Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013 Íbúafundur í Hjálmakletti Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar um málefni Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands. Fundurinn fer fram í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi fimmtudaginn 21. nóvember og hefst kl. 20.00. Frummælendur á fundinum verða; Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst, Björn Þorsteinsson aðstoðarrektor kennslumála Landbúnaðarháskóla Íslands, Vífill Karlsson hagfræðingur, Helena Guttormsdóttir námsbrautarstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands og Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um málefni skólanna. Sveitarstjórn Borgarbyggðar S K E S S U H O R N 2 01 3 Grundfirðingar hafa blásið til íbúa- þings nk. laugardag 23. nóvember í húsi Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Dagskrá þingsins samanstendur af fjölbreyttum erindum þar sem heimamenn og gestir koma við sögu. Að þeim loknum verða um- ræður í litlum hópum og geta allir viðstaddir stungið upp á umræðu- efni. Dagskráin hefst með morg- unverði kl. 10,30 og íbúaþing- ið hefst svo hálftíma síðar. Dag- skránni er skipt í þrjá meginkafla sem eru: hvert viljum við stefna, samfélag í sókn og atvinnumál og sóknarfæri. Í fyrsta liðnum fjallar Björg Ágústsdóttir verkefnisstjóri hjá Alta um svæðisgarð Snæfell- inga, sókn byggð á sérstöðu. Snæ- fríður - unga fólkið og Snæfellsnes er erindi sem Silja Rán Arnardóttir í stjórn Snæfríðar flytur og Gunnar Kristjánsson verkefnisstjóri fjallar um skólastefnu Grundarfjarðar. Undir liðnum samfélag í sókn velt- ir Jón Eggert Bragason skólameist- ari Fjölbrautaskóla Snæfellinga fyrir sér hvor hægt sé að mennta frumkvöðla. Elsa Árnadóttir for- maður Félags eldri borgara grein- ir frá sinni sýn á Grundarfjörð og það sama gera fulltrúar frá félags- miðstöðinni Eden. Að loknum há- degisverði fjallar Arnaldur Bjarki Bergsson sviðsstjóri hjá Matís um sóknarfæri í sjávarútvegi. Ásbjörn Björgvinsson formaður Ferðamála- samtaka Íslands flytur erindi um samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu, dæmisögur og tækifæri er undir- skrift þess erindis. Að erindum loknum verða um- ræður með afslöppuðu og þægilegu fyrirkomulagi, segir í tilkynningu vegna íbúaþingsins. Hver sem vill getur stungið upp á umræðuefni og þátttakendur velja sér síðan hópa. Þegar hópar hafa skilað niðurstöð- um verður þinginu slitið um klukk- an 15. Þinginu stýra Sigurborg Kr. Hannesdóttir forseti bæjarstjórn- ar og Ragnar Smári Guðmundsson. Þau sitja í stýrihópi vegna þingsins ásamt Þorbjörgu Gunnarsdóttur og með þeim hefur starfað Alda Hlín Karlsdóttir menningar- og mark- aðsfulltrúi. Þess má geta að m.a. er boðið upp á barnapössun í leikskól- anum meðan á íbúaþinginu stend- ur. þá Í aðdraganda aðventu færist í vöxt að kaupmenn hafi opið lengur á kvöldin og jafnvel um helgar einn- ig. Á fimmtudaginn í liðinni viku voru a.m.k. fjórar verslanir á Akra- nesi með opið lengur en venjulega. Í boði voru ýmis tilboð og afslættir fyrir þá sem vildu kíkja í búðir. Kol- brún Ingvarsdóttir ljósmyndari tók meðfylgjandi myndir þá um kvöld- ið í verslununum Húsasmiðjunni, @Home og Bjargi. mm Íbúaþing í Grundarfirði á laugardaginn Kvöldopnun verslana færist í vöxt

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.