Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Tuttugu þúsund í akstri eftir sjötugt LANDIÐ: Eins og kunnugt er þá þarf fólk að endurnýja ökuskírteini sín örar eftir að 70 ára aldri er náð og þeg- ar fólk verður 80 ára þarf að endurnýja ökuskírteini ár- lega. Í dag eru samtals 19.915 einstaklingar, sem náð hafa 70 ára aldri eða meira, með gild ökuskírteini og sá elsti er 102 ára. Elsti handhafi ökuskírteinis á Vesturlandi er 96 ára og býr á Akranesi. Til gamans má geta þess að þegar aldurshöfðinginn, sá sem er 102 ára og býr á höf- uðborgarsvæðinu, sótti um ökuskírteini síðast tók sú sem afgreiddi hann sérstaklega til þess hve ern og skemmti- legur hann var og með allt á hreinu. „Einhverjir kynnu að setja út á það að svo fjöl- mennur hópur fólks á þess- um aldri sé úti í umferðinni, en það verður seint sagt að einbeitt áhættuhegðun í um- ferðinni fylgi þessum hópi. Slíkt hefur löngum loð- að við ákveðinn hóp þeirra sem nýlega hafa fengið öku- réttindi,“ segir í tilkynningu lögreglu. –mm Sérsveitin æfði í Skorradalnum BORGARFJ: Vegfarendur um Vesturlandsveg árla sl. miðvikudagsmorgun héldu að stórslys hafi orðið í Borg- arfirði eða jafnvel norðar því fjöldi lögreglu- og sjúkra- bíla ók með ógnarhraða og blikkandi ljósum um veg- inn í norðurátt. Svo var þó ekki, heldur var kallað til æf- ingar sérsveitar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu í Skorradal þar sem stórslys átti að hafa orðið. Útkalls- hraðinn var einnig æfður í þessari æfingu og tóku liðs- menn lögreglunnar í Borg- arfirði og Dölum einnig þátt í æfingunni. Að sögn Theo- dórs Þórðarsonar yfirlög- regluþjóns í Borgarnesi var kallað út á æfinguna klukkan fimm í morgun. Það voru því einkum árrisulir einstakling- ar á leið til vinnu sem urðu varir við ökutækin. –þá Aukin umferð í september LANDIÐ: Umferðin á landinu í september sl. var mjög mikil, jókst um 5,8% frá september í fyrra. Þetta kemur fram á vef Vegagerð- arinnar. Þar segir að nýlið- inn september hafi verið umferðarmesti mánuður árs- ins og annar umferðarmesti mánuður frá upphafi mæl- inga, en ríflega 140 þúsund bílar fóru um þrjú mælisnið Vegagerðarinnar. Á vef Spal- ar kemur hins vegar fram að umferð um Hvalfjarð- argögn hafi ekki aukist jafn mikið í september og á mæl- um Vegagerðarinnar. Um- ferð um Hvalfjarðargöng í september var 2% meiri en í sama mánuði í fyrra. –þá Betri dekk LANDIÐ: Þrátt fyrir að Ís- land liggi ansi norðarlega á jörðinni hafa kröfur til hjól- barða verið svipaðar og í suðrænni löndum Evrópu. 1. nóvember næstkomandi taka hins vegar gildi breyt- ingar á reglugerð um gerð og búnað bifreiða og þar með verða gerðar svipaðar kröfur til hjólbarða á Íslandi og á öðrum Norðurlönd- um. Bíleigendur eru hvattir til að kynna sér þessar breyt- ingar sem m.a. kveða á um dýpt mynsturs í hjólbörðum. –mm 98% á réttum hraða SV.LAND: Brot fimm öku- manna voru mynduð á Vest- urlandsvegi sl. föstudag í umferðareftirliti lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Vesturlands- veg í austurátt í Kollafirði. Á einni klukkustund, eftir há- degi, fóru 259 ökutæki þessa akstursleið og því óku sárafá- ir ökumenn, eða 2%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Með- alhraði hinna brotlegu var 104 km/klst en þarna er 90 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 111. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 4. - 10. október. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 4 bátar. Heildarlöndun: 5.142 kg. Mestur afli: Ísak AK: 3.195 kg í sex löndunum. Arnarstapi 7 bátar. Heildarlöndun: 71.233 kg. Mestur afli: Sæbliki SH: 19.010 kg í fjórum löndun- um. Grundarfjörður 5 bátar. Heildarlöndun: 186.926 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.646 kg í einni löndun. Ólafsvík 7 bátar. Heildarlöndun: 74.782 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 36.920 kg í sjö löndunum. Rif 13 bátar. Heildarlöndun: 112.321 kg. Mestur afli: Magnús SH: 14.980 kg í fjórum löndun- um. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 52.622 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 28.823 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 67.646 kg. 7. október 2. Saxhamar SH – RIF: 52.883 kg. 10. október 3. Helgi SH – GRU: 48.091 kg. 6. október 4. Sóley SH – GRU: 38.596 kg. 8. október 5. Grundfirðingur SH – GRU: 28.936 kg. 7. október. mþh Fyrirtækið Skagaverk ehf. á Akra- nesi fjárfesti nýverið í nýrri hóp- ferðabifreið. Sú bifreið er nýjung hjá fyrirtækinu og allt öðruvísi en aðrir hópferðabílar fyrirtækisins en um er að ræða limmósínu af gerðinni Hummer. „Við keyptum bílinn fyrir um mánuði síðan og er hann hugs- aður til að veita og auka þjónustu á Akranesi. Bíllinn er kjörinn fyrir allskyns hópa, svo sem fyrir árshá- tíðarferðir, óvissuferðir, stráka- og stelpuferðir, fyrir menntaskólaböll- in og hann er frábær í gæsanir og steggjanir svo eitthvað sé nefnt,“ segir Anna Sigurðardóttir verkefna- stjóri hjá Skagaverki í samtali við Skessuhorn. Hægt er að bóka lim- mósínuna hvert sem er. Hún segir fáa svona bíla vera á landinu en lim- mósínan er útbúin allskyns búnaði sem ekki er að finna í venjulegum hópferðabílum. „Það getur myndast skemmtileg stemning um borð í lim- mósínunni og það má segja að þetta sé fjölbreyttur hópferðabíll. Hann tekur fimmtán manns í sæti og í honum eru bar, diskóljós, magnaðir hátalarar, leðursæti, flatskjáir, arinn og kampavínsglös. Hann er í raun eins og stofa á hjólum og það er nóg pláss, meira að segja hægt að standa í honum miðjum. Við höfum bara gaman af þessu og lítum svo á að við séum að veita nýja þjónustu,“ segir Anna. grþ Skógræktarfélag Íslands og skógræktarfélög á Vestfjörð- um hafa ályktað vegna nýrrar tillögu Vegagerðarinnar vegna umdeilds vegar um Teigsskóg. „Ekki er ástæða til að leggjast gegn fyrirætlunum um vega- gerð um Teigsskóg í Þorska- firði. Aðeins um 1% skógar- ins fer undir veg samkvæmt nýrri tillögu um vegstæði sem Vegagerðin hefur lagt fram. Skaði er því óverulegur,“ segir í álykt- un skógræktarfélaganna. Forsvars- menn Vegagerðarinnar segja að þarna kveði við nýjan tón og auki það bjartsýni þeirra á lausn málsins sem hefur lengi þvælst hjá skipulagsyfirvöld- um og dómstólum. Skipu- lagsstofnun hefur hafnað því að veglínan sem Vegagerðin leggur til í nýju tillögunni fari í umhverfismat. Sú niðurstaða Skipulagsstofnunar hefur ver- ið kærð til úrskurðarnefndar og einnig hafa fleiri leiðir til lausn- ar verið skoðaðar. þá Um þessar mundir eru þau merku tímamót í sögu Stykkishólms að 50 ár eru liðin frá því Tónlistar- skóli Stykkishólms var stofnað- ur, en það var í október 1964 sem hann tók til starfa. Fyrsti skóla- stjóri og lengi vel eini kennarinn var Víkingur Jóhannsson. Að sögn Jóhönnu Guðmundsdóttur skóla- stjóra eru af þessu tilefni nemend- ur og kennarar að brydda upp á ýmsu skemmtilegu nú á haustönn og nýtur m.a. til þess verkefnis styrks frá Menningarráði Vestur- lands. „Menningarráðið styrkti einnig hina glæsilegu viðburði sem voru í tilefni 70 ára afmælis Lúðrasveitar Stykkishólms í vor. Munu stórir og smáir viðburðir verða á dagskrá skólans út afmæl- isárið 2014. Þeir verða kynntir eft- ir því sem að þeim kemur,“ segir Jóhanna. Hið óhefðbundna upphaf skóla- ársins var liður í afmælisgjörning- um haustsins, en þá fylltist skólinn af meistaranemum og kennurum frá ellefu þjóðlöndum, í samstarfi tónlistarskólans við Listaháskóla Íslands. Hægt er að nálgast upp- tökur frá námskeiðinu á heima- síðu skólans. Hátíð tvo næstu daga Á Norðurljósahátíðinni taka nokkrir nemendur og kennarar skólans þátt í svokölluðum Jóseps- tónleikum á morgun, fimmtudag. „Á föstudaginn, 17. október, höld- um við afmælisgleði í skólanum. Klukkan 17 til 19 er opið hús þar sem nemendur, kennarar og aðr- ir sem þess óska spila eða syngja fyrir gesti og gangandi. Einnig er viðbúið að sagðar verði sögur, jafn- vel leiknir smá leikþættir ef fólk vill. Í boði verða léttar veitingar. Deginum lýkur svo með bíósýn- ingu í sal skólans þar sem nemend- um og gestum þeirra verður boðið að horfa á myndband þar sem tón- listin leikur stórt hlutverk. Sýning- in er áætluð kl. 19 til 20:30. Það er ósk okkar að sjá sem flesta koma og fagna þessum tímamótum með okkur,“ segir Jóhanna. mm Ýmis hátíðarhöld á 50 ára afmæli Tónlistarskóla Stykkishólms Bíllinn er útbúinn ýmsum lúxus. Limmósína á Skaganum Skagamenn geta nú búist við því að mæta limmósínu á götum Akraness. Skógræktarmenn mæla með vegi um Teigsskóg

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.