Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Page 11

Skessuhorn - 20.11.2013, Page 11
11MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013 Óskum eftir að ráða kennara til kennslu í raungreinum frá og með næstu áramótum. Meðal kennslugreina eru eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði. Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdents- brautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóla- deild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennslu- aðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun í fagi og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Leitað er að kennurum sem hafa frumkvæði, eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og hafa áhuga á að taka þátt í þróunarstarfi og uppbyggingu náms í samræmi við ný lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008). Ráðið verður í stöðurnar frá 1. janúar 2014. Umsóknarfrestur er til 3. desember 2013. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir skólameistari á netfanginu joneggert@fsn.is eða í síma 8917384. Á vef skólans www.fsn.is má einnig finna ýmsar upplýsingar um skólann. Skólameistari Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara Hafsteinn Jóhannsson kafari á Bakk- anum á Akranesi, sem sl. 40 ár hef- ur verið búsettur í Noregi, setti sig í liðinni viku í samband við Harald Bjarnason blaðamann sem skráði við hann viðtal sem birtist í Skessu- horni í júlí á þessu ári. Í viðtalinu lýsti Hafsteinn því að hann hefur í áratugi verið hafður fyrir rangri sök og raunar verið stimplaður þjófur að ósekju. Mál þetta tengist tveim- ur skipsskrúfum sem teknar voru af þáverandi forsvarsmönnum Akra- neskaupstaðar úr bakgarði húss við Krókatún. Hafsteinn segir að nú hafi Akraneskaupstaður ákveð- ið að skila skipsskrúfunum tveimur, sem staðið hafa við hafnarhúsið og hann hélt fram í viðtalinu í Skessu- horni 17. júlí sl. að fyrrum bæjar- stjóri á Akranesi hefði látið stela af lóð foreldra sinna við Krókatún. Hafsteinn segist hafa farið fram á að skrúfunum yrði skilað heim til sín í Noregi en segist þó hafa sæst á að þeim verði skilað í geymslu hjá Hönnu Rúnu systur sinni og Hilm- ari manni hennar, þar til hann sæki þær svo hingað til lands. Hafsteinn segir það hafa verið einn af núver- andi starfsmönnum Akraneskaup- staðar sem hefði haft samband við sig út af þessu máli. Eins og sést á myndum sem Haraldur Bjarnason tók í sumar er framleiðsluár og staður grafinn í koparskrúfurnar. Þar sést að sú kenning að skrúfunum hefði verið stolið úr annarri af tveimur ferjum sem þá var inni við Blautós, stand- ist ekki, en þær voru smíðaðar árið 1946. Eldingin, skip Hafsteins Jó- hannssonar, var hins vegar smíðuð tveimur áratugum síðar. Segja má að Hafsteinn hafi með þessu fengið uppreisn æru, en eins og kom fram í viðtalinu við Harald hefur þessi þjófkenning í garð Hafsteins legið þungt á honum alla tíð. Nú hefur hann sannað sakleysi sitt og endur- heimt koparskrúfurnar tvær. mm Skipsskrúfum skilað til lögmæts eiganda þeirra Hér bendir Hafsteinn á ártal og framleiðslunúmer skipsskrúfu sem afsannar að hún sé úr strönduðu ferjunni. Ljósm. hb. Hafsteinn við aðra skipsskrúfuna sem hann er nú búinn að sanna að hafi verið úr Eldingunni í hans eigu, en ekki ferju sem smíðuð var 1946 og lá við Blautós. Ljósm. hb. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Viltu vinna 100.000 Aukakrónur? Fylgstu með Aukakrónuleiknum sem hefst 26. nóvember. Þú tekur þátt í leiknum með því að fylla út þátttökumiða og greiða með Aukakrónu- eða A kortinu þínu hjá samstarfsaðilum Aukakróna á Akranesi. » Hægt verður að nálgast þátttökumiða hjá öllum samstarfsaðilum á Akranesi frá og með þriðjudeginum 26. nóvember. » Vikulegir vinningar en stærsti vinningur- inn, 100.000 Aukakrónur, verður dreginn út 18. desember. » Kynntu þér úrval samstarfsaðila á farsíma- vefnum l.is eða á landsbankinn.is. Allir sem eiga Aukakrónukort geta tekið þátt í leiknum eins oft og þeir vilja. Þeir sem ekki eru í Aukakrónum geta sótt um kort á www.aukakronur.is eða í útibúi Landsbankans. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn 100.000 Aukakrónur

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.