Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Hrannarbúðin hefur lengi verið til staðar í Grundarfirði og hafa íbúar bæjarins og nærliggjandi byggðar- laga getað sótt sér töluverða þjón- ustu þangað. Þau Gunnar Krist- jánsson og Jóhanna H. Halldórs- dóttir hafa rekið verslunin um ára- bil en þau hafa ákveðið að selja hana og vilja gjarnan að rekstur- inn haldi áfram. Jóhanna hóf störf í Hrannarbúðinni 1983 en móðir hennar Pálína Gísladóttir rak hana þá. Þau Gunnar og Jóhanna hafa aftur á móti átt verslunina frá árinu 1986 og þar hefur ávalt verið mikið vöruúrval. „Við höfum alltaf þurft að miða við árstíðina í úrvalinu hjá okkur og það skýrir fjölbreytn- ina. Reiðhjól á vorin, skólavörur á haustin og slíkt. Þegar skíðalyftan kom hérna seldum við líka skíði,“ segja þau Gunnar og Jóhanna í sam- tali við Skessuhorn. Hrannarbúðin hefur lengi endurspeglað þörfina í Grundarfirði. „Þegar fleiri en einn spyr um eitthvað höfum við brugð- ist við þörfinni,“ segir Gunnar. Samanlögð starfsreynsla þeirra í Hrannarbúðinni er tæp 50 ár. „Jó- hanna er búin að vinna hérna sam- fellt í 30 ár og það eru 16 ár síð- an ég hætti sem skólastjóri og fór í þetta með henni. Þá stækkuðum við og bættum við nokkrum vöru- flokkum,“ segir Gunnar. Við það bætir Jóhanna: „Það kemur að því að mann langar til að gera eitthvað annað eftir allan þennan tíma.“ Að reka Hrannarbúðina hefur verið mjög bindandi starf. „Við höfum aldrei getað tekið okkur almenni- legt frí þar sem við sjáum bara ein um verslunina. Við erum kom- in á þann aldur að við viljum hafa frjálsari tíma á meðan við erum það spræk að við getum notað hann. Það er ekkert gaman að ætla að taka fríið þegar maður er orðinn of gamall,“ segja þau. Fólk ánægt með þjónustuna Gunnar og Jóhanna hafa mikla trú á því að einhver muni kaupa versl- unina og halda áfram að reka hana. „Það er alveg hægt að reka svona verslun. Það þarf spræka og kraft- mikla einstaklinga til þess, því það þarf að vera vakinn og sofinn yfir því að þjóna viðskiptavininn. Við höfum búið að því að fyrirtæk- in á staðnum hafa verið mjög já- kvæð í garð verslunarinnar og það skiptir máli að fylgjast með í sam- félaginu, þörfinni, þróun, tækni og öllu öðru. Það þarf stöðugt að vera á tánum.“ Húsnæði verslunarinn- ar og verslunin sjálf er til sölu. „Ég trúi ekki öðru en að einhver vilji reka svona verslun áfram. Hún er alls ekki bundin við húsnæðið og það er hægt að reka hana alls stað- ar. Húsnæðið getur verið nýtt í eitt- hvað allt annað þess vegna,“ segir Jóhanna. Hrannarbúðinni verður lokað í byrjun desember. „Fólk er mið- ur sín yfir því að versluninni verði mögulega lokað. Margir hverj- ir segja að það yrði ægilegt ef eng- inn tæki við. Við höfum svo fund- ið fyrir því hvað fólk er ánægt með þá þjónustu sem við höfum veitt í gegnum tíðina,“ segja þau. Ef eng- inn kaupir verslunina mun rekstur- inn hætta. „Samfélagslega væri það mjög slæmt. Þegar þjónustustig lækkar takmarkast lífsgæði íbúa. Við vonum innilega að það séu ein- hverjir þarna úti sem vilji taka þetta að sér,“ segja þau að endingu. sko Gunnar og Jóhanna eigendur Hrannarbúðarinnar í Grundarfirði. Hrannarbúðin í Grundarfirði til sölu vík. Fjölskyldan bjó í Njarðvík á meðan ég kenndi þar og við leigð- um íbúðina í Reykjavík út á meðan. Síðan fékk ég stöðu við Breiðholts- skóla og kenndi þar alveg þangað til ég hætti kennslu vorið 2002. Ákvað ég þá að helga mig uppbyggingu hérna á Vörðufelli.“ Nils segir að fljótlega hafi þau byrjað að planta trjám. Búið sé að gróðursetja um 120 þúsund plöntur; greni, furu, birki, svolítið af lerki og smáveg- is af ösp. „Stærstu trén eru orðin 3-4 metrar. Norðaustan áttin sem kemur frá Húnaflóanum er köld og gerir okkur stundum erfitt fyrir. Ég myndi því segja að hérna væri ekki svo ýkja gróðursælt á þessum tíma- punkti en það á eftir að breytast með aukinni ræktun og landvernd. Þess vegna vaxa trén hægar í fyrstu, en strax og skjólbeltin og stærri trén hafa náð góðum vexti og skýla hinum gerist þetta hraðar. Engu að síður er ljóst að mikla þolinmæði þarf í skógræktinni, þetta er ekki spretthlaup heldur maraþon. Það sem tafði fyrir hjá okkur var líka ástand girðinga. Hérna voru gaml- ar girðingar ekki í góðu ásigkomu- lagi. Með því að laga þær var hægt að planta innan þeirra. Við réð- umst síðan í það á síðasta ári, fimm landeigendur á Skógarströndinni (Landgræðslu- og skógræktarfé- lag Skógarstrandar), að girða stórt svæði til skógræktar og landvernd- ar. Girðingin er 31 kílómetri og landgræðslusvæðið innan henn- ar er um 15 þúsund hektarar. Í ár var ætlunin hjá mér að planta gríð- armiklu, um 100 þúsund plöntum, en skortur á plöntum í vor olli því að ég fékk einungis 50 þúsund trjá- plöntur og plantaði drjúgum hluta þeirra núna yfir sumartímann, rest- in verður sett niður í haust. Við munum sannarlega ekki slá slöku við næstu árin við gróðursetningu og landgræðslu.“ Ræktaði nýjan stofn í ánni Nils segist una hag sínum ákaf- lega vel á Vörðufelli. „Ég er hérna 8-9 mánuði ársins og er líka mik- ið til með hugann hér þegar ég er í Reykjavík. Við komum hingað í byrjun apríl og ég er svo hérna langt fram á haustið og svo marga daga þar á milli,“ segir Nils. Hann segir að gaman sé að fylgjast með fiskgengdinni í Svínafossánni. „Það voru ekkert síður möguleikarnir sem við sáum með ána en skógrækt- ina hérna sem varð til þess að við ákváðum að kaupa Vörðufell og svo seinna keyptum við reyndar jörðina Bíldhól, en hinn bakki árinnar til- heyrði þeirri jörð. Neðst í ánni er stór og mikill foss, Tröllkonufoss. Við þennan foss stoppaði fiskur- inn þangað til við byggðum laxa- stiga til hliðar við hann fyrir nokkr- um árum. Þegar við komum hing- að var lítill fiskur í ánni. Það hafði verið stunduð hafbeit í ánni nokkr- um árum áður en við komum og við það hvarf nánast sá litli uppruna- legi stofn sem var í henni. Ég byrj- aði strax að sleppa seiðum í ána og hef bætt tveimur smærri laxastigum við hana. Síðustu árin hefur mynd- ast ágætis laxastofn í ánni. Við selj- um ekki leyfi í ána en fjölskyldan og vinir og kunningjar njóta hennar í staðinn,“ segir Nils. Við enda fyrsta laxastigans er laxateljari og vökt- unarkerfi frá Vaka, sem myndar og telur fiskinn sem gengur upp ána. Það kerfi er tengt heimilistölvunni hjá Nils sem getur fylgst nákvæm- lega með laxagengdinni á skjánum. Veiðiklær Um helgar veiðist oft vel, enda mannskapurinn þá til staðar á Vörðufelli. Þegar Nils gluggar í veiðidagbókina telur hann 19 laxa sem veiddust í Svínafossá helgina á undan. Þar af var stærsti fiskurinn 84 sm en flesta fiskana segir hann í kringum fimm pundin. „Þetta eru miklir veiðimenn synir mínir og eru þeir duglegir að bæta í aflatöl- urnar þegar þeir skreppa út með flugustangirnar. Annars eru allir búnir að veiða laxa í sumar og eldri barnabörnin, Ásta Kolbrún, Haf- steinn, Birta Margrét og Fann- ar Tómas, hafa nælt í marga fiska en þau eru á aldrinum 9-14 ára. Þau tvö yngri, Pétur og Berglind Sylvía, eru að byrja sinn veiðiferil enda bara fjögurra og þriggja ára,“ segir Nils og brosir. ,,Svo á ég einn afastrák fyrir austan hann Þorstein Heiðar og hann hefur líka sett í fiska hérna,“ segir Nils. Hann nýt- ur þess greinilega í botn að stússast í ýmsu á Vörðufelli. „Ég er aldrei verkefnalaus hérna, það er alltaf nóg að gera. Við hjónin eru með aðstöðu fyrir tómstundir í hluta af skemmunni en við vorum t.d. að byrja með býflugnarækt, ég tálga í tré og konan hefur nýtt aðstöðuna til að þæfa ull. Skemmuna byggð- um við að hluta til fyrir tækin sem við notum við trjábúskapinn og annað tilfallandi svo sem lagfær- ingar við ána, girðingarvinnu og slóðagerð. Zetor dráttarvélin hef- ur staðið sig alveg frábærlega vel og Terex traktorsgrafan hefur líka komið sér vel,“ segir Nils. Tröllkonufoss Heimsókn blaðamanns á Vörðu- fell lýkur með því að ekið er með Nils um landareignina, um skóg- ræktarsvæðin og niður með Svína- fossánni. Stutt frá ósi árinnar er Tröllkonufossinn, aðalperla árinn- ar, mjög fallegur foss í fallegu um- hverfi. Nils segir að smíði laxa- stigans, sem framkvæmd var af Loftorku í Borgarnesi, hafi geng- ið mjög vel. Mikið hamraberg er beggja vegna fossins og brjóta þurfti í það skarð nokkuð frá foss- inum, þeim megin sem laxastiginn kom. Bergið var þó ekki harðara en svo að skarðið var brotið með hamri stórrar gröfu, ekki þurfti því að nota sprengiefni við fram- kvæmdirnar. „Þetta var gríðar- lega skemmtilegt verkefni eins og reyndar margt annað sem við höf- um unnið að hérna á Vörðufelli,“ sagði Nils Hafsteinn Zimsen í lok- in á spjalli okkar hér á Skessuhorni við einn af nýaldar landnáms- mönnum á Skógarströndinni. þá Tröllkonufossinn er mikilúðlegur. Ásta Kolbrún með vænan fisk. Birta Margrét, Hafsteinn, Pétur og Ásta Kolbrún að leik skammt neðan Tröll- konufossi. Hafsteinn með vænan urriða.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.