Skessuhorn - 20.11.2013, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013
Að undanförnu hafa staðið yfir hjá
Skagaleikflokknum æfingar á leik-
riti sem skrifað hefur verið um
kvenskörunginn Guðnýju Böðv-
arsdóttur í Görðum, móður Snorra
Sturlusonar. Vel er við hæfi að æft
hefur verið í Safnaskálanum í Görð-
um og þar verður frumsýnt fimmtu-
dagskvöldið 28. nóvember. Fjórar
konur fara með tvö hlutverk í leikn-
um, en það er Guðbjörg Árnadótt-
ir margreynd leikkona hjá Skaga-
leikflokknum sem leikur Guðnýju.
Aðrir leikarar eru Lilja Rut Bjarna-
dóttir, Erla Gunnarsdóttir og Þór-
dís Ingibjartsdóttir. Þessari leiksýn-
ingu um sögu Guðnýjar á Görðum
hafa fylgt nokkrar fæðingarhríðir ef
svo má segja, frá því stjórn Skaga-
leikflokksins fékk Óskar Guð-
mundsson rithöfund í Reykholti
til að skrifa handrit. Óskar skilaði
reyndar handritinu á réttum tíma
í september 2012, en tafir urðu á
því að setja leikritið á svið af ýms-
um ástæðum. Í samtali við Skessu-
horn sagði Guðbjörg Árnadóttir
að ástæðan fyrir því að Skagaleik-
flokkurinn fékk Óskar til að skrifa
leikritið um Guðnýju, væri uppruni
hennar og tenging við Skagann
bæði sem áhrifakonu á Sturlunga-
öld á Íslandi og keltnesku tenging-
unni en hennar ætt var komin frá
írskum konungum. „Okkar rann
blóðið til skyldunnar að minnast
þáttar Guðnýjar í sögunni og þessi
hugmynd að minnast hennar hef-
ur verið lengi í fæðingu. Þegar síð-
an Óskar Guðmundsson skrifaði
mikla bók um Snorra kom upp sú
hugmynd að fá hann til að skrifa
um Guðnýju. Við vissum að Ósk-
ar hafði kynnt sér hennar sögu og
dregið hana fram að hluta, enda sá
sagnfræðingur í landinu sem hvað
mest hefur lagt sig eftir að kynnast
sögu kvenna, sem oft er lítið getið í
sögunni,“ segir Guðbjörg.
Þrjár í hlutverki
Ingibjargar
Í handriti Óskars að leikritinu voru
tvær persónur. Það er Guðný sem
segir söguna og er að spjalla við
sonardóttur sína Ingibjörgu dótt-
ur Snorra. Þegar síðan leikstjóri var
ráðinn síðasta vor, Jakob S. Jónsson,
var kannað hve margar konur voru
tilbúnar að leika. Þær reyndust vera
fjórar. „Það er sama hugsu n hjá
Skagaleikflokknum og á mörgum
öðrum stöðum að finna hlutverk
fyrir alla sem vilja vera með. Með
spuna á æfingum þróast þetta út í
það að þær urðu þrjár Ingibjargirn-
ar á sitt hvoru aldursskeiðinu, all-
ar mjög skemmtilegar,“ segir Guð-
björg. En hvernig gengur henni að
fást við hlutverk Guðnýjar á Görð-
um? „Hún gerist stöðugt ágengari,
er alltaf að komast meira og meira
inn í mig. Mér finnst mjög gaman
að geta sagt hennar sögu og geta
sagt frá henni. Helst vil ég skapa þá
stemningu að fólk vilji vita meira
um hana, eins og reyndar einn gest-
ur á æfingu hjá okkur orðað það, að
hann vildi bara vita meira um Guð-
nýju. Hún segir sögur, margar sög-
ur.“
Sögusviðið spannar
Vesturland
Leikritið um Guðnýju í Görðum
tekur ekki nema tæpan klukku-
tíma í flutningi og Guðbjörg segir
að Skagaleikflokkurinn vonist til að
það verði ekki bara Akurnesingar og
næstu nágrannar sem komi til að sjá
það. Heldur muni leikurinn vekja
áhuga fólks á sögusvæði Guðnýj-
ar sem spannar um vítt Vesturland.
Hún Ólst upp í Görðum á Akranesi
þar sem Böðvar faðir hennar var
goðorðsmaður. Bjó lengi í Hvammi
í Dölum með manni sínum Sturlu
Þórðarsyni sagnaritara og síðan eft-
ir dauða hans hjá syninum Snorra í
Reykholti. „Saga Guðnýjar er stór-
merkileg og forvitnileg fyrir ýmsar
sakir,“ sagði Guðbjörg Árnadóttir
að endingu.
Í leikskrá segir leikstjórinn Jakob
S. Jónsson: „ Það er unaður að fá
að starfa með leikfélagi og leikhópi,
sem sýnir bæði metnað og djörf-
ung, eins og Leikfélagið Skaga-
leikflokkurinn gerir. Það hefur ver-
ið skemmtilegt að sökkva sér ofan í
spennandi sögu um nánast óþekkta
konu og taka þátt í að gefa henni líf
og umgjörð. Handrit Óskars er haf-
sjór af fróðleik og leikgleði þessara
frábæru kvenskörunga sem standa á
sviðinu gleður og kætir. Vita Skaga-
menn hvað þeir eru heppnir að eiga
Leikfélagið Skagaleikflokkinn?“
þá
Hátíðartónleikar Tónlistarfélags
Borgarfjarðar, sem haldnir eru í
samvinnu við Reykholtskirkju og
Vesturlandsprófastsdæmi, verða í
Reykholtskirkju sunnudagskvöld-
ið 24. nóvember næstkomandi og
hefjast kl. 20.00. Á efnisskrá tón-
leikanna verða verk eftir tónskáldin
Jean Francaix, Michael Pretorius,
Michael Nyman, Johann Sebastian
Bach, Heinrich Schuts og Astor Pi-
azzolla.
Íslenski saxófónkvartettinn er
fyrsti og eini starfandi klassíski
saxófónkvartettinn á Íslandi en
hann skipa Vigdís Klara Aradóttir
sópran-saxófónn, Sigurður Flosa-
son alt-saxófónn, Peter Tompkins
tenór-saxófónn og Guido Bäumer
barítón-saxófónn. Aðgangseyrir
er 1500 krónur, 1000 krónur fyrir
eldri borgara og frítt fyrir börn og
félaga í Tónlistarfélaginu.
-fréttatilkynning
Leiklistarlíf Borgfirðinga verð-
ur með blómlegum hætti í vet-
ur líkt og síðustu ár og eru þrjú
leikverk nú þegar í undirbún-
ingi sem öll verða frumsýnd eft-
ir áramót. Í Þinghamri á Varma-
landi ætla félagar í leikdeild Umf.
Stafholtstungna að setja upp leik-
verkið Allt í plati eftir Þröst Guð-
bjartsson en Þröstur sjálfur ann-
ast leikstjórn. Að sögn Ásgeirs Ás-
geirssonar á Þorgautsstöðum, for-
manns leikdeildarinnar, eru æf-
ingar hafnar og er stefnt að því að
æfa eitthvað fram í desember uns
gert verður hlé vegna jólaundir-
búnings. „Síðan höldum við áfram
eftir áramót og stefnum að frum-
sýningu um miðjan janúar.“ Ásgeir
segir að þetta verði í fyrsta skipti
síðan 2007 sem Umf. Stafholts-
tungna setur leikrit á svið í Þing-
hamri og því orðið tímabært að
dusta rykið af fjölunum í félags-
heimilinu. Hann segir 12 leikara á
öllum aldri taka þátt í sýningunni,
þar af fimm á grunnskólaaldri, en
að auki kemur hópur fólks til með
að aðstoða við uppfærsluna með
einum eða öðrum hætti.
Grease á svið
í Hjálmakletti
Leiklistarhópur Nemendafélags
Menntaskóla Borgarfjarðar hef-
ur einnig hafið æfingar en hóp-
urinn ætlar að setja á svið söng-
leikinn Grease í Hjálmakletti í
Borgarnesi. „Æfingar eru hafn-
ar og er mikil stemning í hópn-
um fyrir verkinu en alls erum við
20 sem leikum,“ segir Ingibjörg
Jóhanna Kristjánsdóttir formað-
ur leiklistarhóps NMB, en hún
er frá Snorrastöðum í Kolbeins-
staðahreppi. „Leikstjóri er Bjarni
Snæbjörnsson en það var mik-
il ánægja með hann þegar hann
leikstýrði Litlu hryllingsbúðinni í
fyrra. Þetta verður flott sýning á
ég von á með dansi og söng eins
og fólk kannast við. Við stefnum á
að frumsýna í lok janúar og verða
sýningardagar auglýstir þegar þeir
liggja fyrir.“
Stöngin inn
í Lyngbrekku
Þriðja verkið sem er í undirbún-
ingi er loks verðlaunaleikrit-
ið Stöngin inn eftir Guðmund
Ólafsson sem leikdeild Umf.
Skallagríms hyggst frumsýna í
byrjun mars á næsta ári í félags-
heimilinu Lyngbrekku á Mýr-
um. Æfingar eru ekki hafnar en
fyrsti samlestur fer fram sunnu-
daginn 1. desember nk. í húsnæði
tónlistarskólans í Borgarnesi. Að
sögn Olgeirs Helga Ragnarsson,
formanns leikdeildar Skallagríms,
er stefnan sú að byrja einhverjar
æfingar í desember, æfa söngat-
riði í janúar og loks æfa á fullu í
febrúar. Búið er að tryggja starfs-
krafta Rúnars Guðbrandssonar
sem leikstjóra en að sögn Olgeirs
hefur leikdeildin verið ánægð
með samstarfið við hann í gegn-
um tíðina. Olgeir vildi að lokum
hvetja alla áhugasama til að mæta
á samlesturinn og taka þátt í upp-
færslunni. hlh
Íslenski saxó-
fónkvartettinn
á hátíðartón-
leikum
Þrjú leikverk í undirbúningi í Borgarbyggð
Frá sýningu Leikhóps NMB á Litlu Hryllingsbúðinni síðasta vetur. Ljósm. Guðrún Jónsd.
Guðný á Görðum komin á fjalirnar
hjá Skagaleikflokknum
Leikendur í sýningunni, Lilja Rut Bjarnadóttir, Erla Gunnarsdóttir, Guðbjörg
Árnadóttir og Þórdís Ingibjartsdóttir.
Guðbjörg Árnadóttir leikur Guðnýju í Görðum.