Skessuhorn


Skessuhorn - 08.01.2014, Page 24

Skessuhorn - 08.01.2014, Page 24
Spennandi námskeið í símenntun Opið fyrir umsóknir á bifrost.is Nánari upplýsingar á bifrost.is og í síma 433 3000. Máttur kvenna Rekstrarnám fyrir konur sem hafa áhuga á að bæta rekstrarþekk- ingu sína. Námið stendur í þrjá mánuði og hefst á vinnuhelgi á Bifröst. Kennsla fer svo fram í fjarnámi og geta þátttakendur hlustað á fyrirlestra á netinu og unnið verkefni hvenær sem þeim hentar. Um er að ræða starfstengt fjar- nám sem er kennt á þremur önnum. Markmiðið er að auka hæfni og þekkingu starfs- fólks sem vinnur við verslun og þjónustu. Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks veitir félagsmönnum VR styrk fyrir allt að 75% af skólagjöldum. Hagnýtt nám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum og í skólakerfinu. Markmið námsins er að auka þekkingu og hæfni stjórnenda til að takast á við krefjandi starfsum- hverfi og móta framtíðarsýn fyrir þær stofnanir sem þeir leiða. Kennt er í fjarnámi og er náms- tíminn 12 vikur. Sérsniðið nám fyrir stjórnendur og rekstraraðila í ferðaþjónustu. Markmiðið er að auka leikni og þekkingu ferðaþjónustuaðila til að takast á við ögrandi starfsum- hverfi og auka samvinnu þeirra í milli. Námsgreinarnar eru þrjár og eru kenndar í fjarnámi á 9 vikum. Verslunarstjórnun Sterkari stjórnsýsla Stjórnun og samvinna í ferðaþjónustu www.skessuhorn.is Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is Landeigendur og aðrir hagsmuna­ aðilar í Borgarbyggð fjölmenntu á fund sem sveitarfélagið boðaði til vegna kröfugerðar íslenska ríkis­ ins í þjóðlendumálum. Var fund­ urinn í Ráðhúsinu í Borgarnesi sl. mánudagsmorgun. Þar fór Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi yfir kröfu­ gerð ríkisins til þjóðlendna í Mýra­ og Borgarfjarðasýslu sem birt var í Lögbirtingablaðinu 18. desem­ ber síðastliðinn og í framhaldinu voru næstu skref í málinu rædd, einkum hvernig brugðist verður til varna. Að sögn Páls S. Brynj­ arssonar sveitarstjóra var um góð­ an og gagnlegan fund að ræða og taldi hann að flestir ef ekki allir sem hagsmuna eiga að gæta í mál­ inu hafi mætt á fundinn. „Fyrst og fremst var um kynningarfund að ræða. Næsta skref verður að und­ irbúa vörn fyrir Óbyggðnefnd og mun sveitarfélagið hafa forgöngu um að fá lögfræðinga til verksins, en hefð er fyrir því að sveitarfélög hafi milligöngu um slík mál,“ seg­ ir Páll sem býst við að gengið verði frá ráðningu lögfræðinga á næstu dögum. „Um gjafsókn er að ræða þannig að ríkið mun greiða kostn­ að vegna varnar í málinu sem rek­ in verður fyrir Óbyggðanefnd síð­ ar á árinu.“ Óðinn Sigþórsson tók undir orð Páls og sagði fundinn hafa verið góðan. Fundarmenn hafi verið sam­ stilltir um að standa saman við gerð gagnkrafna á næstunni og í mála­ rekstri fyrir Óbyggðanefnd í fram­ haldinu. Óðinn, sem unnið hefur fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi og Búnaðarsamtök Vesturlands við að undirbúa landeigendur fyrir kröfu­ gerðina, bjóst loks við því að glitta muni í niðurstöður nefndarinnar næsta vetur. Hann sagði ennfremur að búið væri að óska eftir hans að­ komu að málinu áfram fyrir hönd heimamanna og bjóst hann við því að koma að því áfram. Frestur til að skila gagnkröfum rennur út 20. mars næstkomandi. Enginn átti von á öðru eins Snorri Jóhannesson bóndi á Auga­ stöðum í Hálsasveit er formaður sjálfseignarstofnunar Arnarvatns­ heiðar og Geitlands. Hann seg­ ir menn einhuga um að grípa til varna og taka upp stóru byssurnar í vörninni sem framundan er og hafi fundurinn í Ráðhúsinu verið góð­ ur til að þjappa mönnum saman. „Um þvílíkar kröfur er að ræða af hálfu ríkisins að maður veit varla úr hvaða heimi menn koma. Enginn hér á svæðinu átti von á öðru eins,“ segir Snorri en ríkið hefur m.a. gert þá kröfu að allt land sjálfseign­ arstofnunarinnar verði úrskurð­ uð sem þjóðlenda. „Mikil vinna er framundan hjá okkur við gagna­ öflun sem ekki er gott að sinna á þessum tíma. Við njótum að vísu gjafsóknar við málareksturinn fyr­ ir Óbyggðanefnd, en engu að síð­ ur er þetta dýrt fyrir ríkið og dýrt fyrir okkur landeigendurna,“ bætir Snorri við. Hann býst við að sjálfs­ eignarstofnunin og eigendur Kal­ manstungu muni sameinast í sinni gagnkröfugerð. „Þess utan er allt í óreiðu í stjórn­ sýslu þjóðlendna,“ segir Snorri ómyrkur í máli. „Engin reglu­ gerð er til um það hvernig haga eigi stjórnsýslunni og þá er búið að segja upp einu manneskjunni sem hafði þessi mál með höndum í forsætisráðuneytinu. Í þessu máli kristallast greinilega byggðastefna Sjálfstæðisflokksins sem greinilega miðar að því að þjóðnýta eignar­ lönd manna, svo ótrúlegt sem það er. Síðan hefur ekkert bólað á þing­ mönnum kjördæmisins í málinu sem greinilega láta bara sjá sig í að­ draganda kosninga.“ hlh Salurinn var þétt setinn. Fundað um gagnkröfur í þjóðlendumálum Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar setur hér fundinn í ráðhúsinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.