Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Hvernig er hægt að tileinka sér
góðar venjur og venja sig um leið
af þeim slæmu? Þessar spurning-
ar eru lykilinntak Key Habits, ný-
legs þjálfunarnámskeiðs sem hleypt
hefur verið af stokkunum. Key Ha-
bits er hugarfóstur frumkvöðuls-
ins Brynjars Karls Sigurðssonar og
samstafsmanna hans, en segja má
að þjálfunaráætlunin sé afleggjari
af Sideline Sports, þjálfunarkerfi
sem Brynjar og félagar hafa þróað
og haldið utan um á liðnum árum.
Sideline Sports hefur notið gríðar-
legra vinsælda hjá mörgum þjálf-
urum liða í helstu keppnisdeildum
heimsins, á borð við NBA, NFL og
ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu,
svo einhver dæmi séu nefnd. Brynj-
ar Karl er mörgum Skagamönn-
um að góðu kunnur en hann lék
og þjálfaði körfubolta hjá ÍA á ár-
unum 1994-2000. Þá stofnaði hann
körfuboltaakademíu FSu á Selfossi
árið 2006 og þjálfaði lið akademí-
unnar með góðum árangri í nokk-
ur ár. Brynjar var á ferðinni á Akra-
nesi á fimmtudaginn í síðustu viku
þar sem hann hélt fyrirlestur af
miklum eldmóði um Key Habits og
hugmyndafræðina sem býr að baki
framtakinu frammi fyrir 40 fulltrú-
um fyrirtækja, stofnana, bæjaryfir-
valda og félagasamtaka í bænum.
Fyrirlesturinn var í boði ÍA sem
vildi með honum hvetja þátttak-
endur til að leggja áherslu velferð
og heilsu starfsmanna sinna. Blaða-
maður Skessuhorns fræddist meira
um málið og ræddi við Brynjar um
þessa athyglisverðu nýjung.
Markmiðið að
verða óþarfir
„Sú þekking sem myndaðist við þró-
un Sideline Sports er í raun grunn-
urinn að Key Habits,“ segir Brynjar
Karl við upphaf spjalls um Key Ha-
bits. „Í grunninn er sama hugsun-
in á bakvið bæði, það að þjálfa fólk
í að komast frá stað A til staðar B,
einfaldlega að ná settum markmið-
um, hver sem þau eru. Þannig erum
við að þjálfa fólk í að hámarka af-
köst sín í vinnu og í lífinu almennt.
Munurinn er kannski sá að Sideline
Sports er hugsað til að hámarka ár-
angur keppnisliðs í íþróttum, hvort
sem það er körfuboltalið, fótbolta-
lið eða ruðningslið, meðan Key
Habits miðar að því hámarka ár-
angur einstaklingsins í mataræði,
hreyfingu og almennri markmiðs-
setningu í lífinu. Aðferð okkar heit-
ir öðru nafni fjarþjálfun en með til-
komu Sideline Sports á sínum tíma
gerðumst við brautryðjendur á því
sviði.“
Brynjar segist líta á Key Habits
sem einn stóran miðlara, sem hafi
það furðulega hlutverk að gera sig
óþarfan síðar meir. „Þetta hljómar
kannski furðulega en raunin er sú
að æðsta markmið sérhvers þjálf-
ara er að búa þannig um hnút-
ana að hann verði með tíma óþarf-
ur, það er að liðið eða einstakling-
urinn nái því marki að sinna eig-
in þjálfun og verkefnum án þess að
þurfa að láta segja sér til. Markmið-
ið er að einstaklingar öðlist þá hvöt
sem er nauðsynleg til að vera trú-
lega sínir eigin herrar. Að þessu hef
ég komist í samskiptum mínum við
fjölmarga þjálfara í gegnum tíðina
og hef lagt áherslu á þetta í þróun
kerfanna okkar. Við viljum sem sagt
þjálfa upp virka og agaða einstak-
linga í Key Habits.“
Lykilvenjurnar
mikilvægar
Key Habits er samnefnari yfir tvö
fjarþjálfunarnámskeið, að sögn
Brynjars. Annars vegar er um að
ræða námskeið sem miðar að því að
bæta mataræði þátttakenda, og hins
vegar þjálfun í markmiðssetningu.
Hver þátttakandi fær sinn þjálfara
sem miðlar efni til hans og sinnir
allri nauðsynlegri eftirfylgni á nám-
skeiðstímanum, sem er mislangur
eftir atvikum. „Markmið okkar er
síðan að gera okkur óþarfa eins og
ég sagði áður, það er að eftir nám-
skeiðið verði allar þær góðu venj-
ur sem við leggjum áherslu á orðn-
ar lærðar og þannig komnar inn í
daglega rútínu hvers og eins. Nafn-
ið „Key Habits“ er einmitt dreg-
ið af þessu inntaki þjálfunarinnar,
sem grófþýða má sem „lykilvenj-
ur“, en enskt heiti hennar er einn-
ig tilkomið þar sem við erum einn-
ig að bjóða upp á námskeiðið er-
lendis. Sú spurning sem ræður för
í okkar starfi og við reynum að láta
endurspegla á öllum stigum þjálf-
unarinnar er: „Hvers vegna erum
við að gera það sem við erum að
gera?“ Við viljum fá þátttakendur
til að vera sífellt að hugsa um verk-
efni sín og ætlun í lífinu. Litlir sem
smáir hlutir eru hér undir, svo sem
af hverju burstum við alltaf tenn-
urnar áður en við förum að sofa?
Erum við að baktala fólk? End-
anlegt markmið er því að rútínu-
væða góðu venjurnar og sníða af
þær slæmu.“
Þjálfa í gegnum
hugbúnað
Nýbreytni Key Habits felst ekki síst
í notendavænum og aðgengilegum
tölvuhugbúnaði að mati Brynjars,
þar sem megnið af þjálfuninni á sér
stað. Búnaðurinn hefur það hlut-
verk að miðla upplýsingum milli
þátttakenda og þjálfara en hann er
byggður á sama grunni og Sideline
Sports. Forritið er megin farveg-
ur þjálfunarinnar. ,,Þegar fólk skrá-
ir sig hjá okkur á keyhabits.is get-
ur það sótt forritið í tölvuna sína,
snjallsímann eða spjaldtölvuna. Þar
byrja hlutirnir að gerast því þar fer
fram skráning á mataræði, hreyf-
ingu og öðrum þáttum sem snerta
þjálfunina. Í gagnagrunni okkar er
á skrá gríðarlegur fjöldi matvöru-
tegunda svo dæmi sé tekið, sem
notendur hafa skráð sjálfir inn svo
það er hægur leikur að framkvæma
skráningu. Á grunni skráningarinn-
ar hefst þjálfunin og er eftirfylgni
þjálfara okkar mikil en þeir eru í
stöðugu sambandi við þátttakend-
ur meðan á þjálfunartíma stend-
ur. Það skiptir máli því maður er
manns spegill. Þá hafa þjálfararnir
aðgang að fjölmörgum sérfræðing-
um á okkar vegum, svo sem lækn-
um og næringarfræðingum ásamt
öðru fagfólki, sem miðlar af þekk-
ingu sinni til okkar. Forritið auð-
veldar líka þátttakendum og þjálf-
urum, að öðlast yfirsýn yfir fram-
vinduna í námskeiðinu. Til dæm-
is birtist frammistaðan í grafísku
formi hvar hlutföll næringarefna
í fæðu sérhvers dags og magn ka-
loría sem innbyrtar eru sjást skýrt
og greinilega. Þetta hjálpar veru-
lega til við að tryggja yfirsýn yfir
árangur að okkar mati, sem er með
því mikilvæga í þjálfun. Sjálfur kalla
ég þetta að klifra upp í tré – að fá
yfirsýn yfir skóginn sem við erum
alltaf stödd í í okkar daglega lífi.“
Fyrirtæki eru eins og
íþróttalið
Brynjar kveðst hafa orðið var við
töluverða eftirspurn eftir þjálfun-
arnámskeiðum eins og Key Habits
og hafi hún raunar komið sér veru-
lega á óvart. Starfsemi fyrirtækisins
hefur af þessum orsökum verið að
aukast að umfangi á liðnum miss-
erum og er það nú með starfsstöðv-
ar í Bandaríkjunum og á Norður-
löndum, en einnig er í burðarliðn-
um opnun starfsstöðvar í Bret-
landi. „Stór vaxtarbroddur hjá okk-
ur er samstarf við fyrirtæki sem eru
að kaupa aðgang að námsskeiðum
okkar fyrir starfsmenn sína. Mark-
mið okkar er nefnilega öðrum þræði
að vera viðurkenndir sem umsjón-
araðilar frammistöðu stjórnunn-
ar (e. performance managment) á
þessum vettvangi. Stöðugt er ver-
ið að vinna að ákveðnum mark-
miðum innan fyrirtækja, í gæðum
og framleiðslu svo dæmi sé tekið,
og þá skiptir miklu máli að starfs-
menn, líkt og leikmenn í íþróttalið-
um, séu með sitt líka á hreinu - hafi
skýra sýn á markmiðin sín og gildi
og lifi heilsusamlegu lífi. Sýnt er að
virkni þeirra verður meiri fyrir vik-
ið. Að okkar mati er rosalega erf-
itt verkefni í hvaða liðsheild sem er
að vinna að sameiginlegu markmiði
ef einstaklingar innan hópsins vita
ekki sín eigin markmið. Það segir
sig sjálft að eitthvert körfuboltalið
myndi ná takmörkuðum árangri ná
ef menn eru ekki í nægjanlega góðu
formi, bæði andlega og líkamlega.
Sama gildir um önnur verkefni og
markmið. Þetta viljum við bæta í
okkar starfi hjá Key Habits,“ segir
Brynjar að lokum.
hlh
Nemendur á leikskólanum Sólvöll-
um og Grunnskóla Grundarfjarð-
ar fengu lögregluna í heimsókn
mánudaginn 9. september síðast-
liðinn. Þann dag var einmitt for-
varnardagurinn og kom lögreglan
og ræddi við börnin um það sem
er mikilvægt að læra varðandi um-
ferðarlögin, svo sem hjálmanotkun,
öryggisbelti og fleiri brýn málefni.
Allir fengu svo endurskinsmerki að
loknum umræðum. tfk
Nú styttist í að almenningsbóka-
söfn landsins veita tvenn verðlaun
fyrir bestu barnabækurnar, eina
frumsamda og aðra þýdda. Bæk-
urnar eru valdar af 6-12 ára börn-
um, en valið fer fram á heimasíðu
Borgarbókasafnsins og í grunnskól-
um og bókasöfnum landsins. Skila-
frestur tilnefninga er til 20. sept-
ember. Þær bækur sem hljóta verð-
launin verða kynntar við hátíðlega
athöfn í aðalsafni Borgarbókasafns-
ins síðar í haust. Margt fleira er þó
í gangi á vettvangi íslenskra bóka-
safna. Bókasafnsdagurinn var hald-
inn sl. mánudag. Þann dag var vef-
urinn bokasafn.is jafnframt opnað-
ur. Málþing um tengsl almennings-
bókasafna og sveitarstjórnarstigs-
ins verður haldið í Mosfellsbæ 27.
september nk. Alþjóðlegi Bangsa-
dagurinn verður svo 27. október en
bókasöfn landsins hafa haldið hann
hátíðlegan síðan 1998. Mánudag-
inn 11. nóvember hefst svo Nor-
ræna bókasafnsvikan og er þem-
að að þessu sinni „Vetur á Norð-
urlöndum“ og textar eftir norska
höfundinn Tarjei Vesaas og barna-
bókahöfundana Ingu Borg frá Sví-
þjóð og Lönu Hansen frá Græn-
landi hafa verið valdir til upplestr-
ar. sko
Lögreglan heimsótti skólana á forvarnadaginn
Margt framundan hjá
bókasöfnunum
Hinn árlegi bókasafnsdagur var á
mánudaginn en framundan eru ýmsir
viðburðir í söfnum landsins.
Góðar venjur rútínuvæddar til að ná betri markmiðum
Rætt við frumkvöðulinn Brynjar Karl Sigurðsson um Key Habits þjálfunarnámskeiðið
Góð mæting var á fyrirlestur Brynjars sem hann flutti af miklum eldmóði.
Brynjar Karl Sigurðsson.