Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Hjá mörgum kynslóðum lands-
manna hafa Íslendingasögurnar
áreiðanlega verið hvað skemmti-
legasta námsgreinin, þar sem segir
frá hetjum á Njáluslóðum og víð-
ar um landið, að ekki sé talað um
sjónrænar sögur frá þeim mönn-
um sem námu landið. Þá var sagt
að það hafi verið skógi vaxið milli
fjalls og fjöru, eins líklegt og okk-
ur mörgum þykir það nú. Lands-
námsmenn þeirra tíma og afkom-
endur þeirra nýttu skóginn til eldi-
viðar og beittu fé á hann, en núna
á seinni áratugum hafa sprottið
upp nýaldar- og annars konar land-
námsmenn. Það eru þeir sem leita
úr þéttbýlinu, gjarnan af höfuð-
borgarsvæðinu, út í sveitir landsins
og rækta þar skóg og huga að land-
vernd. Nokkrir þeirra hafa kom-
ið sér fyrir á svæði sem eftir nafn-
inu að dæma hefur væntanlega ver-
ið skógi vaxið þegar Vesturland
var numið, það er Skógarströnd-
in. Svæði þetta, við sunnanverðan
Hvammsfjörð, er eitt þeirra í land-
inu þar sem hefðbundinn landbún-
aður hefur nánast lagst af á síðustu
árum. Drjúgur spölur er á milli
bæja á Skógarströndinni þar sem
fjárbúskapur og matvælaframleiðsla
er stunduð í dag, það er Narfeyri í
vestri og Lækur í austri. Jarðirnar á
milli þessara bæja og reyndar víð-
ar eru nýttar til skógræktar, land-
græðslu og útivistar. Skógarbændur
eru nú orðnir fjölmennastir í hópi
þeirra sem nytja jarðirnar á Skógar-
ströndinni og hafa þeir þar búsetu
drjúgan hluta ársins. „Við viljum
gjarnan að Skógarströndin standi
undir nafni,“ segir Nils Hafsteinn
Zimsen sem býr á Vörðufelli í 8-9
mánuði á ári. Blaðamaður Skessu-
horns heimsótti Nils á dögunum og
spjallaði við hann, en á Vörðufelli
eru stór svæði komin undir skóg-
rækt og þá er Nils búinn að rækta
upp litla og snotra laxveiðiá í land-
areign sinni, Svínafossá.
Áhrifin frá uppvextinum
Nils ólst upp í Stykkishólmi. Þang-
að fluttu foreldrar hans, Christian
og Grethe Zimsen þegar hann var
tveggja ára gamall. Christian var í
framhaldsnámi í lyfjafræði í Dan-
mörku og þar kynntist hann konu
sinni. Þau tóku svo við apótek-
inu í Stykkishólmi. Þegar Nils er
spurður um ástæður þess að hann
og kona hans Ásta Sylvía Rönn-
ing ákváðu að kaupa Vörðufell árið
1998 nefnir hann að það skemmi
ekki fyrir að uppeldisbærinn Stykk-
ishólmur er í næsta nágrenni og
raun byrjaði hann að leita að jörð í
nálægð við Hólminn. „Þar kynntist
ég náttúrunni og þeim fjölbreyttu
möguleikum sem hún hefur upp á
að bjóða. Fjölskylduna langaði allt-
af til að eignast land til að planta
skógi og ekki væri verra ef stang-
og skotveiði væri möguleg á svæð-
inu. Þegar við komumst á snoð-
ir um þetta land hérna og að auki
væri á landareigninni þessi litla fal-
lega á með mikla möguleika, þá var
ekki spurning um að láta verða af
þessu,“ segir Nils. Hann hefur frá
barnæsku haft gaman af veiði og
synir hans og Ástu Sylvíu eru for-
fallnir veiðimenn. Þeir eru þrír,
tveir þeirra sem búa hér á landi
hafa komið sér upp sumarhúsum
á landi Vörðufells, en sá þriðji býr
í Svíþjóð. „Allir koma þeir hingað
mikið til að njóta friðsældar og úti-
vistar með fjölskyldum sínum en
veiðin skipar einnig stóran sess hjá
þeim öllum. Við hittum því börnin
og barnabörnin mikið hérna. Það
er eiginlega ekki hægt að hugsa sér
þetta betra,“ segir Nils.
Á hrútaböllum og í
staraheyskap
Þar sem við sitjum og spjöllum í
eldhúsinu á Vörðufelli, sækir Nils
mynd, eða réttara sagt teikningu,
sem hann eignaðist nýlega. Hún
er af „Plássinu“ eins og gamli mið-
bærinn var kallaður í Stykkishólmi
þegar Nils var að alast þar upp um
og upp úr miðri síðustu öld, en Nils
er af 1945 árganginum. „Við vor-
um að veiða á bryggjunni og í ánum
og vötnunum fyrir ofan bæinn.
Pabbi var mikið að stússast í bú-
skap og heilmikill fjárræktarmað-
ur. Stundum var það í raun þann-
ig að mamma sá meira um apó-
tekið en hann. Á milli apóteksins
og Tang og Riishússins í Plássinu
voru fjárhús pabba, þar sem hann
var með um 30 kindur. Fjárhúsin
voru kölluð Framsókn og ég tengdi
það alltaf við Framsóknarflokk-
inn af því nöfnin eru svo keimlík.
Það var ekki fyrr en seinna að mér
var sagt að húsin hafi verið kennd
við verkalýðsfélagið Framsókn sem
var starfandi um tíma í Hólminum.
Áhugi pabba á fjárræktinni áttu
sér lítil takmörk. Á haustin flækt-
umst við um allt á hrútaböllin eins
og við kölluðum það, en það voru
hrútasýningar sem haldnar voru út
um sveitir. Ég man meira að segja
eftir því að einu sinni komum við
hingað að Vörðufelli á leið á hrúta-
sýningu og þá var gamla húsið sem
stóð hérna fyrir innan ennþá uppi-
standandi. Svo vorum við í hey-
skap á sumrin að heyja handa kind-
unum. Rigningarsumarið mikla
1955 er mér afar minnisstætt, þeg-
ar úrhellisrigning var allt sumar-
ið. Pabbi hafði ákveðið að bregða
búi og því leigði hann túnin öðr-
um. Honum snerist hugur með bú-
skapinn en hafði þá engin tún til að
slá. Hann brá þá á það ráð að slá
stararflóa rétt við bæinn. Pabbi sló
með orfi og ljá störina sem var hálf
á kafi í vatni og útbjó palla til að
þurrka hana á. Við bræðurnir dróg-
um störina á striga upp úr vatninu
og breiddum hana til þerris. Þetta
var kalsamt og frekar erfitt verk, en
okkur fannst samt skemmtilegt að
geta bjargað fóðrinu handa kind-
unum. Kindurnar voru gráðugar í
störina sem hafði verkast vel. Pabbi
gaf þeim hana með fóðurbæti um
veturinn þannig að þetta bjargað-
ist ágætlega.“
Á árabát í
fuglamerkingum
Nils segir að auk búskaparins hafi
faðir sinn alltaf haft mikinn áhuga
á skógrækt og þeir hafi plantað
trjám í Sauraskógi sem er skóg-
ræktarsvæði Hólmara. „Svo vor-
um við líka á árabátnum sem við
höfðum yfir að ráða og hét Tjaldur.
Pabbi var í kunningsskap við Krist-
ján Guðmundsson, föður þeirra
útgerðarmanna Guðmundar og
Hjálmars sem tóku svo við útgerð
föður síns. Þessi árabátur var í raun
léttabáturinn frá elsta Tjaldinum
sem var fyrsti báturinn sem Krist-
ján gerði út. Kristinn eldri bróð-
ir minn og Sigurð Helgason skóla-
stjóri merktu fugla fyrir Náttúru-
fræðistofnun. Við yngri bræðurn-
ir hjálpuðum Kristni við þetta. Ég
held að fólki hafi fundist nóg um
þegar ég réri tólf ára gamall, ásamt
Jóni bróður mínum sem er tveimur
árum yngri en ég, út í Þórishólma
sem er drjúgan spöl frá Hólminum.
Þar merkum við fýlsunga og Jón
bróðir varaði sig ekki á fuglinum,
þannig að hann ældi lýsi yfir hann.
Þetta mun hafa verið fyrsti fýllinn
sem merktur var við Breiðafjörð.
Það var margt sem við vorum að
brasa í Hólminum í þá daga,“ seg-
ir Nils.
Þolinmæði þarf
í skógræktinni
Á þessum tíma segir Nils að leið
margra eftir landspróf hafi leg-
ið í Menntaskólann á Akureyri. Þá
slóð fetaði hann einnig þrátt fyrir
að áhugi á náminu hafi ekki verið
sérlega mikill kláraði hann nám til
stúdents. Kennaraskólinn varð síð-
an fyrir valinu í framhaldinu og þar
lauk Nils almennu kennaranámi.
„Við Ásta Sylvía áttum orðið íbúð í
Reykjavík, en samt kenndi ég fjög-
ur fyrstu árin í Njarðvík því erfitt
var að fá stöðu við skóla í Reykja-
Viljum gjarnan að Skógarströndin standi undir nafni
Spjallað við Nils H. Zimsen skógarbónda á Vörðufelli
Nils með Tröllkonufossinn í baksýn.
Laxastiginn meðfram Tröllkonufossinum er mikið mannvirki.
Nils í eldhúskróknum á Vörðufelli.
Teikning af Plássinu í Stykkishólmi frá því um 1960. Aðeins sést í horn apóteksins
til vinstri, fjárhúsið Framsókn er litla byggingin fyrir miðri mynd og lengst frá er
Tang og Riishúsið.
kjólbelti í landi Vörðufells og einn þriggja bústaða fjölskyldunnar.