Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Tillaga Umhverfisstofnunar að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi. Opinn kynningarfundur verður haldinn í Bæjarþingsal Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, Akranesi 16. sept. kl. 17:30. Allir eru velkomnir. Tillöguna, ásamt umsókn er hægt að fá á bæjarskrifstofu Akranes kaupstaðar og sömuleiðis hjá Um hverfisstofnun og á umhverfisstofnun.is. FRESTUR TIL AÐ SKILA INN ATHUGASEMDUM ER TIL OG MEÐ 23. SEPTEMBER 2013. Tillaga að starfsleyfi KYNNINGARFUNDUR Í BÆJARÞINGSAL 16. SEPT. KL. 17:30 Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísaörður - Mývatn Patreksörður - Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Akranesvöllur – Pepsi-deild karla ÍA – Víkingur Ólafsvík Sunnudaginn 15. september kl. 17.00 Allir á völlinn UPPLÝSINGATÆKNIFÉLAGIÐ Valafell í Ólafsvík tók á dögun- um í notkun nýja flatningsvél af gerðinni Baader 541. Vélin tekur fiska sem eru allt að metri að lengd eða mun stærri fiska en sú gamla gat tekið. Handflatning mun því nánast heyra sögunni til hjá fyr- irtækinu. Nýja vélin getur flak- að allt að 36 fiska á mínútu og eft- ir tveggja daga reynslu var Sindri Magnússon farinn að setja í hana 23 fiska á mínútu. Mikið vinnu- hagræði er af vélinni sem er tölvu- stýrð og því auðvelt að stilla hana eftir stærð fisksins en með þeirri gömlu þurfti að stilla hnífana fyrir mismunandi stærðarflokka. Þegar fiskurinn kemur út úr vélinni snýr hann rétt en á gömlu vélinni þurfti að snúa hverjum einasta fiski við. Eftir fyrstu reynslu af vélinni eru menn ánægðir. Sindri segir að enn sem komið er hafi enginn fiskur komið gallaður úr vélinni, eða ver- ið það stór að hann hafi ekki kom- ist í hana. þa Akraneskaupstaður auglýsti í lið- inni viku eftir hugmyndum að starf- semi í Kirkjuhvol við Merkigerði 7. Einnig er auglýst eftir tilboð- um í leigu á húsinu. Kirkjuhvoll var byggður árið 1923 og var prestsset- ur í Garðaprestakalli á Akranesi allt til 1978. Eftir það var húsið nýtt sem heimavist fyrir Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Árið 1985 var svo komið að húsið var ekki leng- ur íbúðarhæft og lá um tíma við að það yrði rifið. Það varð þó Kirkju- hvoli til bjargar að Sigurður Ragn- arsson og Drífa Björnsdóttir keyptu húsið af Akranesbæ og létu endur- byggja það í því sem næst uppruna- legri mynd. Séra Jón M. Guðjóns- son lést árið 1994. Hinsta ósk hans var sú að á Görðum myndi rísa listasafn. Byrjunaráfangi að þeirri draumsýn varð að veruleika þegar minningarsjóði um séra Jón tókst, með stuðningi Akraneskaupstaðar, að fjármagna kaup á Kirkjuhvoli. Þar hefur því verið rekið Listasetur síðan í ársbyrjun 1995. Hafa síðan verið settar upp fjölmargar mynd- listarsýningar í húsinu. Enginn starfsmaður hefur verið við Kirkju- hvol frá því um mitt þetta ár. Kirkjuhvoll er hið reisulegasta hús, á þremur hæðum samtals um 390 fermetrar. „Möguleiki verður á að leigja húsið í heild, hluta þess eða að fleiri en einn aðili taki sig saman um leigu á húsnæðinu. Gert er ráð fyrir þriggja mánaða gagnkvæm- um uppsagnarfresti. Stærsti hluti hússins er laus nú þegar,“ segir í til- kynningu frá Akraneskaupstað, eig- anda hússins. Tilboðum samkvæmt ofangreindum forsendum þarf að skila til þjónustuvers Akraneskaup- staðar fyrir 20. september nk. mm Á fundi bæjarstjórnar Akranes- kaupstaðar 27. ágúst sl. var m.a. tekið fyrir bréf skipulags- og um- hverfisnefndar, vegna erindis Magnúsar Freys Ólafssonar f.h. Kala ehf., um að endurskoðuð verði leyfileg hámarksstærð húsa samkvæmt deiliskipulagi á Ak- urshóli. Fór Magnús Freyr fram á að hámarksstærð húsa á svæð- inu verði 70m2 í stað 50m2 sam- kvæmt fyrstu drögum að nýju deiliskipulagi. Á fundinum var samþykkt með sjö atkvæðum að deiliskipulagstillagan verði aug- lýst samkvæmt skipulagslögum með framangreindum breyting- um á húsastærð. Gunnar Sigurðs- son, annar af tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn, sat hjá við afgreiðsluna. Í sam- tali við Skessuhorn vildi Gunn- ar útskýra þessa afstöðu sína bet- ur en hægt er að lesa úr fundar- gerð bæjarstjórnar. Hann segist byggja þessa afstöðu sína á því að hans skoðun sé að nú verði Akra- neskaupstaður að verja þau fáu grænu svæði sem eftir eru innan byggðar á Akranesi. „Nú er svo komið að eini græni bletturinn neðan við Merkurtún á Akranesi er svæðið norðan við fiskimjölsverksmiðjuna, sem nú er verið að deiliskipuleggja fyr- ir væntanlega smáhýsabyggð fyr- ir fjárfesta sem vilja byggja þarna gistihús fyrir erlenda sjóstang- veiðimenn. Mín skoðun er sú að menn þurfi að einblína á að vernda þau fáu grænu svæði sem eftir eru því þau eru vissulega dýrmæt. Bendi ég á að nú er stutt í að skipuleggja verður Sements- verksmiðjureitinn upp á nýtt og þar mun vafalítið verða nægt rými fyrir smáhýsabyggð eins og menn vilja byggja á Akurs- hólnum. Þá má í þessu samhengi benda á að við hlið Akurshóls eru ónotaðar íbúðir í eigu Íbúðalána- sjóðs sem vafalítið mætti fá keypt- ar fyrir þessa starfsemi. Andstaða við hugmynd að skipulagsbreyt- ingu á grænu svæði við Jaðar- sbraut fyrr á þessu ári bendir auk þess til að íbúar hér á Akranesi vilji verja ósnert og græn svæði sem henta til útivistar. Grænum svæðum hefur fækkað of mik- ið að mínu mati. Af þessum sök- um sat ég hjá þegar bæjarstjórn hafði til afgreiðslu hugmynd að breytingu deiliskipulags við Ak- urshól,“ segir Gunnar. mm Óska eftir hugmyndum um nýja starfsemi í Kirkjuhvol Telur að verja þurfi grænu svæðin í bænum Ný flatningsvél leikur sér með stóra fiskinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.