Skessuhorn - 05.02.2014, Qupperneq 13
13MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014
54 54 300 SMIÐJUVEGUR 7 KÓPAVOGUR
Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu
RENNIHURÐIR Á KYNNINGARVERÐI
Sparar pláss
Öruggt og traust
Einfalt í uppsetningu
Eigum tilbúnar til afgreiðslu
strax vegghengdar agila 50
rennihurðabrautir með hertu
8mm sýruþveignu gleri og
ngurgróp á hreint frábæru
verði 99.500 kr
Íþróttahúsið í Borgarnesi
Dominosdeild karla
Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19.15
Skallagrímur - Njarðvík
Allir á pallana!
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Nýverið var gefin út á Akranesi bók-
in Snemmtæk íhlutun í málörvun
tveggja til þriggja ára barna. Bókin
er gefin út af vinnuhópi sem stofn-
aður var í kringum þetta tiltekna
verkefni. Í honum eru Ásthildur
Bj. Snorradóttir og Bergrós Ólafs-
dóttir talmeinafræðingar, Margrét
Þóra Jónsdóttir og Anney Ágústs-
dóttir leikskólastjórar auk Sigurð-
ar Sigurjónssonar sérkennslustjóra
á leikskólanum Akraseli. Bjarni Þór
Bjarnason myndlistarmaður mynd-
skreytti bókina.
„Ég starfaði sem sérkennslustjóri
á leikskólanum Akraseli eftir að skól-
inn opnaði árið 2008. Þar störfuðu
ég og Ásthildur Bj. Snorradóttur tal-
meinafræðingur saman og eftir skila-
fundi og ráðgjöf varðandi tveggja og
hálfs árs gamalt barn með alvarleg
málþroskafrávik vaknaði hugmynd
sem varð kveikjan að þessu þróun-
arverkefni sem nefnist Snemmtæk
íhlutun í málörvun tveggja til þriggja
ára barna,“ segir Margrét Þóra í
samtali við Skessuhorn. Í framhald-
inu var stofnaður vinnuhópur sem
vann að gerð bókarinnar. Megin-
áhersla við gerð hennar er að hjálpa
ungum börnum með málþroskafrá-
vik með því að byrja nógu snemma
með markvissri íhlutun og draga
þannig úr þeim afleiðingum sem al-
varleg málþroskafrávik geta haft á
hegðun, líðan og nám barnsins.
„Í bókinni eru gátlistar og svokall-
aðar bjargir, sem hægt er að nota til
að vinna út frá getu barnsins. Það
hefur verið viðloðandi allt of lengi
að bíða og sjá til. Ef það er til dæm-
is saga um lesblindu í fjölskyldunni
eða ef barnið hefur verið með eyrna-
bólgur þá á ekki að bíða. Tveggja ára
börn eiga að vera farin að tala hell-
ing. Það er rosalega erfitt fyrir barn
að vera orðið fimm ára og geta ekki
talað. Við höfum bara ekki haft tæki
til að skoða þetta nægilega vel hing-
að til en núna höfum við þetta allt
í einni bók. Það er viss forvörn að
byrja strax,“ útskýrir Margrét Þóra.
Bókin er ætluð þeim sem starfa
með börnum á þessum aldri, fyr-
ir bæði leikskólakennara og aðra.
„Markmiðið er að selja öllum leik-
skólum í landinu og fagfólki sem
vinnur með þennan aldur bókina.
Við vonum að með tilkomu bókar-
innar sé hægt að hjálpa fleiri börn-
um en áður. Öll börn eiga að hafa
sömu tækifæri til þess að fá kennslu
og íhlutun við hæfi.“
grþ/ Ljósm. Kolla Ingvars.
Miriam Arna Daníelsdóttir lék á
þverflautu fyrir gestina í útgáfuteitinu
í Kirkjuhvoli. Í bakgrunni má sjá að
einnig var sýning á verkum Bjarna
Þórs en hann sá um að myndskreyta
bókina.
Bók um málörvun barna gefin út á Akranesi
Höfundar bókarinnar Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna samankomnir í útgáfuteiti sem haldið
var síðastliðinn föstudag í Kirkjuhvoli.
Frumsýning föstudaginn 7. febrúar kl. 18:30
2. sýning þriðjudaginn 11. febrúar kl. 20:00
3. sýning fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00
Leikfélag Nemendafélags Menntaskóla Borgarfjarðar sýnir söngleikinn
Miðapantanir og nánari upplýsingar: Ingibjörg Jóhanna s: 846-7685, Alexandra Rut s: 843-6818 og á leikhopur@menntaborg.is
Verð: Fullorðnir: 2.500.- 7-12 ára: 1.500.- 6 ára og yngri: Frítt inn
4. sýning mánudaginn 17. febrúar kl. 20:00
5. sýning fimmtudaginn 20. febrúar kl. 20:00
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4