Skessuhorn


Skessuhorn - 20.11.2013, Qupperneq 28

Skessuhorn - 20.11.2013, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20 . NÓVEMBER 2013 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Björk og Birkir eru drykkir unnir úr íslensku birki, vatni og hágæða kornspíra. Fyrir um þremur árum síðan fór framleiðandi drykkj- anna, Foss Distillery, af stað með vöruþróunarverkefni sem leiddi til þess að Björk og Birkir urðu til og komu fyrstu flöskurnar á markað haustið 2011. Drykkirnir eru fram- leiddir í áfengisgerð Pure Spirits við Vallarás í Borgarnesi, fyrirtæki sem hefur verið starfrækt um nokk- urra ára skeið. „Björk er sætur líkjör og Birk- ir er frísklegur snaps. Drykkjun- um er ætlað að fanga upplifunina af hlýrri íslenskri vornótt, augnablik- inu þegar döggin sest á blöð bjark- arinnar í skógivaxinni hlíðinni,“ segir í ljóðrænni lýsingu framleið- endanna á drykkjum þessum. Bæði Björk og Birkir eru unnin úr birk- isafa sem er safnað úr trjánum að vori og unnin í náttúrulegt sýróp sem gefur ferskt og eftirminnilegt bragð. Í hverri flösku er grein af birkitré úr Hallormsstaðaskógi sem gefa flöskunum sérstakt og nátt- úrulegt yfirbragð. „Foss Distillery vill gera sem minnst rask á náttúru landsins og því er birkigreinunum sem notaðar eru við framleiðsluna safnað úr trjám sem falla til þegar Hallormsstaðaskógur er grisjaður til að auðvelda vöxt hans. Birkilaufið er notað sem ein- kennismerki á umbúðum drykkj- anna enda er birkið auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og silfur- litum pappírskenndum berki. Við landnám Íslands er talið að allt að þriðjungur landsins hafi verið þak- inn birkiskógi og hefur birkið því aðlagast vel íslenskum veðrum og vindum. Birkið hefur margvíslega heilsusamlega eiginleika. Í gegn- um aldirnar hefur kraftmikið birkið verið notað sem lækningajurt enda notuðu forfeður okkar það til að efla heilsu sína. „Björk og Birkir eru tilvalin sem gjöf fyrir þá sem vilja senda vin- um og vandamönnum bragðgóða kveðju frá Íslandi um leið og þeim er gefið tækifæri til að dreypa á ís- lenskri náttúru. Á flöskunum eru upplýsingar um uppruna drykkj- anna og hvernig best er að njóta þeirra, ýmist eina og sér eða með öðru. Hægt er að fá Björk og Birki saman í gjafaöskjum. Stærri askj- an inniheldur tvær 50 cl flöskur og minni askjan fjórar 50 ml flöskur. Drykkina er hægt að fá í Vínbúð- unum, í Leifsstöð og í flugvélum Icelandair,“ segir í tilkynningu frá Foss Distillery. mm Í Morgunblaðinu 12. nóvember sl. birtist grein með þessu nafni rituð af fáeinum starfsmönn- um Landbúnaðarháskóla Ís- lands. Það var niðurstaða starfs- mannanna að Landbúnaðarhá- skóli Íslands ætti sér ekki sjálf- stæða framtíð og farsælast væri að leggja stofnunina niður og sameina Háskóla Íslands. Rök þessara starfsmanna voru helst þau að með því myndi rann- sóknastarfsemi á fræðasviðum skólans styrkjast og ómögulegt væri að viðhalda rannsóknarum- fangi skólans við núverandi að- stæður. Viðhorf þessara starfs- manna skólans til hlutverks hans og mikilvægi í fag- og fræðastarfi fyrir íslenskt samfélag virðast vera ákaflega þröng og í raun ill- skiljanleg, ekki síst í ljósi þess að skólinn hlaut mikla viðurkenn- ingu í nýlegri úttekt utankom- andi aðila á faglegri stöðu hans. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur margþættu hlutverki að gegna og miklu víðtækara en fram kemur í umræddri grein og meira en margir gera sér grein fyrir. Landbúnaðarháskóli Ís- lands býður upp á nám á tveimur skólastigum og er þar af leiðandi bæði fagstofnun landbúnaðar- ins og fræðastofnun. Í heimi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir mat getum við Íslendingar orð- ið meiri og virkari þátttakendur í að miðla en hingað til og það ætti því að skapa skólanum mikil tækifæri og möguleika til þess að eflast undir eigin merkjum. Auk hlutverks skólans í fram- tíðarþróun fræðasviða hans, hef- ur hann mikilvægt hlutverk í samfélaginu þar sem hann starf- ar. Niðurstöður rannsókna leiða í ljós að þessi áhrif háskóla á samfélög geta verið mjög víð- tæk. Háskólar hafa alltaf bein og óbein efnahagsleg áhrif með starfsemi sinni þar sem nemend- ur og starfsmenn leiða til ákveð- inna margföldunaráhrifa sem neytendur og skattgreiðendur. Háskólar geta virkað sem að- dráttarafl á staðsetningu opin- berra stofnana og einkafyrir- tækja. Dæmi um þetta er flutn- ingur og stofnun rannsókna- stofnana og fræðasetra í ná- grenni við háskóla. Háskólar eru taldir styðja við fyrirtæki í ná- grenni þeirra og verka sem hvati á stofnun fyrirtækja. Þessi fyrir- tæki eru gjarnan stofnuð af nem- endum um framleiðslu eða þjón- ustu á grundvelli rannsóknarnið- urstaðna. Þessi áhrif Landbún- aðarháskólans á nærsamfélagið hér eru þegar mjög greinileg og þýðingarmikil. Sameining Landbúnaðarhá- skólans og Háskóla Íslands fel- ur ekki í sér fjárhaglega hagræð- ingu en það myndi sú aðgerð að flytja alla starfsemina af höfuð- borgarsvæðinu að Hvanneyri leiða af sér og þar með fullnýta þær miklu byggingar staðarins, og fá þeim viðeigandi hlutverk í framtíðarstarfi skólans. Það má vel vera að þeir starfs- menn Landbúnaðarháskólans sem skrifa umrædda grein telji sínum frama betur borgið inn- an Háskóla Íslands, en að vera áfram í framvarðarsveit fræði- manna sjálfstæðs Landbúnað- arháskóla til eflingar íslensk- um landbúnaði og matvælafram- leiðslu. Það er hinsvegar sjónar- mið sem er í algjörri andstöðu við atvinnuveginn, þingmenn kjördæmisins, forsvarsmenn sveitarfélagsins, margra starfs- manna skólans og fjölmargra vel- unnara skólans. Það verður fróð- legt að fylgjast með framvindu þessa máls og þá einkanlega að fylgjast með stefnu mennta- og menningarmálaráðherra. Mun hann fylgja eftir sjónarmiðum fámenns hóps starfsmanna skól- ans eða treysta þeim sjónarmið- um sem komið hafa fram hjá yf- irgnæfandi meirihluta þess hóps sem tekið hefur upp baráttu fyr- ir því að skólinn haldi áfram sem sjálfstæð mennta- og rannsókna- stofnun. Í þeim hópi er sveitar- félagið Borgarbyggð og sam- tök íslenskra bænda sem hafa lýst áhuga sínum á að koma með virkum hætti að því að tryggja skólanum starfsgrundvöll til að efla íslenskan landbúnað og gegna lykilhlutverki í auðlinda- nýtingu og umhverfisvísindum framtíðarinnar. Magnús B. Jónsson, Hvanneyri. Pennagrein Framtíð Landbúnað- arháskóla Íslands Björk og Birki ætlað að fanga upplifun hlýrrar vornætur Pennagrein Sumarið á milli grunnskóla og framhaldsskóla skiptir sköpum Foreldradagur Heimilis og skóla verður haldinn í Hjálmakletti, Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgar- nesi, næsta föstudag, 22. nóvember. Allir eru velkomnir, kennarar og for- eldrar og aðrir sem láta sig málefni barna varða og aðgangur er frír! Dagurinn verður tileinkaður for- vörnum í víðu samhengi. Rannsókn- in Ungt fólk 2013, unnin af Rann- sóknum og greiningu, leiddi í ljós að mánuðirnir þrír á milli grunn- skóla og framhaldsskóla geta skipt sköpum varðandi áfengis- og vímu- efnaneyslu. Sérfræðingar kynna nýj- ustu niðurstöður rannsóknarinnar og helstu niðurstöður nýjustu SAFT könnunarinnar um örugga netnotk- un, sem hafa verið mikið í fjölmiðl- um undanfarið. SAFT kannanirnar sýna að heilt yfir eru börnin að standa sig vel á net- inu og hafa verið að bæta sig gegn- um árin. Við fullorðna fólkið þurfum hins vegar að vera vakandi og upp- færa okkur um það sem er að gerast á tímum hraða og breytinga. Þá verður farið í leiðir til að koma í veg fyrir einelti og viðbrögð við því og hvernig bregðast má við net- fíkn og áfengis- og vímuefnaneyslu barna. Það er von stjórnar og starfs- fólks Heimilis og skóla að foreldrar fjölmenni á Foreldradaginn og taki þátt í umræðunni um þetta mikil- væga málefni. Kennarar eru að sjálf- sögðu velkomnir líka, enda eru skoð- anaskipti heimila og skóla mikilvæg fyrir velferð barna okkar. Heimili og skóli eru landssamtök sem hafa það að markmiði að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og veita þeim stuðning og hvatningu til virkrar þátttöku í skólasamfélaginu. Foreldradagurinn er ein leið samtak- anna til að stuðla að auknum áhuga, ábyrgð og áhrifum foreldra á skóla-, uppeldis- og fjölskyldumál. Þetta er í þriðja sinn sem Foreldradag- ur Heimilis og skóla er haldinn en fyrsta skipti á landsbyggðinni. Niðurstöður heils árs rannsóknar í 30 grunnskólum í Bandaríkjunum, sem prófessorar í Warwick háskóla stóðu fyrir árið 2007, eru þær að virk þátttaka foreldra í öllu skólastarfi hefur marktækt forvarnargildi og bein áhrif á námsárangur nemenda. Þá er ekki aðeins átt við samstarf um viðburði, heldur einnig beina þátt- töku foreldra í stefnumörkun skóla. Allir geta mætt á Foreldradaginn í Borgarnesi 22. nóvember og feng- ið ókeypis fræðslu og styrk við upp- eldið. Ása Sigurlaug Harðardóttir. Höf. er stjórnarmaður í stjórn Heimilis og skóla.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.