Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 28.08.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013 Nafn: Guðríður Ringsted Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý ásamt eiginmanni mínum, Gunn- ari Halldórssyni og þremur börn- um, á Arnbjörgum á Mýrum. Áhugamál: Þau eru gífurlega mörg. Fyrst og fremst er það jóga, tónlist, náttúran og dýr. Þannig að mér leiðist allavega ekki. Vinnudagurinn: Fimmtudagur- inn 22. ágúst 2013. Mætt til vinnu og fyrstu verk? Þennan vinnudag var ég á kvöld- vakt. Ég vaknaði samt klukkan hálf átta um morguninn og hjálpaði manninum mínum að koma börn- unum í skólann. Eftir það fór ég svo aftur að hvíla mig fyrir kvöld- vaktina. Mætti í vinnunna klukkan 15:30 og það fyrsta sem ég gerði var að fá upplýsingar frá hjúkr- unarfræðingi af morgunvaktinni. Síðan gekk ég á allar hæðir og las mér til um stöðu á heilsufari allra íbúa heimilisins. Kvöldmatur var klukkan 18:00 og ákvað ég að borða með fólk- inu á annarri hæð og spjalla við það í leiðinni. Stór hluti af starf- inu er einmitt að spjalla við fólk. Svo fór ég að sinna þeirri papp- írsvinnu sem fylgir starfinu, fara yfir hjúkrunarvörupöntun, fylla á lyfjabox, finna til lyf og stundum gefa einstök lyf. Það er svo hringt frá öllum hæðum til að sinna ýms- um málum enda hef ég 50 manns í minni umsjón. Kvöldkaffi var klukkan 20:00 og þá settist ég niður og fékk mér vöfflur og rjóma í tilefni þess að einn á heimilinu átti afmæli. Hvenær var hætt og síðustu verk? Í lok vaktarinnar, um mið- nætti fór ég yfir það sem þarf fyrir morgundaginn og næstu viku og byrjaði að undirbúa það. Ég var að fara á morgunvakt sjálf daginn eftir en er á þeirri skoðun að mað- ur eigi að ganga frá sinni vakt og skila af sér eins og maður myndi sjálfur vilja koma að næstu vakt. Fastir liðir alla daga? Enginn dagur eins, en ákveðnar lyfjagjaf- ir, innlit á hverja hæð og lesa sig til um líðan fólks eru svona föstu liðirnir. Annars er maður að vinna með svo mörgum og það eru svo margar hliðar á þessu starfi. Hvað stendur uppúr eftir vinnu- daginn? Ég hugsaði þennan dag hvað ég er þakklát fyrir vinnunna mína og hvað það er gaman að getað hjálpað öðrum og bara að hafa gaman að vinnunni sinni sem er alls ekkert sjálfgefið í dag. Var dagurinn hefðbundinn? Í raun var hann ekki hefðbund- inn þar sem enginn dagur er eins í þessu starfi, en þetta var svona meðal dagur og alveg nóg að gera. Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? Þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2008. Er þetta framtíðarstarfið þitt? Ég lifi svolítið í núinu en gæti al- veg hugsað mér að vinna hér lengi, en gæti líka alveg hugsað mér að fara í framhaldsnám eða kenna meira jóga. Mér leiðist allavega ekki núna að fara í vinnuna og er ánægð í mínu starfi. Eitthvað að lokum? Brosum og verðum góð við hvort annað. Dag ur í lífi... Hjúkrunarfræðings í Brákarhlíð ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög S ke ss uh or n 20 13 Messa sunnudaginn 1. september, 14. sd. e. trin. kl. 14.00 Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 3 Guðríður Ringsed. Guðríður á spjalli við einn íbúann í Brákarhlíð, Ragnhildi Einarsdóttur frá Svarfhóli. næstu árum voru byggð fleiri mann- virki við Sementsverksmiðjuna á Akranesi og einnig á Ártúnshöfðan- um í Reykjavík. Ólafur Vilhjálms- son dró sig út úr smíðunum og tók að sér verkstjórn í afgreiðsludeild Sementsverksmiðjunnar. Ég tók við starfi hans með umsjón bygging- anna. Sementstankur var byggður á Akureyri 1979, en við þá smíði vor- um við í samstarfi við fyrirtækið Hí- býli á Akureyri. Vegna reynslu okk- ar við notkun skriðmóta, m.a. við tankabyggingar, vorum við lánaðir að Búrfelli þegar unnið var að bygg- ingu virkjunarinnar. Þá stjórnuðum við smíði 120 metra fallpípu að inn- taki véla Búrfellsstöðvar. Þegar svo olíukreppan skall á þurfi að breyta búnaði Sementsverksmiðjunnar til að brenna kolum í stað olíu. Þannig rak hvert verkefnið annað,“ segir Al- freð, sem síðar varð svo starfsmaður í afgreiðsludeild Sementsverksmiðj- unnar og starfaði þar til hann komst á eftirlaunaaldur 1999. Úr stangveiði í golfið Þau Alfreð og Erla hafa verið sam- stíga hvað áhugamálin snertir, þótt hún hafi ekki tekið þátt í bridds- spilamennku sem hefur verið eitt helsta áhugamál Alfreðs um tíð- ina. Oft hefur hann keppt á stærri mótum hér á landi með sveitum frá Akranesi. „Ég stundaði stang- veiði af og til í 20 ár. Þá fór öll fjöl- skyldan saman og kom fyrir að við vorum allt að viku í einu. Það var í ánum í Dölunum sem Stangveiði- félag Akraness var með á leigu, aðal- lega Haukadalsá og Flekkudalsá en einnig í Fáskrúð. Minn aðalveiði- félagi lengi var Kristján Hagalíns- son og svo veiddi ég líka mikið með Pétri Georgssyni.“ Golfklúbburinn Leynir var stofn- aður á Akranesi 1965 og það var ein- mitt á 40 ára afmæli klúbbsins 2005 sem þau Alfreð og Erla voru gerð að heiðursfélögum í klúbbnum. Einn fjölskyldumeðlimurinn í viðbót er reyndar heiðursfélagi, það er dótt- urdóttirin Valdís Þóra Jónsdóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari í höggleik. Alfreð byrjaði að spila golf þremur árum eftir stofnun Leynis, þá 36 ára gamall. Í afmælisferðinni til Mall- orka á 40 ára afmælinu spilaði hann í fyrsta skipti golf erlendis, en síðan er hann búinn að spila á golfvöllum í mörgum löndum. Meðal annars með eldri landsliðum Íslands í golfi, síðast í Keflavík í liði 70+ með félaga sínum Guðmundi Valdimarssyni. „Samtals höfum við verið 19 sinnum í landsliði öldunga og oft herbergis- félagar. Í Keflavík kom okkur saman um að nú væri ágætt að hætta.“ Al- freð hefur náð ótrúlega góðum tök- um á íþróttinni þótt hann hafi byrj- að seint að slá hvítu kúluna. Hann þykir einstaklega næmur í púttinu, þarf ekki mikinn tíma til að lesa flöt- ina og trúlega kemur þar smiðsaug- að til góða. Með tölfræðina á hreinu Því má bæta við kaflann um smið- inn Alfreð að tvívegis hafa þau hjón komið sér upp eigin húsi. Fyrst var það við Vallholt en síðan í Jörundar- holtinu. Fyrir nokkrum árum færðu þau sig síðan um set úr Jörundar- holti á Leynisbraut 22 þar sem þau búa í dag í fallegu raðhúsi. Alfreð segist hafa haft nóg að gera frá því hann lauk formlegri stafsævi, bæði við að dunda fyrir sjálfan sig og að- stoða börnin og barnabörnin. Einn- ig hefur hann sinnt sjálfboðaliðstarfi fyrir Leyni, svo sem við byggingu vélaskemmunnar sem nú er nýlokið við. Flesta morgna þegar viðrar fer hann á Garðavöllinn ásamt félögum sínum Guðmundi Valdimarssyni og Karli S. Þórðarsyni og spilar þar hálfan hring eða heilan. Alfreð er maður skipulagsins og hefur ákaf- lega gaman af því að halda tölfræði varðandi sín áhugamál. Meðal ann- ar hefur hann skrá um að þjóðlönd- in eru 18 þar sem hann hefur spil- að golf, á 135 golfvöllum og hring- irnir eru 494. Erla hefur spilað golf í 8 löndum, á 76 völlum og hring- irnir eru 290. Erla fór að spila golf eftir að Alfreð keypti handa henni golfsett í utanlandsferð nokkrum árum eftir að hann ánetjaðist sjálfur golfinu. Í 13 ár hefur Alfreð sung- ið með kór eldriborgara á Akra- nesi. Hann heldur skrá og tölfræði yfir tónleikana sem kórinn syngur á og lögin sem sungin eru á hverjum tónleikum. Hann segir að þessi skrá komi væntanlega til með að nýtast stjórnendum kórsins. Eftirminnilegar utan- landsferðir Eins og skráin um golfferðirnar gefur til kynna hafa þau Alfreð og Erla ferðast til fjölda landa. Móð- ursystir Erlu fluttist til Kanada og þau fóru að heimsækja afkomend- ur hennar sumarið 1984. „Börn- in hennar eru átta og móttökurnar voru stórkostlegar hjá fjölskyldun- um. Það var eins og þau ættu í okk- ur hvert bein og það var ekki við annað komandi en við gistum hjá þeim öllum, þannig að við skiptum nóttunum í ferðinni á milli þeirra,“ segir Erla. Þau segja að ferðin til Kanada sé ein af þeim sem standi upp úr í utanlandsferðunum, en þar voru Íslendingabyggðir í Winni- peg, Gimli og Árborg heimsóttar. Tvær Thailandsferðir er þeim líka mjög eftirminnilegir. Bæði fyrir ótrúlega náttúrufegurð í landinu og fólkið sem var vingjarnlegt og fullt af þjónustulund. Margoft hafa þau farið á Floridaskagann í Bandaríkj- unum, ekið þar um allt og meðal annars farið á Kanaveralhöfða þar sem geimskipin eru. Ein allra eft- irminnilegasta ferðin var svo sigl- ing um Karabíska hafið sem þau fór eftir heimboð frænda Alfreðs, Jóns Bjarna, til Florida. „Ég var búinn að smíða svolítið hjá Jóni Bjarna í unaðsreitnum hjá honum í Vaðnesi á Suðurlandi og hann vildi í staðinn endilega bjóða okkur til sín. Þeg- ar við fórum í siglinguna um Kar- abíska hafið, keyrðum við frá Or- lando niður til Fort Lauderdale. Þessi sigling verður lengi í minni höfð, vegna allra þessara fallegu staða við hafið. Um borð var allt til alls og sem dæmi um stærð skipsins var þrjú hundruð metra hringur á efsta þilfari sem hægt var að ganga ef fólk þurfti að fá útrás fyrir hreyfi- þörfina,“ segir Alfreð. Við vorum búin að gefa okkur góðan tíma fyrir spjallið á Leynisbraut 22, enda viðr- aði þannig þennan dag að inniver- an var góð. Samt hefði trúlega ver- ið um margt fleira hægt að spjalla enda ýmislegt á daga hjónanna á Leynisbraut 22 drifið. Framundan var fjölskyldumót um helgina og þá eins og jafnan var gamni-golfmót á dagskránni, enda margir liðtækir kylfingar í fjölskyldunni. þá Á leið til skips í Puerto Rico 2002. Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.