Skessuhorn - 05.02.2014, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
Viðræður eiga sér nú stað milli ol-
íufélagsins Skeljung og erlendra
aðila um að þeir kaupi 51% hlut í
einni helstu olíubirgðastöð landsins
sem er olíustöðin í Hvalfirði. Það
er fyrirtækið Atlantic Tank Storage
sem er að meirihluta í eigu stærsta
olíubirgðastöðvafyrirtækis Svíþjóð-
ar. Þetta fyrirtæki hefur undanfarin
misseri leigt birgðarými í Hvalfirði
af Skeljungi. Íslenska olíufélagið
keypti olíustöðina af íslenska rík-
inu vorið 2008 fyrir um 470 millj-
ónir króna. Í því fólst eignarhald á
tönkum, húsakosti, tækjum og olíu-
bryggjunni sem lengst af var kennd
við NATO. Auk þessa var um að
ræða tæplega 20 hektara landrými
sem olíustöðin stendur á í Hval-
firði.
Morgunblaðið greindi frá því í
gær að Skeljungur eigi nú í söluvið-
ræðum við sænska fyrirtækið. Ný
stjórn Skeljungs sem tók við fyrir-
tækinu í síðasta mánuði hefur það
í hendi sér hvort af sölunni verður
eða ekki. Olíustöðin var upphaflega
sett á laggirnar af bandaríska hern-
um í seinni heimsstyrjöld. Hún
þjónaði hlutverki sem birgðastöð
fyrir NATO og varnaliðið á Íslandi
í áratugi eftir stríð.
mþh
Stjórnsýslukæra hefur verið lögð
fram á hendur sveitarstjórnar Hval-
fjarðarsveitar. Tilefnið er að ábú-
endum Grafardals hefur verið synj-
að um að ljósleiðari verði lagður
heim að býlinu þar sem enginn átti
þar lögheimili 23. apríl 2013. Skil-
yrði sveitarstjórnar fyrir því að hús í
sveitarfélaginu fengju ókeypis ljós-
leiðara var að þar hefði verið búið
með lögheimili þennan dag þegar
sveitarstjórnin ákvað að ljósleiðar-
inn skyldi lagður. Böðvar Jónsson í
Grafardal telur á sér brotið og að
jafnræðis hafi ekki verið gætt með
því að synja lagningu ljósleiðara
heim að húsum í dalnum.
Hertu á skilyrðum
Forsaga málsins er sú að sveit-
arstjórn Hvalfjarðarsveitar sam-
þykkti á fundi sínum 23. apríl í
fyrra að ljósleiðari skyldi lagður í
öll lögheimili sveitarinnar, íbúum
að kostnaðarlausu. Fjárhagsáætl-
un fyrir árið 2013 gerði ráð fyrir
allt að 130 miljónum til verkefnis-
ins í fyrra. Nú í ár var áætlað að 150
milljónir yrðu settar í þetta verk.
Réttum fimm vikum síðar, á fundi
sveitarstjórnar 28. maí, vildi meiri-
hlutinn síðan fá samþykkt að fastar
yrði kveðið á um skilyrði fyrir lagn-
ingu ljósleiðarans. Á þeim fundi
samþykkti meirihlutinn að ljósleið-
arinn skyldi einvörðungu lagður
til íbúðarhúsa með fasta búsetu og
lögheimili íbúa þann 23. apríl 2013.
Meirihlutinn samþykkti einnig að
þeir íbúar sem óskuðu eftir ljósleið-
aratengingu íbúðarhúsa án fastrar
búsetu og lögheimili eftir 23. apríl
skyldu þá greiða raunkostnað við
framkvæmd tenginga auk mánað-
argjalds. Minnihluti sveitarstjórn-
arinnar greiddi atkvæði gegn báð-
um þessum tillögum.
Böðvar Jónsson eigandi og ábú-
andi í Grafardal til margra ára hafði
flutt lögheimili sitt þaðan en samt
haldið eign sinni á jörðinni, búið
þar á sumrin og sinnt húsakosti
þar með reglulegum heimsóknum
um vetur. Í fyrrasumar flutti hann
lögheimili sitt að nýju í Grafardal.
Skömmu síðar óskaði hann eftir
rökstuðningi frá sveitarstjórn Hval-
fjarðarsveitar fyrir því að þrengt
hefði verið að fyrstu ákvörðun um
lagningu ókeypis ljósleiðara í öll
lögheimili í sveitarfélaginu með
skilyrði um að búið hefði verið
fast með lögheimili á hverjum stað
23. apríl 2013. Síðan hefur geng-
ið á með bréfaskiptum milli sveit-
arstjóra Hvalfjarðarsveitar og lög-
fræðings Böðvars Jónssonar.
Telur að jafnræðis hafi
ekki verið gætt
„Ég hafði haft lögheimili ann-
ars staðar í ein fjögur ár. Þegar ég
færði það aftur í Grafardal vissi ég
ekkert af þessari dagsetningu 23.
apríl 2013 en stóð í þeirri trú að til
stæði að leggja ljósleiðara í öll hús
þar sem fólk væri með lögheimili.
Þegar ég svo spurðist fyrir um þetta
fékk ég synjun frá sveitarfélaginu en
var boðið að ég gæti fengið ljósleið-
ara ef ég borgaði fyrir hann úr eig-
in vasa. Mér þykir þetta mjög und-
arlegt og tel að þetta hafi ekki ver-
ið sú ákvörðun sem sveitarstjórnin
lagði upp með á fundi sínum þar
sem lagning ljósleiðarans var upp-
haflega samþykkt 23. apríl í fyrra.
Synjunin kemur svo enn undarleg-
ar fyrir sjónir í ljósi þess að sveit-
arfélagið hefur þegar lagt ljósleið-
ara að bæ þar sem enginn er með
lögheimili. Það er að Kalastaðakoti.
Mér skilst að landeigendur þar hafi
sett það sem skilyrði fyrir því að
heimila ljósleiðara um land þeirra
að tenging yrði lögð heim að bæn-
um þó enginn ætti þar lögheimili. Á
þetta mun hafa verið fallist. Hér tel
ég að ekki sé gætt jafnræðis. Hvað
Grafardal varðar þá er það mál nú í
höndum lögmanns míns og ég veit
að hann hefur sent stjórnsýslukæru
til innanríkisráðuneytisins vegna
þessa. Fyrir utan þetta þá hef-
ur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit-
ar ekkert haft samband við okk-
ur vegna þessa máls,“ segir Böðvar
Jónsson í samtali við Skessuhorn.
Mistök gerð við
Kalastaðakot
„Þarna hafa átt sér stað mistök.
Það er ekki þannig að þarna hafi
verið lagður ljósleiðari gegn vil-
yrði um að hann yrði lagður heim
í hús þar sem ekki er lögheimili.
Slík vinnubrögð ástundum við
ekki hér,“ segir Laufey Jóhanns-
dóttir sveitarstjóri í samtali við
Skessuhorn.
Guðmundur Daníelsson verk-
efnisstjóri við lagningu ljósleiðar-
ans staðfestir að ljósleiðari hafi ver-
ið lagður að Kalastaðakoti. Hann
staðfestir orð sveitarstjóra um að
hér hafi orðið mistök. „Málið er að
ég er með lista frá verkfræðistofu
yfir öll þau um það bil 200 heimili
sem eiga að uppfylla skilyrðin fyrir
ljósleiðara. Kalastaðakot er á þeim
lista. Ég ræddi þar við fulltrúa eig-
enda og það var gengið lögform-
lega frá sams konar skjölum þar
og alls staðar annars staðar. Ljós-
leiðari var lagður þar um landið
með nákvæmlega sömu skilyrðum
og gert var hjá öllum öðrum. Það
er einfaldlega rangt að einhverj-
ar sérívilnanir hafi verið veittar.
Mistökin liggja einfaldlega í því
að Kalastaðakot var á listanum yfir
þau heimili sem áttu að fá ljósleið-
ara og það er búið að leggja hann
þangað,“ segir Guðmundur.
Kalla eftir upplýsingum
Samkvæmt heimildum Skessu-
horns mun fregnin um stjórn-
sýslukæruna í þessu máli hafa
komið minnihluta sveitarstjórnar
Hvalfjarðarsveitar mjög á óvart.
Ekkert hafi verið upplýst um mál-
ið í sveitarstjórn né greint frá þeim
bréfum sem farið hafa milli sveit-
arstjóra og lögfræðings Böðvars
Jónssonar vegna málsins. Fulltrúar
minnihlutans telja það mjög óeðli-
leg vinnubrögð að þau sem kjörn-
ir fulltrúar hafi ekki verið upplýst
um þetta mál. Minnihlutinn hafi
heldur ekki verið upplýstur um
að aðilar í Hvalfjarðarsveit sem
ekki séu þar með skráð lögheimili
hafi fengið eða fái ívilnandi sam-
þykki um ókeypis ljósleiðaravæð-
ingu á meðan öðrum sé synjað. Af
þessum sökum lagði minnihlutinn
fram beiðni um aukafund í sveitar-
stjórn sem fram átti að fara í gær,
síðdegis þriðjudaginn 4. febrú-
ar. Þar stóð til að minnihlutinn
myndi kalla eftir upplýsingum um
þetta mál. Fundurinn stóð enn yfir
þegar Skessuhorn fór í prentun.
mþh
Formenn aðildarfélaga UMSB lýsa
yfir furðu sinni á tímasetningu end-
urbóta á þreksal Íþróttamiðstöðvar-
innar í Borgarnesi. Þetta kom fram
í ályktun sem samþykkt var á for-
mannafundi sambandsins á Hvann-
eyri 28. janúar síðastliðinn og send
var til byggðarráðs Borgarbyggðar.
Fundurinn fagnar þó engu að síður
að verið sé að bæta aðstöðu í þrek-
salnum. Vegna framkvæmdanna
hefur innilaugin í Borgarnesi ver-
ið lokuð frá því í desember. Í álykt-
uninni segir: „Innilaugin hefur ver-
ið lokuð í u.þ.b 14 vikur á kaldasta
tíma ársins og til stendur að loka
þreksalnum í a.m.k. 4 vikur yfir
hávetur þegar ætla má að aðsókn í
hann sé hvað mest. Eðlilegra hefði
verið að farið væri í þessar fram-
kvæmdir að sumarlagi þegar frekar
má nýta útiaðstöðu.“
Taldi fundurinn að framkvæmd-
irnar hafi haft slæm áhrif á iðkenda-
fjölda í sundi og bendir á að iðk-
endum hefur frá því í október fækk-
að um rúmlega 50%, mest í yngsta
aldurshópnum. „Má klárlega rekja
þá fækkun að miklu leyti til skorts
á aðstöðu.“
Að sögn Páls S. Brynjarssonar
sveitarstjóra Borgarbyggðar fund-
uðu verktaki og starfsmenn sveit-
arfélagsins um stöðu framkvæmda í
íþróttamiðastöðinni í síðustu viku.
Þar kom fram að stefnt sé að því
að framkvæmdum ljúki um næstu
mánaðamót. hlh
Titringur vegna ljósleiðaramála í Hvalfjarðarsveit
Ljósleiðari lagður í Hvalfjarðarsveit.
Innilaugin í Borgarnesi er nú tóm vegna framkvæmdanna. Þessi mynd var tekin
fyrir tæpum tveimur vikum þegar verið var að mála botn laugarinnar.
Tímasetning fram-
kvæmda gagnrýnd
Olíustöðin í Hvalfirði er við fjallið Þyril og henni fylgir verulegt land og mikil mannvirki.
Sænskir aðilar gætu eignast
Olíustöðina í Hvalfirði