Skessuhorn


Skessuhorn - 31.10.2012, Page 32

Skessuhorn - 31.10.2012, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 2012 Sonja Lind Eygló ar dótt ir er fædd og upp al in í Borg ar nesi. Hún flutti ung í burtu til náms og eitt hvað dróst úr heim kom unni en núna hef ur hún kom ið aft ur til Borg­ ar ness og starfar sem hót el stjóri á Hót el Borg ar nesi sem Pét ur Geirs­ son hef ur átt í rúm lega 20 ár. Hún er ein sjö systk ina og á von á sínu fyrsta barni með eig in manni sín­ um. „Ég á bara einn hund fyr ir,“ seg ir Sonja og hlær. „Pét ur vissi að ég væri ó létt þeg ar hann réði mig en hann sagði að það hefði aldrei stopp að kon ur í minni fjöl skyldu áður.“ Kom in aft ur heim Sonja er lærð ur graf ísk ur miðl­ ari en hef ur þó aldrei starf að sem slík ur eft ir að hafa orð ið föst í veit­ inga brans an um. „Ég lærði graf íska miðl un í Iðn skól an um en hef alltaf ver ið við loð andi hót el­ og veit inga­ brans ann. Ég byrj aði sem upp vask­ ari hérna á hót el inu þeg ar ég var 13 ára og það voru mín fyrstu skref í brans an um. Barna barn ið hans Pét­ urs sagði mér að koma mér burt úr þess um bransa áður en ég fest ist í hon um en ég hló bara að hon um og sagði glæt an að ég fest ist í þessu. Það reynd ist þó rétt, því mað ur fest ist í þess um störf um og finnst þau skemmti leg. Ég er því kom­ in aft ur á fyrsta vinnu stað inn. Ég er mjög á nægð með að vera kom­ in aft ur heim, eins og Óð inn Valdi­ mars son söng, og í augna blik inu vil ég hvergi ann ars stað ar vera. Það er mjög gott að hafa far ið í burtu því þá þyk ir manni vænna um stað­ inn eft ir fjar ver una,“ seg ir Sonja. „Ég gæti ekki hugs að mér akkúrat núna að búa í Reykja vík og þó mér finn ist gam an að fara þang að öðru hvoru væri ég ekki til í að búa þar. Mað ur ljóstil líf ar ekki í Reykja vík. Það er líka mun ur að koma heim þar sem ég á von á barni og gott að kom ast nær fjöl skyld unni.“ Sonja hef ur mikla reynslu af veit­ inga­ og hót el störf um. „Tveim­ ur dög um eft ir út skrift frá Iðn skól­ an um var ég kom in aft ur á veit­ inga stað. Ég hef unn ið á mörg um stöð um eins og Ráð hús inu í Osló, Þrem ur frökk um, Tjörn inni, Þjóð­ leik hús kjall ar an um, Hót el KEA, Hót el Búð um og Hót el Glym í Hval firði þar sem ég var að stoð ar­ hót el stjóri. Ég rak veit inga stað inn Hala stjörn una í Öxna dal um tíma og ég vann á Klængs hól í Skíða­ dal þar sem ég var í þyrlu skíða ferð­ um. Ég hef líka sinnt mjög mörg­ um störf um inn an geirans eins og að kokka og þjóna og ég hef í raun ver ið í öllu. Á samt því hef ég af og til séð um mat í aug lýs inga­ og kvik mynda gerð,“ seg ir Sonja. Í lok vik unn ar kem ur út hjá bóka­ út gáf unni Upp heim um á Akra­ nesi skáldsag an Ari asm an ­ frá­ saga af hvala föng ur um eft ir Finn­ ann Tapio Koivuk ari. Það er Sig­ urð ur Karls son sem þýddi. Ari­ asm an er sögu leg skáld saga um Spán verja víg in haust ið 1615 þeg­ ar 31 basknesk ur skip brots mað ur var veg inn af vest firsk um bænd­ um und ir for ystu Ara Magn ús­ son ar, sýslu manns í Ögri. Í bók inni er saga víg anna og að drag anda þeirra rak in frá sjón ar horni bæði Ís lend inga og Baska. Mart in de Villa franca er ung ur og metn að ar full ur mað ur í sinni fyrstu för sem hval veiði­ kapteinn ör laga sum ar ið 1615. Hann á vinn ur sér brátt traust og virð ingu á hafn ar inn ar en sam­ skipt in við heima menn ganga brös ug leg ar. Með í för er að stoð­ ar beykirinn Gar tzia de Aran buru sem verð ur ást fang inn af ungri bónda stúlku frá Kald baks horni, Kristrúnu. Skömmu fyr ir brott­ för hval veiði manna úr Reykj ar­ firði um haust ið skell ur á mik­ ið ó veð ur og þá hefst at burða­ rás sem end ar með þeim ó sköp­ um sem enn eru tal in eitt mesta ó hæfu verk Ís lands sög unn ar. Upp heim ar hef ur áður gef ið út verk eft ir Koivuk ari en það var bók in Yfir haf ið og í stein inn sem kom út árið 2009, einnig í þýð­ ingu Sig urð ar Karls son ar. Kápa bók ar inn ar Ari asm an. Sögu leg skáld saga um Spán verja víg in að koma út Fest ist í hót el- og veit inga brans an um Rætt við Sonju Lind hót el stjóra á Hót el Borg ar nesi Vill fá ráð stefn ur, fundi og árs há tíð ir á hót el ið Sonja vill auka það að fólk og fyr ir­ tæki nýti sér hót el ið og sal inn fyr­ ir hópa ferð ir á vet urna. „Ég stefni á að fá meira af fund um, ráð stefn­ um og árs há tíð um yfir vetr ar tím­ ann. Það hef ur ekki ver ið lögð mik­ il á hersla á það und an far in ár. Við erum með mjög góða að stöðu fyr ir fundi og árs há tíð ir og get um tek ið rúm lega 200 manns í mat, og 100 manns í fund ar upp röð un í saln um og mun fleiri í stand andi veisl ur. Það hafa til dæm is ver ið 500 manna af mæl is veisl ur. Við erum líka með pláss fyr ir rúm lega 150 manns í gist ingu á hót el inu. Þetta er líka mjög á kjós an leg ur stað ur fyr ir utan höf uð borg ina, í þægi legri fjar lægð fyr ir fólk að halda fundi og fá að vera í friði. Við höf um í raun alla burði til að ná ráð stefn um til okk ar. Um síð ustu helgi vor um við með 170 manna árs há tíð og við þurft­ um að taka gist ingu á leigu hérna í kring um hót el ið því við erum búin að sprengja utan af okk ur,“ seg ir Sonja. Sonja hef ur unn ið að því að finna eitt hvað fyr ir gesti hót els ins að gera á með an á dvöl þeirra stend ur. „Þeg ar við erum með fundi og ráð­ stefn ur hef ég reynt að finna upp á ein hverju að gera fyr ir gest ina og ég hef bent þeim á Land náms setr­ ið, Laxa safn ið hans Kela í Koti og svo nátt úru lega Land bún að ar safn­ ið á Hvann eyri. Ég hef líka reynt að koma af stað göngu ferð um um Borg ar nes því ég held að það sé hægt að segja frá mörgu skemmti­ legu hérna í Borg ar nesi og þá ekki bara Eg ils sög unni, held ur líka sög­ ur af fólki sem hef ur búið og ver­ ið hérna og hvern ig líf ið hef ur ver­ ið hérna áður. Þess ar ferð ir er eitt­ hvað sem á eft ir að þróa meira og er von andi að hóp ar nýti sér í fram­ tíð inni. Við höf um einnig hug á því að vera með tón leika á Hót el inu og núna fyr ir jól in ætl um við að vera með jóla hlað borð tvær helg ar og tón list á barn um á eft ir. Það hef ur ekki ver ið í mörg ár.“ Árs tíða skipt ferða mennska Sonja hóf störf á hót el inu 1. júlí í sum ar og kom því inn í starf ið á há anna tíma. „Á sumr in er mik­ ið af er lend um ferða mönn um sem koma hing að á hót el ið. Það er mik­ il árs tíða skipt ing á gest um hót els­ ins. Við fáum mest er lenda ferða­ menn á sumr in og Ís lend inga á vet­ urna,“ seg ir Sonja. „Síð asta sum­ ar gekk mjög vel og það er kom­ in á gæt is bók un fyr ir næsta sum ar. Lang flest ir ferða menn sem koma hing að á sumr in eru í skipu lögð­ um ferð um. Þeir eru yf ir leitt ekki að koma hing að til að skoða Borg­ ar nes sér stak lega held ur eru þeir á leið á hring ferð í kring um land­ ið. Þeir gista og borða á hót el inu og labba um Borg ar nes og skoða kannski land náms setr ið, kíkja í sund eða þess háttar.Við erum ekki að fá sér stak lega mik ið af ferða mönn um á bíla leigu bíl um á eig in veg um, þó nokk uð samt. Marg ir koma hing­ að í rút um í hóp ferð um eða í skipu­ lagðri pakka ferð. Það væri gam an að fjölga þeim ferða mönn um sem koma á bíla leigu bíl um og vilja ef til vill skoða sig um í Borg ar nesi. Ef gest ir vilja ganga um Borg ar­ nes og skoða sig um bendi ég þeim á Land náms setr ið, Skalla gríms garð eða á Bjössar óló. Fólki finnst mjög gam an að skoða Bjössar óló og segja stað setn ingu hans skemmti lega.“ Hót el ið er mjög rót gró ið og hef­ ur ver ið lengi starf rækt og á því vinna um 20 starfs menn á sumr­ in og 4­5 eru fast ráðn ir á vet urna. „Pét ur er eins og ég sagði bú inn að eiga hót el ið í rúm lega 20 ár og það er ekki hluti af neinni hót el keðju. Það hef ur ver ið hót el rekst ur hér á lóð inni frá 1891 og ég veit að elsta hót el ið sem var hérna brann 1949. Hót el Borg ar nes var byggt í þrem­ ur hlut um og er elsti hlut inn orð inn svo lít ið gam all, en það er alltaf ver ið að gera mik ið upp og það lít ur mjög vel út allt sam an. Ekki skemm ir svo út sýn ið úr flest um her bergj um fyr ir, hér er ein fald lega fal legt um að lit­ ast,“ seg ir Sonja að lok um sko Hót el rekst ur hef ur ver ið á lóð Hót el Borg ar ness í yfir 120 ár. Sonja Lind Eygló ar dótt ir er hót el stjóri Hót el Borg ar nes.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.