Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Page 11

Skessuhorn - 28.08.2013, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Þrátt fyrir að mörgum finnist langt á milli Húnavatns- og Borgarfjarð- arsýslna, liggja mörk þeirra saman um töluvert langa vegalengd, eink- um um fjalllendi á Holtavörðu- og Arnarvatnsheiði. Sveitarstjór- nir Borgarbyggðar og Húnaþings vestra komu í liðinni viku saman til fundar og var fundarstaður gangna- mannaskálinn í Álftárkróki á Arn- arvatnsheiði. Einnig sat fundinn Snorri Jóhannesson veiðivörður. Að sögn Ragnars Frank Kristjáns- sonar forseti sveitarstjórnar Borg- arbyggðar voru á fundinum rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál sem snúa að Arnarvatnsheiði. „Við ræddum samgöngur, skipu- lagsmál, veiði og ferðaþjónustu, landbúnaðarmál, svo sem viðhald afréttargirðinga og þjóðlendumál. Nú styttist í að Þjóðlendunefnd skili inn tillögum um eignarnám afréttarlanda og þjóðlenda í okkar landshluta. Þá var rætt hvernig nýta megi Arnarvatnsheiði betur og því bar vega- og samgöngumál fljótt á góma. Fulltrúar beggja sveitar- stjórna voru sammála um að brú á Norðlingafljót myndi auka mjög umferð um svæðið og aðgengileika að því,“ segir Ragnar. Hann sagði fundinn hafa verið afar gagnleg- an og hafi fulltrúar beggja sveitar- stjórna verið einhuga um að skipa samtals sex manna hóp sem hittist hér eftir á tveggja ára fresti og fari yfir þessi sameiginlegu hagsmuna- mál héraðanna. Húnaþing vestra er t.d. að hefja vinnu við aðalskipu- lagsgerð og eðli málsins samkvæmt liggja miklir hagsmunir í að Arnar- vatnsheiðin nýtist þeim betur ekki síður en Borgfirðingum,“ sagði Ragnar. mm Mikill stuðningur við óskerta flug- starfsemi í Vatnsmýri í Reykjavík endurspeglaðist í að yfir 50 þús- und undirskriftir höfðu safnast málefninu til stuðnings fyrr í vik- unni, rúmri viku eftir að átakið fór af stað. Félagið Hjartað í Vatns- mýri stendur fyrir söfnun und- irskriftanna á vefnum lending.is „Engin undirskriftasöfnun hefur náð jafn miklu flugi á svo skömm- um tíma. Nákvæmlega vika er liðin frá því að söfnunin hófst og verð- ur henni haldið áfram næstu fjórar vikur bæði á vefnum og með und- irskriftalistum,“ segir í tilkynn- ingu frá félaginu. Stjórn félagsins vill árétta að krafa þeirra sem þeg- ar hafa skrifað er afar skýr, þ.e.a.s. að „flugstarfsemi verði óskert í Vatnsmýri til framtíðar.“ „Áratug- ir óvissu um framtíð vallarins hafa valdið starfsemi á flugvellinum miklum vanda og staðið í vegi fyr- ir eðlilegum fjárfestingum og upp- byggingu atvinnustarfsemi. Þeirri óvissu má nú eyða með því að festa staðsetningu vallarins í sessi, lands- mönnum til farsældar. Frestun á þeirri ákvörðun verður öllum til tjóns.“ mm/ Ljósm. RUV. Knattspyrnudeild Skallagríms og Skessuhorn halda Skessuhornsmótið laugardaginn 7. september á Skallagrímsvelli í Borgarnesi. (Mótinu var frestað í sumar vegna vallarframkvæmda) Fyrirkomulag keppninnar verður þannig að sjö manna lið keppa í eigin nafni eða fyrirtækja sem þau geta fengið til stuðnings, gjarnan fyrirtækjahópar. Spilaðar verða 2x10 mínútna leikir. Aldurstakmark verður 16 ár og geta lið verið skipuð leikmönnum af báðum kynjum. Þátttaka ræður hvenær mótið hefst. Í boði verða vegleg verðlaun, veitingar, ferð í sund og heitu pottana og heiðurinn Vesturlandsmeistari 2013. Sjúkrabifreið verður á staðnum! Skráning á mótið og nánari upplýsingar er hjá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms, á netfangið knattspyrna@skallagrimur.is Skila þarf inn skráningum í síðasta lagi 5. september. Þátttökugjald á lið er 15.000.- krónur. Skessuhornsmótið í knattspyrnu Hverjir verða Vesturlandsmeistarar 2013? Knattspyrnudeild Skallagríms Skessuhornsmóts meistararnir 2012: Viktor and old boy´s. Margir vilja flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Sveitarstjórar og fulltrúar sveitarfélaganna framan við gamla skálann við Álftár- krók. Héldu fund tveggja sveitarstjórna í gangnamannaskála

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.