Skessuhorn


Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 30

Skessuhorn - 05.02.2014, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2014 Ástþór Vilmar Jóhannsson Það er bara heiðarleikinn. Hafþór Daði Halldórsson Jákvæðni. Ágúst Heiðar Ólafsson Að hafa trú á sjálfum sér. Ásthildur Einarsdóttir Heiðarleiki, svona í stuttu máli. Ari Grétar Björnsson Heiðarleiki. (Spurt á Akranesi) Klaus Hilbert sem þjálfaði Akra- nesliðið keppnistímabilið 1979 er látinn eftir stutt en snörp veikindi, rétt nýlega orðinn 70 ára. Klaus kom á Akranes í byrjun árs 1979 og tók við Akraneslið- inu í framhaldi af mögn- uðum sigurárum 1974 – 1978, þá undir stjórn Ge- orge Kirby. Þrátt fyrir breytingar á leikmanna- hópnum byggði Klaus upp gott lið og þó ekki hafi unnist titlar þetta ár var árangurinn góður. ÍA mönnum finnst 1979 eft- irminnilegt ár fyrir margra hluta sakir. Fyrst má nefna þátttöku í al- þjóðlegu móti í Indónesíu þar sem liðið lék til úrslita gegn landsliði Burma og tapaði eftir vítaspyrnu- keppni. Þá lék liðið tvo leiki gegn hollenska stórliðinu Feyenoord sem kom til Íslands í æfingaferð, en Pétur Pétursson hafði þá ný- lega gengið til liðs við það. Í þriðja lagi var leikið gegn spænska stór- liðinu Barcelona í Evrópukeppn- inni þetta ár. Liðið endaði síðan í 2 sæti deildarkeppninnar og komst í 4.liða úrslit bikar- keppninnar. Í frétt á heimasíðu ÍA segir að Klaus Hil- bert hafi þjálfað lið í neðri deildum þýsku knattspyrnunnar frá 1975, en lengst af var hann framkvæmda- stjóri þýska úrvals- deildarliðsins Boch- um. Hans er minnst sem góðs og glaðlegs félaga. Hann var góður þjálfari, metnaðarfullur og hafði góðan aga á sínum leikmannahóp. Hann kom nokkrum sinnum til Ís- lands hin síðari ár og hafði á orði að honum hafi fundist tími sinn á Akranesi hafa verið með sínum bestu árum. þá Haraldur Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Knattspyrnufélags ÍA, segir að samanburður á verðskrám knatt- spyrnufélaga vegna æfingagjalda, sem viðhafður er í nýbirtri könn- un ASÍ, gefi kolranga mynd af því hvað foreldrar á Akranesi þurfi að greiða vegna iðkunar barna sinna. Af æfingagjöldum allra yngri flokka hjá ÍA sé veittur 20 þúsund króna afsláttur frá verðskrá taki foreldrar þátt í framkvæmd Norðurálsmóts- ins í knattspyrnu sem er aðal fjár- öflun félagsins. Um 95% foreldra nýti sér það og því eru einungis 5% foreldar að borga æfingagjöld samkvæmt verðskrá. Haraldur seg- ir að fyrirkomulaginu með þetta af- sláttarkerfi hafi verið komið á fyrir þremur árum þegar erfitt var orð- ið að manna vaktir vegna Norður- álsmótsins. Þá er í verðkönnun ASÍ ekki tekið tillit til 12 þúsund króna lækkunar æfingagjalda taki foreldr- ar barna að sér að selja salernis- pappír þrisvar á ári. Ekki er held- ur tekið tillit til tómstundaframlags Akraneskaupstaðar sem er 25.000 krónur á ári. Könnun ASÍ er því í besta falli röng. Í gær var birt niðurstaða könn- unar á æfingagjöldum 16 knatt- spyrnufélaga sem verðlagseftir- lit ASÍ tók saman og birt var í ein- hverjum fjölmiðlum. Skoðuð var gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþrótta- félaganna. Til að verðlagseftirlitið gæti borið gjaldskrá félaganna sam- an var fundið út mánaðargjald fyr- ir vorönn, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskrá fyrir eitt ár í senn, sum eru með ár- gjald, önnur annargjöld og jafn- vel er búið að setja sölu á varningi eða vinnu við mót inn í gjaldskrána. Verðlagseftirlitið bar saman gjald- skrá fyrir 4. flokk, eða 12 og 13 ára börn. Samkvæmt samanburðinum taldi ASÍ dýrast að æfa knattspyrnu hjá ÍA en þar kostar mánuðurinn 7.333 kr. eða 36.667 kr. fyrir fimm mánuði á vorönn. Ódýrast er að æfa hjá KA en þar kostar mánuðurinn 4.667 kr. eða 23.333 kr. vorönnin. Verðmunurinn er 57% eða 13.333 kr. Verðlagseftirlitið bar einnig saman gjaldskrá fyrir 6. flokk eða 8 og 9 ára börn. Dýrast er að æfa hjá ÍA en þar kostar mánuðurinn 6.667 kr. eða 33.333 kr. fyrir fimm mánuði á vorönn. Ódýrast er að æfa hjá KA en þar kostar mánuðurinn 3.778 kr. eða 18.889 kr. vorönnin. Verðmunurinn er 76% eða 14.444 kr. Í skýringu með könnuninni seg- ir verðlagseftirlit ASÍ taki ekki til- lit til fjáraflana sem íþróttafélögin standi fyrir og/eða styrkja frá sveit- arfélögunum, hvorki æfingagall- ar, né keppnisgjöld séu með í gjald- inu sem borið er saman. Þá hefur nú komið í ljós að ASÍ tók held- ur ekki tillit til vinnuframlags for- eldra barna í ÍA, líkt og fram kemur í upphafi fréttarinnar. þá Karlalið Snæfells átti sinn besta leik í talsverðan tíma í Dominosdeild- inni þegar það tók á móti Hauk- um í Hólminum á fimmtudaginn. Karlarnir áttu ekki í neinum telj- andi vandræðum með Hafnfirð- ingana og unnu sannfærandi 96:82 sigur. Það var eins gott fyrir Hólm- arana að landa sigri í þessum leik því önnur lið eru farin að sauma að þeim í 8. sæti deildarinnar, svo sem ÍR. Snæfellingar voru strax komn- ir með góða stöðu eftir fyrsta leik- hluta, ellefu stiga forskot 29:18. Hólmarar bættu svo heldur við áður en blásið var til hálfleiks en þá var staðan 56:40. Heimamenn juku enn við for- ustuna og áður en lokakaflinn hófst var munurinn orðinn 20 stig, 79:59. Gestirnir náðu síðan að- eins að klóra í bakkann í lokafjórð- ungnum en úrslit leiksins þá í raun löngu ráðin. Hjá Snæfelli var Trav- is Cohn III atkvæðamestur með 27 stig, 4 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Sigurður Á Þor- valdsson skoraði 25 stig, Jón Ólaf- ur Jónsson 11, tók 10 fráköst og átti 6 stoðsendingar, Finnur Atli Magn- ússon 10 stig og 9 fráköst, Stefán K. Torfason 8 stig, Sveinn Arnar Dav- íðsson 6, Kristján Pétur Andrés- son 5 og Þorbergur Sæþórsson 4. Hjá Haukum skoraði Haukur Ósk- arsson mest, 18 stig. Í næstu um- ferð fer Snæfell til Grindavíkur nk. föstudagskvöld. þá Snæfellskonur juku enn forskot sitt á toppi Dominosdeildarinn- ar í körfubolta þegar heil umferð fór fram á fimmtudagskvöldið síð- asta. Haukar sem eru í öðru sætinu voru þá í heimsókn í Hólminum og töpuðu 64:79. Á sama tíma töpuðu Keflavíkurstúlkur fyrir KR í Vestur- bænum og eru þær og Haukastúlk- ur nú komnar átta stigum á eftir Snæfelli sem er með 34 stig. Leik- urinn var hnífjafn til að byrja með og Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 16:15. Snæfellskon- um tókst síðan að slíta sig aðeins frá gestunum undir lok fyrri hálfleiks. Hildur Sigurðardóttir fór þar fyrir sínu liði og staðan var 39:30 fyrir Snæfell í leikhléinu. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í seinni hálfleiknum en Haukastúlkur gáfu aðeins eftir und- ir lok þriðja hluta og staðan að hon- um loknum 58:44. Snæfellskonur voru þar með búnar að leggja grunn að sigrinum og gestunum tókst ekki að laga stöðuna í lokafjórðungnum. Lokatölur eins og áður segir 79:64 fyrir Snæfell. Hjá Snæfelli var Chynna Brown með 18 stig og 13 fráköst, Hildur Sigurðardóttir með 17 stig, 4 fráköst og 7 stoðsend- ingar, Eva Margrét Kristjánsdótt- ir 13 stig, 6 fráköst og 4 stoðsend- ingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12 stig og 7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8 stig, Hugrún Eva Vilhjálmsdóttir 6, Silja Katrín Dav- íðsdóttir 3 og Helga Hjördís Björg- vinsdóttir 2 stig. Hjá Haukum var Lele Hardy atvæðamest þrátt fyr- ir slaka skotnýtingu með 17 stig og 18 fráköst. Í næstu umferð, sem spiluð verð- ur í kvöld, miðvikudag, fara Snæ- fellskonur til Keflavíkur. þá Undir lok leiks Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi í Dom- inos deildinni í körfubolta 23. janú- ar síðastliðinn fékk Skallagríms- maðurinn Egill Egilsson harkalegt olnbogaskot í andlitið frá Matthew Hairston, leikmanni Stjörnunnar. Dómari leiksins tók eftir brotinu og dæmdi ásetningsvillu í kjölfarið á Hairston. Eftir að hafa séð upp- töku af leiknum töldu Skallagríms- menn að brotið hefði verið það gróft að dómari leiksins hefði átt að dæma brottrekstravillu á Hairston. Brottrekstrarvilla er þyngsti dómur sem hægt er að dæma á körfubolta- vellinum þar sem leikmanni er um- svifalaust vikið af velli og í leikbann. Ákvað stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms því að kæra atvikið til aga- og úrskurðarnefndar Körfu- knattleikssambands Íslands og fór fram á að Hairston fengi tilhlýði- leg viðurlög vegna brotsins gegn Agli. Um tíma íhugaði stjórnin jafnvel að kæra atvikið til lögreglu en ákvað að gera það ekki. Nefndin kvað loks upp dóm sinn í fyrradag og ákvað að Hairston fengi tveggja leikja bann fyrir brot þetta. Í dómn- um kom m.a. fram sjónarmið dóm- ara leiksins að ef hann hefði haft sama sjónarhorn og myndbandið þá hefði hann dæmt brottrekstrar- villu á Hairston. Rétt er að taka fram að Hairston hafði persónulega samband við Egil strax daginn eftir leik þar sem hann bað Egil afsökunar á hegðun sinni í leiknum. Myndband af atvikinu hafði þá birst á Internetinu. Einn- ig hefur Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar harmað atvikið í við- tölum í fjölmiðlum. hlh Samanburður á æfingagjöldum gefur ranga mynd Grétar Ingi Erlendsson og Orri Jónsson huga að Agli Egilssyni sem hér liggur í valnum eftir olnbogaskot Matthew Hairston í leiknum gegn Stjörnunni í janúar. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson. Stjörnumaður fékk tveggja leikja bann fyrir brot á Agli Sveinn Davíðsson, sem átti góðan leik, er hér að brjótast í gegnum vörn Haukanna. Ljósm. Eyþór Ben. Snæfell ekki í vandræðum með Haukana Klaus Hilbert látinn Hér er Hildur Sigurðardóttir að spila sig í gegnum vörn Haukastúlkna. Hólmarinn Gunnhildur Gunnarsdóttir er m.a. til varnar í Haukaliðinu. Ljósm. Eyþór Ben. Snæfellskonur auka forustuna Hvað er mikilvægast í fari einstaklings?

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.