Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Fjórða valdið á undanhaldi Leiðari Notkun samskiptamiðla eykst með hverjum deginum sem líður. Tækin til að dreifa efninu verða fullkomnari og rafræn miðlun eykst með fleiri dreifi- leiðum. Mér liggur við að segja að þessi þróun sé uggvænleg af því við vit- um ekki hvert hún ber okkur. Hér áður fyrr, fyrir tíma nútíma samskiptaforrita, voru aðrar leiðir not- aðar til að dreifa upplýsingum. Útvarp og sjónvarp gegndi veigamiklu hlut- verki svo ég tali nú ekki um dagblöð, bækur og aðra prentmiðla. Þessi miðl- un upplýsinga var yfirleitt vönduð þar sem fólk gaf ekki út efni, nema að vel ígrunduðu máli. Í dag er hins vegar allt annað uppi á teningnum. Það er hent í „status“ á Facebook án þess að mikið sé hugsað um innihaldið og enn síður afleiðingar varhugaverðs orðfæris. Menn steingleyma að þeir eru ritstjórar eigin fjölmiðils og að það sem farið er í loftið verður ekki tekið til baka. Af þessu leiðir að margt af því sem í boði er á samskiptamiðlum er innihaldsrýrt í meira lagi og raunar alls ekki mannbætandi. Eðli þessara samskiptamiðla er að þar eru litlar sem engar hömlur. Allir geta skrifað allt um hvað og hverja sem er. Jafnvel er hægt að drepa mannorð án þess að nokkur sé fundinn sekur eða refsað fyrir athæfið. Segja má að þeir sem nota þessa miðla ótæpilega viti mjög lítið um mjög margt. Mætti að sama skapi segja að áður en þessir nýju samskiptamiðl- ar komu til sögunnar vissi fólk mjög mikið um færri atriði en oft þau sem reyndust gagnlegri þegar upp var staðið. Kannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar notar samfélagsmiðlana. Eru börn og ungt fólk þéttasti einstaki hópurinn. Einna helst að elsta fólkið, sem komið var á full- orðinsár fyrir tíma tölvubyltingarinnar, sé að „missa“ af þessu öllu saman. Fólkið sem ekki átti þess kost að læra á tölvur og allt sem þeim fylgdi. Þessi hluti þjóðarinnar nýtir áfram gömlu dreifileiðir upplýsinga; ljósvakamiðl- ana, dagblöð, bækur, héraðsfréttablöð og fer svo meira að segja ennþá á mannamót og hittir augliti til auglitis annað fólk! Ég skal fúslega viðurkenna að sú gríðarlega mikla breyting sem er að verða í þessum nýju samskiptaleiðum og vali fólks á lesefni veldur mér áhyggjum. Ég hef talsvert velt þessu fyrir mér að undanförnu og ekki af tilviljun, heldur praktískum ástæðum. Skessuhorn líkt og Morgunblaðið, Stöð2 og allir aðrir áskriftarmiðlar eiga allt sitt undir að dreifa efni sem fólk er tilbúið að borga fyrir. Að öðrum kosti deyja þeir. En allir þessir fjöl- miðlar eiga undir högg að sækja. Stöð2 fyrir þær sakir að margir velja að ná sér í afþreyingarefni án þess að greiða fyrir. Sækja á netið efni með ólög- legu niðurhali. Heilu stjórnmálaflokkarnir eru svo stofnaðir til að vera mál- svarar þess hóps sem þykir þessi hegðun sjálfsagðasta mál. Hér á ég t.d. við Pírata. Hins vegar er það svo og verður, að fjölmiðlar sem fólk þarf ekki að borga fyrir eru lélegri en hinir. Á móti því verður ekki mælt þannig að nokkurt vit sé í. Við stefnum því að þeim tímapunkti að fjölmiðlar almennt verði lélegri en þeir eru í dag. Sorglegt, en satt. Gerðar hafa verið kannanir um hverjir kaupi áskrift að dag- og héraðs- fréttablöðum og kemur þá í ljós að þetta er sá hópur fólks sem lætur sér annt um vöxt og viðgang síns búsetusvæðis og samfélags. Þetta er fólk- ið sem er samfélagslega sinnað og lætur til sín taka í sínu nærsamfélagi. Finnur þú lesandi góður ekki einmitt þá samsvörun? Ég held það, því ann- ars værir þú ekki með Skessuhorn í hendi og kominn þetta langt í þess- um lestri. Ástæðan fyrir því að ég hef áhyggjur af breyttu neyslumynstri lesenda fjölmiðla er ekki sú að að ég óttist sérstaklega að fjölmiðlar eins og Skessuhorn, Morgunblaðið eða Stöð2 lognist útaf. Ég er fullkomlega meðvitaður um að líftími þessara miðla er takmarkaður. Áhyggjur mín- ar beinast hins vegar að þeim tímapunkti þegar fólk er ekki lengur tilbúið að greiða fyrir gerð og framsetningu áreiðanlegra upplýsinga og vandaðs afþreyingarefnis. Fólk hættir jafnvel að vita um margt sem raunverulega skiptir það máli. Fjórða valdið er því miður á undanhaldi. Fjölmiðlar eru jú þetta fjórða vald sem gerir samfélög heilbrigðari og lausari við spillingu. Höfum þetta hugfast. Magnús Magnússon Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri í Stykkishólmi hefur óskað eftir að láta af störfum 1. mars næstkom- andi. Hún lagði fram beiðni um þetta á fundi bæjarstjórnar í lið- inni viku. Erindi hennar var sam- þykkt. Með þessu hættir Gyða áður en ráðningartíma hennar lýkur en hann var fram til þess að ný bæjar- stjórn tæki við að afloknum kosn- ingum sem verða 31. maí næstkom- andi. Skessuhorn birti í liðinni viku viðtal við Gyðu þar sem hún sagðist ekki ætla að gefa kost á sér til starfa sem bæjarstjóri á næsta kjörtíma- bili. Hún sagðist vilja sinna öðrum störfum sem væru fjölskylduvænni þar sem vinnutími væri reglu- legri. Gyða er móðir þriggja ungra drengja og vill hún eiga meiri tíma með þeim. Gyða var bæjarstjóraefni L-lista félagshyggjufólks í Stykkis- hólmi fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 2010. Áður en hún gaf kost á sér til bæjarstjórastarfsins hafði hún rekið bókhaldsskrifstofu í Stykkis- hólmi. Á bæjarstjórnarfundinum í gær var Lárusi Ástmari Hannessyni forseta bæjarstjórnar falið að ganga frá starfslokum Gyðu. Gretar D. Pálsson bæjarfulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks lagði til að sam- ið verði við Þór Örn Jónsson bæj- arritara um að sinna störfum bæjar- stjóra til loka kjörtímabilsins. Bæja- stjórn Stykkishólms samþykkti að vísa þeirri tillögu til næsta bæjar- ráðsfundar. mþh Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra mun næstu tvær vik- urnar heimsækja alla landshluta og halda fundi með fulltrúum sveitar- stjórna til að kynna fyrirhugaðar breytingar á skipan umdæma sýslu- manna og lögreglustjóra. Laga- frumvörp þessa efnis eru nú til um- fjöllunar á Alþingi. Fyrsti fund- urinn var haldinn á Hvolsvelli á mánudaginn en ekki hefur verið til- kynnt um tímasetningar eða stað fyrir aðra fundi. Rétt fyrir jól mælti Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrir tveimur frum- vörpum sem gera annars veg- ar ráð fyrir fækkun og stækkun á umdæmum sýslumanna og hins vegar lögreglustjóra. Samkvæmt lögunum verður sýslumannsem- bættum fækkað úr 24 í níu. Þann- ig verða fjögur sýslumannsem bætti á Vesturlandi sameinuð í eitt. Til- gangurinn með stærri rekstrarein- ingum sýslumannsembætta er að auka og efla þjónustu ríkisins í hér- aði og skapa aukin tækifæri til að færa ný verkefni til sýslumanna. Með breytingum á umdæmum lögreglustjóra á að auka samhæf- ingu og samstarf innan lögregl- unnar um land allt, standa vörð um grunnþjónustu lögreglunnar, efla stjórnun innan lögreglu og gera lögreglustjórum kleift að sinna al- farið lögreglustjórn. Embættum lögreglustjóra fækkar þannig úr 15 í átta. Gert er ráð fyrir að þessar breytingar taki gildi um næstu ára- mót. mþh Vör, sjávarrannsóknasetur við Breiðafjörð hefur ráðið Helgu Val- dísi Guðjónsdóttur í stöðu for- stöðumanns. Um er að ræða 50% starf. Helga er rekstrarfræðingur að mennt, búsett í Snæfellsbæ og hefur langa starfsreynslu að baki í rekstrarmálum. Stjórn Varar aug- lýsti í lok síðasta árs eftir forstöðu- manni í hálfa stöðu. Samtímis var auglýst eftir líffræðingi í fulla stöðu og var gerð krafa um að viðkom- andi hefði doktorsgráðu eða jafn- gildi hennar. Frestur til að sækja um rann út 13. desember síðast- liðinn. Ekki hefur verið ráðið í þá stöðu. „Það sótti einfaldlega eng- inn um stöðu líffræðings. Við erum nú með málið í ferli hjá ráðning- arstofu sem leitar að hugsanlegum einstaklingum sem gætu haft áhuga á starfinu,“ segir Örvar Már Mar- teinsson stjórnarformaður Varar í samtali við Skessuhorn. mþh Morgunblaðið birti sl. miðvikudag skoðanakönnun um fylgi flokka á Akranesi. Samkvæmt niðurstöð- um hennar er meirihluti Samfylk- ingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna í bæjarstjórninni fallinn. Sjálfstæðisflokkurinn bætir 8,9 pró- sentustigum við sig frá kosningun- um 2010. Samkvæmt könnuninni fer hann úr 25,2% í 34,1%. Sam- fylkingin tapar hins vegar 11,4% fylgi. Flokkurinn fer úr 34,8% árið 2010 í 23,4%. Framsóknarflokkur- inn dalar einnig. Hann fer úr 23,8% fylgi kosninganna fyrir fjórum árum í 16,8% í könnun Morgunblaðsins. Það yrði 7% tap ef þetta yrðu niður- stöður kosninga. Einnig dregur úr stuðningi við VG. Flokkurinn fell- ur úr 16,3% í 10,2%. Björt fram- tíð og Píratar sem aldrei hafa boð- ið fram í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi mælast nú með fylgi. Björt framtíð myndi samkvæmt könnun- inni fá 12% og Píratar 3,6%. Þann- ig fengi Björt framtíð einn bæjar- fulltrúa. Aðrir flokkar mælast ekki. Miðað við niðurstöður þessarar könnunar er núverandi meirihluti bæjarstjórnar fallinn. Hann fengi fjóra fulltrúa í bæjarstjórn í stað þeirra sjö sem sitja á hans vegum í dag. Könnunin var gerð af Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands. Hún var framkvæmd dagana 15. til 23. janúar. Svarhlutfall í henni var 62% og fjöldi þeirra sem svör- uðu var 306. Þess má geta að engir flokkar eða framboð hafa enn opin- berað lista sína til komandi bæjar- stjórnarkosninga sem haldnar verð- ar 31. maí. mþh Skoðanakönnun mælir meirihluta fallinn á Akranesi Innanríkisráðherra fundar með sveitarstjórnum Helga Valdís Guðjónsdóttir. Ljósm. af. Nýr forstöðumaður Varar – sjávarrannsóknaseturs Gyða Steinsdóttir bæjarstjóri Stykkishólms. Bæjarstjóri Stykkishólms hættir 1. mars

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.