Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2012, Side 22

Skessuhorn - 31.10.2012, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Kór Akra nes kirkju fagn ar 70 ára af­ mæli á þessu ári. Verð ur það gert með veg leg um tón leik um í Bíó­ höll inni 29. des em ber, en kór­ inn var stofn að ur á ann an í jól um 1942. Það var einmitt í sam bandi við þetta stóraf mæli kórs ins sem það upp götv að ist að í kórn um í dag eru fjór ar kon ur sem hafa sung ið með hon um í yfir 40 ár, en þess má geta að hann hét Kirkjukór Akra­ ness fram til árs ins 2007 að nafni kórs ins var breytt á að al fundi í Kór Akra nes kirkju. Þess ar fjór ar kon­ ur eru Björg Her manns dótt ir, Elsa Ingv ars dótt ir, Magnea G. Sig urð­ ar dótt ir og Sig ur laug Guð munds­ dótt ir. All ar byrj uðu þær í kórn­ um á sjö unda ára tug síð ustu ald ar og hafa sung ið með hon um nán­ ast sleitu laust síð an. Elsa er sú eina í hópn um sem fædd ist og ólst upp á Akra nesi. Björg kom frá Reykja­ vík, Magnea frá Hell issandi og Sig­ ur laug ofan úr Borg ar firði. Koma end ur nærð ar af æf ing um Þær stöll ur segj ast hafa upp lif að mjög gef andi og skemmti lega tíma í kirkjukórn um. Blaða mað ur Skessu­ horns hitti þær heima hjá Björgu að Jað ars braut 31 á dög un um þeg­ ar út hafs ald an gældi við Langa sand þar fyr ir neð an í haust still unni. Þær segja að eft ir á að hyggja hafi þær varla get að val ið sér skemmti legra tóm stundagam an og fé lags skap. Þeg ar þær byrj uðu í kórn um á sín­ um tíma voru þær yngst ar en núna eru þær orðn ar elst ar. „Núna yng­ ist mað ur bara á því að syngja með yngra fólki,“ seg ir Björg. „Það er þannig hjá mér að ég á mína fjöl­ skyldu, en svo á ég aðra fjöl skyldu til hlið ar og það er kór inn,“ seg ir Elsa sem byrj aði að syngja í kórn um að eins 16 ára göm ul. Þá var Hauk­ ur Guð laugs son ný lega tek inn við stjórn Kirkjukórs Akra ness og hann sótti 5­6 stelp ur í gagn fræða skól ann til að syngja með kórn um. „Það er sama hvað mað ur er þreytt ur og illa upp lagð ur þeg ar far ið er á æf ingu, alltaf erum við end ur nærð að æf­ ing um lokn um. Þetta er svo fal leg og þægi leg tón list sem við syngj um að hún gef ur öll um mik ið, ekki síst okk ur í kórn um,“ seg ir Sig ur laug og hin ar taka und ir það. Hauk ur dríf andi og skemmti leg ur Stöll urn ar fjór ar byrj uðu einmitt í kórn um á þeim tíma sem hinn frá­ bæri stjórn andi og tón list ar mað ur Hauk ur Guð laugs son, síð ar söng­ mála stjóri þjóð kirkj unn ar, tók við Kirkjukór Akra ness. Hauk ur var org anisti við Akra nes kirkju og stjórn andi kirkjukórs ins frá 1960­ ´82, en einnig leysti hann af um skamm an tíma eft ir það. Kór inn naut líka að hafa frá bær an und ir­ leik ara, Fríðu Lár us dótt ur, sem að­ stoð aði kór inn í 22 ár með ör ugg­ um og sér lega mús ík ölsk um pí­ anó leik. Þær segja að það hafi ver­ ið gríð ar lega skemmti legt og gef­ andi að starfa með jafn dríf andi og metn að ar full um stjórn anda og H auki. „Hann var ynd is leg per sóna og þeir sem kynn ast H auki gleyma hon um ekki. Hann lifði sig svo inn í það sem hann var að gera og þeg­ ar hann stjórn aði þá gerði hann það með öll um lík am an um. Það var nóg að sjá hluta af höfð inu eða hand­ leggn um,“ seg ir Magnea og hlær. Verk in létu ekki á sér standa. Árið 1982 komu tvær stór ar hljóm plöt ur í albúmi frá kórn um, und ir nafn­ inu „ Heyriðu ei.“ Kvenn aradd­ ir úr kórn um sungu í ný stofn uðu sjón varpi RUV 1967, verk ið Stabat Ma t er eft ir Pergo lesi. Á þess um árum söng kór inn einnig tví veg is við jóla mess ur í sjón varps sal. Ísra els ferð in Kirkjukór Akra ness hef ur á löng­ um ferli far ið í fjölda söng ferða bæði inn an lands og út fyr ir land­ stein ana. Fyrstu tvær ferð irn ar eru þeim stöll um sér lega eft ir minni­ leg ar. Í fyrstu ferð ina var far ið til Ísr a el og Róm ar árið 1977 og síð­ an til Aust ur­ og Vest ur­Þýska lands 1980. Í fyrri ferð ina fóru reynd ar bara tvær af þeim fjór um, Björg og Magnea. Hin ar tvær voru for fall að­ ar yfir búi og börn um, með al ann­ ars var eitt barna Sig ur laug ar skírt í síð ustu mess unni í Akra nes kirkju áður en kór inn hélt í þessa miklu ferð til Ísr a el. Hróð ur kórs ins hafði borist víða og það var sem sagt á ár inu 1977 sem boð barst frá ferða mála ráðu­ neyti Ísra els til kórs ins um að syngja á Bet lehems völl um þetta ár. Því boði var tek ið fagn andi og kór­ fé lag ar tóku nú að afla fjár til ferð­ ar inn ar með ýms um hætti, fönd­ ur kvöld um og alls kon ar bös ur um. Meira að segja sinntu kór fé lag ar um tíma næt ur vökt um í Járn blendi­ verk smiðj unni á Grund ar tanga sem þá var í bygg ingu, og létu kon urn ar þar ekki sitt eft ir liggja. Guðni Þórð ar son frá Hvíta nesi, sem rak ferða skrif stof una Sunnu, skipu lagði ferð ina og það var 150 manna vél sem flaug til Ísr a el. Auk fé laga í kirkjukórn um og maka þeirra komu fleiri á huga sam ir með í þessa ferð og vél in var fyllt. Þær Björg og Magnea segja þessa ferð al veg ó gleym an lega. Var sung ið á torgi fæð ing ar kirkju Krists í Bet­ lehem á jóla nótt og þeim tón leik um sjón varp að víða um heim. Einnig söng kór inn í þjóð leik hús inu í Jer­ úsal em á jóla dag og á ann an í jól um í Nasar et. Á heim leið inni var kom­ ið við í Róma borg og sung ið á ný­ árs dag við messu hjá Páli VI páfa í Santa Maria Maggi ore kirkj unni. Að kvöldi ný árs dags hélt kór inn tón leika í Santa Francesca Rom ana kirkj unni í Róm. Mikl ar and stæð ur í Þýska lands för Kirkjukór Akra ness fór síð an í sína aðra söng ferð er lend is til Þýska­ lands vor ið 1980. Til drög þeirr­ ar ferð ar voru m.a. þau að Hauk­ ur Guð laugs son stjórn andi kórs­ ins hafði numið í Leipzig, í aust­ ur hluta lands ins. Þýska lands ferð­ in var í meira lagi sögu leg. Eink­ um fyr ir þær sak ir að þá var járn­ tjald ið enn uppi, Berlín ar múr inn, og landamæra varsla mjög ströng. Kór inn flaug til Frank furt og það an var ferð inni heit ið yfir landa mær in til Aust ur­Þýska lands. Kór inn lenti einmitt í miklu haf a ríi þarna við landa mær in. Verð irn ir komu vopn­ að ir inn í rút una og töldu fólk ið. Þeg ar tal an stemmdi ekki við það sem búið var að gefa upp á papp ír­ um, voru all ir rekn ir út. Það vant­ aði eina mann eskju sem upp var gef in á skjöl un um sem landamæra­ verð irn ir höfðu, en hún hafði for­ fall ast og ekki tek ist að koma þeim skila boð um til réttra að ila. Þetta leiddi til þess að verð irn ir leit uðu hátt og lágt í rút unni. Þær segja að þessi upp á koma hafi þýtt tals verða bið á landa mær un­ um og að stæð ur þar hafi ver ið öm­ ur leg ar. Barns grát ur og örvinglað fólk, var með al þess sem fyr ir augu og eyru bar. Þær segj ast hafa séð í ferð inni mjög mis jafn ar að stæð­ ur fólks, eink um í aust ur hlut an­ um. Mikl ar and stæð ur hefðu ver ið sitt hvor um meg in Berlína m úrs ins. Aust ur­Þýska land hafi ver ið dimmt og drunga legt, en allt mun bjart­ ara og nú tíma legra í Vest ur­Þýska­ landi. Í þýska al þýðu lýð veld inu, Aust ur­Þýska landi, var m.a. sung­ ið í Thom asar kirkj unni í Leipzig og í Vest ur­Þýska landi voru haldn ir tón leik ar í Niko lai k irkj unni í Ham­ borg og dóm kirkj unni í Lubeck. Fang arn ir grétu Á þeim tíma sem Hauk ur stjórn aði kórn um var far ið í marg ar söng­ ferð ir inn an lands. Ein þeirra ferða er ó gleym an leg. Hauk ur var frá Eyr ar bakka og þeg ar far ið var í söng ferða lag á það svæði var kom­ ið við á Litla­ Hrauni og sung ið fyr­ ir fang ana. „Þeir voru svo glað­ ir og þakk lát ir að við gleym um því aldrei. Þeg ar við sung um ferm ing­ arsálm inn, Leið oss ljúfi fað ir, grétu þess ir blessuðu ó gæfu sömu menn,“ seg ir Magnea. Þeg ar Hauk ur lét af störf um við Akra nes kirkju 1982, tók ann ar á huga sam ur stjórn andi við stjórn Kirkjukórs Akra ness. Það var Jón Ó laf ur Sig urðs son sem stjórn aði kórn um til árs ins 1992, utan þess að Ein ar Örn Ein ars son stjórn aði kórn um í eitt ár á þess um tíma í náms leyfi Jóns. Í tíð Jóns Ó lafs tókst kór inn á við metn að ar full verk­ efni, m.a. Vín ar tón leika á samt Sin­ fón íu hljóm sveit Ís lands fyr ir fullu húsi bæði í í þrótta hús inu á Akra­ nesi og í Há skóla bíói í Reykja vík. Kór inn fór á þess um tíma í söng­ ferð til London þar sem sung ið var við hús fylli í sænsku kirkj unni og í kaffi boði Ís lend inga fé lags ins. Kirkjukór Akra ness sótti bæði í tíð Hauks og Jóns Ó lafs org anista­ og kór a nám skeið í Skál holti. Þar flutti kór inn Ther esíu mess una eft­ ir Haydn og einnig í Akra nes kirkju og kór inn hef ur um tíð ina tek ið fleiri söngverk til flutn ings, bæði stærri og minni verk. Þrjár ut an lands ferð ir með Katal in Hauk ur kom aft ur til starfa í eitt ár eft ir að Jón Ó laf ur hvarf á braut, það var starfs ár ið 1992­1993. Á því ári var lok ið við út gáfu geisla disks­ ins, Vina minni. Katal in Lör incz var org anisti og söng stjóri kórs ins 1993­2001. Und ir henn ar stjórn var ekki sleg ið slöku við ut an lands­ ferð ir og fór Kirkjukór Akra ness á þeim tíma í þrjár ferð ir út fyr­ ir land stein ana. Í þeim var sung ið í Vín ar borg, Búda pest, Flór ens og Kaup manna höfn. Katal in var í hópi tón list ar fólks sem kom til starfa frá Ung verja landi til Ís lands. Hann es Bald urs son gegndi starfi org anista árin 2001­2002. Á þeim tíma var m.a. sung in Djass­ messa eft ir Duke Ell ington., sem kór fé lög um þótti mjög skemmti legt verk efni. Hug mynda rík ur stjórn andi Í á gúst 2002 kom svo nýr org­ anisti og tók við stjórn kirkjukórs­ ins, Sveinn Arn ar Sæ munds son. Sveinn Arn ar kom strax af mikl­ um krafti og á huga til starfa, hug­ mynda rík ur og náði að hrífa fólk með sér. Sveinn Arn ar hef ur á sín­ um starfs tíma með kórn um stað ið fyr ir metn að ar fullri tón list ar dag­ skrá, svo sem flutn ingi á Jóla órat­ ar íu og út gáfu geisla disks ins, „Á hverj um degi“. Ferð ir út fyr ir land steina í tíð Sveins Arn ars hafa ver ið til Fær­ eyja, Kanarí eyja og síð ast til Finn­ lands og Eist lands sl. vor. Í söng­ ferð um kórs ins til út landa hef­ ur hann stund um sung ið lög á máli þar lendra, þar á með al í Eist­ landi síð asta sum ar, sem þótti ein­ stak lega vel heppn að. Þær stöll­ ur voru sam mála um að kór starf­ ið inn an kirkj unn ar hafi öðl ast aukna fjöl breytni í tíð Sveins Arn­ ars og hafi það sett svip á bæj ar­ líf ið. Skemmti leg ar söng ferð ir hafi ver ið farn ar inn anlands á síð ustu tíu árum, m.a. tvær ferð ir norð ur í land. Þar af önn ur í til efni 30 ára af mæl is stjórn and ans. Margt eft ir­ minni legt hafi gerst í þess um ferð­ Sung ið í kirkjukór á Akra nesi í yfir fjöru tíu ár Þær hafa sung ið með kirkjukórn um í yfir 40 ár: Magna G. Sig urð ar dótt ir, Elsa Ingv ars dótt ir, Björg Her manns dótt ir og Sig ur­ laug Guð munds dótt ir. Nokkr ar kirkjukórs kon ur á org anista nám skeiði í Skál holti og einn ,sold án“ hafði bæst í hóp inn, Hörð ur Páls son.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.