Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013
ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI
Eiríkur J. Ingólfsson ehf.
Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is
Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610
Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög
Sk
es
su
ho
rn
20
13
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
Laugardaginn 7. desember næst-
komandi verða Jólasöngdætur
Akraness með tónleika í Bíóhöll-
inni á Akranesi. Söngdæturnar
hafa áður komið saman og sungið
en nú munu þær halda jólatónleika
og verða einungis jólalög á dagskrá.
„Við verðum með eitthvað frum-
samið efni, svo verða þessi helstu
og þekktustu jólalög flutt og önn-
ur sem eru minna þekkt. Við erum
allar mjög ólíkar og hver og ein vel-
ur eftir sínum stíl, þannig að þetta
verður með fjölbreyttu sniði,“ seg-
ir Ylfa Flosadóttir, ein af Jólasöng-
dætrum Akraness í samtali við
Skessuhorn.
Söngdætur eru sex talsins og eru
allar Akurnesingar. Þær hafa allar
sungið og menntað sig á því sviði.
Auk Ylfu eru Rósa Guðrún Sveins-
dóttir, Hanna Þóra Guðbrands-
dóttir, Rakel Pálsdóttir, Hulda
Gestsdóttir og Valgerður Jónsdótt-
ir. Hljómsveit mun spila með þeim
en tónlistarstjóri er Flosi Einars-
son. Efnisskráin verður viðamik-
il, allar munu þær koma fram sjálf-
stætt en þær syngja einnig saman.
„Það verður allur gangur á þessu.
Við verðum allar með einsöngslag,
við syngjum tvær og tvær saman og
svo allar saman. Þetta verður fjöl-
breytt, skemmtilegt og mjög jóla-
legt,“ segir Ylfa að lokum. Forsala á
tónleikana er í Eymundsson Akra-
nesi og er miðaverð í forsölu 3.990
kr. grþ
„Dætur dalsins“ er yfirskrift á fyr-
irlestri sem Óskar Guðmunds-
son flytur um konur úr Reyk-
holtsdal þriðjudaginn 26. nóvem-
ber kl. 20:30 í Snorrastofu. Hann
mun þar fjalla um ævi og örlög
tíu kvenna á tíu alda skeiði. Elsta
konan er frá tíundu öld en flest-
ar þeirra eru frá seinni hluta nítj-
ándu aldar og fyrri hluta 20. ald-
ar. Allar eiga þær það sameigin-
legt að hafa átt heima um lengri
eða skemmri tíma í dalnum:
Reykholti, Deildartungu, Hurð-
arbaki, Breiðabólsstað, Hofstöð-
um og fleiri bústöðum hér í sveit-
um. Boðið verður uppá kaffiveit-
ingar og umræður. Aðgangur er
kr. 500.
-fréttatilkynning
Óskar Guðmundsson.
Konur Reykholtsdals verða
umfjöllunarefni fyrirlestra í héraði
Jólasöngdætur Akraness verða með hátíðlega og skemmtilega jólatónleika í
Bíóhöllinni í desember. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Jólin koma með Söngdætrum
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
Finndu þinn
eigin fatastíl
SÍMI: 435 1260
FOSSHÓTEL REYKHOLT
www.fosshotel.is
320 REYKHOLT
reykholt@fosshotel.is
FAX: 435 1206
Það verður dýrindis jólahlaðborðsveisla á Fosshótel
Reykholti dagana 7. og 14. desember og hefst kl. 19:00.
Jólahlaðborð
Verð: 6.800 kr. á mann.
Dansatriði frá tveimur ungum og upprennandi
danspörum, Ármanni og Ernu og einnig Jóhanni og Rakel.
Bókaðu núna í síma 435 1260
eða á reykholt@fosshotel.is
Okkar rómaða
jólahlaðborð
á Fosshóte
l Reykholt
i
Tilboð fyrir hópa, 10 eða fleiri
Verð: 6.200 kr. á mann.
Gistitilboð á jólahlaðborðskvöldunum
Tveggja manna herbergi með
morgunverði og jólahlaðborð að auki,
á 25.990 kr. eða 12.950 kr. á mann.
Aukanótt, á föstudegi eða sunnudegi,
er á 13.000 kr. eða 6.500 kr. á mann.
Eins manns herbergi með morgunverði
og jólahlaðborð að auki á 15.800 kr.
Aukanótt, á föstudegi eða sunnudegi, er
á 10.000 kr. og er morgunverður innifalinn.