Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 05.02.2014, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Ákveðið hefur verið að áfram verði ein innkeyrsla að hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Lítil breyting verður á núverandi innkeyrslu þegar á næstunni verður lagður vegur norðan dvalarheimil- is niður á Sólmundarhöfða að ný- byggðu fjölbýlishúsi. Við nánari skoðun á tillögu að nýrri veglagn- ingu við Höfða varð niðurstaða bæjaryfirvalda að ólíklegt væri að umferðarmagn yrði það mikið að ein tenging inn á Innnesveg væri ekki nægjanleg. Þar með hefur ver- ið hætt við breytingar á deiliskipu- lagi sem auglýst var í haust um tvær innkeyrslur að Höfða, en auk þess sem færa átti núverandi innkeyrslu örlítið til norðurs var fyrirhug- uð ný innkeyrsla sem næst suður- hlið hjúkrunar- og dvalarheimilis- ins. Þar var áætlað að hún greind- ist í tvær áttir, á bílastæði dvalar- heimilisins og inn á Höfðagrund. Athugasemdir komu við tillöguna sem tekið var tillit til. Ókostur þótti að hafa tvær innkeyrslur á Höfða, enda stutt á milli þeirra. Þá er met- ið að umferð niður á Sólmundar- höfða verði ekki nema að hámarki 160-200 bílar á sólarhring og dreif- ist sú umferð mikið í tíma þannig að ein innkeyrsla ætti að vera nægj- anleg. þá Ístöltmót fór fram á engjunum á Hvanneyri síðastliðinn sunnudag. Góð þátttaka var á mótinu en á fimmta tug knapa mætti til keppni. Keppt var í fjórum flokkum; flokki barna 13 ára og yngri, unglinga- flokki 14-17 ára, flokki minna keppnisvanra og loks flokki meira keppnisvanra. Þátttakendur riðu tvær ferðir fram og tilbaka, hægt tölt og fegurðartölt. Mörg góð til- þrif sáust og þykir ljóst að margir hestar eru komnir í gott form nú í byrjun árs. Dómari mótsins var Vil- hjálmur Þorgrímsson en honum til aðstoðar var Viðar Pálmarsson. Efstir í flokkum mótsins voru eftirfarandi: Börn 13 ára og yngri: 1. Arna Hrönn Ámundadóttir á Bíld frá Dalsmynni. 2. Aníta Björk Björgvinsdóttir á Pjakki frá Skjólbrekku. Unglingar 14-17 ára 1. Þorgeir Ólafsson á Myrru frá Leirulæk. 2. Guðbjörg Halldórsdóttir á Glampa frá Svarfhóli. 3. Ísólfur Ólafsson á Goða frá Leirulæk. 4. Hlynur Jónsson á Safír. 5. Gyða Helgadóttir á Æsu frá Ár- gerði. Minna vanir 1. Birgir Andrésson á Gylmi frá Enni. 2. Belinda Ottósdóttir á Hlyni frá Einhamri. 3. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir á Næk frá Miklagarði. 4. Seraina De Marzo á Sleipni frá Söðulsholti. 5. Edda Þórarinsdóttir á Flóka frá Giljahlíð. Meira vanir 1. Benedikt Kristjánsson á Króki frá Kirkjuskógi. 2. Ámundi Sigurðsson á Hrafni frá Smáratúni. 3. Björg María Þórsdóttir á Blæ frá Hesti. 4. Haukur Bjarnason á Listfinni frá Skáney 5. Ómar Pétursson á Glanna frá Ytri Hofdölum. iss Tíu kennarar úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga fóru nýverið til Lund- úna að skoða BETT-sýninguna, sem er stærsta tölvu- og upplýs- ingatæknisýning í Evrópu. Sýning- in er árleg og hefur verið vel sótt af hópum og einstaklingum frá Ís- landi undanfarin ár. Þátttakendur eru almennt sammála um að hún sé ein sú besta til að kynnast nýj- ungum í tækni og hugbúnaði fyr- ir skólastarf. „Við höfum verið að innleiða spjaldtölvur í kennslu ásamt spegluðum kennsluháttum. Í FSN er upplýsingatæknin nýtt á fjölbreyttan hátt og fléttast inn í flesta þætti skólastarfsins. Við vilj- um því fylgjast með í upplýsinga- tækni í skólastarfi og kynnast því nýjasta í tölvuheiminum sem teng- ist kennslu og þessi ferð var lið- ur í því,“ segir Hrafnhildur Hall- varðsdóttir aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga í sam- tali við Skessuhorn. BETT sýn- ingin er viðamikil og er ætluð fyrir alla fagaðila í skólastarfi, hvort sem það eru kennarar, stjórnendur eða tölvufólk. Erum á réttri leið Á sýningunni er á ári hverju fjöldi fyrirlestra um allt sem viðkem- ur skólastarfi en á sjöunda hundr- að aðila sýna þar það nýjasta sem er að gerast í upplýsingatæknimál- um og kennslu í heiminum í dag. „Við vorum fyrst og fremst glöð að sjá hvað við erum vel stödd hvað tækni og þekkingu varðar. Við skiptum liði og fórum á mismun- andi fyrirlestra og kynningar. Þeg- ar við bárum svo saman bækur okk- ar kom í ljós að við erum greinilega á réttri leið í þessum málum og get- um haldið áfram á sömu braut. Það gladdi okkur að sjá að við erum að gera góða hluti og við fórum með það heim í farteskinu að við getum þróað okkur áfram á sömu braut með góðum árangri.“ grþ Minjastofnun Íslands hefur í sam- ráði við forsætisráðuneytið ákveð- ið að ráðast í átaksverkefni sem fel- ur í sér atvinnuskapandi friðunar- verkefni um land allt. Heildarum- fang átaksins er 205 milljónir króna á þessu ári og koma 15 milljónir af upphæðinni á Vesturland til tveggja verkefna. Fimm milljónum króna er varið í að gera við kútter Sig- urfara sem er geymdur í Byggða- safninu í Görðum, en styrkveiting- ar vegna þess verkefnis hefur verið getið í Skessuhorni, meðal annars á bls. 8 í blaðinu í dag. Þá verður tíu milljónum króna varið í flutning Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyhri en sem kunnugt er hefur LbhÍ um- sjón með safninu. Þessar vikurnar er einmitt verið að búa Halldórsfjós á Hvanneyri undir flutning Land- búnaðarsafnsins þangað. Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri er rekið sem sjálfseignarstofnun. Hlutverk þess er að gera skil sögu og þróun íslensks landbúnaðar með því að varðveita gögn, gripi og aðr- ar minjar um hana, sem og ann- ast rannsóknir og fræðslu um við- fangsefnið. Bjarni Guðmundsson verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns- ins sagðist í samtali við Skessuhorn vera þakklátur bæði Minjastofnun og forsætisráðuneytinu fyrir stuðn- inginn. Hann væri að vonast til að þessi styrkur sem og stuðningur ýmissa aðila innan héraðs og utan dygði til að færa safnið milli húsa. Bjarni sagði að safnið hafi verið rekið um tíðina með aflafé án þess að stofna til skulda. Þar hefði til að mynda reynst drjúg ritlaun sem út- gáfa þriggja bóka hefði gefið um búnaðar- og verkháttasögu á 20. öldinni. „Þá hefur Bændaskólinn og síðan Landbúnaðarháskólinn verið safninu ómetanlegur bakhjarl í 74 ára sögu þess,“ sagði Bjarni. Mörg áhugaverð verkefni Minjastofnun Íslands er stjórnsýslu- stofnun sem annast framkvæmd minjavörslu í samræmi við ákvæði laga. Hlutverk stofnunarinnar er meðal annars að ákveða ráðstöfun fjár úr fornminjasjóði og húsafrið- unarsjóði í samráði við húsafriðun- arnefnd og fornminjanefnd. ,,Það er sérlega ánægjulegt að geta ráð- ist í átaksverkefni sem þetta. Það er von mín að þetta geti orðið til þess að ýta undir vitundarvakningu meðal almennings og áhuga á frið- un og verndun gamalla húsa auk þess sem það nýtist til atvinnusköp- unar. Við sjáum mörg og áhugaverð verkefni á Vesturlandi og ánægju- legt að geta hrint verkefninu af stað þar með jafn afgerandi hætti,“ seg- ir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Með lögum um menningarminjar var komið á nýju skipulagi í stjórnsýslu menningar- minja. Hin nýja stofnun sem varð til 1. janúar 2013 tók við hlutverki stofnanana Forleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar sem voru frá sama tíma lagðar niður. Minja- stofnun Íslands tók við hlutverki þessara stofnana og hefur yfirum- sjón með heildarstefnu um vernd- un og varðveislu menningarminja ásamt umsýslu tveggja sjóða; form- injasjóðs og húsafriðunarsjóðs. þá Svipmynd af sýningunni sem er stærsta tölvu- og upplýsingatæknisýning í Evrópu. Ljósm. hh. Kennarar FSN á sýningu í London Frá BETT tölvusýningunni sem kennarar úr Fjölbrautaskóla Snæfellinga fóru á. Á myndinni eru Hólmfríður Friðjónsdóttir, Freydís Bjarnadóttir og Una Ýr Jörunds- dóttir. Ljósm. hh. Ístöltmót á Hvanneyrarengjum Benedikt Kristjánsson á Króki frá Kirkjuskógi. Verðlaunahafar í flokki meira vanra. Ákveðið að fjölga ekki innkeyrslum við Höfða Tíu milljónir frá Minjastofnun í flutning Landbúnaðarsafnsins Halldórsfjós á Hvanneyri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.