Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Mörgum finnst gott að fara burtu og skoða heiminn og koma svo heim aft- ur. Sigurður Páll Harðarson fædd- ist og ólst upp á Skaganum en fór að heiman og var burtu alllengi. Hann fór þó ekki langt út í heim en hefur safnað þekkingu og reynslu á þessum tíma, sem eflaust nýtist honum vel í starfi í sínum gamla heimabæ. Sig- urður Páll valdi verkfræðina í háskóla og í júlí síðastliðnum tók hann við starfi framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs hjá Akranes- kaupstað. Sigurður Páll hefur mikla reynslu á þessum vettvangi eftir að hafa um árabil verið í álíka störfum bæði í Borgarnesi og Hafnarfirði. Þegar blaðamaður Skessuhorns átti spjall við Sigurð Pál á dögunum og spurði hann hvort ekki væri mikil viðbrigði að koma aftur á Skagann frá því hann vann hér á verkfræðistofu sem ungur maður, segir hann að þau séu í rauninni ekki svo mikil. Yfir- leitt séu viðfangsefnin mjög svipuð frá einu sveitarfélagi til annars. Hins vegar sýnist honum mjög spennandi tímar framundan á Akranesi. Úr blokkinni í Kardimommubæinn Spurður um uppvöxtinn á Akranesi segir Sigurður Páll að það hafi ver- ið frábært að alast þar upp. „Fram- an af minni bernsku bjó fjölskyldan í nýju blokkinni við Höfðabraut, þar sem íbúarnir átti einmitt skemmti- lega endurfundi síðastliðið haust. Þá voru bara tvær blokkir í bæn- um, gamla blokkin innst við Jaðar- sbrautina og þessi nýja. Í nýju blokk- inni voru margar ungar fjölskyldur og mörg börn. Leikfélagana skorti því ekki og í minningunni vorum við alltaf að leika okkur í hinum ýmsu leikjum. Byggja kofa, bera í brennur, leikir á Langasandi, á íþróttavellinum og síðan á veturna renndum við okk- ur af hólnum niður að grjótvörninni við sandinn. Þegar ég var í fótbolta- Gunnlaugur Ingimundarson ólst upp í húsinu Skálatanga í Innri Akraneshrepp, en það er hús sem byggt var á árunum fyr- ir 1940. Á geymslulofti í húsinu var þegar húsið var selt talsvert af mannamyndum. Gunnlaug- ur kveðst ekki þekkja fólkið á myndunum og óskar eftir upp- lýsingum ef fólk býr yfir þeim. Margfalt fleiri myndir frá svip- uðum tíma séu auk þess í fórum hans. Síminn hjá Gunnlaugi er 899-7381. mm Lýsir eftir upplýsingum um myndir „Ljúft að koma aftur heim á Skagann“ segir Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs num hlupum við upp og niður þenn- an hól. Þá var hann kallaður Hill- ið,“ segir Sigurður Páll. Þegar hann var níu ára gamall flutti svo fjölskyld- an í einbýlishús, það fyrsta sem reis í Grundahverfinu, nánar tiltekið við Bjarkargrund 22. „Þar sem pabbi er bakari fannst gárungunum kjörið að kalla húsið Kardimommubæinn. Það virtist smellpassa, því svo var byggt við götuna hús fyrir bæjarfógetann og ekki leið á löngu þar til slökkviliðs- stjórinn byggði sér þarna hús líka. Uppbyggingartími í Borgarnesi Sigurður Páll segir að sín skólaganga hafi í raun byrjað í tímakennslu hjá Kristínu á Geirsstöðum sem allir eldri Skagamenn kannist við. „Það var frábær tími og svo fór ég þessa venjulegu leið, fyrst í barnaskólann sem núna er Brekkubæjarskóli og svo veturinn fyrir fermingu byrjaði ég í gagnfræðaskólanum. Svo lá leið- in í fjölbrautaskólann og strax eftir hann hóf ég mitt háskólanám í verk- fræði. Um tíma vann ég á VT teikni- stofunni hér á Akranesi með góðum mönnum áður en ég hélt til Dan- merkur í meistaranám í burðarþols- fræði. Það var í DTU í háskólabæn- um Lyngby í útjaðri Kaupmanna- hafnar. Þar var gott að vera. Um það bil sem ég er að ljúka þar námi rakst móðir mín á auglýsingu. Þá var ver- ið að auglýsa starf bæjarverkfræð- ings í Borgarnesi. Ég sótti um starf- ið og fékk það. Þetta var árið 1993 og þeim lá svo mikið á að fá mig til starfa að ég slapp við að verja lokaverkefn- ið. Tíminn í Borgarnesi var mjög skemmtilegur og gefandi. Eitt fyrsta verkefnið var að vinna að byggingu sex hæða húss með þjónustuíbúð- um fyrir aldraðra, sem reist var bak- við dvalarheimilið. Framundan var svo landsmót ungmennafélaganna sem haldið var í Borgarnesi 1997. Þá var byggður upp frjálsíþróttavöllur- inn, útisundlaugin og allt sem henni fylgir. Það var því unnið að mörgum skemmtilegum verkefnum þennan tíma sem ég starfaði og við bjuggum í Borgarnesi. Allt var svo á fleygiferð í uppbyggingu þegar við fórum þaðan 2007, eftir 14 ár dvöl.“ Gott að ala upp börn í Borganesi Sigurður Páll segist hafa eign- ast marga góða vini í Borgarnesi og kynnst einnig góðu fólki í sveitunum í héraðinu. „Borgarnes er ekki síst mér kær fyrir það að þar ólust börnin mín upp við mjög góð skilyrði,“ segir hann. Kona Sigurðar Páls er Áslaug Árnadóttir og saman eiga þau þrjú börn, stúlku fædda 1986 og tvo stráka fædda ´93 og ´94. Meðan Sigurður Páll starfaði í Borgarnesi var hann í MBA námi við Háskóla Íslands. Þegar hann hætti störfum í Borgarnesi 2007 fór hann að starfa hjá KPMG á fyrirtækja- sviði í verðmati á fyrirtækjum og viðskiptaáætlunum. „Í þeirri vinnu kom inn á mitt borð aðstoð við fyr- irtæki sem þá var illa statt, Bygging- arfélag námsmanna, og starfaði ég þar sem framkvæmdastjóri um skeið. Um þetta leyti var auglýst starf sviðs- stjóra Framkvæmdasviðs hjá Hafn- arfjarðarbæ sem ég sótti um og fékk. Ég kunni vel við mig í Hafnarfirði en hugurinn leitaði samt heim. Þegar svipað starf var auglýst hérna á Akra- nesi ákveð ég að sækja um. Það var ljúft að koma hingað heim aftur og ég vona að reynsla mín eigi eftir að nýt- ast mér vel í starfinu,“ segir Sigurð- ur Páll. Skipulag í hjarta bæjarins Sigurður Páll segir að mörg spenn- andi verkefni séu framundan á Akra- nesi. „Það sem stendur uppúr finnst mér yfirtaka bæjarins á Sementsverk- smiðjureitnum. Þar bíður stórt skipu- lagsverkefni. Þetta svæði er hjarta bæjarins og snýr á móti suðri. Ég tel að það sé gríðarlega mikill feng- ur fyrir okkur að fá yfirráð yfir þessu svæði.“ Sigurður Páll segir að í skipu- lagsmálunum sé einnig verið að huga að Breiðinni, jafnframt því sem aðal- skipulag er í endurskoðun. Þá sé ver- ið að setja af stað vinnu við heildar- skipulag á grænum svæðum, til að bæta ásýnd umhverfis og möguleika til útivistar. „Við vinnum líka að út- tekt á umferðaröryggismálum í bæn- um en samhliða henni er metin við- haldsþörf á götum og stéttum. Í þeirri vinnu verður ekki aðeins hugsað til gangandi og akandi umferðar held- ur einnig hjólandi sem er að aukast í bænum. Þeim fer fjölgandi sem nýta sér hjólið til að komast á milli. Hvað framkvæmdir varðar er verið að und- irbúa útboð á gatnagerð á Sólmund- arhöfða, yfirlagnir á eldri götur, end- urnýjun gangstétta auk annarra verk- efna sem eru í farvatninu. Reiknað er með að vinnu við breytingar á Akra- torgi ljúki núna um mitt þetta ár.“ Aðspurður hvort hann væri bjartsýnn á að byggingastarfsemi fari af stað á fullt aftur og tilbúnar lóðir svo sem í Skógarhverfi muni rjúka út, sagði Sigurður Páll: „Ég man varla til þess að byggingalóðir fari út jafnt og þétt. Yfirleitt gerist þetta í skorpum og vonandi kemur ein slík áður en langt um líður.“ Til gamans má geta þess að lokum að Sigurður Páll keypti húsið af foreldrum sínum við Bjark- argrundina og er því aftur kominn heim í Kardimommubæinn þar sem hann unir hag sínum vel. þá Sigurður Páll er kominn heim á Akranes eftir að hafa verið í burtu alllengi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.