Skessuhorn - 28.08.2013, Page 17
17MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2013
Umsóknarfrestur á haustönn 2013 er til 15. október n.k.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki njóta lána hjá LÍN geta sótt
um styrk til jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu og er
fyrir þá sem stunda nám fjarri heimili sínu.
Dvalarstyrkur
(fyrir þá sem að dvelja fjarri lögheimili og fjölskyldu
sinni vegna náms).
Styrkur vegna skólaaksturs
(fyrir þá sem sækja nám frá lögheimili og
fjölskyldu fjarri skóla).
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir til að kynna sér reglur
um styrkinn á vef LÍN (www.lin.is).
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Jöfnunarstyrkur til náms
Íbúaþing
Sunnudaginn 1. september,
í Heiðarskóla
Hugsað til framtíðar
„Hugsa um það helzt og fremst, sem heiðurinn má næra“
Samræða um framtíðarsýn...•
...og öll helstu málefni; atvinnumál, umhverfis- og skipulagsmál, samfélags- og •
skólamál.
Samræða í litlum hópum, engar ræður og allir geta tekið þátt
Kl. 10.45 Húsið opnað, kaffi á könnunni.
Kl. 11.00 Þingsetning og staða mála.
Kl. 11.20 Samræða í litlum hópum - Hvar er okkur að takast vel og
hvar mætti gera betur?
Kl. 12.30 Súpuhlé.
Kl. 13.15 Horft til framtíðar; Hvalfjarðarsveit, framsækið sveitarfélag
sem nýtir sóknarfæri.
Kl. 14.30 Þingslit.
Sveitarstjórn hyggst hlusta á skilaboð íbúa og hafa þau til hliðsjónar við sína
ákvarðanatöku. Gefnar verða upplýsingar eftir þingið um hvernig unnið var úr
skilaboðum.
Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI, þjónustu og ráðgjöf.
Boðið verður upp á barnagæslu.
Tökum þátt – því betur sjá augu en auga.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
www.skessuhorn.is
Blaðamaður á
Skessuhorn
Skessuhorn auglýsir laust starf blaðamanns til
afleysinga fram til áramóta. Til greina
kemur föst ráðning eftir það.
Lögð er áhersla á gott vald á íslensku máli,
haldgóða tölvuþekkingu og jákvæðni.
Reglusemi er skilyrði sem og samfélagslegur
áhugi á starfssvæðinu Vesturlandi. Viðkomandi
vinnur jöfnum höndum að ritun frétta og viðtala
og þarf að geta tekið ljósmyndir.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist
fyrir 10. september nk.
á netfangið skessuhorn@skessuhorn.is
Nánari upplýsingar gefur ritstjóri í síma 894-8998.
Trésmiðja Kára Lárussonar frá
Tjaldanesi er til húsa í 250 fm.
rými í gamla sláturhúsinu á Eyr-
arlandi í Saurbæ. Þar starfar Kári
við smíðar og hefur um langt ára-
bil sérhæft sig í þjónustubygging-
um af ýmsu tagi, svo sem salern-
ishúsum við tjaldstæði. Þá hef-
ur Kári smíðað viðveruhús fyr-
ir landverði í óbyggðum, svo sem
þetta sem fyrr í vikunni var far-
ið með í Vatnajökulsþjóðgarðinn.
Hús af þessu tagi eru nú komin
í Laka og Eldgjá. „Þessi hús eru
býsna vel búin þótt þau séu ekki
stór og henta ágætlega þar sem
mikið mæðir á. Innan dyra reyni
ég að hafa þau vistleg en að utan
klæði ég húsin með bandsöguðu
lerki, en það er sérstaða húsanna
sem Vatnajökulsþjóðgarður hef-
ur keypt. Önnur hús klæði ég með
venjulegri vatnsklæðningu,“ segir
Kári. Það var Tryggvi Valur Sæ-
mundsson hjá Hálstaki í Skorra-
dal sem sá um flutning á húsinu
upp í Eldgjá, þar sem það var los-
að af bílnum í gærmorgun.
mm/ Ljósm. bae.
Um síðustu áramót tók til starfa
á Fellsströnd í Dalasýslu Vog-
ur sveitasetur, sem er í eigu Guð-
mundar Halldórssonar verts. Guð-
mundur tók þá á móti fyrstu gest-
unum, hópi Þjóðverja, sem lentu í
miklum norðan hríðarbyl sem gekk
yfir landið. Frá þeim tíma hef-
ur verið opið. „Þetta var heilmik-
ið ævintýri allt saman en lukkað-
ist vel,“ segir Guðmundur og hann
er ánægður með afraksturinn eft-
ir sumarið. Meira að segja er hann
svo brattur núna þegar haustar að
ákveðið hefur verið að hafa opið í
vetur. Tveir viðburðir hafa verið
tímasettir, villibráðarhlaðborð í lok
október og jólahlaðboð í nóvem-
berlok. „Það er auðvitað villibráð
hér allt í kringum okkur og fínt
að nýta hana,“ sagði Guðmundur
hress í bragði í samtali við Skessu-
horn.
Guðmundur segist í sjálfu sér
hafa rennt blint í sjóinn með áætl-
anir fyrir þessa fyrstu mánuði í
rekstri sveitasetursins. „Ég gerði
ekki ráð fyrir að það yrði meira og
minna fullt hús eins og verið hefur
í sumar. Þannig að þetta hefur far-
ið alveg fram úr björtustu vonum.
Það sem hefur komið mér einna
mest á óvart er að tvö stærstu her-
bergin hjá okkur hafa farið fyrst,
enda mikið um að fjölskyldufólk
hafi verið að koma til okkar,“ segir
Guðmundur, en sveitasetrið er fjós,
kálfahús og hlaða sem endurgerð
voru á smekklegan og skemmtileg-
an hátt. Guðmundur segir að ein-
göngu sé um það að ræða að hóp-
ar og gestir panti fyrirfram. Þegar
séu komnar svolitlar pantanir fram
á veturinn og það verði líka gam-
an að glíma við það að standa fyrir
viðburðum á þessum stað þar sem
umferðin er ekki mikil um veginn,
allra síst að vetrarlagi. „En stund-
um ganga þessar brjálæðislegu hug-
myndir upp,“ segir Guðmundur á
Vogi sveitasetri á Fellsströnd.
þá
Afhendir viðveruhús
í Vatnajökulsþjóðgarð
Ætlar að hafa opið á
sveitasetrinu Vogi í vetur
Í vetur verður boðið upp á villibráðarkvöld og jólahlaðborð á Vogi.
Vogur sveitasetur baðað norðurljósum.