Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Síðustu misserin hefur alíslenskt
æfingakerfi öðlast miklar vinsæld-
ir. Þetta kerfi heitir Metabolic og
í haust verða hópar sem æfa eftir
þessu kerfi á 13 stöðum á landinu.
Rúna Björg Sigurðardóttir byrj-
aði fyrir ári að bjóða upp á æfinga-
tíma í Metabolic í íþróttasalnum
og í þrekmiðstöðinni á Jaðarsbökk-
um á Akranesi. Í fyrra var allt upp í
90 manns að sækja tíma þegar mest
var. Í haust kom til samstarfs við
Rúnu Björgu, Kristinn Guðbrands-
son íþróttafræðingur, og verða þau
saman með tímana í vetur. Rúna
Björg segir að þegar núna á haust-
dögum sé á sjötta tuginn búinn að
skrá sig í Metabolic og ágætlega líti
út með veturinn.
Rúna Björg útskrifaðist sem ÍAK
einkaþjálfari frá Keili. Helgi Jón-
as Guðfinnsson, styrktarþjálfari,
körfuboltaþjálfari og þjálfunar-
kennari við Íþróttaakademíu Keilis
er höfundur Metabolic æfingakerf-
isins. Hann kenndi Rúnu þjálfun í
Keili og hreifst hún mjög af þjálf-
unaraðferðum hans sem endur-
speglast í kerfinu, en markviss ár-
angur er slagorð Metabolic æfinga-
kerfisins.
Hvað er Metabolic?
Í spjalli við Rúnu Björgu kom fram
að Metabolic er í grunninn stöðva-
þjálfunarkerfi, hannað fyrir alla
þá sem vilja komast í gott alhliða
form og hafa gaman af því án þess
að ganga of nærri sér. „Mikilvæg-
ir þættir í æfingakerfinu eru for-
varnir gegn meiðslum og álags-
dreifing. Tekið er tillit til líkam-
legs ástand hvers og eins og þótt
um hópþjálfun sé að ræða er leit-
ast við að gefa hverjum og einum
gaum líkt og um einkaþjálfun sé að
ræða,“ segir Rúna Björg. Hún segir
engar tilviljanir í Metabolic æfinga-
kerfinu. „Allir tímar eru fyrirfram
hannaðir í ákveðinni röð þar sem
vel er gætt að jafnt sé unnið með
styrk, þol og kraft. Metabolic þýð-
ir í raun efnaskipti en rauði þráð-
urinn í gegnum þjálfunina er að
auka efnaskiptahraðann eða grunn-
brennsluna eins og það er gjarnan
kallað. Við vinnum mikið í styrkt-
aræfingum fyrir stóru vöðvana og
með marga vöðvahópa saman til að
fá sem mest út úr þjálfuninni á sem
skemmstum tíma. Hver Metabolic-
tími er ekki nema 45 mínútur með
upphitun og niðurlagi og við erum
aðeins um 25 mínútur undir miklu
álagi. Það er alveg nóg og þeir sem
vilja taka vel á því klára sig alveg á
þeim tíma. Tímarnir eru mjög fjöl-
breyttir og ýmist er áherslan á fitu-
brennslu, vöðvastækkun, úthald-
saukningu eða kraft. Árangurinn
skilar sér í æfingunum þannig að
það gerist ekki í Metabolic að fólk
lendi í stöðnun.“
Veita aðhald
og stuðning
Rúna Björg segir að fólk sé að ná
gríðarlega miklum árangri í Me-
tabolic. „Þar spilar líka inn í hlut-
verk okkar þjálfaranna, en við erum
ekki bara að kenna í tímunum held-
ur líka að veita fólkinu okkar að-
hald og stuðning, líkt og það væri
í einkaþjálfun. Við bjóðum upp á
mælingar reglulega og fræðslu um
mataræði auk þess sem við förum
yfir matardagbækur ef þess er ósk-
að. Við leggjum ríka áherslu á að
fólk fái góða upplifun af þjálfun-
inni og hlakki til að koma aftur.“
Rúna Björg segir að þau í Metabo-
lic leggi mikið upp úr forvörn gegn
meiðslum og fólk fari ekki fram-
úr sér í æfingum. Þar komi sér vel
að hún er lærð master rehab þjálf-
ari, en rehab segir hún að sé á viss-
an hátt brú á milli hins almenna
einkaþjálfara og sjúkraþjálfara. Það
sé kunnáttan að meta hvort þjálfar-
inn geti unnið með þau óþægindi
sem skjólstæðingur hans finnur fyr-
ir og hvort iðkandinn geti stundað
hreyfingu áfram án þess að eiga á
hættu frekari meiðsli.
Við allra hæfi
Rúna Björg segir að fagleg þjálfun
sé nauðsynleg ekki síst í því ljósi að
stór hópur nútímafólks er farinn að
glíma við stoðkerfisvandamál eftir
langvarandi kyrrsetu, svo sem verki
í baki, hnjám og öxlum. Mikilvægt
sé að fara hægt af stað og ofgera sér
ekki. „Öryggi skiptir okkur miklu
máli í Metabolic. Við notum mik-
ið leiðréttingaræfingar í þjálfuninni
til að vinna á stoðkerfisvandamál-
um og bæta líðan iðkenda,“ segir
Rúna Björg. Aðspurð fyrir hverja
Metabolic sé, segir hún að stærsti
hópurinn sé 25-55 ára og þjálfunin
henti bæði körlum og konum. „Eitt
af því allra besta við kerfið er að
fólk á öllum getustigum getur tekið
þátt og fengið mikið út úr þjálfun-
inni. Þannig getur þrítugur íþrótta-
maður og 50 ára gömul kyrrsetu-
manneskja gert sömu æfinguna.
Álagstíminn er yfirleitt það stuttur
í senn að það er enginn að pæla í
næsta manni, heldur hefur nóg með
sig að gera. Við þjálfararnir sjáum
til þess að hver og einni finni álag
við hæfi. Síðan gætum við þess að
ýta við fólki ef það er farið að hafa
það of gott,“ sagði Rúna Björg að
endingu. þá
Öll höfum við hæfileika og við erum
einstök en við erum ekki fullkom-
in. Við tökum óendanlega marg-
ar ákvarðanir á lífsleiðinni sem líka
hefur áhrif á aðra ekki bara á okk-
ur sjálf. Takmarkið hlýtur á endan-
um að snúast um að taka „farsæla“
ákvörðun sem veitir lífshamingju.
En þegar maður veitir fréttaflutn-
ingi af umheiminum athygli þá sér
maður hvað maðurinn er ófullkom-
inn og sársaukinn mikill af manna
völdum.
Kjarnaviðhorf
og lífsreglur
Strax í æsku er sagt að við mótum
okkar kjarnaviðhorf til lífsins og
við búum til eigin lífsreglur sam-
hliða uppvextinum. Því miður, þá
er alltaf stutt í neikvæðar hugsan-
ir um eigið ágæti þannig að maður
verður sjálfum sér verstur. Við eig-
um það til að framkalla svokallað-
ar hugsanaskekkjur og maður verð-
ur óvirkari en ella í lífinu. Sem aft-
ur leiðir til þess að þjóðin, fjölskyld-
an, fyrirtækið, nágranninn fá ekki
að njóta krafta og einlægni viðkom-
andi sem skyldi vegna neikvæðs við-
horfs á eigin getu.
Hvernig byggir maður upp sam-
félag sem kemur í veg fyrir óvirkni
einstaklingsins, orkutæmingar, til-
litsleysi, fordóma, einelti, vanlíð-
an, o.s.fv?
Hvernig eflir maður sjálfstraust
einstaklingsins? Hvernig virkjum
við kraftinn okkar til bætts mann-
lífs?
Ef við veitum fyrrnefndum spurn-
ingum athygli og reynum að svara
þeim hvert og eitt þá munum við
þróast í átt að enn betra samfélagi.
Forðumst að verða þrælar eigin
hugsunar.
Ákvarðanatakan í lífinu
er í takt við þína innri
yfirvegun
Það er ekki sjálfgefið að fæðast í
toppþjálfun í því að bregðast rétt
við áföllum eða óhöppum. Það
krefst æfingar/þjálfunar að taka
„rétta“ ákvörðun og vinna sig út úr
erfiðum aðstæðum. Það er oft við
slíkar aðstæður sem við skilgrein-
um verðmæti lífsins upp á nýtt. Það
gerðum við eftir hrunið svokallaða.
Oft erum við búinn að setja okk-
ur mörg markmið í lífinu sem aftur
veldur því að nálgunin verður óljós
og flókin og árangurinn verður eft-
ir því. Einföldum markmiðin, höf-
um þau færri.
Öll sækjumst við eftir innri ró/
vellíðan og leiðin að því er ekki
endilega auðveld. Óttinn um ranga
ákvörðun í fortíðinni og áhyggjur
af framtíðinni er ekki beint til að
skapa innri ró. Sömuleiðis stöðug-
ar illdeilur þar sem ekkert er gefið
eftir o.s.fv. Ef maður er virkur og
farsæll innan um vini, fjölskyldu og
vinnufélaga þá eru líkur á því að þú
hafir öðlast innri ró.
Ákvarðanatakan er í takt við þína
innri yfirvegun. Veitum hvert öðru
athygli. Hugleiddu í hvaða tíð viltu
nýta þinn takmarkaða tíma; í fortíð,
nútíð eða framtíð? Hvenær ert þú
til staðar fyrir þig og þína?
Að læra að fyrirgefa
Til að skapa sér vellíðan má hugsa
sér að rækta væntumþykjuna, heils-
una, einlægni, heiðarleika og læra
að fyrirgefa. Hættum að dæma aðra,
enginn er fullkominn. Losum okkur
við fordóma, hlustum á samviskuna/
magatilfinninguna, temjum okkur
jákvæða hugsun, leitum lausna og
ekki að eyða orkunni í eitthvað sem
var og hugsanlega verður.
Samstarf ÍA og
Key habits
Íþróttabandalag Akraness vill
stuðla að heilbrigðri sál í hraustum
líkama. Þess vegna gerði Íþrótta-
bandalagið samning nýverið við
fyrirtækið Key Habits (keyhabits.
is/akranes). Með samningnum fær
afreksíþróttafólkið okkar og marg-
ir þjálfarar aðgang að vef Key ha-
bits. Þar er að finna persónulegan
stuðning í gegnum netið, fræðslu,
þjálfunarleiðir og praktískar að-
ferðir til að efla sig í lífinu m.a. með
markmiðssetningu. Þjálfunin getur
þess vegna orðið einstaklingsmið-
aðri en ella.
Mesti ávinningurinn af Key ha-
bits er samt sem áður fyrir almenn-
ing. Vefurinn er í mínum huga eins-
konar einstaklingsmiðaður sam-
félags- / upplýsingavefur fyrir allt
sem viðkemur hollustu, hvort sem
það er andleg eða líkamleg næring.
Með kaupum á aðgengi þá fær
maður persónulegan stuðning við
heilsulæsi í 8 vikur og svo 16 vikna
þjálfun í markmiðssetningu, skrán-
ingaraðgang í heilt ár, samhliða
gígantískum upplýsingum um lífið
og tilveruna eins og almenna holl-
ustu, fjármálalæsi, hugræna atferl-
ismeðferð o.fl.
Samhliða eru óteljandi mögu-
leikar í líkamsrækt hér á Skaga eins
og árskort í þrek og sund, einka-
þjálfun, golf, sjósund, dans, yoga
o.s.frv., allt hægt að sjá á www.ia.is.
Eða sinna fjölbreyttu félagslífi bæj-
arins sér til skemmtunar og yndis-
auka.
Auka vellíðan síns
starfsfólks
Við viljum hvetja fyrirtækin til að
nýta sér þennan möguleika sem lið
í því að auka vellíðan síns starfs-
fólks í von um farsælar ákvarðanir
þess. Þunglyndir/mjög óánægðir
starfsmenn eru ekki líklegir til að
taka „réttar“ ákvarðanir til hags-
bóta fyrir fyrirtækið við slíkar að-
stæður nema að fá tækifæri til að
eflast.
Key habits veitir frían prufu-
aðgang að kerfinu með því að
senda póst á keyhabits@keyha-
bits.is Í gegnum Íþróttabandalag
Akraness getur almenningur síð-
an fengið 50% afslátt af kaupun-
um á Key habits, sem sagt á 35
þ.kr. í stað 70 þ.kr. Að auki, sá
sem kaupir veitir þar með okk-
ar íþróttafólki á Akranesi stuðn-
ing. Allar upplýsingar er hægt að
fá hjá ia@ia.is og Jóni Þóri Þórð-
arsyni í síma 895-1278. Próf-
aðu frían aðgang að Key habits í
gegnum Íþróttabandalag Akra-
ness með því að senda á : (keyha-
bits@keyhabits.is)
Gangi ykkur vel með Key ha-
bits, þið getið ekki tapað á því.
Sturlaugur Sturlaugsson, for-
maður Íþróttabandalags Akraness.
Pennagrein
Að vera sjálfum sér verstur...
Metabolic eitt vinsælasta líkamsræktarkerfið í dag
Rúna Björg Sigurðardóttir er með Metabolic æfingar á Akranesi.