Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Framkvæmdum utanhúss er nú
lokið við endurbætur á gamla vit-
anum á Suðurflös á Akranesi. Ný-
lega voru fjarlægðir verkpallar sem
stóðu við vitann í sumar meðan
framkvæmdir stóðu yfir og nú blas-
ir vitinn við og er mikið augnayndi.
Það er Trésmiðjan Akur sem hef-
ur haft umsjón með endurbótun-
um. Lagfæringar innanhúss í vit-
anum eru eftir og verða þær gerðar
fyrir veturinn. Viðgerðir við vitann
hófust í lok síðasta árs, en þá var
steyptur nýr kragi meðfram und-
irstöðum. Snemma í vor var hald-
ið áfram endurbótum utanhúss. Þá
voru framkvæmdar múrviðgerð-
ir á veggjum og viðgerð á ljósa-
húsi og handriði. Ástand vitans,
einkum múrklæðingar utanhúss,
var verra en áætlað var þegar ráðist
var í verkið. Því gerðu áætlanir nú
í sumar þegar verkið var komið vel
af stað ráð fyrir viðbótarkostnaði að
upphæð krónur 2.350.000, en upp-
hafleg áætlun um endurbætur á vit-
anum voru um tíu milljónir króna.
Gamli vitinn er einn af elstu stein-
steyptu vitum landsins, byggður
1918. Fyrir um aldarfjórðungi voru
síðast gerðar endurbætur á honum
og beittu kiwanismenn á Akranesi
sér fyrir þeim framkvæmdum og
vörðu til þess fjármunum, nú eru
þær fjármagnaðar úr bæjarsjóði að
mestu. þá
Rútuferðir ehf, fyrirtæk-
ið sem ekur ferðir á Snæ-
fellsnesi fyrir Strætó bs.,
tók sig til á dögunum og
gaf öllum fyrstu bekking-
um í grunnskólum á Snæ-
fellsnesi endurskinsvesti.
Einnig komu forsvars-
menn fyrirtækisins við í
öllum leikskólum á Snæ-
fellsnesi og færðu nem-
endum þar endurskins-
merki. Gjöfin mun án efa
koma sér vel fyrir þessa
byrjendur í umferðinni nú þegar
skammdegið gengur í garð. Rútu-
ferðir ehf. fagnaði á dögunum eins
árs afmæli, eins og fram kom ný-
verið í viðtali hér í Skessuhorni við
hjónin Hjalta Allan Sverrisson og
Lísu Ásgeirsdóttur. Þau vildu af því
tilefni gefa eitthvað til samfélagsins
og þótti þessi gjöf tilvalin.
tfk
Framundan er vetrardagskrá í
Landnámssetrinu í Borgarnesi og
verður ekki annað sagt en fjöl-
breytni verði í fyrirrúmi í dagskrá
vetrarins. Frumsýning á „Ómari
æskunnar“ verður 28. september kl.
20. Þar mun Ómar Ragnarsson tala
í alvöru og spaugi um æsku sína og
tengir atburði og fólk frá æskuár-
um við atburði og fólk síðari tíma.
Ómar lýsir því hvernig örlagasaga
foreldra hans og litskrúðugs frænd-
garðs og samferðafólks hafði mót-
andi áhrif á hann allt til þessa dags.
Í tilkynningu frá Landnámssetrinu
segir að hér sé á ferðinni öðruvísi
Ómar með sögur af fólki og fyrir-
bærum. Hann mun enda frásögnina
á því þegar hann stóð í fyrsta skipti
á sviði tólf ára gamall í Vesaling-
unum í Iðnó. Upplifun sem hafði
einna mest áhrif á hann í allri hans
mótunarsögu. Þarna hafi orðið til
sviðsmaðurinn, uppistandarinn og
sendiboðinn Ómar. „Ómar hef-
ur skemmt okkur, frætt og vakið til
umhugsunar um árabil en hér sýnir
hann á sér algjörlega nýja hlið. Þó
verður hér ekki bara alvaran á ferð,
því eins og við vitum á maðurinn
erfitt með að sitja á strák sínum,“
segir í tilkynningunni.
Í október stigur síðan á stokk
Einar Kárason rithöfundur og flyt-
ur dagskrána Íslenskar hetjur, frá
Gretti til Péturs Hoffmanns. Einar
er sögumaður af guðs náð og hef-
ur áður sýnt það og sannað í frá-
bærlega skemmtilegum frásögn-
um á Söguloftinu bæði af samtíma-
mönnum og fornum köppum. Þann
16. nóvember koma svo félagarnir
Maggi Eiríks og KK og fara í gegn-
um sitt fimmtán ára brall. Í des-
ember verður þau systkin KK og
Ellen með hugljúfa jólatónleika,
segir einnig í tilkynningunni.
Baróninn á Hvítárvöllum kem-
ur svo á fjalirnar á nýju ári, þann
10. janúar. Það er höfundurinn
snjalli Þórarinn Eldjárn sem rek-
ur dularfulla æfi þessarar sérkenni-
legu söguhetju sem skildi eftir sig
óafmáanleg spor í Borgarfirðinum.
Þann 6. febrúar mun síðan spuna-
hópurinn Voces Spontane og klar-
inettutvennan Stump - Linshalm
bjóða uppá sameiginlega spunatón-
leika. Þá eru fleiri viðburðir í skoð-
un, segir í tilkynningu frá Land-
námssetrinu. þá
Komin er út hjá Uppheimum, í
samstarfi við Landbúnaðarhá-
skóla Íslands, bókin Sauðfjár-
rækt á Íslandi. Rit þetta mark-
ar tímamót, því þrátt fyrir að
fjárbúskapur eigi sér langa sögu
sem mikilvæg atvinnugrein,
er það ekki fyrr en með þess-
ari bók að gefið er út alhliða
fræðslurit um sauðfjárrækt á
Íslandi. Bókin er 300 blaðsíð-
ur. Sauðfjárrækt byggir á alda-
gömlum merg og hefur verið
samofin lífi Íslendinga frá önd-
verðu. Með því að nýta nánast allt
sem sauðkindin gefur af sér hefur
þjóðin lifað af margháttaða erfið-
leika. Öflug sauðfjárrækt er stund-
uð á Íslandi og margvísleg nýsköp-
un henni tengd.
Bókin nýtist bæði starfandi
bændum og öðru áhugafólki um
sauðfé, sem og nemendum í bú-
fræði, búvísindum og á námskeið-
um um sauðfjárrækt. Bók-
in er fróðleiksbrunnur öll-
um þeim sem áhuga hafa
á atvinnusögu Íslands og
tengslum sauðfjár við ís-
lenska menningu. Ritið er
aðgengilegt og prýtt fjölda
ljós- og skýringarmynda.
Höfundar bókarinnar eru:
Árni Brynjar Bragason,
Bjarni Diðrik Sigurðsson,
Emma Eyþórsdóttir, Eyj-
ólfur Kristinn Örnólfsson,
Guðmundur Hallgríms-
son, Jóhannes Sveinbjörnsson, Jón
Viðar Jónmundsson, Ólafur R.
Dýrmundsson, Sigurður Þór Guð-
mundsson og Svanur Guðmunds-
son. Ragnhildur Sigurðardóttir rit-
stýrði.
-fréttatilkynning
Fyrr í sumar fékk útibú
tryggingafélagsins Sjóvá í
Borgarnesi beiðni um styrk
fyrir kaupum á reiðhjóla-
hjálmum frá einum leikskól-
anum í Borgarbyggð. Í kjöl-
farið ákvað Sjóvá að setja sig
í samband við fræðslustjóra
sveitarfélagsins og athuga
með þörf á hjálmum fyr-
ir leikskólana. Ákveðið var
að kaupa tvo hjálma á hvern
leikskóla í Borgarbyggð og voru
þeir afhentir um miðjan síðasta
mánuð. Meðfylgjandi er mynd frá
því hjálmarnir voru afhentir á Leik-
skólanum Klettaborg í Borgarnesi.
Á myndinni eru Kristín Jónsdótt-
ir útibússtjóri Sjóvá í Borgarnesi,
Steinunn Baldursdóttir leikskóla-
stjóri ásamt hluta af elstu börnum
leikskólans. mm
Skessuhorn mun undir lok þessa
mánaðar gefa út bókina Stolin
krækiber – Skopmyndaskreytt úr-
val vísnaþátta úr Skessuhorni. Eins
og nafnið gefur til kynna er hér um
að ræða efni sem á rætur í blaðinu,
en bókin er gefin út í tilefni 15 ára
afmælis Skessuhorns.
Dagbjartur Dag-
bjartsson safnaði,
skráði og tengdi sam-
an í lifandi frásögn
1.760 tækifæris- og
lausavísur höfunda
víðsvegar af Íslandi.
Bjarni Þór Bjarna-
son listamaður, sem
einnig annast fasta
þætti í Skessuhorni,
myndskreytir bók-
ina en í henni eru
126 skopteikningar
Bjarna sem teikn-
aðar eru við vísur
úr bókinni.
Nafn bókarinn-
ar; Stolin kræki-
ber, á sér litla
sögu. Tímaritið Iðunn birti eitt
sinn vísu eftir skáldkonuna Þuru í
Garði að henni forspurðri. Bókar-
nafnið er skírskotun í síðustu hend-
ingu úr vísu Þuru þegar hún sendi
Iðunnarmönnum tóninn:
Nú er smátt um andans auð
en allir verða að bjarga sér.
„Iðunn“ gerist eplasnauð;
etur hún stolin krækiber.
Dagbjartur Dagbjartsson bóndi
í Hrísum í Borgarfirði hefur alla
tíð haft lifandi áhuga fyrir kveð-
skap og safnað vísum og frásögn-
um þeim tengdum. Hann hefur rit-
að vísnaþætti í blöð um tveggja ára-
tuga skeið, lengst af í Skessuhorn,
en þættir hans í blaðinu eru nú að
nálgast 400. Stolin krækiber hefur
að geyma úrval þessara vísnaþátta
og birtar vísur eftir hundruð skálda
og hagyrðinga, af öllu landinu.
Kveðskapur þessi er ýmist feng-
inn af prenti eða munnlegri
geymd. Marg-
ar af vísun-
um eru því að
birtast í fyrsta
skipti á prenti.
Semsagt kræki-
ber - og sum
stolin. Vísurn-
ar í bókinni eru
eftir þekkta höf-
unda og minna
þekkta, ým-
ist tækifæris-
eða lausavísur.
Þær eru tengdar
saman með frá-
sögn af einhverju
sem tengist til-
efni kveðskapar-
ins; höfundun-
um eða samskiptum þeirra við sam-
ferðamenn sína.
Útgáfuþjónusta Skessuhorns
mun annast dreifingu og sölu bók-
arinnar en byrjað verður að taka við
pöntunum á næstu dögum í gegn-
um heimasíðu Skessuhorns. Það
verður kynnt nánar síðar sem og af-
sláttur sem skuldlausum áskrifend-
um býðst. Hér skal notað tækifærið
og bent á að bókin Stolin krækiber
er upplögð skemmtilesning fyrir
fólk á öllum aldri en auk þess til-
valin í jólapakkann eða til annarra
tækifærisgjafa. Bókin er gefin út í
kiljubroti, 250 síður og prentuð í
Odda. Verð hennar er 4.990 krón-
ur. mm
Hér eru bækurnar Sauðfjárrækt á
Íslandi og Frá hestum til hestafla,
nýjasta bók Bjarna Guðmundssonar
á Hvanneyri. Uppheimar gefa þær
báðar út.
Sauðfjárrækt á Íslandi -
Nýtt grundvallarrit
Gamli vitinn á Suðurflös eins og hann lítur núna út eftir endurbætur að utan.
Ljósm. Áskell Þórisson.
Gamli vitinn á Suðurflös
orðinn augnayndi
Ómar ríður á vaðið í fjölbreyttri
vetrardagskrá í Landnámssetrinu
Stolin krækiber – Skopmynda-
skreytt úrval vísnaþátta
Sjóvá gaf reiðhjólahjálma
á leikskólana
Myndin er tekin í Grunnskólanum í Grundarfirði
með fyrsta bekk þar. Umsjónarkennarinn er María
Ósk Ólafsdóttir sem er hægra megin við þau Hjalta
og Lísu.
Gefa nýliðum í umferðinni
endurskinsmerki og vesti