Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Page 22

Skessuhorn - 05.02.2014, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Hið fræga bandaríska tímarit Natio- nal Geographic hyggst nota norð- urljósamynd frá Kristínu Jónsdóttur ljósmyndara á Hálsum í Skorradal á forsíðu bókar sem tímaritið gefur út á næstunni. Bókin heitir Stunning Photographs og verður þar að finna fjölbreyttar og áhrifaríkar myndir frá öllum heimshornum. Þetta er í annað skipti sem National Geographic birt- ir myndina frá Kristínu. Áður birt- ist hún í sérblaði tímaritsins sem gef- ið var út á síðasta ári og bar titilinn The best of National Geographic – Yearbook 2013. Myndin er tekin af næturhimninum yfir Skorradal og tók Kristín myndina meðan svokall- aður sólarstormur átti sér stað vetur- inn 2012. „Þá voru norðurljós úti um allt og var þetta eitt fallegasta augna- blik í náttúrunni sem ég hef upplif- að,“ segir Kristín sem segir ljóst að þessi náttúruundur eigi orðið hug og hjörtu fólks í útlöndum. Sjálf er hún mikill norðurljósaunnandi og hefur tekið ótal fallegra mynda af ljósunum frá því að hún byrjaði að leggja stund á ljósmyndun árið 2006. Hún sinnir nú ljósmyndun í fullu starfi og er að opna vinnustofu á Hvanneyri eins og fram kemur á öðrum stað í blaðinu. „Ég er himinlifandi yfir því að tímaritið vilji fá að birta mynd frá mér aftur. Þetta er mikill heiður fyrir mig enda er National Geographic eitt þekktasta ljósmyndatímarit heims. Forsvarsmenn þess tóku eftir mynd- inni á myndasíðu minni á Your Shot sem er undirsíða heimasíðu National Geographic. Þar geta allir ljósmynd- arar stofnað sitt svæði og sett inn myndir. Mín mynd var valin ásamt mörgum öðrum myndum af Your Shot af ritstjórn í forvali. Ritstjórnin valdi síðan hvaða myndir færu í bók- ina og var mín mynd ein af þeim.“ Sjá einnig spjall við Kristínu á bls. 27. hlh „Mér finnst líklegra en hitt að ég gefi kost á mér áfram í fyrsta sæti L-listans. Annars vona ég bara að margir geri slíkt hið sama,“ seg- ir Lárus Ástmar Hannesson for- seti bæjarstjórnar í Stykkishólmi. Hann segist þó væntanlega aðeins munu gefa kost á sér til að leiða listann sem efsti maður hans. „Ég hef leitt listann í tvö kjörtímabil. Ef fólk vill skipta þá er það bara þannig en ég býð að öllum líkind- um fram krafta mína áfram. Sú aðferð sem við höfum unnið eftir er mjög lýðræðisleg og miðast við að koma til móts við þá réttmætu kröfu að kosið sé fólk. Allir geta komið með tilnefningu, allir ver- ið í framboði og allir kosið. Þessi aðferð hefur gefist vel og er rétta aðferðin til að velja fólk til starfa í litlum samfélögum. Það er ekki lítill hópur sem vélar með upp- stillinguna. Við í L-listanum erum sátt við okkar verk á liðnu kjörtímabili. Það er margt sem hefur gengið prýðilega. Við höfum lagt mikla áherslu á fjármálin og að lækka skuldir. Það hefur tekist. Árið 2012 voru skuldir bæjarins komnar nið- ur fyrir 150% af tekjum. Þegar við tókum við 2010 var þetta hlutfall milli 180 og 190%.“ Lárus segir að fjármálin verði áfram í brenni- depli á næsta kjörtímabili auk at- vinnu- og öldrunarmála. Skólamálin fyrstu skref til sameiningar? Lárus nefnir einnig að búast megi við breytingum í skólamálum. „Ég er nokkuð viss um að sveitarfélög á Snæfellsnesi muni í einhverri mynd sameinast á kjörtímabilinu. Það er þó ljóst að meirihluti Snæ- fellsbæjar hefur ekki áhuga á slíku en spurningin hvort Stykkishólm- ur, Grundarfjörður, Helgafells- sveit og Eyja- og Miklaholts- hreppur láti ekki verða af sam- einingu. Við höfum samþykkt að hefja slíkt ferli fyrir okkar leyti hér í Stykkishólmi,“ segir Lárus Ástmar Hannesson. Á bæjarstjórnarfundi 30. janú- ar síðastliðinn lögðu Lárus og Helga Guðmundsdóttir fram til- lögu um að sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps verði boð- ið til viðræðna varðandi samstarf í skólamálum. Slíkt gæti skapað bæði faglegan og rekstrarlegan ávinning fyrir bæði sveitarfélög. Bæjarstjórn Stykkishólms sam- þykkti þessa tillögu. Aukin sam- vinna Stykkishólmsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps gæti þannig orðið ákveðið skref í átt að sam- einingu sveitarfélaganna. mþh Forstöðumenn Akraneskaupstaðar fóru í óvissuferð síðastliðið mið- vikudagskvöld sem var undirbú- in í samstarfi við Björgunarfélag Akraness. „Það er björgunarfélag- ið sem á heiðurinn af því að skipu- leggja svona frábæra ferð fyrir okk- ur. Þessi sniðuga hugmynd kom upp í nóvember í fyrra. Að sam- eina óvissuferð hér á heimaslóðum og að björgunarfélagið gæti kynnt störf sín í leiðinni. Óvissuferð- in var liður í að styrkja samband og samstarf ólíkra stofnana Akra- neskaupstaðar,“ segir Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað. Mannskapurinn var sóttur að bæjarskrifstofunum seinni part dags og skipt í tvo hópa. Farið var með annan hópinn í bátsferð á bát- um björgunarfélagsins, þar sem siglt var út að Suðurflös. Á meðan var hinn hópurinn látinn síga við skemmtilegar aðstæður í Akrafjalli. Margir starfsmenn bæjarins fóru þar út fyrir þægindarammann og höfðu gaman af. „Þeir hjá björg- unarfélaginu sögðu okkur svo frá starfinu og sýndu okkur kerfin sem þeir nota. Fjarskiptabúnaður skipt- ir björgunarsveitina miklu máli og þeir eru með stjórnstöð uppi í húsi. Þar eru einstaklingar sem skrá nið- ur allt sem gerist. Þeir voru að því allan tímann á meðan við vorum í hópunum og þegar við komum til baka fengum við að sjá samskipt- in þeirra á milli. Þeir sýndu okkur þetta kerfi sem Landsbjörg vinnur með og það var mjög áhugavert að sjá skipulagið hjá þeim,“ segir Sæ- dís. Eftir að allir voru komnir í hús var fólki boðið í svokallað kassa- klifur og voru nokkrir hressir ein- staklingar sem létu vaða og sýndu hæfileika sína. Að lokum var boð- ið upp á súpu og brauð, sem var vel þegið eftir átökin. Þá hélt Þór Bínó Friðriksson formaður Björg- unarfélags Akraness smá tölu og sagði frá því helsta sem verið er að gera í öllum deildum félagsins. Ennfremur þakkaði Regína Ás- valdsdóttir bæjarstjóri björgunar- sveitinni fyrir gott samstarf og frá- bært skipulag á ferðinni og en hún var einmitt ein þeirra sem próf- aði klettasig í fyrsta sinn. „Þetta var mjög áhugavert og skemmti- legt. Það voru allir mjög ánægðir með ferðina, bæði hjá okkur og hjá björgunarfélaginu.“ grþ Lárus gefur líklega kost á sér áfram Lárus Ástmar Hannesson forseti bæjarstjórnar Stykkishólms og odd- viti L-listans þar í bæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Frá Stykkishólmi. Lærdómsrík óvissuferð á vegum björgunarfélagsins Nokkrir einstaklingar prófuðu kassaklifur sem Björgunarfélagið bauð uppá. Hér má sjá Guðfinnu Rósantsdóttur og Önnu Leif Elídóttur, sem er að klifra upp á kassastæðu með góðum tilþrifum. Ánægðir starfsmenn Akraneskaupstaðar ásamt fulltrúum Björgunarfélags Akraness. Hér má sjá mynd Kristínar sem prýða mun forsíðu bókarinnar Stunning Photographs hjá National Geographic. Fær aftur birta mynd hjá National Geographic

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.