Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 20.11.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 2013 ur hina gestina, sem sitja þarna einnig yfir hádegisverði. Eru þeir frá Moskvu? Flestir, en líka ýms- ir lengra að komnir. Þarna sjáum við t.d. fólk, sem við giskum á að sé austan úr landinu, það ber svo sterkan svip Mongólanna. Við hornborðið andspænis okkur eru þrír Indverjar í þjóðbúningi. Að snæðingi loknum ökum við út í borgina aftur og ætlum til ein- hverra vinnustaða. Til þess þurf- um við þó ekki langt að fara, því alls staðar er verið að byggja. Rífa niður gömlu hverfin, reisa þar á ný stílhrein og vönduð hús. Bygg- ingarnar eru margar hlaðnar úr steini, og mikið notaðar vélar, m. a. byggingakrani, sem Rússar tóku í notkun fyrir nokkrum árum og er mjög stórvirkur. Við komum í nýtt hverfi og sjáum þar átta hæða verka- mannabústaði í smíðum og aðra, sem lokið hefur verið við. Með okkur er byggingarfulltrúi, virðu- leg eldri kona, sem ætlar að sýna okkur bústaðinn og fræða okk- ur eitthvað nánar. Við skoðum 2 – 4 herbergja íbúðir. Þær eru rúmgóðar og þægilegar. Stofur og gangar eru veggfóðruð með máluðum loftum. Eldhús og bað- herbergi lakkmálað. Parket gólf. Leigan eftir íbúðirnar er reiknuð eftir stærð íveruherbergja, eldhús, gangar og baðherbergi ekki reikn- uð með, og er gjaldið 1,60 – 1,80 rúblur á fermeter. Íbúðirnar eru flestar líkar, eldhús t.d. öll eins. Þarna komum við í stórt, sérstakt herbergi, til hvers er það ætlað? Jú, það á að vera leikherbergi fyr- ir börn þriggja fjölskyldna, og er gegnt úr öllu íbúðum í það. Að öðru leyti eru þær eins aðskildar og mögulegt er í sambyggingum. Fulltrúinn segir okkur með- al annars að daglega sé flutt í 25 íbúðir að meðaltali. Rætt við verkafólk Sökum þess, að sunnudagur er í dag, getum við ekki séð fólkið að störfum, en til að bæta það upp að nokkru leyti skulum við fara í skyndiheimsóknir, og við veljum sjálf af handahófi það fólk, sem við tölum við. Innan hverrar iðngreinar er mönnum skipt í flokka t.d. í véla- iðnaðinum eru flokkarnir átta. Fjöldi flokkanna er háður því hve margþætt starfsgreinin er, og get- ur þá fjöldi flokkanna aukist, t.d. í málmiðnaðinum, þar sem fram- leiðslan er mjög fjölþætt, eru flokkarnir tólf. Í einfaldari grein- um eru þeir venjulega sex, og jafn- vel niður í fjóra. Í hverri iðngrein er til handbók með kauptextum og kröfum um vinnuhæfni og afköst í sambandi við þá. Ef flett er upp í þessum bókum sést hvers er krafist í vinnu til að uppfylla hvern flokk. Þannig er hægt hlutlaust að skipa mönn- um í launaflokka. Fyrst hittum við faglærðan múr- ara. Hann er í 5. launaflokki, mán- aðarlaunin fyrir átta stunda vinnu eru 1.800 rúblur. Konan hans vinnur ekki utan heimilis. Hann býr í tveggja herbergja íbúð, og greiðir í leigu 32 rúblur á mánuði, þar í er falið ljós og hiti. Gjald til verkalýðsfélagsins er eitt prósent af laununum. Verkalýðsfélögin fara einnig með fé það, sem kemur frá almennings- tryggingunum, en til þeirra greiða verksmiðjur og önnur atvinnufyr- irtæki – ekki einstaklingar. Trygg- ingarnar greiða alla læknishjálp og dvöl á hvíldarheimilum. Sjúkra- laun eru greidd frá fyrsta degi, þar til starf er hafið að nýju. Öryrkjar fá örorkulaun greidd af ríkinu, allt að 100 prósent meðallauna síðustu 12 mánaða. Án tillits til vinnugetu hefur verkafólk rétt til ellilauna, karlar 60 ára, konur 55 ára, 50 – 60 prósent af meðallaunum. Fyr- ir karlmenn í námuvinnu eða við aðra erfiða vinnu (þar vinna kon- ur ekki) er aldurstakmark fyrir elli- laun 50 ár. Ef fólk heldur áfram störfum eft- ir þennan tíma fær það sín laun, og þar að auki ellilaunin. Þegar talin eru öll hlunnindi sem fólkið fær í tryggingum o. fl. má gera ráð fyrir að það svari til þriðjungs launa. Við tölum næst við tvær stúlkur sem starfa í vélaverksmiðju. Önnur er ófaglærð og hefir unnið þar síðastliðið ár. Hún hef- ur 700 rúblur í mánaðarlaun fyrir 8 stunda vinnu. Hin er faglærð og hefir starfað við fyrirtækið síðan 1946. Hennar laun eru 1.000 rúbl- ur. Þær hafa, eins og allt starfsfólk verksmiðjunnar ókeypis vinnuföt og skó. Gjaldið til verkalýðsfélags- ins er eitt prósent, en þeir sem hafa lægri mánaðarlaun en 700 rúblur greiða hálft prósent. Þær búa í herbergjum, sem verksmiðjan leigir starfsfólkinu, og er leigan 28 rúblur á mánuði. Þar í er falin þjónusta, aðgangur að eldhúsi með áhöldum, setustof- um með bókum o.fl. til dægradval- ar og klúbbsal fyrir félagsstarfsemi og dans. Hádegisverður er framreiddur í matsal verksmiðjunnar, og kost- ar 4 – 6 rúblur. Þegar sú stúlkan, sem hefir lægri launin hefir greitt sín föstu mánaðarlegu gjöld, á hún eftir til eigin nota 515 rúblur. Að lokum höfum við tal við ófaglærða stúlku, sem stjórnar byggingakrana. Með henni vinna 9 í flokki, sem vinnur í akkorði. Ak- korðið miðast við allan flokkinn, en launin skiptast eftir launaflokki hvers einstaklings. Þessi stúlka er í 4. flokki. Hennar laun eru 7 – 800 rúblur á mánuði. Farið í óperuna Nú ljúkum við þessum heimsókn- um og ökum heim á hótel. Við höf- um dvalist úti lengur en við ætluð- um, svo aðeins er tími til að skipta um föt fyrir leikhúsið, kvöldverð- urinn verður að bíða. Við ökum til Bolsoj-leikhússins, áður en lang- ur tími er liðinn sitjum við í stúku skammt frá sviðinu. Tjaldið lyftist, óperan „La Trav- iata“ er hafin. Hún er flutt af ýms- um þekktustu söngvurum Sov- étríkjanna, og er flutningurinn í samræmi við það. Einkum er það hlutverk Vio- lettu, og hlutverk föður Alfreds, frábærlega vel leikin og sungin, en með hlutverk föðursins fer Pa- vel Lisitsian. Hjómsveitinni, sem skipuð er 50 – 60 manns, stjórnar ungur maður, rúmlega tvítugur af mikilli nákvæmni og öryggi. Það er óþarft að fjölyrða um óperuna, því að flest höfum við séð hana áður og mörg okkar lesið sögu A. Dumas, sem óperan bygg- ist á. „La Traviata“ er í fjórum þátt- um. Í hléunum sitjum við ýmist kyrr og virðum fyrir okkur leik- húsið og fólkið, eða göngum nið- ur í veitingasalina. Bolson teatr, eða Stóra leikhúsið, eins og nafnið þýðir, er mjög fag- urt, skreytt málverkum og gylltu flúri. Á sætunum er rautt plussá- klæði. Leikhúsið var byggt 1883. Það tekur um 2.300 manns og er ávallt þétt setið við sýningar. Áheyrendur eru á ýmsum aldri, allt frá börnum til hvíthærðra öld- unga. Fólkið er látlaust klætt. Eng- inn samkvæmisklæðnaður, hver kemur í leikhús klæddur eftir eigin smekk og ástæðum. Við göngum niður í veitingasal- ina, og er þar margt um manninn. Þar kynnumst við framleiðsluað- ferð, sem við höfum ekki séð áður, og þætti sennilega ekki gróða- vænleg fyrst í stað í okkar landi. Við setjumst við borð í salnum. Á það hefir þegar verið borið smurt brauð, rjómakökur, smákökur af ýmsum gerðum, 6 – 7 tegundir af öli, glös – og flöskulykill. Við eig- um að afgreiða okkur sjálf, og eng- inn fylgist með hvers við neytum. Síðan förum við að barnum og greiðum það, sem við höfum tek- ið. Við barinn er einnig hægt að fá keypt sælgæti, ís, smurt brauð, öl og létt vín. Í næsta sal, sem ætlaður er fólk- inu til að ganga um í og reykja, sjáum við annað, nýtt okkar aug- um. Salurinn er ekki stór miðað við fólksfjöldann, sem þarna er, en samt er mikill hluti hans auð- ur. Hvers vegna? Svarið er einfalt. Fólkið gengur flest í hring í saln- um hvað á eftir öðru, svo að aldrei myndast troðningur eða þrengsli. Þetta er góður siður, sem enginn getur tapað á, og mættum gjarnan innleiða hann í okkar kvikmynda- hús og leikhús. Þegar óperan er úti, og tjald- ið fellur í lok síðasta þáttar ætl- ar fagnaðarlátum áhorfenda aldrei að linna. Leikendur eru kallað- ir fram á sviðið, einu sinni, tvisv- ar – sjö sinnum (!) mega þeir koma fram og taka á móti verðskulduðu þakklæti og hrifningu áheyrenda sinna, sem í kvöld, eins og venju- lega skipa hvert sæti hússins. Á eftir sýningu eigum við ánægjulega stund með söngvaran- um Pavel Lisitsian, og að endingu biður hann okkur fyrir kveðju til allra vina sinna á Íslandi. Kvöldverður og heimför Nú er þessum degi í Moskvu að ljúka. Í síðasta sinn förum við heim á hótel, og nú til kvöldverð- ar. Hvert sæti í salnum er skipað, nema þau, sem okkur eru ætluð. Hljómsveit, skipuð fimm mönn- um leikur valsa, foxtrott, tangó, eitt lag í einu, á milli eru smá hlé. Flestir sitja að snæðingi, og á mörgum borðunum er vín, mest ber á „þjóðardrykknum“ Vodka, en einnig ýmsum fleiri tegundum sterkra og léttra vína. Fólkið skemmtir sér af hjart- ans list, dansar og er glatt. Enginn sést drukkinn, og mun það sjald- gæft í þessu landi að sjá á mönnum merki Bakkusar og stafar það bæði af sterku almenningsáliti gegn því og þeirri venju að neyta aldrei víns nema með mat, þótt það sé al- mennt um hönd haft og við mörg tækifæri. Þegar við höfum lokið snæð- ingi dveljumst við þarna enn um stund, og okkur finnst við vera í fé- lagsskap hinna gestanna, þótt við þekkjum þá ekki. Það eru misjöfn áhrif, sem mað- ur verður fyrir þegar komið er inn í sal fullan af fólki, þetta kannast allir við. Ýmist er „andrúmsloftið“ þann- ig, að manni finnst sér ofaukið, eða, þegar allir eru glaðir og sam- taka um að skemmta sér. Þessi kvöldstund er þannig stemmd, því njótum við þess að dveljast þarna meðal þessa fólks, sem býður okkur velkomin með látleysi sínu og alúð. Klukkan tvö eftir miðnætti yfir- gefum við borgina og – erum aft- ur heima. Ég þakka ykkur samveruna. Unnur Leifsdóttir Aðgöngupassi Unnar Leifsdóttur að Rauða torginu þar sem hópurinn heimsótti meðal annars grafhýsi Leníns. Nafn hennar er handskrifað með kyríllísku letri. Á Rauða torginu í Moskvu á byltingarafmælisdaginn 7. nóvember 1953. F. v. Rafn Gestsson, Pétur Pétursson, Sigursveinn Jóhannesson, Unnur Leifsdóttir, Stefán Þorleifsson, Ragnar Gunnarsson, Eben Ellefsen og Sigurður Blöndal með pípuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.