Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Qupperneq 26

Skessuhorn - 05.02.2014, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Lengst af hef ég aðeins átt - angan tæmdra glasa Vísnahorn Mörgum þykir góður súrmatur hið mesta af- bragð meðan aðrir hrylla sig og líta á það sem hina mestu karlmennskuraun að bragða slíkt for- feðrafóður. Nú fyrir stuttu varð á Boðnarmiði umræða um súrmat og fleira sem snerist svo vægt sé orðað í hinar ýmsustu áttir. Framlag Hreins Guðvarðarsonar var á þessa leið: Hvað sem malla menn í skúr í matinn handa gestum, held eg ætti að henda í súr hagyrðingum flestum. Skúla Pálssyni þótti einnig nóg um hvað menn flugu um víðan völl og kvað: Hérna - maður - herra trúr! - heldur varla þræði. Kveðskapurinn sjálfur súr og súrrealísk kvæði. Þó Þorrablót séu hinar ágætustu skemmt- anir jafnframt því sem þorramatur er að sjálf- sögðu hið prýðilegasta fóður er það ekki sjálf- gert að allir dragi sig á slíkar skemmtanir hvort sem menn óttast að þeirra verði minnst í þorraannálnum eða sitji einfaldlega heima í þunglyndi sem er svosem ekki betra við að eiga en margt annað. Allar líkur á að það hafi verið í þunglyndiskasti sem Steindór Sigurðs- son orti: Oftast var mér vinafátt, var því gjarnt að hrasa. Lengst af hef ég aðeins átt angan tæmdra glasa. Einhver ágæt kona sem ég man ekki nafnið á í svipinn virðist einnig hafa verið í þeirri að- stöðu að fella sig ekki fyllilega við umhverfið þegar hún kvað: Eg vildi’ eg væri komin — hvurt? Kannske eitthvað langt í burt, vantaði hvorki vott né þurrt — og væri svo aldrei til mín spurt. Sigurður Jónsson frá Brún var um margt sérstakur maður og varð fyrir ýmsu mótlæti í lífinu. Má segja að minna hefði nægt sumum til að bugast. Hefur því ef til vill meiri afsökun en sumir aðrir þó kaldlegur tónn finnist í vís- um hans. Ekki veit ég tilefni þessarar: Hér er kaldi á bæði borð býsnum faldinn vetur. Heyrast sjaldan hlýleg orð hvað sem valdið getur. Lengi vel þótti það heldur hagur í sveitum landsins að eiga nokkuð af börnum því það var þó alltaf vinnuafl þegar þau fóru aðeins að standa upp úr grasinu og raunar með ólíkind- um hvað börnum var stundum haldið ungum til vinnu. Þætti líklega aðfinnsluvert nú á tím- um. Bóndi nokkur sem átti aðeins einn son bar því við að kona sín vildi ekki eignast fleiri börn þegar þessi mál bárust í tal en þetta mun hafa verið í frumbernsku getnaðarvarna hér á landi. Um þau mál kvað Valdimar K. Benón- ýsson: Bóndinn kannar örlög ill. Eitthvað hann þó gæti. Þegar Anna ekki vill á sér mannalæti. Jón Sigurðsson í Hofgörðum, afi Helgu Brögu leikkonu, orti um ástalífið í dreifbýl- inu: Illt er að kljást við kvenfólkið, kærleiks brást það heitum þó er ástar ástandið einna skást í sveitum. Eitt og annað gerðist þó í baðstofunum hér í denn enda eins líklegt að þjóðin hefði dáið út að öðrum kosti. Svo kom líka fyrir að ein- hver atvik urðu sem leiddu til misskilnings sem síðan þurfti þá að leiðrétta: Vaknaði bóndi um vetrarnótt af værum svefni; Sagði „Nú er illt í efni“ og ýtti við sinni faldagefni. „Lítið gengur að leggja niður leiðan vana“ ansaði þá hans eiginkona; „Alltaf skaltu láta svona.“ Ansar bóndi og ók sér þversum yfir frúna; „Æi neii ekki núna. En eikarkoppinn látúnsbúna.“ Bjarni Jónsson frá Gröf kvað um sín við- skipti við hið veikara kyn og hin ýmsu af- brigði þeirra mála: Ég hef átt mér yndi dátt, ergja fátt mig kunni. Hjá fljóðum sáttur þráði þrátt að þjóna náttúrunni. Bjarni var frá Gröf í Víðidal en fleiri bæir eru með því nafni á landinu og gestrisni trú- lega síst minni á þeim bæjum er það nafn bera en annars staðar við sambærilegar aðstæður. Steingrímur Thorsteinsson færir okkur þetta umhugsunarefni: Ein er náttbóls alviss gjöf, þó annarsstaðar bresti. Allir fá að gista í Gröf, sem greiðabær er mesti. Það er nú svo að á þá staði sem gestrisni er hvað mest koma líka gjarnan einhverjir af þeirri manngerð sem kallaðir eru óreglumenn jafnt þó óregla þeirra sé fullkomlega reglubundin. Um einn slíkan kvað Þórir Baldursson: Við fylliróna leggur lag. Líka fullur oftast nær. Fullur varstu í fyrradag, fullur komstu heim í gær. Það getur reyndar orðið svolítið útlátasamt fyrir budduna ætli menn að halda drykkju áfram um lengri tíma nema menn hafi þá að- gang að uppsprettulind. Ekki er varningurinn svo gefinn hjá ríkisapparatinu. Jafnvel stönd- ugir kvótagreifar hljóta að finna fyrir því. Þórarinn M. Baldursson orti í orðastað hins aðþrengda auðmanns sem jafnan hefur verið að tapa fé svo lengi sem ég man: Milljónir ég margar á, menn því yfir gapa. Þó öfunda ég alla þá sem engu hafa að tapa. Kári Tryggvason frá Víðikeri safnaði til vísnabókar og gaf út. Mörgum vísnavin- um þótti þar vel hafa til tekist og séra Helgi Sveinsson orti: Svífur már á flugi frár. Fley um bárur þýtur. Þar sem gárast glæstur sjár gull í skárum flýtur. Blindrafélagið í Reykjavík fór eitt sinn í hópferð um Borgarfjörð og fékk Flosa Ólafs- son sem leiðsögumann og þarf ekki að efa að honum hefur farist það vel úr hendi sem ann- að. Sigfúsi Jónssyni þótti þetta þó nokkuð at- hyglisvert og varð að orði: Maður fyndinn fer með hjörð, fagra mynd upp dregur, sýnir blindum Borgarfjörð bóndinn yndislegur. Jón Snæbjörnsson frá Stað á Reykja- nesi öðru nafni Máni Reyknes og oft nefnd- ur Manni í Mýrartungu, þar sem hann bjó í rúm 20 ár, var ekki mikill aðdáandi Sjálfstæð- isflokksins og þaðan af síður Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar. Þó sá hann þann kost á Hannesi Hólmsteini að eftir því sem hann kæmi oftar fram í fjölmiðlum hlyti fylgi Sjálf- stæðisflokksins að fara rénandi og orti því: Inn til dala, út um annes allra vilja skal hér tjá. Verði alltaf Hólmsteinn Hannes heimagangur okkur hjá. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Leikfélag Nemendafélags Mennta- skóla Borgarfjarðar frumsýnir á föstudaginn hinn sívinsæla söngleik Grease í Hjálmakletti í Borgarnesi í leikstjórn Bjarna Snæbjörnssonar. Að sögn Ingibjargar Kristjánsdótt- ur formanns leikfélags NMB hef- ur undirbúningur staðið yfir síð- an í desember og eru alls 20 leik- arar sem fara með hlutverk í verk- inu, þar af þrír sem eru nemend- ur í Grunnskólanum í Borgarnesi. Hópurinn sem kemur að uppfærsl- unni er reyndar stærri, segir Ingi- björg, því um tíu til viðbótar sinna öðrum verkum tengdum sýning- unni á borð við tæknimálum, ljós- myndun, miðasölu, förðun og kór- söng. „Síðan fær leikfélagið allskyns aðstoð frá nemendum og skólanum sem skiptir miklu máli fyrir upp- setninguna. Það hefur verið mik- ill kraftur í öllum hópnum á æfing- um allan tímann og höfum við ver- ið að æfa 3-4 sinnum í viku frá ára- mótum. Að mörgu er að hyggja því söngleikur eins og Grease saman- stendur af leik, dansi og söng.“ Ingibjörg segir mikla ánægju í hópnum með Bjarna leikstjóra en hann leikstýrði Litlu hryllingsbúð- inni sem leikfélagið setti upp í fyrra í Hjálmakletti. „Auk Bjarna höfum við notið aðstoðar listdanskennar- ans Guðmundar Elíasar Knudsen í æfingum á dansatriðum. Við erum því með flotta listamenn með okk- ur,“ segir Ingibjörg sem sjálf leikur annað aðalhlutverk sýningarinnar; Sandy. Á morgun fer general prufa á verkinu fram í Hjálmakletti og síðan fer sjálf frumsýningin fram á föstudaginn kl. 18:30. Alls er stefnt á að bjóða upp á tíu sýningar á verk- inu. „Grease er lifandi og skemmti- leg sýning með frábærum lögum og dansatriðum. Gestir mega því bú- ast við mikilli skemmtun og gleði í Hjálmakletti á næstunni,“ segir Ingibjörg að lokum. hlh /Ljósm. Arnór Orri Einarsson. Frumsýna Grease í Hjálmakletti Leikarar í góðum gír á sviðinu í Hjálmakletti. Hér má sjá þau Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Stefni Ægi Stefánsson í hlut- verkum Sandy og Danny á æfingu fyrir skemmstu.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.