Skessuhorn


Skessuhorn - 12.08.2009, Side 16

Skessuhorn - 12.08.2009, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST Særún Anna Trausta dótt ir er fjórt án ára stúlka sem bjó sjö fyrstu grunn skóla ár sín í Borg ar nesi. Á síð asta ári tók fjöl skylda henn ar sig upp og flutti sig um set, ekki eina bæj ar leið eða svo, held ur til stór­ borg ar í suð ur hluta Kína sem nefn­ ist Shenzhen. Særún Anna var í sum ar fríi hér á landi í sum ar og hitti þá blaða mann Skessu horns. Þessi hæg láta en geð þekka ung lings stúlka lýs ir í stuttri frá sögn ferð sinni til Kína og við brigð un um við að flytja í gjör ó lík an menn ing ar heim. For­ eldr ar Særún ar Önnu eru Trausti Magn ús son flug stjóri og Guð ný Anna Vil helms dótt ir við skipta fræð­ ing ur. Særún Anna á þriggja ára syst ur sem einnig fór með fjöl skyld­ unni til Kína en auk þess eiga þær þrjár eldri syst ur sem nú eru upp­ komn ar. Hin um meg in á hnett in um „Ég hafði reynd ar búið er lend is sem barn og þá í Ma dríd á Spáni. Þeg ar ég var sex ára flutt um við í Borg ar nes þeg ar mamma hóf nám á Bif röst. Árin í Borg ar nesi urðu sjö og þar á ég því eig in lega mín ar ræt ur og átti alla mína vini,“ seg ir Særún Anna í upp hafi sam tals okk­ ar. Hún seg ist alltaf hafa bú ist við að flytja frá Borg ar nesi aft ur en hélt alltaf að flutn ing ur inn yrði á höf uð­ borg ar svæð ið þeg ar ver unni í Borg­ ar nesi lyki. „Þeg ar ég heyrði fyrst hvert við mynd um flytja var ég já­ kvæð fyr ir því en svo satt að segja runnu á mig tvær grím ur þeg ar ég var búin að skoða landa kort ið. Þá sá ég að Shenzhen var akkúrat hin um meg in á hnett in um og Hanna Björg vin kona mín gæti til dæm is ekki svo auð veld lega skropp ið til mín í heim sókn og ég ekki til henn ar. Síð­ an vand ist mað ur til hugs un inni og nú er ég al veg sátt við þetta,“ seg ir Særún Anna sem seg ist halda góð­ um tengsl um við bestu vin kon ur sín ar í Borg ar nesi. Allt í eina ferða tösku Trausti fað ir Særún ar fór í febr­ ú ar á síð asta ári utan á und an þeim mæðg um en hann hafði þá feng ið vinnu hjá kín versk/ þýsku flug fé lagi sem heit ir Jade Cargo. Í apr íl pökk­ uðu þær mæðg ur allri bú slóð inni í bíl skúr inn við hús ið þeirra í Borg ar­ nesi með dyggri að stoð ná granna og vina. Áður fékk Særún Anna í hend­ ur eina ferða tösku og var henni sagt að í hana ætti allt að fara sem hún ætl aði að taka með sér til Kína, rest­ in færi í geymslu í bíl skúr inn. „Það var skrít ið að fá að eins að taka með sér eina ferða tösku af föt um og dóti og erfitt að skilja allt hitt eft ir. Samt hef ur það ver ið ó trú legt hvað mað ur sakn ar lít ils af því.“ Þann 19. apr íl í fyrra flugu þær Særún Anna, Guð­ ný Anna mamma henn ar og litla syst ir Brí et á leið is til Kína í gegn­ um London. Dag inn eft ir óku þær frá Hong Kong yfir á meg in land Kína með bú slóð ina sem þá var að­ eins ein ferða taska því hin ar höfðu týnst á leið inni. Pabbi Særúnn ar var í flugi þeg ar þær komu ytra og fyrstu vik una urðu þær mæðg ur því að feta sig ein ar á gjör sam lega fram­ andi slóð um. Sýn ing ar grip ur Í Shenzhen búa um 15 millj ón ir íbúa og er borg in norð an við Hong Kong. Þetta er ein vest ræn asta borg Kína en þrátt fyr ir ná lægð ina við Hong Kong en hún er mjög ólík að flestu leyti. Borg in var byggð fyr­ ir 30 árum sem eins kon ar mót vægi Kín verja gegn Hong Kong en hef­ ur alltaf ver ið und ir stjórn Kín verja ó líkt Hong Kong. En hver er helsti mun ur inn á Kín verj um og Ís lend ing um? „Ég get nefnt að það er mik ill mun ur á sið um fólks. Í Kína telst það ekki til ó sið ar að glápa á fólk, held ur ekki að benda á fólk og flissa að því. Það hrækja til dæm is all ir alls stað ar, bæði menn og kon ur. Fyr ir mig sem kom þetta beint frá Borg ar nesi þar sem all ir þekkja alla, ljós hærð og blá­ eyg, voru mik il við brigði að koma þarna út í stór borg ina. Fólk stopp­ aði, benti á mig, fliss aði, gekk upp að mér og vildi fá að taka mynd ir af mér og því, rétt eins og ég væri ein­ hver sýn ing ar grip ur. Þetta var mjög skrít ið, sér stak lega fyrst.“ Flók ið að kaupa í mat inn Særún Anna lýs ir fyrstu kynn­ um þeirra mæðgna af inn kaup um í stór mark að in um í ná grenni við í búð ina sem fjöl skyld an býr í. „Þeg­ ar við fór um fyrstu dag ana að kaupa í mat inn geng um við nokkra hringi um búð ina til að reyna að finna eitt­ hvað sem við könn uð ust við. Eig in­ lega seig hak an á mér. Þarna er fisk­ ur inn seld ur lif andi, kjúkling ur inn hang ir uppi með með haus og fiðri, þurrk að ir kjúklinga lapp ir eru snakk eins og harð fisk ur inn hjá okk ur og oft ar en ekki geng um við út fyrstu dag anna með núðlu súp ur í dós þar sem við viss um ekki hvað við ætt um að kaupa. Síð an heyrð um við sagt að suð ur Kín verj ar borði allt sem er á fjór um fót um nema stóla og borð! Fyr ir utan veit inga hús þarna sjá um við til dæm is hunda skrokka en þeir borða bæði hunda og rott ur.“ Særún Anna seg ir margt fleira hafa kom ið sér á ó vart við fyrstu kynni sín af Kín verj um. „Um ferð­ ar menn ing in þeirra er til dæm is al­ veg ó trú leg. Það get ur ver ið bein­ lín is hættu legt að ferð ast því all­ ir ryðj ast ein hvern veg inn á fram og virða eng ar um ferð ar regl ur. Þeir stoppa oft ekki á rauðu ljósi, nota ekki ör ygg is belti, hjóla á gang stétt­ um, eng ir eru með hjálma og manni virð ist bara sem eng ar um ferð ar­ regl ur séu til. Sex hund ruð síðna skóla bæk ur Náms lega voru mik il við brigði fyr ir Særúnu Önnu að byrja í skóla í Kína. „Allt nám ið fer fram á ensku og í byrj un hafði ég ein ung is skóla­ ensk una mína úr Borg ar nesi til að byggja á. Þá var náms efn ið kom­ ið langt fram úr því sem það var í Borg ar nesi.“ Þær syst ur byrj uðu báð ar í fyrra vor í banda rísk um skóla sem fylg ir þeim stöðl um sem þar tíðkast. Særún Anna út skrif að ist úr Middle School, sem er mið skóla stig grunn skól ans, núna í júní en næsta vet ur byrj ar hún í High School. Reynd ar gekk henni vel fyrsta árið og fékk við ur kenn ingu skól ans fyr ir fram úr skar andi ár ang ur í tján ingu í rit aðri ensku síð ast lið ið vor þrátt fyr ir að hafa ein ung is ver ið í skól­ an an um rúm an einn vet ur. Að spurð seg ist hún stunda í þrótt ir í skól an­ um líkt og í Borg ar nesi þar sem hún var bæði í frjáls um og fót bolta. „Í Skól an um er mað ur í hverri í þrótta grein í tvo mán uði og skipt ir svo yfir í aðra. Þar þarf ein stak ling­ ur inn að sanna getu sína til að fá að vera með í lið inu ó líkt því sem er hér heima þar sem all ir geta feng ið að vera með. Þetta eru svona am er­ ísk á hrif. Mér gekk vel í í þrótt un um og hef komist í keppn islið in og hef því far ið í keppn is ferð ir með skól­ an um um suð ur Kína.“ Hún seg ir að þrátt fyr ir að fyrsta árið hafi ver ið ver ið erfitt tíma bil þá sé hún þakk látt fyr ir að hafa byrj að í skól an um fyr ir sum ar frí ið í fyrra­ vor. „Það hjálp aði mjög mik ið þeg­ ar skól inn hófst aft ur síð asta haust en þá var ensku kunn átt an mín orð­ in mun betri en fyrst. Fyrsta dag inn sem ég kom heim úr skól an um var ég gjör sam lega búin og hafði með­ ferð is tvær 600 síðna bæk ur und­ ir hend inni, önn ur kennslu bók í ensku en hin í stærð fræði. Skól­ inn er alla virka daga frá klukk an 8:30 til 16 og þá taka við tóm stund­ ir eða í þrótt ir til klukk an sex. Eft­ ir það tek ur við heima lær dóm ur og hann er tals vert mik ill alla daga. Þó að þetta sé rosa lega stíf keyrsla þá er þetta samt svaka lega skemmti legt,“ seg ir Særún Anna. Verð ur víð sýnni Særún Anna seg ir að eitt af því sem hún sakni heim an frá Ís landi sé veðr ið, eink um að geta ekki leik ið sér í snjón un. „Veðr ið í Shenzhen er mjög frá brugð ið því sem við eig­ um að venj ast. Haust ið og vor ið eru besti tím inn. Þá er yf ir leitt í kring­ um 25 stiga hiti og rak inn er ekki svo mik ill. Hins veg ar er sum ar ið versti tím inn en þá eru mikl ar rign­ ing ar, hit inn fer langt yfir 30 stig og rak inn er svaka lega mik ill. Des em­ ber og jan ú ar geta ver ið kald ir þrátt fyr ir að hit inn sé í kring um 15 gráð­ ur því rak inn er svo mik ill að það virk ar mjög kalt. Þá get ur ís lenska lopa peys an kom ið að góð um not­ um.“ Að lok um kveðst Særún Anna vera mjög sátt við að búa í Asíu og geti vel hugs að sér að vera þar á fram enda er fjöl skyld an ekki á heim­ leið. „Ég hef eign ast fullt af nýj um vin kon um og af því að við erum í svona al þjóð leg um skóla þá eru þær frá ýms um þjóð lönd um; til dæm is Bras il íu, Kóreu, Spáni, Banda ríkj­ un um, Þýska landi og Sví þjóð. Það eru krakk ar í skól an um frá sam­ tals 52 þjóð lönd um. Mað ur verð­ ur því á gæt lega víð sýnn á að kynn­ ast mörg um frá ó lík um lönd um og menn ingu,“ seg ir Særún Anna að lok um. mm Flutti úr Borg ar nesi í fimmt án millj óna stór borg í Kína „Kín verj ar borða allt með fjóra fæt ur nema stóla og borð“ Særún í fót boltalið inu. Særún Anna Trausta dótt ir. Særún Anna í hópi vin kvenna sinna sem ko ma frá jafn mörg um þjóð lönd um. Hér er Særún í körfu boltalið inu sem hún komst strax í.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.