Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Skólarnir og at-
vinnulífið
GRUNDARFJ: Forsvars-
menn í atvinnulífinu í Grund-
arfirði eru boðaðir til fundar
í Samkomuhúsinu í Grundar-
firði þriðjudaginn 11. febrúar
nk. kl. 16.30. Umræðuefni er
Skólastefna í vinnslu – Aðkoma
atvinnulífs. Fundinum stýrir
Gunnar Kristjánsson verkefnis-
stjóri. –mm
Veittist að
samstarfsfólki
LBD: Lögreglan þurfti að
handtaka ölóðan mann á veit-
ingastað í Hvalfirði um liðna
helgi. Maðurinn hafði veist
að samstarfsfólki sínu á árshá-
tíð sem þar var haldin af fyrir-
tæki á höfuðborgarsvæðinu. Var
viðkomandi komið heim til sín
þegar hann var orðinn viðræðu-
hæfur. Engar kærur hafa bor-
ist lögreglu vegna þessa. Hefð-
bundin þorrablót hafa verið
haldin víðs vegar í umdæmi lög-
reglunnar í Borgarfirði og Döl-
um að undanförnu og allt upp
í fjögur um helgi. Hafa þau öll
farið vel fram. Þó fótbrotnaði
maður á þorrablóti sem haldið
var í Þinghamri á laugardaginn.
Var hann fluttur með sjúkrabíl
undir læknishendur. Loks urðu
tvö minniháttar umferðaró-
höpp í umdæminu í liðinni viku
en þar urðu ekki meiðsli á fólki,
að sögn lögreglu. –þá
Sótt um lóð fyrir
fiskmóttökuhús
AKRANES: Á fundi bæjar-
ráðs Akraness sl. fimmtudag var
fjallað um umsókn HB Grandi
um lóð fyrir fiskmóttökuhús
neðst á Suðurgötu. Erindið var
tekið fyrir á fundi skipulags- og
umhverfisnefndar nýlega og tók
nefndin jákvætt í umsóknina.
Bæjarráð samþykkti að fela um-
hverfis- og framkvæmdasviði
að hefja vinnu við breytingu
á skipulaginu við Suðurgötu
vegna umsóknar HB Granda
um lóðina. –þá
Námskeið fyrir
hjón og sambýlinga
RVK: Föstudaginn 28. febrúar
mun Þórhallur Heimisson halda
hjóna- og sambúðarnámskeið í
safnaðarheimili Háteigskirkju.
„Á námskeiðinu er fjallað um
margt það sem getur komið upp
á í sambúð og hjónabandi og
veldur því að sambandið geng-
ur ekki sem skyldi. En umfram
allt er bent á leiðir til að forð-
ast vítahring deilna og átaka.
Á námskeiðinu er lögð áhersla
á hvernig best er að styrkja og
dýfka sambandið og tengslin
innan fjölskyldunnar. Þannig
hentar námskeiðið öllum, bæði
þeim sem eru að kljást við ein-
hverja erfiðleika sem hinum, er
vilja gera gott samband betra.
Enda sækja þessi námskeið pör
á öllum aldri. Kvöldið endar á
slökunaræfingu sem nýtist vel í
hinu daglega lífi og getur orðið
til að efla tengsl hjóna enn frek-
ar. Í lok námskeiðsin fá öll pör
með sér heim sjö vikna heima-
vekefni,“ segir í tilkynningu
frá Þórhalli. Hann er búsettur
í Svíþjóð og verður því aðeins
um þetta eina námskeið að ræða
að þessu sinni. Nánari upplýs-
ingar um námskeiðið, aðferðir
og innihald, má fá á napoleon.
blog.is.
–mm
Dyraverðir þurfa
að vera hæfir
LANDIÐ: Á meðal skilyrða
sem dyraverðir á skemmti-
stöðum þurfa að uppfylla er
að vera að minnsta kosti 20
ára og hafa ekki gerst sekir um
ofbeldis- eða fíkniefnabrot.
Nánar er fjallað um hæfi dyra-
varða í reglugerð nr. 585/2007
um veitingastaði, gististaði
og skemmtanahald. Umsókn-
areyðublað um leyfi til að ger-
ast dyravörður er að finna á
lögregluvefnum. Þetta vill lög-
reglan árétta. Á höfuðborgar-
svæðinu voru nýverið heim-
sóttir tæplega 40 veitinga- og
skemmtistaðir til að kanna
hæfi dyravarða. Almennt voru
þau mál í lagi en þó kom í
ljós á einum skemmtistað að
dyraverðir höfðu ekki tilskyl-
in réttindi. Var staðnum sam-
stundis lokað. –mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
25. - 31. janúar.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 4 bátar.
Heildarlöndun: 31.799 kg.
Mestur afli: Akraberg SI:
16.939 kg í fjórum löndunum.
Arnarstapi 6 bátar.
Heildarlöndun: 24.365 kg.
Mestur afli: Kvika SH:
14.169 kg í fjórum löndunum.
Grundarfjörður 10 bátar.
Heildarlöndun: 269.324 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
61.751 kg í einni löndun.
Ólafsvík 18 bátar.
Heildarlöndun: 394.541 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH: 47.100 kg í sex lönd-
unum.
Rif 20 bátar.
Heildarlöndun: 556.513 kg.
Mestur afli: Rifsnes SH:
69.88 kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur 7 bátar.
Heildarlöndun: 118.245 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
43.643 kg í einni löndun.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Örvar SH – RIF:
63.357 28. jan.
2. Hringur SH – GRU:
61.751 28. jan.
3. Tjaldur SH – RIF:
58.315 27. jan.
4. Stígandi VE – GRU:
47.098 30. jan.
5. Helgi SH – GRU:
46.479 26. jan.
-mþh
Norðaustan hvassviðri var í Dölum,
líkt og víða annars staðar á landinu,
síðastliðinn mánudag. Á vefnum
www.budardalur.is sagði að eina ol-
íudælan við verslunina Skriðuland í
Saurbæ hafi fengið að kenna á vind-
hviðunum sem þar gengu yfir. Fauk
hún um koll. Þá voru rafmagnstrufl-
anir í Saurbæ og á Skarðsströnd en
raflína slitnaði í rokinu við Þurra-
nes í Saurbæ og olli það rafmagns-
leysi á bæjunum Stóra Múla og Efri
Múla og einnig á bæjum í Staðar-
hólsdal. „Ekki er vitað um frekari
afleiðingar veðursins nema hvað
auglýsingaskilti gisti- og veitinga-
staðarins Dalakots í Búðardal sem
stóð á horni Vesturbrautar og Mið-
brautar fauk rétt fyrir klukkan eitt
í dag og hafnaði á öðru stöndugra
skilti. Starfsmenn byggingafyrir-
tækisins Burstafells brugðust skjótt
við og bundu skiltið niður,“ sagði á
vefnum budardalur.is. mm
Á fundi stjórnar Byggðasafnsins
í Görðum á Akranesi sl. fimmtu-
dag var samþykkt að
3,9 milljónum króna
verði ráðstafað til að
koma í veg fyrir frek-
ari skemmdir á Kútt-
er Sigurfara. Það verði
gert með því að koma
heillegum hlutum hans
í forvörslu og geymslu
uns unnt verður að fjár-
magna endurbyggingu
kúttersins. Peningarn-
ir eru hluti fimm millj-
óna króna styrks sem
forsætisráðuneytið veitti
til varðveislu kútters-
ins undir lok síðasta árs.
Þá var samþykkt að 1,1 milljón kr.
af styrknum verði ráðstafað til að
afla frekari styrkja sem myndu nýt-
ast til varðveislu og endurbygging-
ar á skipinu. Stjórn byggðasafnsins
samþykkti að leggja til við Minja-
stofnun að styrknum verði ráð-
stafað með þessum tvennum hætti.
Stjórnin fól einnig forstöðumanni
byggðasafnsins að útbúa kostnaðar-
og verkáætlun forvörslu
og geymslu á heillegum
hlutum úr kútter num.
Á umræddum fundi
voru lögð fram gögn
sem tengjast áformum
um verðveislu kútters-
ins. Auk bréfs forsætis-
ráðuneytis í lok síðasta
árs þar sem tilkynnt var
um styrkveitinguna var
greinargerð SSV lögð
fram og áætlun Skipa-
víkur um endurbygg-
ingu frá árinu 2009 auk
minnisblaðs þáverandi
stjórnarformanns Akra-
nesstofu, Þorgeirs Jósefssonar, frá
apríl 2009.
þá
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing-
maður Vinstri grænna í Norðvest-
urkjördæmi, lagði í vik-
unni sem leið fyrirspurn
fyrir Kristján Þór Júlíus-
son heilbrigðisráðherra
um hvað ríkisstjórnin
hygðist gera varðandi rek-
starvanda dvalar- og hjúkr-
unarheimila á Vesturlandi.
Fyrirspurn sína byggði
Lilja Rafney á upplýsing-
um um bága stöðu margra
elliheimila í landshlutan-
um sem komu fram í úttekt Skessu-
horns vikuna áður. Hún spurði ráð-
herrann einnig hvort hann teldi að
núverandi staða mála gæti haldist
mikið lengur. Kristján tók undir að
rekstrarvandinn væri vissulega fyr-
ir hendi sumsstaðar á Vesturlandi.
Það yrði að greina stöðuna betur
og endurskoða regluverk. Þó taldi
ráðherrann ekki að lausnin fælist í
að hækka dvalargjöld al-
mennt um 15%. Ráð-
herrann benti á að búið
væri að bæta hátt í millj-
arði króna í málaflokkinn,
einkum til að fjölga pláss-
um. „Ég legg áherslu á að
við verðum að bíða því það
stendur ekki til að breyta
fjárlögum ársins. Þetta var
markað í lok desember á
síðasta ári, hver fjárveit-
ingin væri sem við hefðum úr að
spila,“ svaraði heilbrigðisráðherra
að lokum. mþh
„Hvalur þorrabjór Steðja er upp-
seldur hjá framleiðanda,“ sagði í til-
kynningu á Fésbókarsíðu Brugg-
hússins Steðja í Borgarfirði um síð-
ustu helgi. Þá var rétt vika liðin frá
bóndadegi, en síðdegis fyrsta dag í
þorra fékkst heimild til að setja bjór-
inn í dreifingu. Heilbrigðiseftirlitið
hafði þá nokkru áður bannað fram-
leiðslu og dreifingu bjórsins á þeim
forsendum að Hvalur hf. hefði ekki
heimild til að selja hvalamjöl til mat-
vælavinnslu. Brugghúsið kærði þá
ákvörðun til atvinnuvegaráðuneyt-
isins sem úrskurðaði á bóndadaginn
að sala Hvalabjórs væri heimil tíma-
bundið meðan málið væri skoðað
ofan í kjölinn. Mikil sala var síðan í
þeim Vínbúðum sem tóku bjórinn til
sölu og var öll framleiðslan uppseld
viku eftir að hún fór á markað. Auk
valinna Vínbúða var bjórinn seldur á
nokkrum veitingahúsum og er hugs-
anlega hægt að nálgast Hvalabjór þar
hafi áhugasamir gripið í tómt í vín-
búðunum. mm
Peningar settir til varðveislu
Kútters Sigurfara
Olíudælan við Skriðuland gaf eftir í norðaustan hvassviðri á mánudaginn.
Ljósm. Sigurður Sigurbjörnsson.
Olíudæla fauk og raflína slitnaði
Umtalaðasti þorrabjór allra
tíma seldist upp á viku
Ráðherra segir að ekki standi til
að hækka dvalargjöld