Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013 „Komdu, ég þarf að hlusta á þig.“ (H.Þ.) HVERNIG GETA FORELDRAR UNNIÐ AÐ FORVÖRNUM OG STUÐLAÐ AÐ VELFERÐ BARNA? FORELDRADAGURINN 2013 Foreldradagur Heimilis og skóla verður nú haldinn í þriðja sinn og er markmiðið nú sem endranær að bjóða upp á vandaða og gagnlega fræðslu fyrir foreldra. Boðið verður upp á fræðsluerindi og málstofur um forvarnir í víðu samhengi. Hvernig geta foreldrar stuðlað að forvörnum? Hvernig geta foreldrar tekið á einelti, netfíkn, vímuefna- vanda og öðrum erfiðleikum? DAGSKRÁ Fundarstjóri: Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóli. 12:00-12:10 Ketill B. Magnússon, formaður Heimilis og skóla, setur Foreldradaginn. 12:10-13:00 Dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, kynnir nýjar niðurstöður frá Rannsóknum og greiningu og Jóna Karen Sverrisdóttir, ráðgjafi hjá Capacent, kynnir helstu niðurstöður nýrrar SAFT könnunar 2013. 13:00-14:00 Málstofur – þátttakendur geta valið úr þremur málstofum: I. Netfíkn og hegðun á netinu. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. II. Einelti. Hvernig má koma í veg fyrir það og hvernig skal bregðast við? Páll Ólafsson, félagsráðgjafi og ráðgjafi í fagráði eineltismála í grunnskólum – Gegn einelti. III. Forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu, viðvörunarmerki og viðbrögð. Guðrún Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku – Foreldrahúsi. 14:00-14:30 Samantekt og umræður. 14:30-15:00 Kaffi, léttar veitingar og spjall. FRÍR AÐGANGUR OG SKRÁNING Á HEIMILIOGSKOLI.IS OG FACEBOOK Heimili o g skóli – landss amtök fo reldra munu þa nn 22. nó vember n k. standa f yrir Fore ldradegin um í Mennta skóla Bo rgarfjarð ar í Borgarn esi. Í október komu hátt í hundrað prjónakon- ur saman og prjón- uðu á þriðja hundr- að húfur úr léttlopa. Verkefnið byggð- ist á samstarfi Göng- um saman og Fjalla- verkskmiðju Íslands og eru brjóst af öllum stærðum og gerðum fyrirmyndir húfanna. Húfurnar hannaði Kristín Helga Gunn- arsdóttir, sem þekkt- ust er fyrir barna- bækur sínar. Prjóna- konurnar fengu upp- skrift hennar og léttlopa af ýmsum litum frá Ístex. „Húfurnar eru alls konar, eins og brjóst eru. Þær eru stórar eða litlar, ljósar eða dökkar, allskyns stærðir og gerðir,“ segir Áslaug Þorvaldsdótt- ir, rekstrarstjóri Land- námssetursins í Borg- arnesi þar sem hægt er að kaupa húfurn- ar. Húfur nar voru auk þess seldar í Hann- esarholti í Reykja- vík 9. nóvember sl. og ruku út. Þær fáu sem eftir urðu eru til sölu í Landnámssetr- inu í Borgarnesi, Þjóð- minjasafninu og Iðu í Lækjargötu. „Hvert stykki kostar sex þús- und krónur og eru þær seldar til styrktar rann- sóknum á brjóstakrabbameini. Við tökum ekkert fyrir að selja þær, hver einasta króna rennur til styrkt- ar rannsókna,“ segir Áslaug. grþ Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferð í Búðardal síðastlið- inn föstudag veitti hann eftir- tekt allstórum hópi göngufólks á ferð meðfram Vesturbrautinni sem liggur í gegnum þorpið. Í ljós kom að þetta var gönguhópur sem haldið hefur saman í nokk- urn tíma eða frá 21. mars 2011. Víví Kristóbertsdóttir hafði orð fyrir hópnum. Hún sagði að hóp- urinn hefði formlega verið stofn- aður 2011 og héti gönguhópurinn Stormur. Það er nafn við hæfi því varla er hægt að segja annað en þessi hópur stormi um Búðardal og nágrenni. Fastir göngutímar hjá þeim Stormsfélögum er fyr- ir hádegi á mánudögum og föstu- dögum. Yfirleitt er genginn svo- kallaður stóri hringur í Búðardal, kringum þorpið, sem er um tveir kílómetrar. „Svo fórum við stund- um yfir sumarið á bílum í göngu- ferðir í sveitinni eins og í Hörðu- dal og Haukadal,“ segir Víví. Blaðamaður sá ekki ástæðu til að tefja fyrir göngufélögunum en hafði svo samband við Björn Stefán Guðmundsson kennara og skólastjóra sem er einn af félög- unum í Stormi. „Þetta er svo mikil hollusta og gleði sem fylgir þessu að við viljum helst ekki missa af gönguferð. Það er líka svo gam- an að hittast og sjást og yfirleitt fáum við okkur svo kaffisopa og hressingu á eftir gönguna. Við misstum reyndar Rauðakross- húsið þar sem við hittumst oft en núna í dag förum við í kaffið í Silfurtún,“ sagði Björn Stefán í spjalli við blaðamann á mánu- dagsmorguninn. Hann sagði að tæplega 15 manns væri í göngu- hópnum en undanfarið hafa verið svolítil veikindi og forföll í hópn- um. Aðspurður sagði hann að fólk úr ýmsum starfsstéttum væri í Stormi, en það væri þó fjöllista- konan Vívi sem væri mest dríf- andi. „Við tökum okkur stund- um upp og hópumst í bíla. Það er mjög skemmtilegt að ganga á nýj- um slóðum ekki alltaf sömu leið- ina, fara í sveitina þar sem marg- ir þekkja sig,“ segir Björn Stef- án. Göngufólkið í Stormi sagði að blessunarlega væri veðursælt í Búðardal, þannig að varla kæmi til að fella þyrfti niður gönguferð- ir vegna veðurs. Það væri bara að búa sig eftir veðri. þá Brjóstahúfur seldar í Landnámssetrinu Ljósm. hlh Stormfélagar á ferð um Búðardal. Frá vinstri talið Sigríður Árnadóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Inga Sigurbjörg Viggósdóttir, Björn Stefán Guðmunds- son, Magnús Kristjánsson, Kristján Jóhannsson, Inga Þorkelsdóttir og Vívi Kristóbertsdóttir. Storma um Búðardal í gönguferðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.