Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.10.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 2014 Á þessu ári hafa ekki verið starf- rækt úrræði sem kallað var skamm- tímavistun fyrir fatlaða einstak- linga á Vesturlandi. Í lok síðasta árs var þessari starfsemi hætt bæði í Holti í Borgarfirði og Gufuskál- um á Snæfellsnesi þar sem hún var starfrækt um árabil. Þegar fjárveit- ingar í málaflokkinn frá ríkinu til sveitarfélaga á Vesturlandi reyndust ónógar var gripið til þess ráðs að loka skammtímavistununum. For- eldrar og forráðamenn barna og ungmenna sem nutu þess að dvelja í Holti og á Gufuskálum mótmæltu því að skammtímavistunin var lögð niður, en án árangurs. Lokunin var hluti af umfangsmiklum niður- skurði sem starfshópur SSV vann að fyrir yfirstandi ár og árið 2013. Félagsskapurinn var dýrmætur Skammtímavistun bæði í Holti og á Gufuskálum var á sínum tíma kom- ið á með samstillu átaki foreldra á Vesturlandi. Guðmundur Gunn- arsson bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dölum á son sem tók því fegins hendi að fara í Holt eina helgi í mánuði og hitta þar félaga sína og jafningja. „Það er mjög bagalegt að þessi starfsemi skuli leggjast af. Fyrir okkur hér og son okkar er það ekki síst félagslegi þátturinn sem er slæmt að missa. Fatlaðir krakkar í sveit hafa ekki svo mikla möguleika á félagsskap og starfsemin eins og hún var í Holti var gríðarlega dýr- mæt að þessu leyti. Skammtíma- vistunin í Holti var vel nýtt og fyr- ir marga veitti hún líka hvíld fyr- ir báða aðila, skjólstæðinga og for- ráðamenn. Núna höfum við farið með okkar son í skammtímavistun í Reykjadal í Mosfellsdal. Það stend- ur til boða einu sinni á vori og einu sinni á hausti og bætir ekki nema að litlum hluta það sem við misstum með Holti, þar sem hann átti kost á að vera eina helgi í mánuði. Okkur finnst við hér á þessu svæði standa svolítið veikt félagslega. Það vant- ar hér samtök eða hóp til að berj- ast fyrir hagsmunum fatlaðra,“ seg- ir Guðmundur á Kjarlaksvöllum. Úrræðin í Holti og á Gufuskálum vel nýtt Sama sjónarmið og hjá Guðmundi á Kjarlaksvöllum kom fram hjá for- eldrum barna sem nýttu félagslegu aðstöðuna á Gufuskálum, sem eins og í Holti var opin tvisvar í mánuði yfir vetrarmánuðina. Aðstaðan var vel nýtt á báðum stöðum og flestir skjólstæðingarnir áttu möguleika á dvöl einu sinni í mánuði en einstaka einstaklingur oftar. Þá var sum- ardvölin mjög vel nýtt í Holti, en það var sá hluti starfseminnar sem uppfyllti skammtímavistunarform- ið best eins og það er skilgreint í kefinu. Það er félaglegi þátturinn sem saknað er mest við brotthvarf starfseminnar á Gufuskálum eins og í Holti. Enn sem komið er hef- ur ekkert komið fram sem bendir til þess að félagslegt úrræði fyrir fatl- aða verði aftur opið á þessum stöð- um nú þegar vinna við fjárhagsáætl- un er að hefjast hjá sveitarfélög- unum. Samhliða þarf þjónusturáð Vesturlands að deila út fjármun- um til þriggja félagsþjónustusvæða á Vesturlandi sem ná yfir málaflokk fatlaðra. Það eru Akranes og Hval- fjarðarsveit, Borgarbygg og Dalir og Snæfellsnes. þá Innanríkisráðuneytið birti 8. október sl. til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögreglu- embætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015 sam- kvæmt lögum frá í vor. Ráðuneyt- ið óskar jafnframt eftir rökstudd- um umsögnum um drögin eigi síðar en föstudaginn 17. október næstkomandi, eða 9 dögum eft- ir birtinguna. „Reglugerðardrög- in eru unnin í samræmi við viða- mikið samráðsferli sem hófst með birtingu umræðuskjala um efni reglugerðanna á vef ráðuneytisins 4. júní síðastliðinn og segir í frétt ráðuneytisins að um lokahnykkinn í því ferli sé að ræða. Ráðuneyt- ið hafði í aðdraganda þessa sam- ráð við Samband íslenskra sveit- arfélaga, landshlutasamtök sveit- arfélaga, lögreglustjóra og sýslu- menn og áttu innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins fjöl- marga fundi í samráðsferlinu. Efni reglugerðanna er tvíþætt: Annars vegar er kveðið á um hver um- dæmamörk hinna nýju embætta verða og hins vegar hvar aðal- stöðvar lögreglustjóra og aðal- skrifstofur sýslumanna skuli stað- settar, sem og aðrar lögreglu- stöðvar og sýsluskrifstofur. Þá er jafnframt kveðið á um hvaða þjón- ustu skuli veita á sýsluskrifstofum. Samkvæmt tillögum ráðuneytis- ins verður sýslumaður Vesturum- dæmis staðsettur í Stykkishólmi en lögreglustjóri í Borgarnesi. Þá er gert ráð fyrir sýsluskrifstofum að auki í Snæfellsbæ, Búðardal, Borgarnesi og á Akranesi. Lög- reglustöðvar verða í Snæfellsbæ, Grundarfirði, Stykkishólmi, Búð- ardal, Borgarnesi og Akranesi. Ekki hefur samkvæmt heim- ildum Skessuhorns verið ágrein- ingur um staðsetningu embætt- is sýslumanns í Vesturumdæmi. Það verður í Stykkishólmi og hef- ur Ólafur K Ólafsson sýslumaður Snæfellinga verið ráðinn í starf- ið og situr því áfram á sama stað. Þá hefur Úlfar Lúðvíksson sýslu- maður á Patreksfirði verið ráð- inn í starf lögreglustjóra Vest- urumdæmis, sem nú hefur ver- ið samkvæmt reglugerðardrög- unum ákveðið að verði í Borgar- nesi. Sveitarstjórnir Borgarbyggð- ar og Akraneskaupstaðar hafa sótt það fast að embætti lögreglustjóra verði á stöðunum. Hafa fært fyr- ir því rök og fundað með ráðherra og starfsfólki innanríkisráðuneyt- isins. Borgarbyggð bendir á mið- lægni Borgarness á Vesturlandi fyrir aðallögreglustöð en fulltrúar Akraneskaupstaðar benda á að um 45% íbúa svæðisins búi á Akra- nesi, málafjöldi sé þar mestur og því eðlilegt að staðsetja aðalskrif- stofu embættis lögreglustjóra þar. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar- stjóri fagnar þessari niðurstöðu og segir afar sterk rök fyrir því að ráðherra velji að staðsetja lög- reglustjóraembættið í Borgarnesi. „Baráttan er ekki búin. Við munum auðvitað tefla fram þeim mikilvægu rökum sem við höfum í höndunum, allt til síðustu stundar. Ég lít þannig á að það sé ekki búið að ákveða hvar embættin verða staðsett, þrátt fyrir þessi drög,“ segir Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs Akraneskaupstaðar. mm Í byrjun síðustu viku var tilkynnt til Minjastofnunar Íslands að skemmdarverk hefðu verið unn- in á hinum fornu grjóthleðslum í og við Snorralaug í Reykholti. Steinar höfðu verið rifnir úr hleðslum í kring og úr bæjar- göngunum og velt niður í laug- ina. Magnús Sigurðsson minja- vörður Vesturlands fór á staðinn síðastliðinn föstudag og skoð- aði aðstæður. Í kjölfarið voru skemmdaverkin kærð til lögregl- unnar í Borgarfirði og Dölum sem fer nú með rannsókn máls- ins. Lögregla óskar eftir upplýs- ingum um málið. mm/ Ljósm. bhs. Reglugerð um staðsetningu embætta til umsagnar Magnús Sigurðsson minjavörður skráði skemmdirnar sl. föstudag. Á myndinni er einnig Tryggvi Konráðsson umsjónarmaður fasteigna í Reykholti. Skemmdarverk unnin á Snorralaug í Reykholti Búið var að fjarlægja steina úr hleðslum laugarinnar og við hana og henda út í Snorralaug. Búið var að taka hluta af efstu röð steinhleðslunnar inni í bæjargöngunum. Engin skammtímavistun fyrir fatlaða á Vesturlandi Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaks- völlum. Í Holti var boðið upp á félagslegt úrræði um helgar tvisvar í mánuði og einnig sumardvöl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.