Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 17

Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 17
17MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Sprotafyrirtækið Gullsteinn á Reykhólum varð í þriðja sæti í Ný- sköpunarkeppni Vestfjarða og hlaut þriggja milljóna króna styrk. Úr- slit í keppninni og styrkveitingar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu á Ísafirði sl. föstudag. Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Atvest, efndu til þessarar frum- kvöðlakeppni. Gullsteinn hefur framleitt þaratöflur og harðfisktöfl- ur auk þess að pakka öðrum vörum. Frá upphafi hefur verið unnið að því að bjóða neytendum hreina, líf- ræna, íslenska vöru. Eigendur fyr- irtækisins, feðgarnir Jón Árni Sig- urðsson og Hlynur Stefánsson hafa síðustu árin unnið að því að koma upp húsi fyrir framleiðsluna. „Þetta gerbreytir stöðu okkar á allan hátt. Núna getum við farið að klára hús- ið og jafnframt að fá meiri rann- sóknavinnu hjá sérfræðingum varð- andi nýja blöndu með fleiri tegund- um af þörungum en við höfum ver- ið með,“ segir Jón Árni Sigurðs- son hjá Gullsteini sf. á Reykhól- um. „Þetta er mikil og ánægjuleg viðurkenning og verður einfaldlega til þess að við getum haldið áfram okkar starfi,“ er haft eftir Hlyn í til- efni verðlaunanna á vef Reykhóla. Ný afurð á markað Jón Árni og Hlynur segja að í fram- haldi af nýlegum rannsóknum sé stefnt að því að koma á markað vörunni Ice-Kelp, sem er blanda af þara og þangi. Rannsóknir hafi sýnt fram á að efni eru í þara og þangi sem gagnast mannfólki vel gegn ýmsum kvillum. Gullsteinn stefnir að því að sérhæfa sig í þurrkun líf- rænna efna sem flokka má sem hrá- fæði. „Hráefnið sem er í boði úr Breiðafirðinum er hágæðavara og með réttri meðhöndlun má skapa úr því mikil verðmæti,“ segja þeir feðgar Jón Árni og Hlynur. Þeir segja ljóst að áhugi er fyrir Ice-Kelp erlendis og þess vegna sóknartæki- færi í útflutningi fullunninnar vöru. Vinna þurfi að markaðssetningu fyrirtækisins sem frumkvöðuls í vinnslu lífrænna sjávarafurða. Alls úthlutað 14 milljónum Alls var verðlaunaféð í umræddri nýsköpunarkeppni 14 milljónir króna. Fimm milljónir komu í hlut verkefnisins í fyrsta sætinu, en síð- an lækkaði styrkurinn um milljón fyrir hvert sæti. Verkefnin í fjórum efstu sætunum eru þessi: 1. Víur - ræktunarfélag fóðurskordýra, sem stefnir á framleiðslu skordýrapró- teins. 2. Icelandic Fish Export í Bolungarvík, sem er að hanna rekj- anleikalausnir fyrir sjávarútvegs- fyrirtæki. 3. Gullsteinn á Reykhól- um, sem er að þróa vörulínu af líf- rænum þara í formi fæðubótarefn- is. 4. Bíldalía á Bíldudal, margmiðl- unarverkefni, sem samanstendur af hönnun og kynningu á ævintýra- landinu Bíldalíu á veraldarvefnum. þá „Samtök meðlagsgreiðenda vilja koma því á framfæri við fjölmiðla að samtökin hvetja einstæða um- gengnisforeldra til borgaralegrar óhlíðni við útfyllingu skattaskýrsl- unnar fyrir árið 2013, með því að auðkenna sig sem einstæða foreldra við skráningu upplýsinga. Í skatta- skýrslunni stendur skattborgurum til boða að auðkenna sig sem ein- stæða foreldra, vegna hvers kyns ívilnana sem einstæðir foreldrar þiggja frá ríki og sveitafélögum,“ segir í tilkynningu frá samtökun- um. „Með þessum aðgerðum mót- mæla Samtök meðlagsgreiðenda framgöngu hins opinbera gagn- vart umgengnisforeldrum og stöðu þeirra gagnvart velferðarkerfinu. Með þessu minnum við einnig á skráningarvandann sem birtist með þeim hætti að umgengnisforeldrar eru ekki auðkenndir í bókum hins opinbera og því ekki rannsóknar- hæfur þjóðfélagshópur. Að endingu viljum við með þessum aðgerðum minna á að einstæðir umgengnis- foreldrar, eru einstæðir foreldrar, hvort heldur sem ríkið viðurkenn- ir það eða ekki.“ mm Kór Akraneskirkju vinnur um þess- ar mundir að metnaðarfullu verk- efni. Æfingar eru hafnar á tónverki sem ekki hefur verið flutt áður hér á landi. Það heitir í íslenskri þýðingu Eilíft ljós, en á enskri tungu Eter- nal light og er eftir enska tónskáld- ið Howard Goodall. Verkið er ný- legt eða frá 2008. „Sálumessur voru oftast samdar til minningar um hina látnu en í þessari sálumessu er einn- ig talað til okkar sem eftir lifum,“ segir Sveinn Arnar Sæmundsson stjórnandi Kórs Akraneskirkju og organisti í samtali við Skessuhorn. Tónverkið sem tekur 40 mínútur í flutningi verður hluti tónleika sem fara fram á Akranesi sunnudaginn 2. mars í lok kirkjuviku og verða síð- an fluttir í Háteigskirkju í Reykja- vík 8. mars. Sveinn Arnar segir að kórinn hafi sungið hluta verksins á tónleikum í fyrra en nú verður það flutt í heild sinni. Eternal light er verðlaunað verk. Tónskáldið hlaut árið 2009 Britt verðlaunin í Englandi, í klass- ískum hluta þeirra verðlauna, fyrir tónverkið. Sveinn Arnar segir höf- undinn, Howard Goodall, mjög vin- sælan og þekktan í Bretlandi, ekki síst í kvikmyndaheiminum. Hann hafi til að mynda samið tónlistina í myndirnar um Mr. Bean og upphaf og endastef samnefndra þátta sem og tónlist í fleiri breska sjónvarps- þætti og kvikmyndir. „Maður heyr- ir þarna áhrif frá kvikmyndatónlist- inni bakvið og svo blandar hann inn í verkið þekktum breskum ljóðum. Ég uppgötvaði þetta tónverk á net- inu og kórfólkið svaraði því vel þeg- ar ég kynnti það, enda er tónmál- ið mjög gott. Þetta er geysilega vin- sælt verk, grípandi og flott stykki. Það er flutt í hverjum mánuði um allan heim,“ segir Sveinn Arnar. Einsöngvarar í verkinu verða Ein- ar Clausen og Björg Þórhallsdóttir, sem syngja með Kór Akraneskirkju, en kórinn er skipaður 53 félögum. Tónlistarflutningur verður í hönd- um þeirra Birgis Þórissonar org- elleikara, Viðars Guðmundsson- ar á píanó, Kristínar Sigurjónsdótt- ir á fiðlu og Sophie Schoonjans sem annast hörpuleik. þá Hvetja til borg- aralegrar óhlíðni Kór Akraneskirkju flytur vinsæla nútíma sálumessu Kór Akraneskirkju ásamt stjórnanda sínum Sveini Arnari Sæmundssyni. Ljósm. Ágústa Friðriksdóttir. Gullsteinn hlaut verðlaun í nýsköpunarkeppni Jón Árni og Hlynur við afhendingu verðlaunanna. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.