Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Page 8

Skessuhorn - 08.01.2014, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Fresti nauð- ungarsölum LANDIÐ: Í ljósi nýrra laga sem samþykkt voru á Alþingi skömmu fyrir jól um frest­ un á nauðungarsölum, skor­ ar stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna á fjármálastofn­ anir að samþykkja umsókn­ ir gerðarþola, sem nýlega hafa misst heimili sín, um að upp­ boð gangi ekki endanlega í gegn fyrr en eftir 1. septem­ ber 2014. „Frestun fram yfir 1. september í þeim tilfellum þar sem nauðungarsala hefur þegar farið fram (en samþykk­ isfrestur er ekki útrunninn) er háð samþykki gerðarbeiðanda. Þeir sem standa í þessum spor­ um eiga því allt undir því að viðkomandi fjármálafyrirtæki samþykki frestinn,“ segir í til­ kynningu frá Vilhjálmi Bjarna­ syni f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna. –mm Samdráttur í afla og verð- mætum milli ára HB-GRANDI: Afli skipa HB Granda í fyrra nam tæplega 188 þúsund tonn­ um og aflaverðmætið var um 16.752 milljónir króna. Þetta er um 5,5% samdrátt­ ur frá árinu 2012 þegar afl­ inn var tæplega 199 þúsund tonn og aflaverðmætið um 17.740 milljónir króna. Afla­ samdráttinn á árinu má aðal­ lega skrifa á trega síldveiði í lok ársins en þegar á heildina er litið voru uppsjávarveiði­ skipin með rúmlega 135 þús­ und tonna afla í fyrra en hátt í 149 þúsund tonn á árinu 2012. Aflahæst uppsjávar­ skipanna var Ingunn AK með rúmlega 47.100 tonna ársafla og aflaverðmæti upp á tæp­ ar 1.769 milljónir króna. Af frystitogurunum var Örfir­ isey RE aflahæsta skipið með 9.525 tonn og einnig með mesta aflaverðmætið, tæp­ lega 2.271 milljón króna. –þá Virkjanarekst- ur OR færður undir eigið félag SV-LAND: Orkuveita Reykjavíkur hefur sett á fót opinbert hlutafélag sem tók um áramótin við rekstri virkj­ ana Orkuveitu Reykjavíkur og allri raforkusölu. Fyrirtækið heitir Orka náttúrunnar. Til­ urð þess á að uppfylla ákvæði raforkulaga um aðskiln­ að sérleyfis­ og samkeppnis­ starfsemi. Viðskiptavin­ ir Orku náttúrunnar eru um 75.000 talsins, allt frá heim­ ilum til álvers. Orka náttúr­ unnar verður næststærsti raf­ orkuframleiðandi á landinu og það sölufyrirtæki rafmagns sem hefur flesta viðskiptavini. Þær virkjanir sem Orka nátt­ úrunnar á og rekur eru jarð­ varmavirkjanirnar á Hellis­ heiði og á Nesjavöllum og tvær vatnsaflsvirkjanir; Anda­ kílsárvirkjun og Elliðaárstöð. Í jarðvarmavirkjununum er jafnframt framleiddur rúm­ lega helmingur þess hitaveitu­ vatns, sem nýttur er á höfuð­ borgarsvæðinu. Vatnsveita, hitaveita, fráveita og dreifing rafmagns verður áfram rekin undir merki OR. ­mþh Lengi býr að fyrstu gerð. Svo á við í tilfelli Unnars Bergþórssonar frá Húsafelli í Borgarfirði sem nýverið var ráðinn sem verkefnastjóri nýrr­ ar ferðaþjónustudeildar auglýsinga­ stofunnar Pipar/TBWA í Reykja­ vík. Nefnist deildin Pipar/Travel. Unnar er 27 ára gamall og er sonur hjónanna Bergþórs Kristleifssonar og Hrefnu Guðrúnar Sigmarsdótt­ ir hjá Ferðaþjónustunni á Húsafelli. Þrátt fyrir ungan aldur á Unnar að baki nokkra reynslu í ferða­ og markaðsmálum, enda má segja að hann sé nokkurn veginn alinn upp í því umhverfi. Blaðamaður Skessu­ horns hitti Unnar í síðustu viku og ræddi við hann um bakgrunn sinn í Húsafelli og nýju verkefnin sem standa honum fyrir dyrum hjá Pip­ ar/Travel. Öll verk mikilvæg Bakgrunnur Unnars er áhugaverð­ ur. Ferðaþjónusta er nefnilega hon­ um í blóð borin. Hann tilheyrir fjórðu kynslóð ferðaþjónustufólks á Húsafelli, en auk foreldra hans voru afi hans og amma, þau Kristleif­ ur Þorsteinsson og Sigrúnar Berg­ þórsdóttur, frumkvöðlar í ferða­ þjónustu á staðnum á sinni tíð. Þess utan hóf langafi Unnars, Þorsteinn Þorsteinsson, að þjóna ferðafólki í Húsafelli á fyrri hluta síðustu aldar. „Jú, það má segja að ég sé eiginlega alinn upp í ferðaþjónustu,“ segir Unnar við upphaf spjalls. „Ég hef unnið við ferðaþjónustuna heima á Húsafelli frá því að ég man eftir mér, bæði með mömmu og pabba og afa og ömmu. Ég fékk til dæmis oft að vera með afa á sínum tíma og lærði maður mjög mikið af honum. Hann var ákaflega laginn við að fá fólk með sér og finna verk handa hverjum og einum við hæfi. Í hans huga voru öll verk jafn mikilvæg hvort sem það var að þrífa klósett, tína rusl, leiðbeina gestum, passa sundlaugina, rukka gjöld eða stýra starfseminni. Sérstök áhersla var síðan lögð að allt væri í lagi áður en rukkað væri fyrir þjónustuna. Þjónustan var númer eitt og það að standast væntingar, jafnvel fara fram úr þeim. Það væri besta aug­ lýsingin. Þetta hefur verið haft að leiðarljósi í Húsafelli í gegnum árin og er góð regla í ferðaþjónustu,“ segir Unnar. Snemma söluþenkjandi „Maður fann fljótt til ábyrgðar vegna þessa, sama hversu lítil verk­ in voru,“ heldur hann áfram. „Til dæmis fannst mér tilkomumik­ ið embætti að fá að halda á vatns­ slöngu meðan afi stóð fyrir því að að gera íshelli í Langjökli þegar ég var tíu ára. Þetta fannst manni gaman,“ bætir Unnar við og metur greinilega reynslu sem þessa verð­ mætan skóla að ganga í gegnum. „Á Húsafelli varð maður líka fljótt söluþenkjandi. Snemma byrjaði ég til dæmis að selja steina sem ég fékk að tína úr silfurbergsnámu í Sel­ gili skammt frá Húsafelli. Ég seldi steinana við varðeldinn í Húsa­ fellsskógi á laugardagskvöldum á sumrin og gekk salan vel. Síðan var maður duglegur að tína golf­ kúlur úr vötnunum við golfvöllinn og selja þær á nýjan leik í upplýs­ ingamiðstöðinni á staðnum. Þann­ ig var maður byrjaður að sjá við­ skiptatækifæri í nærumhverfinu og um leið að nýta þau,“ segir hann í léttum tón. Eftir stúdentspróf frá Fjölbrauta­ skólanum í Breiðholti lá leið Unn­ ars í nám í viðskiptafræði við Há­ skólann á Bifröst. Þaðan útskrifað­ ist hann sumarið 2011. „Að námi á Bifröst loknu fór ég í masters­ nám í fjármálum við Háskólann í Reykjavík. Ég hafði þá stefnt að því að finna mér starf í fjármála­ geiranum og fetaði ég því þessa leið í háskóla. Þegar í HR var kom­ ið fór ég hins vegar að sjá heima­ hagana og það sem ég hafði unn­ ið við þar í öðru ljósi. Ég fann að áhugasvið mitt var að breytast. Inn í þessa viðhorfsbreytingu spilaði að ég var byrjaður að vinna að nýjum og spennandi verkefnum með for­ eldrum mínum varðandi framtíð ferðaþjónustunnar á Húsafelli og markaðssetningu svæðisins. Vegna þessa fékk ég tækifæri til að vinna með ýmsum reynslumiklum aðilum og má kannski segja að sú reynsla hafi kennt mér ýmislegt um gang­ verk geirans. Eftir þetta fann ég að markaðstengdar greinar áttu bet­ ur við mig,“ segir Unnar sem tel­ ur starf sitt hjá Pipar/Travel rök­ rétt framhald hjá sér. „Mér stóð til boða starf hjá einni fjármálastofnun áður en ég var ráðinn hingað. Val­ ið var erfitt, en ég tel mig hafa val­ ið rétt.“ Töluverð breyting Ekki þarf að horfa langt aftur í tím­ ann til að sjá hversu miklar breyt­ ingar hafa orðið á vettvangi ferða­ þjónustunnar. Nú á dögum er greininn einn helsti vaxtarbroddur þjóðarinnar. Unnar rifjar upp að á þeim tíma þegar hann seldi steina við varðeldinn í Húsafellsskógi hafi einkenni tjaldssvæðisins í skógin­ um verið A­laga tjöld og hafi flest­ ir gestir verið Íslendingar. Í dag sé veruleikinn annar. Hefðbund­ in tjöld hafa hér um bil vikið fyr­ ir fellihýsum og tjaldvögnum og þá hefur fjölgað umtalsvert í hópi er­ lendra ferðamanna. „Það eru helst þeir sem gista í hinum hefðbundnu tjöldum. Einkenni tjaldsvæðisins í dag eru því fellhýsin. Um leið hafa kröfurnar aukist og nægir að nefna að gott aðgengi þarf að vera í raf­ magn, tenging við internet þarf að vera fullnægjandi og þá þarf hrein­ lætisaðstaða að vera góð. Loks þarf að vera fjölbreytt afþreying í boði fyrir gesti.“ Heimur markaðssetningarinn­ ar hefur líka breyst á þessum stutta tíma segir Unnar og nefnir sem dæmi mátt samfélagsmiðlanna. „Eitt lítið dæmi frá því í sumar á Húsafelli styður þetta. Í aðdraganda einnar helgarinnar setti ég inn stutt myndskeið frá Húsafelli á Facebook síðu ferðaþjónustunnar á staðnum. Myndskeiðið sýndi stemninguna á tjaldsvæðinu og hvað væri í boði á staðnum. Veðurspáin fyrir helgina var góð og gat ég þess að sjálfsögðu í texta með myndskeiðinu. Við­ brögðin létu ekki á sér standa og sáu um 30.000 manns myndband­ ið áður en yfir lauk. Að sjálfsögðu fylltust tjaldstæðin,“ bætir hann við og segir mikilvægt að vera á tánum gagnvart þeim kviklynda markaði sem ferðaþjónustan þjónar. „Sam­ félagsmiðlar henta ferðaþjónustu­ geiranum mjög vel vegna þess að það þarf sífellt að ná í nýja við­ skiptavini dag frá degi. Miðlarnir geta náð til gríðarlega stórs mark­ hóps á skömmum tíma með tiltölu­ lega litlum kostnaði. Gott dæmi um þetta er æðið sem varð í Smáralind um síðustu helgi.“ Fá góðar undirtektir Talinu víkur þá að Pipar/Tra­ vel. Unnar hóf störf hjá fyrirtæk­ inu í byrjun nóvember og var strax hafinn undirbúningur að stofnun þeirrar deildar sem hann vinnur hjá í dag. „Stjórnendur Pipars höfðu gengið með þá hugmynd í magan­ um í nokkurn tíma að stofna sér­ staka deild sem hefði það hlutverk að veita ferðaþjónustufyrirtækj­ um markaðsráðgjöf og ­þjónustu. Þarfir og aðstæður ferðaþjónustu­ fyrirtækja eru frábrugðnar öðrum fyrirtækjum sem Pipar hefur ver­ ið að sinna. Mörg fyrirtæki í þessari grein eru í miðlungsstærð og hafa ekki ráðrúm til að ráða til sín ein­ stakling til að sinna markaðsmál­ um. Sum hafa til dæmis varið tölu­ verðum fjárhæðum í að búa til og þróa vörumerki, búa til glæsilegar heimasíður og annað kynningar­ efni, en hafa ekki haft tök á að fylgja þeirri vinnu eftir. Hérna komum við hjá Pipar/Travel til skjalanna. Í landslagi markaðarins snýst allt um að vera á vaktinni og viðhalda sýni­ leika og góðri ímynd. Hérna skipt­ ir máli að allar nýjustu upplýsing­ ar séu tiltækar, heimasíða sé upp­ færð og lifandi og sömuleiðis síður á samfélagsmiðlum á borð við Fa­ cebook, TripAdvisor, Instagram og Twitter. Mitt hlutverk er í raun að vera tengiliður viðskiptavina okkar í ferðaþjónustunni við þann fjölhæfa og reynslumikla hóp sem starfar hjá Pipar. Þar starfa 50 sérfræðingar í sex stoðdeildum, allt frá grafískum hönnuðum til samfélagsráðgjafa á samfélagsmiðlum. Með því að hafa sérfræðinga á hverju sviði markaðs­ þjónustu getum við veitt arðbæra þjónustu fyrir ferðaþjónustufyrir­ tæki. Pipar býður upp á árangurs­ ríkar lausnir í þessa veru, allt eftir þörfum hvers og eins,“ segir Unnar sem segir stofnun Pipar/Travel hafa fengið frábærar undirtektir. „Aðil­ ar sem hafa leitað til okkar hafa fagnað því að þessi deild hafi verið stofnuð. Eftirspurnin er því greini­ lega til staðar.“ Spennandi tímar framundan Unnar segir verkefnin hjá Pipar skemmtileg og er ekki í vafa um að hann sé á réttri hillu. „Það er mik­ ill kraftur í fólkinu hjá Pipar. Fjöldi hæfileikafólks starfar hjá fyrirtæk­ inu, með áralanga reynslu af mark­ aðs­ og auglýsingamálum. Vinnu­ umhverfið er lifandi og skemmti­ legt og einkennist af frumleika og metnaði og góðu samstarfi. Ég finn líka að þar er gott faglegt að­ hald sem heldur manni við efn­ ið. Mitt starf er að vera tengilið­ ur ferðaþjónustufyrirtækja við þá frjóu heild sem starfar hjá Pipar og í sömu svipan taka þátt í því að þróa starfsemi Pipar/Travel. Spennandi tímar eru því framundan.“ hlh Frá Húsafelli í Borgarfirði. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. „Í landslagi markaðarins snýst allt um að vera á vaktinni“ Unnar Bergþórsson. Ljósm. Björn Snorri.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.