall að við ham ingju sam ar Fanciskussyst ur í Hólm in um „Það er alltaf erfitt að breyta til en það hjálp ar okk ur mik­ ið þeg ar við för um, að vita að því að það koma aðr ar syst ur í okk ar stað og halda á fram því starfi sem við höf um sinnt. Þótt það verði kannski ekki al veg það sama erum við ham ingju­ sam ar með að kaþ ólska kirkj­ an verði á fram í Stykk is hólmi,“ sagði syst ir Czeslawa, sem er pri or inna regl unn ar í Hólm­ in um og ein systr anna fjög­ urra í St.Franciskusklaustrinu í Stykk is hólmi sem halda af landi brott um miðj an á gúst í sum­ ar. Þá verða þau þátta skil í sögu klaust urs ins í Hólm in um að St.Franciskusreglan, sem starf­ að hef ur þar frá því klaustr ið tók til starfa 1935, hætt ir þjón­ ustu og við taka Mar íu syst ur frá Argent ínu. Af þessu til efni leit blaða mað ur Skessu horns í heim­ sókn til klaust urs systra í Hólm­ in um og spjall aði við þær syst ir Czeslöwu, sem er pólsk og hef­ ur ann ast trú fræðslu kaþ ólskra barna á Snæ fells nesi síð ustu árin, og syst ir Lucile frá Kanada. Hin­ ar tvær, syst ir Ant on ía og syst­ ir Malgorzata, voru að vinna á sjúkra hús inu með an á við tal inu stóð. Syst ir Lucile, sem er elst þeirra fjög urra systra, sem eft ir eru í Hólm in um, kom árið 1975 til að vinna í prent smiðju kaþ ólsku kirkj­ unn ar sem var starf rækt í hús­ inu og hef ur hún ver ið hér síð an, eða í 34 ár. Hún hafði áður starf­ að í heima landi sínu Kanada, á Ítal íu og í Frakk landi. Í mars síð­ ast liðn um voru 50 ár lið in frá því syst ir Lucile tók klaust ur heit ið í St.Franciskusregluna. Það fylg­ ir systra heit inu að vera til bú in að starfa í hvaða landi sem er og sinna öll um þeim verk efn um sem þörf er á. Núna í sum ar snýr syst ir Lucile aft ur til síns heima lands. Eru að kveðja fólk og land Stykk is hólms bú ar og ná grann ar á Snæ fells nesi eru afar þakk lát ir starfi systr anna í St. Franciskusklaustr inu. Þeir segja að sjálf sagt væri margt þar öðru vísi ef St.Franciskusreglan hefði ekki kom ið til á sín um tíma. En það er ekki nóg með að regl an hafi lát ið reisa þar sjúkra hús held­ ur stofn aði hún og rak leik skóla í Hólm in um um ára bil. Ýms ir láta einmitt þakk læti sitt í ljósi þessi dægrin og vik urn ar og ó venju gest­ kvæmt er hjá systr un um í klaustr­ inu. Þeg ar blaða mað ur var ný byrj­ að ur að ræða við syst urn ar leit þar inn ung kona frá Reykja vík með unga barn í körfu. Hún hafði ver ið hjá systr un um á samt móð ur sinni á sín um tíma og vildi heilsa upp á þær áður en þær færu. „ Svona er þetta. Það er meira um það núna að fólk komi í heim­ sókn vegna þessa að við erum að fara. Okk ur finnst það ó skap lega nota legt að fá þess ar heim sókn­ ir. Við erum líka að nota tím ann til að skoða okk ur um og heim sækja fólk áður en við för um. Við fór­ um um dag inn vest ur á firði, með Baldri yfir á Brjáns læk og það an til Ísa fjarð ar. Við heim sótt um og gist­ um hjá prest in um okk ar hjá kaþ­ ólska söfn uð in um á Ísa firði, séra Piotr Gar don. Við erum svo að fara í næstu viku hring inn í kring um land ið, með við komu á Kolla leiru við Reyð ar fjörð þar sem Kapus­ ina munka klaust ur var stofn að fyr­ ir um tveim ur árum,“ seg ir syst ir Czeslawa. Vildi deyja á Ís landi Syst ir Lucile seg ir að þótt hún sé búin að vera hérna í 34 ár, þá hafi ver ið hér syst ur sem hafi dval ið enn leng ur. Lengst var syst ir Renée , belgísk nunna, sem kom hing að til lands 1952 og fór af landi brott á samt þrem ur öðr um öldruð um systr um í mars mán uði í fyrra. Syst­ ir Renée var því búin að vera hér á landi í 56 ár og orð in 83 ára þeg ar hún fór. Þótt hún færi aft ur til síns heima lands vildi hún vera á fram á Ís landi. „Syst ir Renée vildi fá að deyja hérna. En það er samt þannig að við vit um það þeg ar við gef um systra­ heit ið að við verð um að vera til bún­ ar að fara hvert sem er. Fólk ið mitt verð ur feg ið þeg ar ég kem aft ur heim til Kanada í sum ar. Það verð­ ur líka á gætt að koma heim þótt ég komi líka til með að sakna Stykk is­ hólms og Ís lands. Hérna hef ur okk­ ur lið ið á gæt lega, en svona er líf ið. Það voru ekki svo mik il við brigði fyr ir mig að koma hing að, þar sem að veð ur far ið er ekk ert ó svip að því sem það er í Kanada, kalt á vet urna en heit ara á sumr in,“ seg ir syst ir Lucile, sem sit ur og prjón ar í setu­ stofu systr anna. Ham ingju ríkt líf Með an syst ir Lucile fylg ir gest­ um til dyra ræð ir blaða mað ur við syst ir Czeslöwu um það hvað þetta sé nú sér stakt, að syst urn ar verji lífi sínu fyr ir þjón ust una við Guð og menn. „Já, það finnst mörg um það skrít­ ið og að við séum að færa mikl ar fórn ir. En raun veru lega er það ekki þannig, eða að minnsta kosti lít um við ekki svo á. Þótt ég myndi eiga mitt fjöl skyldu líf og einka líf, gift­ ast og eiga börn, þá væri hringn­ um lok að. Við verð um aft ur á móti hluti af enn þá stærri fjöl skyldu og þeirri ham ingju sem því fylg ir. Við lif um í stór um systra hópi og í gegn um starf ið eign umst við miklu fleiri börn en við gæt um nokkurn tíma eign ast sjálf ar. Svo er það sam­ fé lag ið við Guð og starf ið sem veit­ ir okk ur svo mikla lífs ham ingju.“ Syst ir Czeslawa seg ir að þeg ar stúlk ur gangi til liðs við klaust ur­ reglu þá fái þær á kveð inn tíma til að lög un ar, yf ir leitt þrjú ár, til að finna hvort þetta líf henti þeim. „Það er ekki þannig að þetta líf henti öll um. Þótt lang flest ar taki á móti systra heit inu, þá er alltaf eitt­ hvað um að ein hverj ar hætti við. Þetta er bara ó sköp svip að og í líf­ inu sjálfu, þar sem fólk er að ganga úr sam bönd um við sína maka. Það hef ur líka ver ið þannig að það hent­ ar ekki öll um að koma til Ís lands til dæm is vegna veð ur fars ins hér. En hér hef ur okk ur fækk að mest fyr ir það að aldr að ar syst ur hafa far ið og þörf in fyr ir starf ið ver ið meiri ann­ ars stað ar en hér.“ Risa vax ið verk efni Syst ir Lucile seg ir að hún hafi snemma feng ið það hlut verk að læra prent iðn í klaustr inu. „Mér leist ekk ert á þeg ar ég sá þessa stóru og miklu prent vél. Ég hélt ég gæti aldrei lært á hana, en síð an var ég send bæði til Ítal íu og Frakk lands til að prenta og svo loks til Stykk­ is hólms. Það var til að byrja með nóg að gera hjá okk ur í prent inu, að al lega við að prenta ým is legt fyr­ ir Kaþ ólsku kirkj una og svo líka smá prent fyr ir fólk og fyr ir tæki í Hólm in um. Við vor um til dæm­ is að prenta mik ið af barna bók um, sög um úr Nýja­ og Gamla testa­ ment inu, sem við vor um svo að selja hing að og þang að. Ég fór til dæm is einu sinni í sölu ferð á Suð­ aust ur land alla leið til Hafn ar í Horna firði. Það gekk vel að selja og marg ir áttu flest ar barna bæk urn ar. Við komum til dæm is til prests ins á Kirkju bæj ar klaustri. Hann sagð ist eiga all ar bæk urn ar, hvort við vær­ um þá ekki með eitt hvað sem væri ný bú ið að prenta?“ Svo fór að draga úr verk efn um hjá prent smiðj unni og árið 1991 var hún seld fólki í Stykk is hólmi. Prent smiðj an hélt á fram rekstri í nokk ur ár og hóf með al ann ars út­ gáfu á Stykk is hólms póst in um, sem enn er gef inn út þó hætt sé rekstri prent smiðj unn ar sjálfr ar. Syst­ ir Lucile hætti þar með í prent inu, en fór þess í stað að leysa af, tíma og tíma í mötu neyti spít al ans, þeg­ ar þurfti. Að lag ast sam fé lag inu á gæt lega Þær eru glað leg ar syst urn ar í Hólm in um, skemmti leg ar við ræðu og taka vel í það að segja blaða­ manni frá lífi sínu, inn an og utan klaust urs ins og sýna hon um kapell­ una, sem er á kaf lega snot ur að sjá. Syst urn ar fjór ar, þær síð ustu af St. Franciskus regl unni, sem eru að fara af landi brott í sum ar. Frá vinstri talið: Ant on ía, Czeslawa, Lucile og Malgorzata. Czeslawa og Lucile í kapp ellu klaust urs ins. Czeslawa og Lucile á samt Bryn hildi Magneu Sig urð ar dótt ur sem leit í heim sókn á samt barni sínu sem hún var með í körfu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.